Morgunblaðið - 23.08.1962, Síða 19
Fimmtudagur 23. ágúst 1962,
MORGVNBLAÐIÐ
19
Tveir sigla 200 t. skipi
frá Noregi til Fœreyja
Fóru á nœturþeli til að losna við
kyrrsetningu
Þðrshöfn, Færeyjum, 22. ág.
1 DAG kom til Koliafjarðar á
Straumey nýtt 200 tonna línu
skip, Eiríkur jarlur. Var það
smíðað í Noregi og varð heim
ferð þess með sögulegum
liætti, því aðeins tveggja
manna áhöfn sigldi skipinu
heim, og var farið frá Noregi
með mikilli leynd.
í>að var aðfaranótt sunnu-
dags, sem Eiríki jarli var
siglt frá Sagvaag, skaímHt frá
Björgvin. Um borð voru skip-
stjóri og vélstjóri. Áhöfnin,
I sem átti að fara með skipið
j heim, átti að koma með ms.
; Heklu frá Færeyjum og halda
þaðan á sunnudag, en hálf-
I tíma áður en Hekla lét úr
| höfn barst skeyti frá skip-
j stjóra frá Noregi, þar sem
hann sagðist vera á leiðinni,
1 og áhöfnin skyldi bara bíða.
I Skipstjóri og vélstjóri, sem
| biðu í Noregi eftir að skipið
yrði fullbúið, höfðu veður af
því á laugardagskvöld, að
skipasmíðasböðin myndi ætla
að kyrrsetja Eirik jarl og
krefjast 150 þús. króna auka-
greiðslu ofan á skipsverðið.
Skipið átti að vera tilbúið 1.
febrúar, en vegna ýmissa
galla, sem fram komu, aðal-
lega á vélinni, hefur afhend-
ingin dregizt úr hömlu. Mikil
auikavinna hefur hlaðizt á
skipið, síendurteknar reynslu
ferðir, og alltaf kom eitthvað
nýtt í ljós, sem lagfæra þurfti.
Skipstjóri og vélstjóri hafa
beðið í Noregi síðan í febrúar
og félag það í Kollafirði, sem
lét smíða bátinn, hafði ekkert
fé handbært til þess að greiða
kröfur umfram umsamið
smíðaverð, sem hafði verið
greitt.
Þegar skipstjóra barst njósn
af fyrirætlun skipasmíðastöðv
arinnar, varð honum ljóst, að
Færeyingar myndu ekki 8á
skipið, ef haegt yrði að legigja
hald á það, og fannst honum
óréttláitt, að útgerðin yrði að
kosta lagfæringu á hinum
margvíslegu smíðagöHum.
Þeir félagar létu því í haf í
náttmyrkri, kvöddiu hvorki
kóng né prest, í hafi stöðvuðu
þeir vélina, fengu sér smá-
blund og hvíldust um stund,
en héldu síðan ferðinni áfram
og gekk allt vel.
Vélin er frá danslkri verk-
smiðju. Slíkar vélar hafa ver-
ið settar í tvö ný færeysk
skip og hafa reynzit illa í báð
um, einkum mun eitthvað
vera athugavert við skrúfuna
og öxulinn. Annað þessara
skipa er Nólsoyar-PáU, sem
fór til Grænlands fyrir fimm
mánuðum, og leitaði þá m.a.
hafnar í Vestmannaeyjum
vegna vélabilunar. Veiðin hef
ur gengið stirðlega við Græn
land, því að mestallan tímann
hefur skipið legið með vélar-
bilun í Færeyingahöfn.
— Bindindismanna-
mótið 1962
Framhald af bls. 13.
baka, mátulega til að koma á
2. kvöldvöku mótsins sem var á
sunnudagskvöldið. Þar voru sem
áður fluttir leikþættir og rnörg
atriði til fróðleiks og skemmtun-
ar. Á eftir var svo varðeldur og
dansleikur, sem sagt: eitthvað
fyrir alla. Eitt atriði mótsins lang
ar mig til að minnast á eg það
var getraunakeppni. Höfðu Akur-
eyringar með sér glerílát inn-
siglað og glært og í það höfðu
þeir sett mikinn forða matbauna.
Nú áttu mótsgestir að spreyta sig
á að geta hversu margar baunir
væri í glasinu og verðlaunum
heitið. Ekki veit ég hvernig þetta
fór eða hvort nokkur gat upp á
hinu rétta, því úrslit voru ekki
kunn er óg varð að yfingefa mót-
ið, en getraunin var þannig að
hver þátttakandi skrifaði nafn
sitt á miða sem hann fékk og svo
töluna sem hann gat upp á fyrir
neðan. Síðan var getraunin inn-
sigluð þar til mótinu var lokið.
Var miikill spenningur í þátttak-
endum í þessari keppni.
Á mánudag var svo ágætt veð-
ur eins og sunnudaginn og um
hádegisbilið var mótinu slitið og
hver hélt heim til sín eftir vel
heppnað mót.
Þó æskan væri þarna fjöl-
menn, mátti sjá öldunga í hópn-
um sem nutu ánægjunnar í rik-
um mæli, þarna var Steindór frá
Gröf, unglegur sívakandi og fjör-
ugur eins og alltaf áður, en hann
nálgast að fylla áttunda tuginn.
Við hlið hans mátti líta jafnaldra
hans Runólf Runólfsson, sem er
mikill hugsjónamaður og bregst
aldrei þegar góð málefni eiga
hlut að máli, Sigríður Sæland
og Stígur lögregluþjónn fyrrver-
andi í Hafnarfirði, Kristjana mín
Benediktsdóttir sem naut alls
þarna eins og á fermingaraldri.
Mikið var gaman að sjá hvemig
eeskan og ellin nutu þessara
Stunda saman og er mikil freist-
ing fyrir mig að telja margt
meira upp en það skal ekki gert
þó af fjölda mörigu sé að taika.
En tilgangiur minn með þessum
línum er ekki að þylja nöfnin
tóm heldur vekja athygli á þess-
um vel heppnuðu og í alla staði
prýðilegu mótum.
Það skal líka tekið fram að
dll stjórn á mótinu var til stór
súma þannig að ég hlaikka til að
mæta á næsta móti ef guð gefur
líf og heilsu.
Við bindindismenn fáum ýmis
legt að heyra og ýmsa gagnrýni
fyrir okar störf sem eru því mið
ur oft af of miklum vanefnum.
Þeir sem beina skeytum til okk-
ar eru þá lítið að hafa fyrir hvort
satt er eða logið hvort rök eða
rakaleysi er með í förinni. Hafa
fyrir því að kynna sér störf okk-
ar, nei slíkt er ékki ómiaksins
vert. Það er einni-g deilt á okk-
ur fyrir að við skulum ekki
bera jafnan hönd fyrir höfuð
þegar um slíkar árásir er að
ræða, en slíkt er ekki mergur
málsins. Við vinnum störf okkar
að mestu í kyrþei og saga starfs-
ins verður aldrei skráð nema í
stórum dráttum. Það sem innan
skamms er kerour ekki fyrir
margra sjónir. En eitt er vfet að
þetta er hugsjónarstarf • sem
kannske er alltof lítill gaumur
gefinn og tómilæti sýnt.
Eg held að árásir á bindindis-
samtökin í landinu hefni sín allt-
af. Og hver í fullri alvöru telur
þjóðinni vænlegra að eiga heil-
an her dryikkjumanna fremur en
bindindismanna. Og yrði ekki rek
in upp stór augu að þekn manni
sem auglýsti eftir starfsmanni
sem maetti vera hvorttveggja í
senn óreglusamur og óáreiðan-
legur en þetta fylgist oft að.
Ég er ebki í vafa um að það
sem þjakar þjóðlífið í dag er á-
fengisvandamiálið en alls ekki
efnahagsmálin. Við höfum nóg að
bíta og brenna en meðferð fjár-
muna ekki alltaf ákjósanleg, og
um það gildir að hægra sé að
afla fjárins en gæta þess.
Sú kemur því stund að við
verðum að gera stór átök til að
stemma stigu við áfengisfaraldr
inum sem ekkert gerir annað en
veikja þjóðlífið. Þá verðum við
að finna sameiginlega leið sem
er fær. Eitt í því viðleitni bind-
indismanna að fá æskuna til að
skemmta sér án áfengis. Þessi
bindindismannamót sem haldin
hafa sýnt svo ekki verður um
villst að hér erum við á réttri
leið.
Næsta mót á því að verða fjöl-
mennasta sem haldið hefur ver-
ið og þá er víst að þróunin verð
ur í blessunarátt landi og lýð.
Stykkishólmi 14. ágúst 1962.
Á. H.
Skólafatnaðurinn
mú fara að koma. — Móttaka
á mánudögum kl. 6—7.
Notað og Nýtt
Vesturgötu 16.
Akkerið rann að
manninum
í SMÁFREGN í Mbl. í gær var
skýrt frá því, hvernig einn af
áhöfn dýpkunarskipsins Leós
hefði bjangað sér undan akkeri,
sem stefndi á hann. Frásögnin
var ekki nákvæm, og voru ti'l-
drög atviksins þessi: Skipið lá
fyrir utan sandeyri í Hvalfirði.
Voru þá tveir menn sendir með
abkeri í land á léttum alúminíum
bát. Akkerið lá á hvalbaknum.
Vildi þá svo til, að vír, sem
dróst aftur úr ahkerinu, festist i
skipinu, og þegar á honum
strekktist, hafði bátnum nærri
hvolft, en akkerið tók að renna
ofan af hvalbaknum og stefndi
á annítn manninn. Sá hann þann
kost vænstan að stökkva út-
byrðis. Betur fór en á horfðist,
því að vírinn losnaði, svo að
báturinn rétti sig af. Maðurinn,
sem stökk útbyrðis, var vel synd
ur og varð hvengi meint af volik-
inu.
— Vœringjaskáli
Framihald af bls. 6.
ganga í augu Reykjavíkur-
barna, sem varla er hægt að
segja, að séu dús við dýrin.
Niðri í mýrinni verður kom
ið fyrir stórum báti með öll-
um útbúnaði og mun liggja
landgöngubrú út í hann, en til
skipsstjórnar ætlum við að fá
einhvern vistmanna af Hrafn
istu og síðan mun hann velja
sér skipshöfn úr hópi ungu
gestanna, eftir því sem hon-
um þykir henta.
— Hvaða bátur verður fyrir
valinu?
— Það er ekki víst ennþá,
en mér þykir björgunarbátur-
inn Þorsteinn koma vel til
greina. Hann yrði sannarlega
velkominn að Árbæ.
— Nú, svo verður eimvagn-
inn gamli fluttur niður eftir og
valtarinn, Bríet. Þegar svæðið
hefur verið fullskipulagt, er
það fullkominn sannfæring
mín, að þar verður nóg af
skemmtiefni fyrir æskulýðinn.
Frá Brauðskálanum
Sendum út í bæ heitan og
kaldan veizlumat, smurt brauð
og snittur.
Brauðskálinn,
Langholtsvegi 126.
Sími 36066 og 37940.
Moskvubúarnir sem hér sjást
á myndinni virðast vera að.
ræða ágæti skreytingar þeirr
ar, einnar af mörgum, sem,
kornið var upp i Moskvu fyrir
helgina, í tilefni fagnaðar þess
sem fram fór vegna geimflugs
afreksins.
— Kadar
Framh. af bls 1
hefur aldrei tekið við þeirri
stöðu. Á hann að hafa snúið sér
til kínverska sendiráðsins í Búda
pest og m.a. borið Kadar þeim
sökúm, að hann væri Titoisti.
Ennfremur herma fregnir, að
einn af leiðtogum samsæris-
manna staðið fyrir leynilegum
fundum, þar sem rætt hafi verið
um breytingar á stjórn landsins
og flokksforystunni.
Orsök brottrekstrar
Af þeim mönnum í Vinarborg,
sem framangreindrar upplýsing-
ar um samsæris undirbúninginn
eru kommar frá, eru atburðir
þessir settir í samband við hina
opinberu tilkynningu um brott-
rekstur Rakosi og 22 annarra
flokksmanna úr kommúnista-
flokknum. — Meðal þeirra, sem
sagðir eru flæktir í málið, eru
varautanríkisráðherrann Karoly
Dapsi, Lab, ofursti, sem hefur
verið ritarri í stjórnmáladeild
hersins, allmargir herforingjar
og deildarstjórar í ráðuneytum;
ennfremur forseti herráðsins,
Lajos Toth, hershöfðingi. Karoly
Vkiss, fyrrum utanríkisráðherra,
sem var rekinn úr stjórnarnefnd
flokksins fyrir nokkrum dögum,
er sagður hafa verið hlynntur
samsærismönnum.
Til starfa í verksmiðjum
— eða fangelsaðir
Sumir þeirra háttsettu embætt
ismanná, sem nú hefur verið vik
ið úr starfi, eru sagðir hafa verið
setir til starfa í verksmiðjum,
en nokkrir sitja í fangelsi eða
stofufangelsi, þ. á m. Dögei,
Dapsi, Lab og fleiri.
Samsæri þetta er í Vínar-
borg talin vera fyrsta alvar-
lega tilraunin meðal hátt-
settra manna til að steypa
Kadar úr valdasessi. Með því
að sniúa sér til kínverskra
kommúnista og leita fuliting-
is þeirra þykja samsæris-
menn einnig hafa gert óbeina
uppreisn gegn Krúsjeff og
núverandi stefnu hans.
Ekki er talið óhugsandi í Vín,
| að Kadar sjálfur geri grein fyrir
• atburðum þessum á flokksþingi
' kommúnistaflokksins í Búdapest
* hinn 18. nóvember næstkomandi.
- Sjálfvirkt
samband ✓
Frh. af bls. 8.
— Fylgir ekki aukning húsu
kosts þessari miklu aukningu
sjálfvirku stöðvanna?
— Jú, það er óhætt að segja.
í Vestmannaeyjum er við-
bótarbygging við símstöðina
langt á veg komin og sömu-
leiðis í Kópavogi og nýbyrjað
er á viðbótarbyggingu við
stöðina á Akureyri.
Mikil og stöðug
f jölgun símnotenda
— Hvað eru símnotendur á
landinu margir?
— Um síðustu áramót voru
iþeir orðnir 35.600 og hafði
fjölgað um 2.600 á árinu, en
það sem af er þessu ári, hafa
um 2.000 nýir símnotendur
bætzt við.
— Hafa símtöl við útlönd
ekki stóraukizt við tilkomu
sæsímans til Englands?
— Þau hafa þrefaldazt og
rúmlega það, en auk þess hef-
ur orðið mjög mikil aukning
langlínusímtala. Sl. ár voru
töluð 3.4 millj. viðtalsbil, en
árið þar áður 2.9 milljónir.
— Hver er áhugi manna á
telex-sambandinu?
— Mjög mikill og skipti-
borðið fyrir sambandið er nú
fullskipað og auk þess er þeg-
ar kominn nokkur fjöldi
manna á biðlista, en hætt er
við, að eitthvað dragist að
veita þeim úrlausn.
— Hefur orðið nokkur aukn
ing í skeytaviðskiptum við út-
lönd?
— Nei, þeim hefur fækkað
um allt að 20% og ástæðan
fyrir þeirri fækkun er aðal-
lega nýi sæsímastrengurinn og
svo telex-sambandið.
Seljum í dctg
Mercedes Benx
190. '57
Opel Rekord 1957
Báðir nýkomnir til landsins.
margar gerðir.
BÍLASALINN
við Vitatorg
Símar 12500 og 24088.