Morgunblaðið - 23.08.1962, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.08.1962, Blaðsíða 16
18 MORGVyBLAÐIÐ Fimmtudagur 23. ágúst 1962. --HOWARD SJPRING: 21 RAKEL ROSiNG fann hún, hversu ótti hennar einmitt við þetta hafði verið mikill. Hann hafði legið í leyni í sálu hennar allan daginn. En nú þurfti hún sem sagt ekkert að óttast. Ef út í það var farið, var hún — Rakel Rosing — fal- legri en nokkur hiuturinn, sem þarna var inni. Fallegri en mar- mara-amorarnir og málverkið yfir arninum og postulínsmynd- irnar, sem voru hreyfingarlausar og gátu ekki öðruvísi verið. — Ósjálfrátt stóð hún upp og skoð- aði sig í speglinum, til þess að sannfærast um. að hún væri fal- legri en allar þessar myndir sem að vísu voru glæsilegar, en jafn- framt líflausar. En í sjálfu herberginu var enginn spegill. Hún gekk að dyr- unum sem lágu inn í svefnher- bergið. Og það hafði líka komið henni á óvart. Þetta er mitt her- 'bergi, hafði Maurice sagt ■— iþarna gegn um dyrnar. En svo voru aðrar dyr, sem lágu inn í baðherbergið og úr því var líka innangengt til Maurice. Og nú, þegar Rakel kom inn í svefnherbergið fann hún stúlku Iþar, sem var að koma fyrir fötunum hennar, en þau höfðu komið í ferðakistu sem var spennt á bílinn. Stúlkan rétti úr sér með feimnum þjónustu- svip: Eg er herbergisþernan yðar, frú, sagði hún. Rakel hafði þegar hitt frú Bright, sem, var þarna ráðskona og manninn hennar, sem var bryti. Frú Bright hefur þá ráðið yður? sagði hún. Já, frú. Án þess þó að depla augum eða láta hugsanir sínar í ljós á annan hátt, tók Rakel að hug- leiða hinar fátæklegu fatabirgð- ir sínar. Hún gat séð sumt af þeim liggja þarna og stinga í stúf við allt skrautið þarna inni. Eini fallegi kjóllinn, sem hún átti — sá sem hún hafði keypt í Manchester fyrir kvöldverðinn með Maurice — lá á rúminu. Eg bjóst við, að þér vilduð nota þenn an fyrir kvöldverðinn í kvöld, frú, sagði stúlkan. Já. Hvað heitið þér? Rose Ohamberlain. Jæja, Chamberlain, ég vOna, að þér kunnið vel við yður hérna. Viljið þér hafa baðið til- búið handa mér. Og svo gaf hún stúlkunni bros, af því að hún hafði ekkert ann- að að gefa og það var þannig bros, að Rakel sjálf taldi það nægilega gjöf. Chamberlain gekk inn í baðherbergið, hrifin af feg- urð húsmóður sinnar og Rakel gekk aftur inn í stofuna sína, sannfærð um, að hún hefði slopp ið vel frá þessum vandasama fundi. Það var einhver brúnn og loð- inn hnoðri á setbekknum. Þegar Rakel nálgaðist hann, þótt hljóð- lega væri, færðist líf í hann og höfuð losaði sig úr kryppunni og munnur gapti móti henni með fyrirlitningarsvip. Höfuðið, sem var úfið, líktist mest að sköpu- lagi ljónshaus. Kötturinn pírði 3. Svona var það þá. Hún stóð við gluggann og horfði út. Him- inninn var fjólublár og eins og á flökti. I stóra garðinum, sem húsin voru byggð kring um, stóðu hávaxin tré í vetrarnekt sinni. Götuljósin skinu á þau, svo að stofnarnir sýndust allir skéllóttir og flagnaðir. Á torg- inu var stöðug hreyfing og há- vaði. Bílar og leigubílar runnu fram með gangstéttinni, svartri og gljáandi og handan við torg- ið gat hún heyrt óminn af æða- slætti borgarinnar. En allur þessi hávaði virtist eitthvað ein- kennilega kæfður. Ailt kring um hana var ró og kyrrð. Hús Maurice var við þá hlið torgsins, sem lá eins og Bakara- stræti. Beint fram undan, gegn um flóknar trjágreinarnar, gat hún séð ljósin í búðunum, og til beggja handa voru hús, svipuð þessu, sem hún var nú í. Hún hafði teygt upp höndina til þess að halda rauðu flostjöld- unum frá glugganum og hvíldi nú ennið á kaldri rúðunni og lét allt þetta, sem hún nú sá og heyrði, streyma yfir sig eins og flóðbylgju, ríka og þægilega. — Trén með sterklegu greinarnar og litla hnöttótta ávexti dingl- andi á þeim, stöðuga birtuna frá búðagluggunum og hreyfanlegu ljósín frá bílunum, stóru rauðu strætisvagnana, sem voru einlyft ir og svo ólíkir ferlíkjunum í Manchester, gangandi menn, sem komu inn í birtuna frá götuljós- kerunum, íklæddir kvöldklæðum og með pípuhatta og hvítan trefil um hálsinn. Það var sjón, sem aldrei bar fyrir augu í Manchest- er, Og rétt eins og sú sjón, ekki merkilegri en hún var, væri há- mark þess, sem hún sá og heyrði, sneri hún sér við og inn í her- bergið aftur. Þetta er þitt herbergi, hafði Maurice sagt, um leið og hann fór út frá henni. Hvíldu þig nú vel. Kvöldverðurinn kemur ekki fyrr en eftir klukkutíma. Svo kyssti hann hana feimnislega og haltraði burt. Þarna logaði aðeins á einum gólflampa. Hún gekk að öllum slökkvurunum, sem voru í hnapp við dyrnar og studdi á þá alla. Þá komu ljós á fjöldann allan af smálömpum, sem héngu eins og dropasteinar niður úr loftinu miðju, kaldir en bjartir eins og demantar. Og yfir arninum kvikn uðu líka ljós. hulin rósrauðu silki, en að baki þeim Ijósum kom fram málverk, sem fékk hana til að stika yfir gólfið til að skoða það betur. Hún teygði and- litið alveg upp að því, en þá brá svo við, að ekkert varð úr því nema málningarstrik, sem sum vOru upphækkuð. En svo fjarlægði hún sig aftur og sá þá segl og blátt vatn, grænt gras og rauða hófa. Hún gekk aftur fast að mynd- inni og gat þá lesið í einu norn- inu á henni: ,,Claude Monet“, og svo stóð hún kyrr og strauk fingr unum yfir amorsmyndirnar og blómsveigana á arninum. Eldur- inn suðaði og snarkaði í honum bak við koparnet. Þarna heyrðist ekki svo mikið sem hvísl. Hún hefði vel getað verið eina lífveran í húsinu, jafn vel í allri Lundúnaborg. Fótatak hennar heyrðist alls ekki, er hún gekk út á miðja rauðu gólf- ábreiðuna, til að litast um í þessu herbergi, sem hún átti sjálf. — Þarna var engin mynd inni, nema þessi eina eftir Monet. — Beggja vegna við arininn vOru hillur, fullar af bókum, en uppi yfir þeim aðrar hillur, alsettar ýmsum smámyndum úr postulíni og leir. Stór set'bekkur með skrautlegu áklæði var fyrir fram an arininn, og við gluggann var skrifborð. Svo var þarna ekki annað húsgagna en ein tvö borð úr r-auðaviði, gljáfægð, svo að hún gat speglað sig í þeim og það gerðu líka blómin, sem stóðu á þeim í skrautglösum. En í augum Rakelar, sem nú gekk aftur að slökkvurunum og slökkti á öllum ljósunum nema gólflampanum, var þetta ekki svo sem neitt. Enga hugmynd hafði hún um það að blómaglösin voru Waterford-gler og litlu borðin dýrgripir og skrifborðið lista- verk. Ekki vissi hún heldur, að bækurnar í hillunum við arininn voru vandlega valdar og dýru verði keyptar, né heldur að postu línsgripirnir voru ómetanlegir dýrgripir og einstakir í sinni röð. Nei. ekkert af þessu vissi hún, en hitt skynjaði hún, að þessi fyrsta klukkustund í húsi eigin- manns hennar, fyllti hana lotn- ingu og ótta. Hún fann ósjálf- rátt, að það var eítthvað meira en peningarnir einir, sem höfðu gildi í augum Maurice. Hún fann, að hún var þarna í návist ýmis- legs, sem hún skildi ekki, en eitthvert hugboð sagði henni, að allt væri þetta fínt og dýrmætt. Og án þess að skilja það varð hún hrifin af því öllu. En svo varð þægindakenndin óttanum og lotningunni yfirsterkari. Allt þetta skraut kringum hana gat róað huga hennar og er hún gaf sig á vald kyrrðinni og friðin- um, sem þarna var inni, fann hún snögglega, að hún þurfti ekki að verða þarna eins og fisk ur á þurru landi. En um leið „Hún var fögur kona — ein hinna fegurstu, sem ég hef verið svo lánsöm að kynnast. Hún var hjartagóð og góður vinur og var alltaf kát, þangað til hún veikt- ist. En þangað til var hún alltaf í góðu skapi og hafði gamanyrði á reiðum höndum, sem gátu kom ið manni til að hlæja. Og Marilyn er lifandi eftirmynd móður sinn- ar að augum og hári undan- teknu. Augun í henni voru græn. Þannig lit augu sjást mjög sjald- an. Augun í Marilyn eru blá- leitari." „Gráleitari". sagði ég. „Dóttir mín gekk í barnaskóla með Marilyn." „Hittuð þér nokkurntíma Ed- ward Mortenson?“ spurði ég. „Nei, það gerði ég ekki“, svar- aði hún. „Ég þekki ekkert til hans. Ekki að kveikja í þessari sígarettu. Það er bannað. En ég verð að sagja yður frá Grace McKee. Hún var dásamleg mann eskja. Það var aldrei nema ein steypt í það mót. Hún var ein- stök í sinni röð. Hún var bezta vinkona Gladys og tilbað Normu Jean. Það er Grace að þakka, að nokkur Marilyn Monroe skuli vera til í dag. Grace snerist í kring um hana, eins og hún ætti hana sjálf. Grace sagði, að Norma Jean ætti að verða kvik- myndastjarna. Hún fyndi það alveg á sér. Væri alveg sannfærð um það. Hún er nú farin héðan af jörðu og guð varðveiti sálu hennar, en mér finnst hún eiga meira þakklæti skilið en hún hefur fengið. Marilyn nefnir hana sjaldan á nafn. Grace borg- aði spmt kennsluna, sem hún fékk í söng og dansi, þegar hún var krakki. Það gerði hún. Meira að segja borgaði hún píanótíma fyrir hana líka. Það veit enginn um, en staðreynd er það nú samt.“ Á kreppuárunum miklu, þegar Grace McKee missti atvinnuna bjá Columbia og frú Bakér var að missa heilsuna, endurtók Grace jafnan sömu töfraorðin: „Kærðu þig kollóttan, Norma Jean. Þú verður falleg stúlka, þegar þú ert orðin stór. Og þú verður eftirtektarverð kona. Þú verður kvikmyndastjarna. Já, ég finn það alveg á mér“. Á sunnudögum fóru annað- hvort Grace eða Gladys með Normu út að ganga, til þess að gjóta hornauga til skrautbústaða kvikmyndastjarnanna í hæðun- um í Hollywood. Þegar frum- sýningar voru í Grauman-leik- húsinu, stóðu þær í þvögunni fyrir utan og horfðu gapandi ó kónga og drottningar kvikmynda heimsins. Þær stóðu úti fyrir Ambassador-hótelinu eða gamla Hollywood-hótelinu, til að horfa á dýrðina. Einu sinni höfðu þær, auk heldur, séð sjálfa Mary Pickford Ijóslifandi, og frú Baker sagði söguna af „Unnustu Amer- íku“, rétt eins og aðrar mæður sögðu börnum sínum söguna af Mjallhvít. Konurnar höfðu báðar mikla ánægju af sögum um kvik- myndastjörnurnar. Lásu öll tíma- rit í þeirri grein og töluðu tím- unum saman um alla Hollywood- goðafræðina, rétt eins og ungl- ingstelpur í fjarlægu landi. Og það ruglaði ekkert draumnum hjá þeim, að þær voru sjálfar hluti af Hollywood-vélinni. Öðru nær. Fyrir bragðið trúðu þær bara enn fastar á goðsögn- ina. Þær sáu með eigin augum, hvernig hægt var að verða þak- inn loðkápum og demöntum. Frú Baker var svo dáleidd af ævintýrinu um Mary Pickford, að*hún sneri upp á lokkana ó dóttur sinni og kenndi henni að brosa eins og Mary. Eín uppáhaldsskemmtun frú Baker var að fara með Normu Jean í forgarðinn við Kínverska leikhúsið, sem kennt var við Grauman. Þar voru fótspör fræg- ustu stjarnanna greypt í gips. Og sömu ferðina fór Marilyn marg- oft upp á eigin spýtur áður en hún sjálf skildi þar eftir fótspor sín í júlí 1903. Á erfiðisárunum meðan hún var að vinna sig upp, varð henni tíðreikað þangað og reyndi þá, eins Og svo margir aðrir að finna, hvaða fótspor hæfðu henni bezt. Og það kom í ljós. að fótspor Rudolph Val- entinos komust næst hennar eig- in. Þegar hún var orðin læs, lét móðir hennar hana lesa ævin- týri með tæpitungu — ævintýr- in, sem voru í kvikmyndatíma- ritunum. Marilyn segir sjálf: ,,Ég neita að láta nokkurn hlut birtast í þessum tímaritum, „eftir Marilyn Monroe“. Það er eins víst, að ég fengi sjálf aldrei að sjá greinina, og einhver í kvik- myndaverinu væri látinn segja hana vera í lagi. Þetta er rangt, Iþví að þegar ég var lítil, las ég greinar eftir nafngreinda höf- unda í tímaritum, og trúði hverju úrði í þeim. Svo reyndi ég að stæla lifnaðarháttu höfundanna, eftir því ‘sem ég gat. Ef ég á sjálf eftir að hafa svona áhrif, vil ég að minnsta kosti vita, að ég hafi sjálf sagt það, sem verið er að apa eftir mér“. Hana dreymdi um að verða svo falleg, að fólk sneri sér við á götunni þegar bún færi fram hjá. Þegar hún var sex ára, dreymdi hana um að ganga um allsnakin. Þetta sótti einkum oft að henni í kirkju. Þegar orgelið þrumaði sálmalögin, skalf hún af löngun til að fleygja af sér öllum fötum og standa nakin „fyrir augliti guvs og allra manna“. Þessi hugmynd mín átti ekkert skylt við synd eða bygðun. Ég held, að mig hafi langað að láta fólk sjá mig nakta, vegna þess, að ég skammaðist mín fyrir föt- in, sem ég var í. Nakin var ég eins og aðrar stúlkur, en ekki í einkennisbúningi munaðarleys- ingja. Dr. Freud, segir i bók sinni, Skýring drauma, að þessir nekt* ardraumar séu mjög algengir. Hinsvegar bœtir hann því við, að ef einhvern dreymir. að hann sé á gangi allsnakinn, finni hann tii feimni. Þessi nektardraumur með feimni, segir hann, stafar oft af því, að hlutaðeigandi er hræddur um, að flett verði Ofan af honurú. En sú var ekki reyndin hvað Norrnu Jean snerti. Hún var all's ekki hrædd við neinar uppljóstr'. anir og gerði sér þá enga rellu út af þeim. Öðru nær. Nektar- draumar hennar veittu henni ó- nægju. Að vera falleg, og það meira að segja nakin og falleg, kom henni í sigurvímu og gaf henni til kynna, að hún væri elskuð. „Ég fór ekki í kvikmynd- irnar peninganna vegna“, skrif- aði, hún einu sinni. „Ég vildi verða fræg, svo að öllum þætti vænt um mig, og ég yrði um- vafin ást og hrifningu“. Jafnskjótt sem Gladys til- kynnti Mortenson, einhverntíma á árinu 1925, að hún væri með barni, steig hann upp á vélhjólið sitt og fór leiðar sinnar. Eftir að barnið fæddist féll Gladys i iþunglyndi. Hún varð hlédræg, þögul, döpur, tortryggin Og taut. aði oft eitthvað við sjálfa sig, Hún vanrækti Normu Jean. Hún gat haft það til að gleyma að gefa henni að borða eða skipta á henni. Loks tókst Grace McKea á hendur að gæta barnsins, og flutti til Gladys. En þá bar það til eitt kvöldið, að Gladys sakaði Grace um að vera að reyna að eitra fyrir sig. Hún gréip búr- hníf og lagði til Grace. Lögregl- an kom á vettvang og Gladys var flutt í geðveikrabæli. Þar var hún í nokkra mánuði, og slapp ekki út fyrr en talið var, að hún hefði læknazt af þessari brjálsemi. <

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.