Morgunblaðið - 15.08.1962, Side 11

Morgunblaðið - 15.08.1962, Side 11
' Miðvikudagur 15. ágúst 1962 MORGVNBLAÐIÐ 11 Menn til tunglsins BANDARÍSKIR geimvís- indamenn eru sagðir allt annað en bjartsýnir eftir rússnesku geimskotin tvö, nú um helgina. Eftir fregn um að dæma, sem borizt hafa frá sérfræðingum á Canaveralhöfða, þá virð- ast þeir á þeirri skoðun, að ekkert nema krafta- verk geti fengið því áork- að, að þeir verði á undan Rússum að senda mannað geimfar til tunglsins. íjí> Erlend blöð hafa skýrt frá því, að þekktur, banda rískur vísindamaður, sem starfar að geimrannsókn- um á Canaveralhöfða, hafi látið svo um mælt, að líkur fyrir sigri Bandaríkjanna í geimkapphlaupinu séu ákaflega litlar. <*> Aður hafði komið fram af fréttum, að það muni taka Bandaríkjamenn a.m.k. tvö ár að ná þeim áfanga, sem Rússar hafa nú náð. Er þar fyrst og fremst átt við, að tvö geim för hafa verið send á loft með aðeins 23 Vz tíma milli bili — þau hafa bæði far- ið á sömu braut og hitzt, þannig, að á milli þeirra sást. Af þeim yfirlýsingum, sem fram hafa komið af hálfu sérfróðra manna, virðist afrek Rússa fyrst og fremst byggjast á tvenns konar tæknifram- förum, sem orðið hafa síð- an fyrri geimskot hafa átt sér stað. <*> f fyrsta lagi virðist stærð fræðilegri þekkingu hafa fleygt fram, því að ekki má muna meiru en 14 sek. er síðara geimfarinu er skotið á loft, til að það fari á sömu braut og hið fyrra. — f öðru lagi, þá verður að liggja fyrir nákvæm vissa um skotkraft og eldsneyt- isneyzlu, ef áæílun á að standast. <★> Þá er nú Ijóst, að Rúss- ar eiga a.m.k. tvær stöðv- ar, þaðan sem hægt er að skjóta geimförum á loft. — Bandaríkjamenn eiga aðeins eina slíka, á Cana- veralhöfða, og undirbún- ingur undir hverja geim- ferð þaðan tekur ekki skemmri tíma en sjö vik- ur. — v£> Þessar upplýsingar, sem nú hafa fengizt um aukna þekkingu Rússa — og þó munu öll kurl ekki komin til grafar enn — gera strik í reikninginn, þegar höfð er í huga stóráætlun Bandaríkjamanna um að senda mannað geimfar til tunglsins. Sú áætlun gengur al- mennt undir nafninu „Pro ject AppoIlo“ og er runn- in undan rifjum Kennedys Bandaríkjaforseta, og sér- fræðinga Bandaríkja- stjómar í geimvísindum. Gerir hún ráð fyrir því, að mannað geimfar verði sent til tunglsins ekki síð- ar en 1970, og jafnvel þeg- ar á árinu 1967. Kostnað- urinn er áætlaður milli 20 og 40 þús. millj. dala. „Project Appollo" hefur verið gert að umtalsefni í mörgum stórblöðum vest- an hafs að undanförnu, m. a. hafa stórir greina- flokkar birzt í „New York Times“. <*> Tímaritið U.S. New & World Report ræðir þetta mál nokkuð í síðasta hefti (dags. 20. þ.m.) og birtir þá m. a. viðtal við nokkra kunna menn, bæði vísinda menn og stjómmálamenn, er lýsa kostum og göllum við þessa áætlun. Kemur þar einnig fram, hvað menn ætla fyrst og fremst að kynna sér með því að senda mannað geimfar til tunglsins. Þar er einnig vikið að þeirri skoðun, sem nokkuð hefur gætt, að um of mikinn kostnað sé að ræða til þess að „Project AppolIo“ verði framkvæmt á þessu stigi málsins. — Fer hér á eftir stuttur útdráttur úr viðtölum þessiun: Þetta eru aðalstöðvar þeirra, sem að þvi starfa í Bandaríkjunum, að senda mannað geimfar til tunglsins. Aðalstöðvarnar verða fullgcrðar 1964 vg kosta um 90 milljónir dala. Ummœli 5 þekktra manna J. Ferguson. R. L. F. Boyd. Will. Proxmire. John W. Paup. Jolin O’Keefe. Afstaða flughersins JAMES FERGUSON er hershöíðingi í flughernum og hefur haft mikil afskipti af geimrannsóknum þeim, er farið hafa fram á vegum flughersins. — Hann telur það hafa mikla hernaðar- lega þýðingu, að Banda- ríkjmenn nái það langt á Menn eru óþarfi Dr. R. L. F. BOYD er einn kunnasti geimvísindamaður Breta, og hefur kynnt sér áætlanir Bandaríkjamanna um að senda menn til tunglsins. Hann telur, að með því að senda aðeins tæki megi afla 90% þeirra upplýsinga, sem menn gætu aflað þar — með 10% Sóun vísinda- manna WALTER PROXMIRE hef- ur verið þingmaður demo- krata fyrir Wisconsin síð- an 1957. Hann hefur kynnt sér sérstaklega her- og geimfeiðamál, og er talinn þingmanna kunnugastur þeim. — Hann telur, að skattgreiðendur í Banda- ríkjunum muni þurfa að Verkefnið leysanlegt JOHN W. PAUP hefur starfað sem sérfræðingur í flugmálum og raftækni í rúmlega 20 ár. — Hann álítur, að Bandaríkjamenn ráðist með „Project App- ollo“ í mun stærraverkefni en þegar hafizt var handa um að smíða atómsprengj- una. Mörg fyrirtæki starfa Alheimurinn eilífðarvél? JOHN A.*-0’KEEFE er upp hafsmaður þeirrar kenning ar, að jörðin sé perulaga. — Hann telur, að með því að senda menn til tunglsins megi e. t. v. afla upplýsinga um það, hvort alheimurinn sé eilífðarvél — sé svo, virð ist það brjóta í bága við sviði geimferða, að geimur inn verði ekki nýttur af öðrum aðilum til hernaðar. — Hann telur tunglið — og „stöðvar“, sem komið kann að verða upp í geimnum mjóg hentugar til athug- ana, en telur vafasamt, hvort hentugt yrði að nota slíkar stöðvar til árása. — Hann telur það mundi hafa mikla þýðingu fyrir Banda- ríkin, sérstaklega vísinda- lega að ná til tunglsins. tilkostnaðarins. — Hann telur kapphlaupið um að senda mann til tunglsins pólitískt, fyrst og fremst. Þegar slíkt sé ákveðið verði að vega kostnaðinn á móti þeirri þekkingu, sem búast má við. Hann telur ekki ó- líklegt, að Rússar vilji gjarnan sjá Bandaríkja- menn eyða miklu fé til und irbúnings tunglferðar, til að hætta sjálfir við slíkt vegna kostnaðar. greiða mikið fé, áður en þessi áætlun verður fram- kvæmd. Hins vegar telur hann enn alvarlegra, að of margir vísindamenn hafa verið teknir í þjónustu geimvísinda — þeir gætu gert meira gagn í öðrum greinum. Hann telur það ekki munu hafa úrslitaþýð ingu um valdahlutföllin í heiminum, hvort Banda- ríkjamenn verða á undan Rússum eða ekki. að lausn verkefnisins, en samt telur hann það ekki vera óleysanlegt með þeirri þekkingu og tækni, sem nú er fyrir hendi. Þó sé þörf fyrir stóran hóp manna með beztu þekkingu, og enn sé þörf fyrir stóran hóp sérfræðinga. Hann seg- ist lítið geta sagt um hve langt Rússar hafa náð, og segist meira eða minna líta fram hjá afrekum þeirra, við þeim sé ekkert að gera. þekkt lögmál — sé svo ekki, þá hljóti alheimurinn að hafa átt sér upphaf, og það muni hafa hina mestu þýðingu fyrir menn að komast að lausn þessa máls. — Hann telur ekki, að upplýsinga um upphaf lífsins sé að leita á tungl- inu — jarðfræðirannsóknir krefjist þess þó, að menn séu sendir til tunglsins, ekki sé nóg að senda þang að tæki. ■ -

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.