Morgunblaðið - 09.08.1962, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.08.1962, Blaðsíða 16
16 MORGVFBLAÐIÐ Fimmtudagur 9. ágúst 1962. sneri hún þeim aftur að klef- anum, sem hún sat í og sleppti sér út í vökudrauma um allt, sem hún ætlaði að gera. Loks rann lestin inn á stöðina í Manchester og Rakel var kom- in heim. Nú rataði hún. Jafnvel í Blackpool, innan um allan hé- gómann, sem >ar var saman kominn, hafði hún verið óróleg. Ókyrrðin á sjónum, stunur hans ög andvörp og stundum æðis- gengin ýlfur hræddi hana með þessum fjandsamlega krafti sín- um. En í Manohester kunni hún við sig. Hún gaf sér ekki einu sinni tíma til að fá sér te. Hún skildi eftir töskuna sina á stöðinni, og þegar hún kom þaðan út, dró hún fyrst andann eins og henni var eðlilegt og fann sig vera sigurvegara. Háu, rauðu spor- vagnamir beygðu ýlfrandi kring um hornið á Midland-hótelinu. Leiðslustengurnar upp úr þeim slógu bláa neista við og við, á flauelsdökkan himininn. Topp- urinn á ráðhústurninum hvarf upp í myrkrið, en skífan á klukkunni skein huggandi yfir stóra torgið, með öllum hávað- anum og manngrúanum. Það var eins og að sigla út á sjó, sem maður þekkti. Og hér var Rakel eins og fiskur í vatni. Hún kom í götuna, þar sem hún hafði áður sjálf verzlað og þarna var ennþá skiltið hennar: Arlette &Cie. Hún fann óþægi- lega til við tiihugsunina um ör- yggið, sem hún hafði notið þeg- ar hún átti sjálf þessa búð — í félagi við Miriam Jaoóbs. Hún hugsaði um gólfteppin þar og stólana með gylltu löppunum og ilmandi hlýjuna. En hún hélt einbeitt áfram. Nei, aldrei! Þetta var umliðið æviskeið! Það gerðu ekki nema bjánar að vera að sak ast um orðinn hlut. En eitt hafði hún lært af búðinni’ þeirri arna. Hún hafði lært að þjarka um verð, og hún vissi, hvað gef- andi var fyrir þennan kjólinn eða hinn. Þetta var efst í huga hennar, er hún ranglaði fram og aftur um götuna, unz hún loks kom auga á það, sem henni leizt vel á. Það var svartur kjóll, á lit- inn eins og íbenviður, en léttur eins og ský á vorhimni. En þá fór hún að hugsa um fjármála- hliðina. Með þessum þurfti hún svartan undirkjól. Og sokka? Nei, hún átti enga, sem gætu dugað til þess arna. Þeir urðu að vera svartir líka, en svo fín- gerðir, að hvítt hörundið skini í gegn, svo að þeir liti út eins og grár kóngulóarvefur. Hún gat séð þetta allt fyrir sér. Þegar föt voru annarsvegar, hafði hún öruggt sjónminni og ímyndunarafl. Og hún gat dreg- ið sér upp mynd af þessu öllu í einu: fílabeinsgult hörund henn ar, sem gat litið út eins og gljáa- laust gull, skínandi gegn um 'þetta þokukennda svarta efni og svo svart, liðað hárið á henni til að kóróna verkið. Þá var myndin fullkomnuð. Nei, svo varð að vera eitthvað í viðbót til að leggja næga áíherzlu á hitt. Hún bætti því við hárauðu 'blómi í blásvart hárið, og þá var allt fullkomið. Hún hefði nú gjarna viljað bæta þarna við nýrri kápu en skugginn, sem bar yfir andlit hennar við tilhugsun- ina um, að því hefði hún ekki efni á, lyftist fljótt aftur, er hún hugsaði með sér: Ég þori að veðja um, að ég verð búin að fá hana innan viku. Og brosið, sem lék um varir hennar varpaði Ijóma yfir andlitið, svo að feitu júðakonunni, sem kom til að af- greiða hana varð hverft við. Og þar hrósaði sú gamla engum sigri. Þetta varð eftirminnileg- ur hálftími í lifi hennar. Á ég að reka búð til þess að gefa með vörunum mínum? sagði hún angurvær, er Rakel gekk út úr búðinni. Ég v.Udi gjarna mega skilja það allt eftir hérna þangað til í fyrramálið, sagði Rakel. Þér opn- ið klukkan níu, er ekki svo? Hvað gerir það til eða frá, hvort ég opna klukkan níu, tíu eða ellefu, ef ég gef vörurnar mínar? Jæja, segjum níu. Ég ætla að vitja um þetta klukkan níu. Hún gekk yfir götuna og inn í einn Lyons- tesal. Glöð og þreytt lét hún fallast niður í stól. Nú gat hún fengið sér te. Þarna var skemmtilegur hávaði. Hljómsveitin lék fjörug lög. Indælt! Allt var indælt. Hávaði, hreyfing og ys. hérna mitt innan um göturnar, sem hún þekkti svo vel. Látið mig fá te og boll- ur. Hún opnaði handtöskuna sína, lagaði á sér andlitið, rétt eins og hermaður gerir að sárum sin- um eftir orustu, og þegar hún hafði gert góðgjörðunum skil í ró og næði, fór hún í einu lyfja- búðina þar sem hún vissi, að hún gat fengið rósaolíu. Éinu sinni hafði Sir George Faunt farið með hana þangað og keypt það sama — og hjartað í henni ókyrrðist einkennilega við end- urminninguna. Hún ' hafði þá ekki tekið eftir, hvað þetta kost aði, og nú, er hún heyrði verðið, fannst henni það ofan við alla aðgæzlu. Hún hugsaði sig um og tvísteig, en loks tók hún ákvörð- un sína, eins og sönn hetja. Hún renndi litla glasinu ofan í hand- töskuna og gekk svo til stöðvar- innar til þess að ná í ferðatösk- una. Baðsalt gat hún keypt I Blackpool, næsta dag. 3. Meðan Rakel sat á rúmstokkn- um í fátæklega leiguherberginu og neri andlitið upp úr nætur- kremi, var Maurice Bannermann að ljúka við kvöldverð sinn í franska matsalnum í Midland Hotel. Hann var ánægður með tilveruna. Engir stéttarbræður til að hitta, engir viðskipta- menn til að hrella hann með hinu og þessu kvalbbi. Hann var einn — og hversu hafði hann ekki þráð, árum saman, að mega vera einn! Digri hálsinn var Farseðlar UM ALLAN HEIM í LOFTI Á LÁÐI OG LEGI UTVEGUM GISTINGU OG ALLA AÐRA FERÐA-. . ÞJÓNUSTU HVAK SEM ER í HEIMINUM. ÞÉR ERUÐ ÁVALLT Á SÖGDSLÓÐUM. FERÐASKRIFSTOFAN SAGA við Ingólísstræti gegnt Gamla Bíói — Sími 17600. Við höldum þegar af stað. Farðu með Geisla út í geimskipið og safn- aðu síðan vísindamönnunum frá GEISLI GEIMFARI Karz saman. Ég kem til móts við ykkur, þegar ég hef skilað þessum af mér til Ör- >f >f >f yggisráðsins. Seinna ......... Fleming, ofursti. Sjáðu! siginn niður í herðarnar, en loðna höndin molaði brauð- mylsnu á borðinu, meðan hann hugsaði um verkið, sem hann átti fyrir höndum. Þögull veit- ingaþjónn fyllti glasið hans aft- ur, og allt í einu lyfti Maurice því og tæmdi það í einum teyg og gekk síðan þungum skrefum út úr salnum. Jæja þá! Hvaða ástæða var til þess að vera að tvíxxóna við þetta? Hann hafði alltaf stikað tafarlaust að settu marki. Lyftuhurðin glamraði á eftir honum og allur hávaðinn í hótel- inu og í borginni, dó út. Hann gat heyrt sitt eigið fótatak á loð- inni gólfábreiðunni þegar hann gekk eftir ganginum. í herberg- inu hans var dauðaþögn. Hann 'hafði skipað að kynda þar upp. Hann kveikti á borðlampanum og fannst vistlegt þarna inni. Hann tók af sér skóna og setti iþá út fyrir dyrnar, fór í inni- slopp og lambsskinnsfóðraða inniskó. Hann lagði pappír og penna á skrifborðið og stóð síð- an stundarkorn og sneri baki í eldinn, með hendurnar í vösun- um á sloppnum. Þetta var sú stund, sem hann hafði svo oft dreymt um. Stund- in, þegar hann gat hafið sköp- unarstarfsemi sína, sem hann hafði lofað að framkvæma, end- ur fyrir löngu. Hann ýtti stóln- um að borðinu og tók sér penna í hönd. 4. Þegar Rakel Rosing kom til Blackpool morguninn eftir, bað hún leigubílstjóra að koma við þar sem hún leigði, klukkan fimm mínútum fyrir átta. Hún hafði nú eytt hér um bil aleig- unni, en það var líka mikil vinningsvon í þessu fjárhættu- spili, og bílleiga mátti ekki verða henni fjötur um fót. Og þegar hún nú gekk eftir leiðin- legu götunum og dröslaði með sér ferðatöskunni, bað hún inni- lega, án þess að hafa nokkurn sérstakan guð 1 huga, að þetta hættuspil mæfti vel takast, og að sá tími, er hún hefði ekki efni á leigubíl yrði brátt á enda. Þegar hún hafði lokið hádegis verðinum, fór hún inn í bað- herbergið. Það var viðbjóðslegt og það svo að hún notaði það ekki nema sem allra minnst. Það var ekki annað en lítill, þröngur og óhreinn skápur. Inn- an á baðkerinu, í miðri hæð, var svart fjörumark. Glerungurinn var brotinn úr botninum en ryð- blettir komnir í staðinn. Raf- magnsljós hafði aldrei verið l þessari kompu, en ómerkilegur gaslampi var þar í þess stað. Vaxdúkurinn á gólfinu var allur götugur og á krók að hurðabaki hékk skítugt handklæði. Rakel studdi höndum á brúnina á baðkerinu, yfirkomin af við- SHÍItvarpiö Fimmtudagur 9. ágúst. 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — T6n<* leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tónleikar. — 10.10 Veðurfregn-* ir) 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. 12.26 Fréttir og tilkynningar). 13.00 ,,Á frívaktinni" sjómannaþáttur (Kristín A. Þórarinsdóttir). 15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk. — Tónleikar. —- 17.00 Fréttir — Tónleikar). 18.30 Operulög. — 18.45 Tiikynningar. — 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Stig Ribbing leikur wrræn píainólög. 20.15 Vísað til vegar: ^Útsýn frá Esju tindum" (Egill Jónasson Star- dal). 20.30 Tilbrigði um barnalag, op. 25 eftir Dohnanyi. Cyril Smith og hljóm- sveitin Philharmonia leika. — Sir Malcolm Sargent stjórnar. 20.55 Jóhannes páfi XXIII. Síðara er indi. (Sigurveig Guðmundsdóttir). 21.15 Atriði úr óperunni: „II Trova* tore“ eftir Verdi. Zinka Milan* ov, Fedora Barbieri, Jussi Björ» ling, Leonard Warren o.fl, syngja með Robert Shaw kórn» um og RCA-Victor kljómsveit« inni. Renato Cellini stjórnar. 21.35 Úr ýmsum áttum (Ævar R, Kvaran leikari). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. " 22.10 Kvöldsagan: „JacQbowsky og of« urstinn“ eftir Franz Werfel: II, (Gissur Ó. Erlingssen). 22.25 Djassþáttur (Jón Múli Á-mason)^ 23.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.