Morgunblaðið - 01.09.1962, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.09.1962, Blaðsíða 22
22 r MORGVISBIAÐÍÐ Laugardagur 1. sept. 1962 ' ' ' ! " ■- f Irarnir komu í gær og hvílast Lamdsleikurinn er 4,30 á morgun L.ANDSLEIKURINN við frland er kl. 4.30 á morgrun í I.augar- dal. Þetta verður 34. landsleikur íslenidinga í knattspymu, en kannske sá sem beðið er með mestri eftirvæntingu. Frammi- staða íslendinga í fyrri leik þess- ara landa í bikarkeppni evrópskra landsliða, sem þessir leikir eru liðir í, var svo góð að almenna undrun vakti. frarnir tefla enn fram hreimu atvinnu- liði. Baráttu við slíkt lið getur verið gaman að sjá. Og það eyk- ur á spenninginn að frarnir em ekki alveg öruggir með þennan leik hér eftir úrslitin og leikinn í Dublin 12. ágúst. KOMU í GÆH Allir leikmenm írska liðsins eru atvinnumenn hjá enskum félögum. Hafa frar lagt mikið kapp á að fá frí fyrir þá í laugardagsleikjunum í Eng- landi og samkvæmt skeyti í gær og staðfestingu Flugfé- Iagsins var 17 manna hópur væntanlegur í gærkvöldi. — Þ.e.a.s. allir nema tveir leik- menn áttu að koma. Frí hefur þvi fengizt fyrir mestan hlut- ann og geta leikmennirnir >á hvílzt vel fyrir átökin við fs- lendinga á heimavelli. Sem fyr^ segir er mikill spenn- ingur fyrir leikinn. Forsala að- göngumiða hefur gengið mjög vel og var nær uppselt í stúkuna í gær. LEIKSKRÁ íþróttafréttamenn hafa séð um útgáfu leikskrár þar sem er að finna upplýsingar um alla leik- menn íra og íslendinga svo og ýmsar aðrar upplýsingar. Margar myndir prýða leikskrána. DÓMARAR Dómari í leiknum er Norðmað- urinn Arnold Nielsen en línu- verðir eru Haukur Óskarsson og Hannes Sigurðsson. Verður þeirra hlutverk ekki létt. Það kom í ljós í síðasta leik að hlut- verk dómarans og línuvarða var mikilsvert og umdeilt, en var þá leyst vel af hendi. Vonandi verð- ur og svo nú. IMýir menn ■ 1. deild KBFLVÍKINGAR hrepptu hnoss- ið — að sigra í 2. deild og flytj- ast upp í 1. deild. Þeir fögnuðu vel i leikslok og í búningsklef- um. Þar ríkti sönn gleði og á- nægja eftir mikið strit Og tauga- spennu. Sveinn Þormóðsson bregður hér upp tveim myndum Ný veitíngastofa á ísafirði Á ÍSAFIRÐI var í sumar opnuð ný veitingastofa. Ber hún nafnið Gunnlaugur Guðmundsson og frú Guðrún Richter kona hans. Þau stjórna Eyrarveri. Stalínlstar í Ungverja landi sviptir embættum „Eyrarver". Er hún í nýju húsi rétt við Ræjarbryggjuna á bezta stað í bænum. Gunnlaugur Guðmundsson og frú Guðrún Richter kona hans reka hina nýju veitingastofu. Selur hún mat og aðrar veitingar. Einnig selur hún og framreiðir allskonar veizlumat fyrir sam- kvæmi í heimahúsum. Mikil umlbót er að þessari nýju veitingastofu fyrir bæjarbúa og ferðafólk, sem heimsækir ísa- fjörð. Hefur aðsókn að henni verið mjög mikil síðan hún tók til starfa í lok júnímánaðar sl. Húsakynni veitingastofunnar eru hin vistlegustu og umgengni hin -bezta. Ríkir mikil ánægja með „Eyrarver“ meðal bæjarbúa og annarra er þangað hafa kom- ið. U Thunt hing- nð næstn ór? MBL. leitaði sér í gær upp- ilýsinga u mþað hjá utanríkis- ráðuney tinu, hvort nokkur • nánari vitneskja lægi nú fyr ir um komutíma U Thants,, ’framkvæmdastjóra Samein- uðu þjóðanna, hingað til lands. Framkvæmdast j órinn þekktist, sem kunnugt er, fyrr á árinu, boð íslenzku ríkisstjórnarinnar um að 1 heimsækja ísland. Þó að upp- haflega væri gert ráð fyrir,' að U Thant kæmi hingað á þessu hausti, eru nú allar líkur á, að heimsóknin drag- ist fram á næsta ár, sakir' starfsanna gestsins. af úrslitaleiknum. Á efri mynd- inni eru „nýliðarnir“ í 1. deild, ■broshýrir að unnum sigri. Á hinni neðri sést eitt marka Keflvíkinga, föst spyrna og vel staðsett, svo að markvörður hafði ekki möguleika til að verja þó ekki látið hann þess ófreistað. Sigur Keflvíkinga var verðskuld- aður í þessum úrslitaleik. Þeir unnu með 3 gegn 1. r Iþróttaþing 14. og 15. sept. ÍÞRÓTTAÞING íþróttasambands íslands verður haldið í húsakynn um Slysavarnafélags íslands á Grandagarði í Reykjavík, dag- ana 14. og 15. september n.k. Þingið verður sett kl. 4 e.h., föstudaginn 14. september af for seta íþróttasambandsins, Bene- dikt G. Waage. í íþróttaþinginu munu mæta fulltrúar héraðssambanda og sér sambanda innan ÍSÍ, og er gert ráð fyrir mikilli þátttöku, vegna þeirra mikilsverðu mála er bíða úrlausnar þingsins, svo og sökum þess að íþróttaþing þetta ber upp á 50 ára afmælisár íþróttasam- bandsins, en eins og kunnugt er, varð ÍSÍ 50 ára 28. janúar 1962. Auk fulltrúa munu ýmsir gest ir sitja þingið. lirslit LOKIÐ ER keppni í landsmótun um í 3., 4. og 5. aldursflokkum og fara úrslitaleikirnir í þessum mótum fram eftir helgina. Verða þeir allir leiknir á Melavelli. í 5. flokki leika Víkingur og Valur mánudaginn 3. sept. og hefst leikurinn kl. 6,00. Strax á eftir leika í 4. flokki Víkingur og Fram. Á þriðjudag leika Valur og Fram til úrslita í 3. flokki og hefst leikurinn kl. 7,00. VÍNARBORG, 31. ágúst — (NTB) — í gær var haft eft- ir áreiðanlegum heimildum í Ungverjalandi, að átta menn, sem háttsettir voru við dómstóla landsins hafi verið sviptir embættum sínum. — Herma fregnir að þetta sé liður í baráttunni gegn stalín- istum í landinu. Einnig var skýrt frá því, eð nokkrum mönnum hefði verið vikið úr lægri embætt- um við dómstólana af sömu ástæðu. Þeir, sem sviptir hafa verið embættum, eru m.a. Mihaly Jahner, hæstaréttardómari, og varaformaður hæstaréttar Ung- verjalands, dr. Istvan Timar. Timar gegndi mikilvægu hlutverki við réttarhöldin yfir Laszlo Rajak, fyrrv. utanríkis- ráðherra. Ekki var skýrt frá því hve margir hefðu verið sviptir emb- ættum, en sagt var, að enginn þeirra manna hafi enn verið handtekinn. Úr veitingasal Eyrarvers á Isafirði Ljósm.: Árni Matthiasson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.