Morgunblaðið - 15.08.1962, Síða 1
t
Biskupar og blaöakona
útlæg ger frá Ghana
Accra, Ghana, 14. ágúst
f — NTB — Reuter.
1 gær fóru tveir leiðtogar ensku
biskupakirkjunnar í Ghana flug
leiðis til Lagos í Nigeriu, eftir að
etjórn Ghana hafði vísað þeim
úr landi. Voru það dr. Richard
ftosevaere biskup í Accra og erki
biskupinn í Vestur Afríku, Cecil
Patterson. í Lagos stendur nú yf
»r prestastefna, sem biskuparnir
munu sitja.
Á prestastefnu í Nigeríu.
Dr. Rosevaere biskup sagði í
viðtali við fréttamenn, áður en
|>eir héldu af stað, að hann teldi
Big eftir sem áður biskup í Accra,
en ekki vildi hann segja neitt
um, hvað hann hyggðist fyrir er
prestastefnunni væri lokið, en
J>að verður um 24. ágúst.
Sagt er, að þess hafi verið kraf
Izt af stjórn Ghana, að hún vís-
aði biskupunum úr landi, sakir
þess að þeir hefðu gagnrýnt
seskulýðsfylkingu landsins fyrir
trúleysi.
Saka
Breta
— um aðild að
morðtilrœði
Accra Ghana, 14. ágúst.
— (NTB-Reuter) —
DAGBLÖÐ í Ghana hafa látið
eð því liggja að Bretar séu að
uokkru leyti ábyrgir fyrir hinu
snisheppnaða tilræði við forseta
landsins, Kwame Nkrumah. —
hefur aðalfulltrúi brezku stjórn-
erinnar i Accra, Sir Geoffrey de
Freitas, afhent utanríkisráð-
herra Ghana, Ako Adje, mót-
mæli vegna þessara skrifa, sem
hann segir uppspuna frá rót-
um og til þess eins ætluð að
grafa undan hinum vinsamlegu
fengslum Bretlands og Ghana.
Stjórnin hefur einnig visað úr
landi skozkri blaðakonu, þriggja
barna móður, er skrifað hafði
greinar um efnahagsástandið í
Ghana. Var henni aðeins veittur
örskammur frestur til þess að
hverfa úr landi og varð hún að
skilja börnin sin þrjú eftir í
Ghana. Blaðakonan hélt til Skot
lands.
Dæmd fyrir
föstureyðingar
STOKKHÓLMUR, 14. ágúst NTB
í dag féll í Stokkhólmi dómur í
máli hjóna, er sökuð voru um að
hafa framkvæmt fjölda fóstur-
eyðinga. Maðurinn, 41 árs póst-
maður, var dæmdur í 3% árs
nauðungarvinnu, en kona hans í
21 mánaða fangelsi. Hjónin voru
sek fundin um að framkvæma 30
fóstureyðingar á síðustu 14 árum.
Þar sem örin bendir eru landamæri Frakklands og Ítalíu.
Skáluðu í kampavíni
Jarðgöngin gegnum Mont Blanc
stytta akveginn til ítaliu um 200 km
í GÆR var lokið við að
sprengja fyrir göngunum
miklu, sem verið er að gera
gegnum stærsta fjall Evrópu,
Mont Blanc. Var þá rofin síð
Eista uindrunin milli Frakk-
anna og ítalanna, sem við-
stöðulaust hafa unnið að því
að bora gengum fjallið og gátu
þeir nú skálað í kampavíni
fyrir vel unnu starfi. Væri
komið í eitt fjall það, sem bor
að hefur verið úr Mont Blanc,
væri það um það bil ein millj.
rúmmetrar að stærð. Þótt
þetta langt sé komið með göng
in, er enn talið, að taki ár —
til hálft annað ár — að full
gera þau til notkunar.
Göngin eru 11,6 km að lengd
og stytta leiðina milli Parísar
og Rómaborgar um 200 km.
Mesta hæð ganganna verður
1397 km. yfir sjó. Akbrautin
verður sjö m breið og 70 cm
gangstéttir beggja vegna, en
I Ekið inn göngin.
talið er, að þegar göngin verða
tekin í notkun muni 352.000
farartæki geta farið þar um
árlega og flytja 1,5 biljónir far
þega. Sé miðað við 50 km
hraða á klst., tekur ca. tuttugu
mínútur að fara gegnum göng-
in. Með 300 m billibili er kom
ið fyrir viðgerðarstöð fyrir
ökutæki.
Kostnaður við verkið full-
unnið mun sennilega nema
2400 millj. kr. (ísl.) en upp
haflega kostnaðaráætlunin var
960 millj. kr.
Þann tíma, sem að þessum
göngum heufr verið unnið
hafa tíu manns látið lífið, fjór
ir Frakkar og sex ítalir, og
mörg hundruð manns slasazt,
meira eða minna.
Churchill andvígur aðild Breta
Efnahagsbandalaginu
— sc&ir Mohfgomery marskálkur sftir
viðtal við hann
f O Æ R helmsótti Mont-
gomery marskálkur Sir
Winston Churchill I Middi-
esex sjúkrahúsið í London. Er
marskálkurinn kom frá Sir
Winston sátu fyrir honum
fréttamenn og spurðu spjör-
unum úr, m. a. um hvað þeir
hefðu talað.
í gær gat að heyra I brezka
útvarpinu eftirfarandi glefsu
úr viðtálinu við marskálkinn:
—- Við töluðum urn hitt og
þetta, víndrykkju meðal ann-
ars. Sir Winston var rétt í
þann veginn að biðja um
meira konjak, þegar ég kom.
— Og fleira?
— Um reykingar — hann
var að reykja stóran vindil
og spurði hvernig ég gæti
hugsað til þess að reykja
pípu. Síðan barst talið að
efnahagsbandalaginu — hann
kvaðst vera alveg andvígur
því. —
— Hvernig líkaði yður að
heyra það?
— Víst vel, ég er sjálfur
á móti því.
— Ræddur þið ekki fleira?
Við ræddum eitt og annað,
um bækur meðal annars.
— Virtist yðuir Sir Winst-
on hress?
— Já, afar hress. Hann
reykti og drakk e'.rs og venj-
ulega. Sir Winston verður
orðinn mifcið veikur þegar
ha.in hæitir að reykja vindta
og drekka konjats.
Ég hafði orð á því við hann
að nann ætti að fara að iosna
úr sjúkrahúsinu og var hann
því alveg sammála. Það væri
nú verið að innrétta tvö
herbergi á fyrstu hæð-
inni í hús! hans og þegar því
væri lokið vildi hann endi-
lega fara þangað — það
yrði eftir nokkrar vikur.
Fréttamenn spurðu Mcnt-
gomery marskálk frekar um
afstöðu hans til efnahags-
bandalagsins. Hann kvaðst
andvígur aðild Bretlands —
þó væri mikið undir því kom
ið 'hverj'um ski'lmálum að-
ild þyrfti að fylgja. Sagði
Ihann það sjálfsagða ráðstöf-
un hjá brezku stjórninni að
sækja um aðild og sjá hvern-
ig málinu reiddi af.
Soblen fær nokk-
urra daga frest
London, lJf. ágúst.
— (NTB-Reuter) —
ÖRLÖG bandaríska njósnarans,
dr. Robert Soblen, eru enn óráð-
in. 1 dag var máli hans vísað
til hæstaréttar og eftir nokkrar
umræður var réttarfundum frest
að til miðvikudags í næstu viku.
Veitir sú frestun Soblen ennþá
átta daga dvöl í Bretlandi.
Á næsta fundd réttarins munu
öll gögn verða lögð fram í máli
Soblens, bæði það, sem lögfræð-
ingar hans hafa fram að færa
og brezka ríkisstjórnin. Er mögu
legt að vikur kunni að líða, áð-
ur en greitt verði að fullu úr
því efni.
Einn af lögfræðingum Sobl-
ens, Elwyn Jones, hefur sagt í
viðtali við fréttamenn, að hann
ætli að gera allt, sem hann geti
til þess að draga málið á lang-
inn. Annar lögfræðingur sagði,
að færi svo, að hæstiréttur léti
Soblen ekki lausan, yrði mál-
inu vísað tafarlaust til lávarða-
deildar brezka þingsins, sem er
æðsti dómstóll Bretlands.
Hafði sami lögfræðingur eftir
Soblen, að mál hans hefði aldrei
verið tekið fyrir af æðsta dóm-
stól Bandaríkjanna — og hann
óskaði eftir því að fá málið tek-
ið upp, sér væri sama hvar það
væri í heiminum. Sagði lögfræð-
ingurinn Soblen trúa því stað-
fastlega, að fengist málið tekið
upp að nýju, yrði hann sýkn-
aður.
Þriðji lögfræðingur Soblens
sagði, að skjólstæðingur þeirra,
sem ennþá dvelzt í Brixton-
fangelsinu, væri illa haldinn á
heilsu, og hefði létzt um fjögur
kíló síðustu þrjár vikurnar.
Soblen er, sem kunnugt er,
haldinn hvítblæði og talinn eiga
skammt eftir ólifað.
Hann var ekki viðstaddur rétt
arfundinn í dag og segja lög-
fræðingarnir ólíklegt, að hann
geti mætt I réttarsalnum í næstu
viku, nema hann verði borinn
þangað.
—★★—
f gær tilkynnti stjórn ísraels,
að hún gæti ekki veitt flugfélag-
inu EL AL heimild til þess að
flytja Robert Soblen til Banda-
ríkjanna. Var tekið fram í til-
kynningunni, að stjórnin teldi
sínum afskiptum af máli Sobl-
ens í ratm og veru hafa verið
lokið, er hann fór frá fsrael.
72
flskimanna
saknað
Seoul, Suður-Kóreu, 14. ágúSt.
— (NTB-Reuter) —
Ó T T A Z T er að 72 fiskimenn
hafi farizt í síðustu viku, þegar
fellibylurinn Opal fór um Kóreu
og nærliggjandi svæði. Fiski-
menn þessir voru í tólf fiskiskip
um, sem voru að veiðum í ná-
grenni Pængnyum eyjar í Gula
liafinu, þegar fellibylurinn fúr
yfir. Þeirra hefur síðan verið
leitað, án árangurs.