Morgunblaðið - 11.08.1962, Blaðsíða 13
Laugardagur 11. ágúst 1962
MOnCVKBL AÐ1Ð
13
Greco-ball-
ettinn vekur
hrifningu
UM ÞESSAR mundir sýnir hinn
frægi Greco ballett á Det Ny
ITeater í Kaupmannahöfn, og er
§>að fjórða árið í röð, sem Greco
ballettinn sýnir þar í borg. Sýn-
ingar hófust þann 23. júlí sl. og
verður sýnt til 15. þ. m. en eftir
Bð sýningum lýkur þar kemur
ballettflokkurinn til Reykjaivíkur
og sýnir hér á vegum Þjóðleik-
bússins.
11 Fagnaðarlætin voru svo mikil
á fyrstu sýningu Greco balletts-
ins í Kaupmannahöfn að allt ætl
®ði um koll að keyra og blaða-
gagnrýnendur segja að Greoo og
dansarar hans hafi aldrei verið
betri en nú og að Ihver einasti
dansari sé í fremstu röð í sinni
grein. Ballettflokkurinn hefur
aldrei verið fjölmennari en nú
©g eru 30 dansarar og hljóð
færaleikarar í flokknum. Enn-
Éremur hafa nú bætzt þrjár nýjar
®óió dansmeyjar í ballettflokk-
km.
Greco ballettinn Ihefur nýlega
lokið við sýningar til ÁstraMu
en þaðan kom ballett flokkurinn
til Kaupmannahafnar.
Sl. vetur sýndi Greoo í Banda-
ríkjunum og þann 1. janúar nk.
leggur ballettflokkurinn upp í 12.
sýningarferðina til Bandaríkj-
anna.
Eins og fyrr segir kemur Greco
Iballettinn til landsins 20. þ. m.
og verður fyrsta sýningin 21.
ágúst. Sökum anna listafólksins
verður aðeins unnt að hafa hér
fáar sýningar og er því haett
við að færri komist að en vilja
til að njóta listar þessara ágætu
listamanna. — Myndin er af hin-
um fögru sólódansmeyjum í
Greco ballettinum.
KRON 25 ára
Rak fyrstu kjorbuð 1 Evrópu
UM ÞESSAR muiwlir er Kaup-
félag Reykjavíkur og nágrennis,
ZS ára. Var það stofnað 6. ágúst
1937 og voru á stofnfundi þess
inættir 93 fulltrúar frá Pöntun-
arfélagi verkamanna í Reykja-
vík, Kaupfélagi Reykjavíkur,
Pöntunarfélagi Verkamanafélags
ins Hlifar í Ilafnarfirði og Pönt-
unarfélagi Verkalýðs- og sjó-
mannafélagi Keflavíkur, en félög
|>essi höfðu ákveðið á fundum
sinum að sameinast í eitt félag.
Náði félagssvæði KRON þann-
jig upphaílega yfir Reykjavík,
Hafnarfjörð og Suðurnes, en á
árunum 1945 og 1946 voru stofn-
«ð sjálfstæð félög í Hafnarfirði,
Keflavík og Sandgerði og telst
félagssvæðið nú Reykjavík, Kópa
rogskaupstaður og nágrenni
þeirra.
í fyrstu stjórn félagsins voru
kjörnir 9 menn og er einn þeirra,
Þorlákur Ottesen, enn í stjórn og
hefur verið allan starfstíma fé-
lagsins.
í 2. gfein félagslaga KRON seg
ir, að tilgangur félagsins sé að
útvega félagsmönnum alls konar
vöru, sem beztar að gæðum og
við sem vægustu verði og reki
félagið í því skyni pöntunarstarf-
semi og almenna verzlunarstarf-
semi í opnum sölubúðum, svo og
iðnað, framleiðslu og aðra starf-
semi, eftir því sem henta þykir
og samþykkt kann að verða. Á
liðnum 2ö árum hefur margt ver
ið reynt með það fyrir augum að
þjóna þessum tilgangi félagsins.
Til dæmis opnaði KRON fyrstu
sjálfsafgreiðslúbúðina á fslandi
árið 1942 við Vesturgötu í Reykja
vík, en jafnframt er talið, að
það hafi verið fyrsta kjörbúð í
Evrópu og var fyrirmyndin sótt
beint til Bandaríkjanna af Jens
Figved, sem var fyrsti fram-
kvæmdastjóri félagsins. Kjörbúð
þessi var á undan sínum tíma og
var henni lokað sem slíkri 1945
og þráðurinn ekki tekinn aftur
upp af KRON fyrr en á árinu
1957, að opnuð var kjörbúð við
Hlíðarveg í Kópavogi. Hefur búð
sú reynzt mjög vel og síðan hef-
ur KRON byggt og breytt göml-
um búðum í kjörbúðir og rekur
nú 12 slíkar. Auk hinna 12 kjör-
búða rekur félagið nú 3 matvöru
búðir með gamla laginu, vefnað-
arvöru- og skóbúð, bókafoúð,
búsáhaldafoúð, raftækjafoúð og
járnvörubúð. Þrjár kjörbúðir eru
í Kópavogi, aðrar eru í Reykja-
vík. Þá rekur félagið efnagerð
Og kjötvinnslu. Aí þessum 22
starfseiningum eru 15 í eigin hús
næði, en sjö í leiguhúsnæði. —
Félagið vantar nú tilfinnanlega
stórt húsnæði fyrir aðalstöðvar
sínar, sérvöru búðir, skrifstofu
og félagsmálastarfsemi og á það
lóð undir slíka byggingu við
Smiðjustíg og Hverfisgötu.
Kaupfélag Reykjavíkur og ná-
grennis er einn stærsti aðili smá-
söluverzlunarinnar í Reykjavík
og sl. ár nam vörusala þess 58.5
milljónum króna, en það sem af
er þessu ári, hefur verzlun auk-
izt verulega. Á sl. ári voru
greiddar 6.5 millj. í vinnulaun
og voru fastir starfsmenn félags-
ins um 130. Um sl. áramót voru
félagsmenn 5518.
í núverandi stjórn félagsins
eiga sæti Ragnar Ólafsson, hæsta
réttarlögmaður, formaður, Þór-
faallur Pálsson, borgarfógetafull-
trúi, ritari, Þorlákur G. Ottesen,
verkstjóri, varaformaður, Ólafur
Jónsson, bifreiðastjóri, vararit-
ari Guðrún Guðjónsdóttir, hús-
frú, Pétur Jónsson, gjaldkeri,
Guðmundur Hjartarson, fram-
kvæmdastjóri, Hallgrímur Sig-
tryggsson, skrifstofumaður og
Sveinn Gamalíelsson, verkamað-
ur. Kaupfélagsstjóri er Kjartan
Sæmundsson.
Kjartan Sæmundsson greindi
frá því að KRON hefði nú mörg
verkefni á prjónunum. Sagði
hann, að félagið hefði ekki vaxið
til jafns við hinn öra vöxt
Reykjavíkur undanfarin ár, en
nú er sóknarhugur í félagsmönn-
um og almennur áhugi að halda
áfram uppbyggingu verzlana fé-
lagsins, auka og styrkja liðið,
auka verzlun félagsins og efla
innlánsdeild þess. Fyrstu verk-
efnin eru ný kjörbúð við Lang-
holtsveg 52. stórt verzlunarhús
við Bogahlið og aðalstöðvar í
Miðbænum.
Sigurgv.ir Sigurjónsson
hæstaréttarlögmaður
Málflutningsskrifsofa.
Austurstræti 10A, Sími 11043.
Císti Einarsson
hæstarréttarlögmaður
Málflutningsskrifstofa
Laugavegi 20B. — Sími 19631
HÖRPU
MALNING