Morgunblaðið - 01.09.1962, Blaðsíða 3
'Laugarctagur 1. sept. 1962
MORGVNBLÁÐlb
3
í ÖSKJUHLÍÐIJSTNI, í græn-
um hvömmum við veginn hafa
oft sézt tjöld í sumar. í gær
voru þau þrjú, þýzkir dreng-
ir bjuggu þar í grænu tjaldi.
Danir í öðru grænu og í því
þriðja, sem er gulgrænt búa
tvær franskar stúlkur, 17 ára
gámlar, komnar til íslands til
að kynna sér notkun hvera-
hita.
Það virðis^ dálítið skrýtið
uppátæki hjá frönskum gagn-
fræðaskólanemum að halda til
íslands til að fræðast um
slíka hluti, ekki sízt þar sem
varla getur talizt að til sé
volg uppspretta heima hjá
þeim. Þær sögðu okkur for-
sögu þessa ferðalags, sem
byrjar eiginlega í Marocco
fyrir mörgum árum. Þá fékk
franskt námufélag, sem ekki
Taliö upp að 1200 og
kartöifurnar eru soðnar
vissi hvað það ætti að gera
við peningana sína, þá hug-
mynd að veita frönsikum
drengjum ferðastyrk til að
kynnast heiminum, með því
skilyrði þó að þeir skrifuðu
fyrst ritgerð um landið og
efnið sem þeir ætluðu að
kynna sér. En franskar stúlk-
ur langaði líka til að ferðast,
svo stjórnin ákvað að gera það
sama fyrir þær, og veita 100
dollara ferðastyrk með sömu
skilmálum, en þær yrðu að
ferðast tvær saman. Vinkon-
urnar Isabella Decremps og
Monique Hardouin frá bænum
Mongeron nálægt París lang-
aði líka að ferðast. Isabelle
hefur mikinn áhuga á eldsum-
brötum og á stórt steinasafn,
og svo datt þeim í hug að á
íslandi mundu þær geta
kynnzt eldfjallalandi með
heitum uppsprettum, sem not-
aðar væru af íbúunum og þær
ákváðu að forvitnast um
hvernig fólk lifði þannig milli
elda og ísa. í fyrstu gekk
þeim ekki vel að fá nokkurt
efni um þetta til að vinna úr
ritgerð, því lítið er um slíkt
í Frakklandi, en það hjálpaði
að þær hittu Frakka, sem
höfðu farið til íslands fyrir
20 árum. En hvað um það,
ritgerðin þeirra hefur víst
verið góð, því þær fengu 100
dollara styrk hvor. Foreldr-
unum leizt ekkert á þetta í
fyrstu. Monique er dóttir sigl-
ingafræðings hjá Air France
en faðir Isabellu er varðstjóri
hjá lögreglunni. En foreldrun-
um datt ekki í hug að hægt
yrði að koma hugmyndinni í
framkvæmd, svo þeir létu það
afskiptalaust, þegar þær fóru
að skrifa flugfélögunum. Og
þegar Flugfélag íslands hljóp
undir bagga, var ferðin ákveð-
in.
Boðið bilfar — 3500 km
vegalengd
Þær stöllurnar eru búnar
elta hveri út og suður. Þær
að ferðast um allt land og
eru alveg undrandi á hve
fólk hefur verið hjálplegt við
þær. Bílar hafa tekið þær upp
og flutt þær 3SOO km vega-
lengd, sveitafólk veitt þeim
mat og húsaskjól og í gær-
morgun, er þær voru heldur
kaldar að nasla í súkkulaði í
Hljómskálagarðinum, kom
kona og bauð þeim heim og
gaf þeim heitt að drekka. —
Strax fyrstu nóttina, er þær
þrömmuðu af stað af flugvell-
inum klukkan að ganga tvö
með þungan farangur, kom
fólk í bíl, tók þær upp, sýndi
þeim bæinn og miðnætursól-
ina og fann fyrir þær tjald-
stað.
Yfirleitt hafa þær stöllur
borðað kaldan mat, þar eð
hitunartæki þóttu of þung til
að hafa þau með, nema þegar
iþær hafa verið í nánd við
hveri. Við Geysi elduðu þær
t. d. máltíð. Monique hafði
eyðilagt úrið sitt með því að
synda með það, svo þær urðu
að telja mínúturnar við að
sjóða kartöflurnar. Þær töldu
upp að 1200 og þá voru kart-
öflurnar soðnar. Fiskurinn var
látinn milli tveggja blikk-
diska, band bundið í og svo
skiptust þær á um að halda
í bandið. Á eftir var heitt te.
Alveg dásamleg máltíð, segja
þær, líklega af því við höfð-
um svo mikið fyrir að halda í
spottann.
í slíkum ferðum er ekki
gert ráð fyrir að ferðastyrk-
urinn endist og ferðafójkið
verður þá að reyna að vinna
sér inn aukapening. — Það er
erfitt í Frakklandi, segja þær
stöllur. Það er ekki um annað
að ræða en að fá að passa
krakka, þvo bíla eða glugga.
Hér söltuðum við í einn dag
á Siglufirði og fengum vel
borgað. En það kom bara
bræla um leið og við komum
þangað. Yfirleitt lítur út fyrir
að veðurguðirnir hafi ákveðið
að hrekja okkur úr hverjum
stað. Skömmu eftir að við
komum, fer venjulega að
rigna. Við höfum aðeins feng-
ið 10 þurra daga.
Og nú þegar þær Isabelle
og Moniqie koma heim eftir
miðjan september. Þá liggur
fyrir þeim að skrifa skýrslu
um hvernig íslendingar nota
heita vatnið og hvaða áhrif
það hefur á lif og efnahag fs-
lendinga. Einnig ber þeim
skylda til að skýra frá hve
miklum peningum þær hafa
eytt daglega og hvernig, og
lýsa ferðalaginu. Eina vanda-
málið er hevrnig þær eiga að
komast heim með alla stein-
ana sem þær hafa safnað, og
geymdir eni hjá benzínaf-
greiðslumönnunum á Shell-
stöðinni í nágrenni við tjaldið,
ásamt öðru dóti frá þeim.
Norrœnt iðnþing
Ný Skarðsvík komin
DAGANA 20,—21. þ.m. var 13.
Norræna iðnþingið háð í Stokk--
hólmi. Þingið sóttu fulltrúar frá
landssamtökum iðnaðarmanna á
Norðurlöndum. Héðan mættu á
þinginu Guðmundur Halldórsson,
forseti Landssambands iðnaðar-
manna og Bragi Hannesson, fram
kvæmdastjóri sambandsins.
Á iðnþinginu flutti prófessor
Bertil Ohlin erindi um Norður-
lönd og Evrópu með tilliti til þró
unar þeirrar, sem nú á sér stað í
markaðsmálum.
Þá fluttu framkvæmdastjórar
Iðnaðarsamtakanna skýrslur um
Btarfsemi samtakanna og þróun
iðnaðarins í heimalöndum sínum
bands iðnaðarmanna).
S síðustu árin, en norræn iðn-
þing eru háð þriðja hvert ár.
Ennfremur var rætt um lána-
©g skattamál iðnaðarins, iðn-
fræðslu og tæknimenntun og ým
is önnur hagsmunamál iðnaðar
ins.
Sjórn Norræna iðnaðarmanna-
■ambandsins er skipuð Tauno
Wáyrynen, Finnlandi, sem er nú
formaður sambandsins, Poul Pers
son, Danmörku, Guðmundi Hall-
dórssyni, íslandi, Trygve G. Fred
riksen, Noregi og Stig Stefansson,
Svíþjóð.
Næst verður Norrænt iðnþing
háð í Finnlandi eftir 3 ár.
(Frétt frá skrifstofu Landssam
NÝTT 155 tonna stálskip kom
til Grindavíkur á þriðjudag.
Skipið heitir Sigfús Bergmann
GK 38 og er eign Hafrennings
hf í Grindavílk, en það á einn
SEimnefndan bát fyrir.
Ólafur Björnsson skipstjóri í
Keflavík sigldi" skipinu heim frá
Þýzkalandi, þar sem það var
smíðað. Skipið er útbúið ölluim
nútíma útbúnaði til fiskveiða,
og þá ekki sízt til síldveiða. T.d.
er í því sjálfleitandi Asdic-tœki
og miðunarstöð. Kraftbl'ökk
verður sett í Skipið hér. 495 hest
HELLISSAN DI, 27. ágúst. — Ný
lega kom annar bátur til Hellis
sands fyrir Skarðsvíkina, sem
fórst í vetur. Er það stálbátur,
155 lestir að stærð og eigendur
sömu og áður. Þetta er glæsilegt
afla Lister-vél er í Skipinu.
„Sigfús Bergmann“ verður nú
búinn á haustsíldarveiðarnar.
TRINIDAD, 31. ág. — Eyj-
arnar Trinidad og Tobago
fagna í dag sjálfstæði, eftir
að hafa lotið stjóm Breta í
165 ár. A miðnætti sl. var
brezki fáninn dreginn niður,
en fáni eyjanna dreginn að
hún. — Síðdegis í dag var
haldin athöfn í Westminster
Abbey í London til fagna
sjálfstæði eyjanna.
skip með öllum nýtízku tækjum.
Skarðsvík er smíðuð í Austur-
Þýzkalandi.
Skipetjóri er Sigurður Krist-
jónsson, sami og var á gömlu
Skarðsvík. Skipið fór strax á síld
veiðar.
Þrír bátar héðan eru á síld-
veiðum, tvfcir á humarveiðum.
Vegagerð fyrir Ólafsvíkurenni.
Hafin er vegagerð fyrir Ólafs
víkurenni og má það teljast góð
tíðindi fyrir okkur. Hófust fram
kvæmdir fyrir hálfum mánuði og
takmarkið að Ijúka þeim á næsta
sumri. Þá verður óhindraður
hringakstur kringum allt Snæ-
fellsnes.
Vegagerðin hófst við Sveins-
staði og liggur leiðin beint upp
í Ennið, en þegar komið er þang
að þarf að sprengja og er vega-
gerðin erfið. Nú er verið að
vinra m>'ð tveimur jarðýtum.
— B. Ó.
Nýtt skip til Grindavíkur
STAKSTEIWIÍ
Framsókn svíður
Framsóknarmenn svíður und-
an því, sem nú er alþjóð kunn-
ugt að núverandi rikisstjórn hef
ur lækkað stórlega skatta og
toila og snúið við af braut skatt
ránsstefnu Eysteins Jónssonar.
Þetta segir Tíminn að sé að
snúa staðreyndum við. Rétt á
eftir segir blaðið þó í forystu-
grein sinni í gær:
„Skattalögunum hefur reynd-
ar verið breytt þannig að beinn
tekjuskattur hefur verið lækk-
aður...“
Þarna viðurkenna Tímamenn
þó að tekjuskattur hafi verið
lækkaður. En í leiðinni stað-
hæfa þeir: „Hátekjumaður fékk
20-30 sinnum meiri lækkanir en
lágtekjumaður.“
En allir sjá blekkinguna sem
feist í þessari staðhæfingu Tím-
ans. Auðvitað greiddi lágtekju-
maðurinn miklu lægri skatt I
krónutölu en hátekjumaðurinn,
jafnvel undir skattaskipulagi
Eysteins Jónssonar. Þess vegna
hlaut skattalækkun hans að nema
lægri upphæð í krónutölu en
skattalækkun hátekjumannsins
En það sem mestu máli skipti
var að lágtekjumaðurinn varð
eftir skattalagbreytingu núver-
andi ríkisstjórnar algerlega
skattfrjáls.
Skattránsstefna Framsóknar-
flokksins hefur valdið margvís-
legu böli í íslenzku efnahag*-
lifi. Eysteinn Jónsson sá aldrel
annað úrræði en að hækka
skatta og tolla. Það voru hans
ær og kýr.
Ósvífni kommúnista.
Kommúnistar í stjórn Alþýðu-
sambands íslands eru nú farn-
ir að færa sig upp á skaftið. Nú
nýlega hafa þeir gerzt berlr
að ósvífinni misnotkun á fé laun
þegasamtakanna. Hannibal
Valdemarsson hefur ráðið harð-
soðinn Moskvukommúnista til
þess að gefa út svo kallað
„Fræðslurit um Efnahagsbanda-
lag Evrópu.“ Ritlingur þessi úir
og grúir af alls konar blekking-
um og fjarstæðum. Er beinlín-
is fáránlegt að slík útgáfustarf-
semi skuli orðuð við „fræðslu"
og „fræðslurit.“
Af þessum áróðursbæklingi
kommúnista verður það þó Ijóst
að þeir óttast mjög sívaxandi
samvinnu þjóða Vestur-Evrópu
um efnahagslega uppbyggingu
þjóðfélaga sinna. Kommúnistar
hér á íslandi vita að fyrir austan
járntjald, þar sem einræðisskipu
lag kommúnismans ræður er
kreppa og kyrrstaða. Á sama
tíma batna lífskjör almennings
í V.-Evrópu með hverju árinu
sem líður.
Það er þessi samanburður,
sem kommúnistar óttast. Þess
vegna er öll efnahagssamvinna
V.-Evrópuþjóða þeim eitur í
beinum.
Sauðargæran slitin
Hér heima á íslandi halda
kommúnistar áfram að reyna að
veiða nytsama sakleysingja í net
sín. Þeir ætlast til þess að ís-
lenzkt fólk trúi þvi að kommún-
istar séu hinir einu sönnu vernd
arar friðar og öryggis í heimin-
um. Þeir reyna enn einu sinni
að láta samtök hina svo kölluðu
„hernámsandstæðinga“ boða til
funda og baráttu gegn þátttöku
íslenzku þjóðarinnar í samvinnu
frjálsra þjóða. En nú er sauðar-
gæran orðin svo slitin að allir
sjá í gegnum hana. Þess vegna
eru það eingöngu harðsoðnir
Moskvumenn sem slást í fylgd
með Einari Olgeirssyni.