Morgunblaðið - 11.08.1962, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.08.1962, Blaðsíða 17
. Laugatdagur 11. ágúst 1962 MOnCTIlVTiT. 4 ÐIÐ 17 Bridge SPILIÐ, sem hér fer á eftir, var spilað á heimsmeistara- keppninni í tvímenningskeppni, sem fram fór í Canneá í maí sl. Spilararnir voru allir frá Frakk- landi og í Suður sat hinn kunni spilari Malabat. Sagnir gengu þannig: Vestur Norður Austur Suður pass pass pass 1 grand pass 2 grönd pass 3 grönd pass paSs pass A D 7 4 V A D 7 ♦ K 9 7 * 10 7 4 3 A 9 8 V K 6 5 2 ♦ D 5 2 * D G 5 2 ♦ Á K 5 3 V 10 8 4 ♦ Á 6 4 ♦ K 9 8 Suður var þannig sagnhafi í 3 gröndum og Vestur lét út spaðagosa, sem drepinn var í borði með drottningunni. Ekki er hægt að segja að útlitið sé gott fyrir Suður og kemur í ljós að nauðsynlegt er að fá að minnsta kosti tvo slagi á lauf ef spilið á að vinnast. Sagnhafi lét því út laufa 3 úr borði, Aust- ur lét tvistinn og Suður drap með áttunni og Vestur gaf. Nú lét Suður út laufa 9, sem Vest- ur drap með ásnum. — Vestur lét því næst út tigul 3, sem Suð- ur drap með ásnum. Nú tók Suður laufakóng, spaðaás, spaða kóng og tigulkóng og var þá inni í borðinu. Laufa 10 var síð- an látin út og austur varð að drepa með drottningunni. Aust- ur varð nú að láta út hjarta ás og drottningu í borði og vann því spilið á glæsilegan hátt. Félagsbréf AB, 26. hefti komið út ÚT ER komið 26. hefti af Fé- lagsbréfum Almenna bókafé- lagsins og flytur m.a. þetta efni: I upphafi var orðið, erindi eftir Sigurð Nordal, flutt á há- skólahátíðinni sl. haust. Þau sem landið erfa, grein eft- ir Guðmund Gíslason Hagalín. /Evintýrið varð á vegi hans hvert sem hann fór, erindi um Krist- mann Guðmundsson eftir Sigurð Einarsson. Rætt við Einar Baldvinsson listmálara, eftir Jóhann Hjálm- arsson, kvæði eftir Victor Hugo, bæði á frummálinu og í ís- lenzkri þýðingu eftir Alexander Jóhannesson. Þá eru kynntar mánaðarbækur félagsins, Sumar auki eftir Stefán Júlíusson og Brauðið og ástin eftir Gísla J. Ástþórsson og birtir kaflar úr bókunum, og loks er þáttur, sem íiefnist Blaðað í bókum. Auk þess eru þarna ritstjórnargrein- ar o. fl. BONN 31. júlí (NTB) — Gall up-könnun, sem nýlega fór fram í V.-Þýzkalandi leiddi í ljós, að aðeins þrjú prósent þjóðarinnar myndi kjósa mann á borð við Hitler sem þjóðarleiðtoga. Rúm 80 prós- ent myndu greiða atkvæði gegn slíkum manni, en 16 prósent voru í vafa. Þegar sams konar Gallup- könnun var gerð í V.-Þýzka- landi 1957 voru 15 prósent sem sögðust myndu kjósa *Hitlcr“, sem þjóðarleiðtoga. ð G 10 8 6 V G 9 3 ♦ G 10 8 3 ð Á 6 SKEMMTIKVOLD AÐ JADRI í kvöld kl. 9 OIYf og Agnes Ingólfsdéttir skemmta Sætaferðir frá Góðtemplarahúsinu kl. 8,30 og til baka að skemmtun lokinni. Islenzkir ungtemplarar. Linoleum Gerfidúkur „Delifiex“ gólfflísar — Margir litir. Þakpappi, múrhúðnnarnet og margt margt fleira. r A. Einarsson & Funk hf. Hötðatún 2. — Sími 13982. Óska eftir vinnu við prófarkalestur, skrifstofustörf eða önnur störf, þar sem kunnátta í ensku, þýzku og Norður- landamálum væri æskileg. — Ekki vön vélritun. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „2—3 mánuðir — 1814“. Tjaldsamkomur — Við Holtaveg, gegnt Langholtsskóla. — Samkomur á hverju kvöldi dagana 10. til 19. ágúst, kl. 8,30. Ræður, mikill söngur og hljóðfærasláttur. Allir velkomnir. Sérstök barna- og unglingasam- koma laugardaginn 11. ágúst kl. 5 e.h. Samband isl. kristniboðsfélaga. Færeyjar Flugfélag íslands efnir til skemmtiferðar til Fær- eyja dagana 17.—21. ágúst, ef næg þátttaka fæst. Flogið verður frá Reykjavík föstudaginn 17. ágúst kl. 10:00 og lent á Sörvágsflugvelli. Farþegum verð- ur séð fyrir bátsferð til Tórshavn og gistingu á góðu hóteli þar. Heim verður haldið þriðjudaginn 21. ágúst kl. 16:00. Nánari upplýsingar veitir söluskrifstofa okkar, Lækjargötu 4, eða ferðaskrifstofurnar. a* Palmolive gefur yður fyrirheit um... with Palmolive veröur jafnvel þurr og við- kvæm húð unglegri og feg- urri, en það er vegna þess að hið ríkulega löður Palmo- live er mýkjandi. Palmolive er framleidd með olívuoiiu Aðeins sápa, sem er jafn mild og mjúk eins og- Palmolive getur hreinsað jafn fullkom- lega og þó svo mjúklega. Hætt ið því handahófskenndri and- litshreinsun: byrjið á Palmo- live hörundsfegrun í dag. — Læknar hafa sannað hvaða ár- angri er hægt að ná með Palmolive. Þvoið . • • nuddið i eina mínútu . • . Skolið. • • . og þér megið búast við að sjá árangurinn strax Mýkri, unglegri, aðdáanlegri húð Palmolive með olívuolíu er ... mildari og mýkri aukinn yndisþokka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.