Morgunblaðið - 11.08.1962, Síða 10
10
MORCVNBLAÐIÐ
Laugardagur 11. ágúst 1962
Crtgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavik.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónssor
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson.
Ritstjórn: Aðalstræti f>.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands.
f lausasölu kr. 3.00 eintakið.
STRANDAR ENN Á
RÚSSUM
ljandaríkjamenn hafa nú
" flutt nýjar tillögur um
fyrirkomulag eftirlits með
banni við kjamorkusprengju
tilraunum, sem ganga svo
langt til móts við sjónarmið
þau, sem Rússar hafa sett
fram, að furðulegt má telja,
ef þeir hafna einnig þessum
tillögum.
Eins og kunnugt er hafa
allar tilraunir til að ná sam-
komulagi strandað á því, að
Rússar hafa ekki viljað fall-
ast á raunhæft eftirlit með
því að tilraunabann væri
haldið. Hafa þeir borið því
við að eftirlitsstöðvar, sem
komið yrði upp innan landa-
mæra Ráðstjórnarríkjanna,
mundu verða notaðar til
njósna. Bandaríkjamenn hafa
nú lýst því yfir, að þeir muni
fallast á miklu færri eftirlits-
stöðvar innan Sovétríkjanna
en þeir höfðu áður talið nauð
synlegt ,og það sem meira
er, þeir segjast reiðubúnir til
að fallast á að landsmenn
sjálfir gættu stöðvanna, en á
hinn bóginn er nauðsynlegt
að þær lytu alþjóðlegri yfir-
stjórn.
Með þessari yfirlýsingu
Bandaríkjastjómar er slegið
úr hendi Rússa það vopn, að
hér sé um að ræða tilraunir
til njósna. Ástæðan til þess,
að Bandaríkjamenn telja sig
geta fallizt á þessa fyrr-
greindu tillögu er sú, að nýj-
ar aðferðir hafa verið fundn-
ar til að greina á milli jarð-
skjálfta og hræringa af völd-
um kjamorkusprenginga. —
Mun Bandaríkjastjóm þó
tefla á tæpasta vað í tillög-
um sínum, enda hefur hún
orðið fyrir hörðum árásum
heima fyrir, þar sem sumir
telja að hún hafi gengið of
langt og stofnað öryggi
Bandaríkjanna í hættu.
Hvað sem þeim deilum líð-
ur, þá er hitt ljóst, að Rúss-
ar hafa ekki lengur neina
afsökun fyrir því að fallast
efeki á þetta eftirlit. Ef þeir
enn hafna tillögum um bann
við kjamorkutilraunum, er
augljóst, að þeir æskja þess
beinlínis að kjarnorkukapp-
hlaupið haldi áfram.
Væri vissulega hörmulegt
til þess að vita, ef þeir nú
fullkomnuðu skömm sína
með því að neita að standa
að banni við kjarnorkutil-
raunum, eftir að þeir hófu
kapphlaupið að nýju með
ógnarsprengingum sínum sl.
haust.
SÝKT SÍLD
TT'regn sú, sem Morgunblað-
* ið birti í gær, um það að
vart hefði orðið undarlegs
sjúkdóms í smásíld í Noregi,
er sannarlega uggvænleg og
ekki að furða, þótt menn
hugleiði, hvort þessi sýki geti
stafað af geislavirkni vegna
neðansjávarsprenginga Rússa
við Novaja Sernlja á síðasta
hausti.
Sjúkdóms þessa hefur ekki
orðið vart í síld hér við land,
og enn er ekki fullkannað
upphaf hans né útbreiðsla
við Noreg og er því ekki á-
stæða til að gera ráð fyrir
bráðri hættu.
Hinu er ekki að leyna, að
samgangur er milli síldar við
Noreg og ísland og þess vegna
hljóta íslendingar að fylgjast
af áhuga með framvindu
þessa máls og vona í lengstu
lög að ekki sé alvara á ferð-
um.
NÝJUNGAR í
BYGGINGUM
TT'rlendir og innlendir bj'gg-
ingasérfræðingar hafa
bent á, að byggingarkostnað-
ur hér á landi sé yfirleitt of
hár og of mikill hluti launa
manna fari í kostnað við í-
búðarhúsnæði. Af þessum
sökum er eðlilega mikill á-
hugi fyrir öllum nýjungum í
byggingaframkvæmdum. —
Hér í blaðinu var í gær getið
um tilraunir til að nota stál-
mót í stað trémóta. Hefur
aðfierð þessi náð mikilli út-
breiðslu á Norðurlöndum og
víðar og nú hefur Timbur-
verzlunin Völundur gengizt
fyrir því, að þessi aðferðyrði
reynd hér á landi.
Næstu vikur mun fást úr
því skorið, hvernig bygging-
ar ganga með þessari nýju
aðferð og er vonandi að hún
beri góðan árangur, því að
brýn þörf er á að lækka
byggingakostnað.
Ýms fyrirtæki önnur hafa
reynt nýjungar í bygginga-
iðnaði að undanfömu eins og
áður hefur verið getið um
hér í blaðinu. Helzta vonin
um úrbætur er lífca sú, að
einkafyrirtækin leggi sig
fram um að bæta vinnuað-
ferðir. Frjálsræði til þess
hefur líka aukizt síðan horf-
ið var af braut „vinstri stefn-
unnar“. Nú reynir á einkafyr
irtækin, og Morgunblaðið er
sóknar-
i geHmnum
BANDARÍSKA g'eimvisinda-
stofnunin birti fyrir mi»tkru
þessa mynd, af likani af
fyrstu rannsóknarstöðinni,
sem fyrirhugað er ad komið
verði fyrir úti í geimnum. —
Stöðin, sem er eins og hjól í
laginu, verður tíu metrar í
þvermái og framleidd að
nokkru leyti úr gúmmíefni.
Það hefur þaiwi kosf að brjóta
má stöðina saman og koma
henni fyrir í tiltölulega smáu
hylki. Því er skotið á loft með
eldflaug, losnar frá henni,
Þegar á áfangastað er komið
og blses út sjálfkrafa. t miðju
stöðvarinnar er hylki fyrir
tvo til þrjá geimfara.
í fótspor di Stefano
og Mag-núsar Jónssonar
NÝR tenórsöngvari hefur ver-
ið ráðinn við Konunglega leik
húsið í Kaupmannahöfn til
tveggja ára. Hann heitir Willy
Hartman sonur loðdýrarækt-
anda í Álaborg. Fyrsta hlut-
verk hans verður Rodolphe í
„La Boheme", sem flutt verð-
ur í Konunglega leikhúsinu í
haust. Hartmann hefur sér-
stakar mætur á því 'hlutverki
og hefur þrisvar sinnum hlust
að á óperuna í Könunglega
leikhúsinu; í eitt sinn söng
di Stefano hlutverk Rodolphe,
í annað Otte Svendsen og 1
þriðja Magnús Jónsson.
Willy Hartmann lærði hótel
rekstur og tók ágætiseinkunn
í því fagi. Hann fór að vinna
á Hótel Angleterre, og ekki
hvarflaði það að honum að
hann myndi flytja sig , yfir
torgið og upp á fjalir Kon-
unglega leikhússins.
Sönggleðin vaknaði ekki í
brjósti hans fyrr en hann var
kallaður í hertþjónustuna. Þá
söng hann á ýmsum velgerð-
arsamkomum, og dag nokkurn
bauðst herramaður til að taka
hann í söngtíma. Seinna meir
vaknaði áhugi hans fyrir
óperusöng.
Æðsti draumur Willys Hart-
manns er að verða fastráðinn
óperusöngvari við Konunglega
leikhúsið, en fá þó tækifæri
til að ferðast um og reyna
rödd sína á erlendum vett-
vangi.
Fundur forsætisráð-
herranna ðrlagaríkur
fyrir aðild Breta
Brussel, 9. ágúst (NTB). —
F U N D U R forsætisráðherra
brezku samveldislandanna í
Lundúnum hinn 10. september
næstkomandi verður örlagaríkur
fyrir aðild Breta að Efnahags-
bandalagi Evrópu, sagði Poul
Henri Spaak, utanríkisráðherra
ess fullvisst, að þau muni
ýna að þau eru vandanum
axin á þessu sviði eins og
ðrum, þótt seinna gangi en
lla að bæta þjóðarhag,
egna þess fjármagnsskorts,
;m víða er hjá atvinnufyrir-
ekjum.
Belgíu, í viðtali við vikublaðið
„Pourqoi-pas?“ í Brússel í dag.
Ekki kvaðst hann ala neinn sér
stakan ugg í brjósti varðandi
fund þennan, *n víst væri, að
afstaða íorsætisráðherranna
mundi verða þungt lóð á vogar-
skálarnar.
Síðan viðræðum brezku full-
trúanna við leiðtoga aðildarríkja
Efnahagsbandalagsins var frest-
að á dögunum, hefur formaður
brezku sendinefndarinnar, Ed-
ward Heath, ráðherra, rætt um
þróun mála við hollenzka sendi-
herrann í Lundúnum, Bentnick,
sendiherra Bandaríkjanna, David
Bruoe, og stjórnarerindreka og
sendiherra bæði EFTA-ríkjanna
og einstakra landa brezká sam-
veldisins. Á sama tfma hefur
verið haldið áfram baráttunni
gegn aðild Breta að Sameigin-
lega markaðnum og er nú fyrir-
hugaður almennur mótmæla-
fundur í stærsta fundarsal Lund-
úna, Albert HaU, sunnudaginn
26. ágúst