Morgunblaðið - 01.09.1962, Blaðsíða 10
ío
MORCl'NBLÁÐIÐ
Laugardagur 1. sept. 1962
Þórður Einarsson skrifar.
A erlendum bókamarkaðí
ÞRÍR LÁTNIR HÖFUNDAR.
BANDARÍSKI rithöfundurinn
William Faulkner — snillingur-
inn frá Missisippi — lézt fyrri
hluta júlímánaðar s.l. 64 ára að
aldri. Við andlát hans var þessa
stórmerka höfundar og verka
hans að nokkru getið í íslenzk-
um blöðum, þó ástæða væri samf
til þess að fara nánar út í þá
sálma, svo hugleikið sem við
fangsefnið er, en til þess er
hvorki tími né rúm í þetta skipt-
ið.
Rúmum mánuði fyrir andlát
Faulkners kom út ný skáldsaga
eftir hann, sem nefnist The Rei-
vers. (Orðið mun dregið af
slkozkri sögn, sem er nærri horf-
xn úr málinu, „to reive“ eða
„reave", og mun merkja að taka
traustataki eða ránshendi). Hef-
ur bók þessi fengið einstaklega
góðar viðtakur vestan hafs.
f>eir sem eittihvað þekkja til
verka William Faulkners hafa
þráfaldlega orðið varir við ó-
venju skarpa kímnigáfu þessa
höfundar. Þótt sérfræðingar þeir,
sem hafa ritað um Faulkner og
verk hans hafi viljað beina at-
hygli manna öllu meira að hinni
skuggalegu hlið þeirra og rætt
um hann sem höfund sagna er
lýsa hinum sigruðu suðurríkjum
og fordæmdum fjölskyldum
þeirra, þá bregður þó alltaf öðru
hverju fyrir óvenju skemmtileg-
um lýsingum og kímilegum frá-
sögnum.
í þessari nýju bók sinni mun
Faulkner hins vegar bregða sér
meir á leik en nokkru sinni fyrr.
Hafa sumir gagnrýnendur jafn-
að henni við beztu og skemmti-
legustu verk hins frsega landa
hans, Mark Twains. Sagan ger-
ist í Yoknapatawpha-héraði árið
1905, þótt Faulkner skeyti ek-ki
um stranga tímaröð viðburð-
anna fremur en endra nær. Aðal
persónur sögunnar eru þrjar:
Boon Hogganbeck, risi að vexti
en á andlega sviðinu hreint nátt-
úrubarn; Ned, glúrinn og heim-
spekilegur svertingi, og loks Luc
ius litli Priest, 11 ára gamall
strákur, sem segir barnabörnum
sínum söguna mörgum árum síð-
ar. Þessi ósamstæðu þremenn-
ingar miynda með sér eitt hið
skemmtilegasta ævintýra og
þjófatríó, sem hugsast getur. Þeir
Boon Hogganbeck og Lucius litli
taka upp á því að stela bifreið,
hinni fyrstu sem til Jefferson
kemur, og er eign afa Luciusar.
Leggja þeir nú af stað í ferða-
lag, en ekki líður langur thni
unz þeir uppgötva laumufar-
þega. Það er negrinn Ned, sem
hefur falið sig undir segldúik
aftur í bifreiðinni.
Ferðinni er heitið til Memphis,
því Boon þarf að heimssekja þar
„ástarljósið sitt,“ Corrie, sem
býr í hóruhúsinu hjá ungfrú
Reba. Þangað komast þeir eftir
hin mestu ævintýr og skemmtir
Faulkner sér mikið við að lýsa
herkúlesarafrekum þremenning
anna í baráttu þeirra við veg-
leysur, mýrarfen og aðrar tor-
færur.
Lesendur kannast við urxgfrú
Reba og stofnun hennar úr bók-
inni Sanctuary, en lýsingarnar á
því, sem þar skeður, eru með
því hrikalegasta hjá Faulkner.
En nú er allt annað upp á ten-
ingnum. Ungfrúin og starfs-
stúlkur hennar keppast um að
sýna sínar beztu hliðar, ekkert
má segja eða gera til þess að
spilla hugsunarhætti hins 11 ára
gamla drenghnokka, er verða
mætti til þess að leiða hann af-
vega. Þessar ungfrúr gleðinnar
sýna það og sanna að þær eiga
hjörtu úr gulli og búa yfir hegð-
an og framkomu, sem hæfa
hverri hertogaynju, og komedía
Faulkners er slík að þetta verð- i ur engu síður vinur og sálufé-
ur allt -sennilegt.
Þá fyrst kárnar gamanið þegar
í ljós kemur, að bíllinn er horf-
inn. Uppgötvast þá brátt að Ned
hefur selt hann fyrir veðhlaupa-
hest og hugsað sem svo, að með
því að láta hestinn taka þátt í
kappreiðunum . geti þeir grætt
nóg til þess að kaupa bílinn aft-
ur, og fengið alla skemmtunina
í ókeypis ofanálag. Glettni og
gaman Faulkners kvað þá fyrst
ná hámarki sínu, er hann fer að
lýsa veðreiðunum og öllu því,
sem þeim fylgir. Þegar hæst
stendur leikurinn birtist afi
gamli á sjónarsviðinu. Verður
hann nú að leysa bílinn út og
greiða ýmislegán annan kostn-
að fyrir pörupiltana, og flytur
þá síðan aftur heim með sér
reynslunni einni ríkari. Boon
kvænist Corrie sinni og nefnir
fyrsta barnið Lucius Priest Hogg
anbeck; Ned hefur haft í frammi
gróðabragð, með þvi að veðja á
hinn hestinn í veðhlaupinu, en
Nikos Kazantzakis
Lucius hefur öðlast fyrstu
reynslu sína af hinum stóra og
skringilega heimi mannanna.
Árið 1956 kom út í Bandaríkj-
unum skáldsaga, er skömmu
eftir útkomu hlaut Pulitzerverð-
launin sem bezta skáldsaga árs-
ins í Bandaríkjunum. Saga þessi
nefnist A Death in the Family
og var eftir höfund, sem látizt
hafði úr hjartaslagi hinn 16. maí
árið áður, þá aðeins 45 ára að
aldri, James Agee að nafni.
Ebki minnist ég þess að hafa séð
þessa höfundar eða verka hans
neins staðar getið hér, enda
hafði höfundurinn ekki vakið
neina verulega athygli í heima-
landi sínu, fyrr en þessi skáld-
saga kom út og hlaut bókmennta
verðlaun, neroa þá kannski inn-
an fremur fámenns hóps skálda
og bókmenntamanna. Ég minn-
ist þess varla að hafa noikikru
sinni lesið bók ritaða á enska
tungu, sem hefur snortið mig
jafn djúpt, einkum að því er
varðar óvenju fagran og persónu
legan stíl höfundarins og mynd-
auðgi lýsinganna. Á stundum er
sem lesandinn sjái efnið fyrir
sér eins og lifandi mynd í gegn
um sterkt sjóngler, þar sem
dramatískt samspil ljóss og
skugga verður ótrúlega skýrt og
áhrifamikið. Þessi bók er óvenju
gott dæmi um listræn og þjálf-
uð vinnubrögð, sem lotið hafa
ströngum aga.
En það var ekki einungis vegna
þessa verks, að ég geri James
Agee nú að umræðuefni. Um
síðast liðin miánaðamót kom út
vestan hafs bók með safni af
bréfum James Agee til séra Flye
(Letters of James Agee to Fat-
her Flye), sem er kaþólskur
prestur, er var ekki aðeins sálu-
sorgari Agees árum saman, held-
lagi.
I þessum bréfum birtist óvenju
lega viðkvæmt og listrænt eðli
Agees. Enginn vafi var á því,
og sjálfur hefur hann eflaust
verið sér þess meðvitandi, að
englarnir höfðu fært honum
snilligáfu í vöggugj öf, en „vand-
inn var sá að flytja þessa vand-
með förnu gáfu af himnurn ofan
niður á jörðina,“ eins og einn
gagnrýnandinn kemst að orði. í
inngangi sínum að bókinni kvað
Robert Phelps, kunnur bók-
menntagagnrýnandi vestan hafs,
komast þannig að orði, að Agee
„sé fæddur höfðingi hinnar ensku
tungu,“ en að bréfin sanni hins
vegar að tungan hafi ávallt ver-
ið drottnari hans og yfirboðari.
Þau muni á hinn bóginn einnig
sýna og sanna að einungis með
hinni ströngustu sjálfsögun og
og gagnrýni á eigin vinnubrögð,
geti rithöfundurinn náð þeim ár-
angri, sem hann og aðrir sætta
sig við, hversu mifcla náðargáfu
og snilli sem hann hefur hlotið í
vöggugjöf.
Þessi bók hlýtur að vera eink-
ar girnileg til fróðleiks og
skemmtunar, ekki sízt fyrir þá,
sem eitthvað fást við að skrifa.
Griski skáldjöfurinn Nikos
Kazantz’akis dó fyrir 5 árum
Fáir eða engir síðari tíma
höfundar hafa fremur unnið til
bókmenntaverðlauna Nobels, en
hann lézt án þess að verða þeirr-
ar umbunar aðnjótandi. Kaz-
antzakis var Krítverji, og á eyj-
unni Krít var hann lagður til
hinstu hvílu.
Ekki er Nikos Kazantzakis
með öllu ókunnur íslenzkum
lesendum og útvarpshlustendum,
því skáldsaga hans Zorba var
lesin sem útvarpssaga fyrir nokkr
um árum, og árið 1957 gaf Al-
menna bókafélagið út skáldsögu
hans Frelsið eða dauðann í þýð-
ingu Skúla Bjarkans. Báðar eru
þessar bækur hvor annari betri
.og skemmfilegri.
1 Þórður Einarsson hefur ritað
margt um bókmenntir í Fé-
Iagsbréf Almenna bókafélags-'
ins. Hann fylgist vel með
nýjum erlendum bókum og
mun rita greinar í Morgun-
blaðið um þær og höfunda
þeirra til fróðleiks og ábend-
ingar þeim sem áhuga hafa
á því sem einna markverð-
ast þykir á crlendum bóka-
markaði. Er það von blaðs-
ins, að bókamenn hafi gagn
og ánægju af þessari kynn-
ingu.
Kazantzakis var heittrúaður
rithöfundur, og á síðari árum
ævi hans snerist hugur hans og
ritverk æ meir að trúmálum og
þó einkurn lífi Jesús, passíunni
og krossfestingunni.
Árið 1948 kom út bók hans
Gríska Passían, en hún birtist
ekki í enskri þýðingu fyrr en 6
árum síðar. Sú bók var nýskeð
gefin út á ný í ódýrri útgáfu á
veguim brezka útgáfufyrirtæikis-
ins Faber & Faber, og nefnist
Christ Recrucified, eða Endur-
krossfesting Krists. í þessu verki
lýsir höfundurinn því á óvenju
snilldarlegan hátt hvernig nofckr-
ir íbúar í litlu, grísku fjallaþorpi,
sem hafa fengið hlutverk í harm-
leik páskanna, neyðast til þess
að leika þessi sömu hlutverk í
sínu eigin lífi. Á þennan hátt
vill Kazantzakis skýra frá þeirri
trú sinni, að ef Kristur birtist
aftur meðal vor mannanna, þá
hlyti hann sömu örlög og fyrr og
yrði krossfestur á nýjan leik.
Árið 1960 kom út ensk þýðirxg
á annarri bók Kazantzakis, sem
fjallaði um mjög svipað efni, og
nefndist The Last Temptation of
Christ eða Síðasta freisting
Krists. Þetta er í rauninni ævi-
saga Jesú Krists í s'cáldsögu-
formi, sem lýsir þc.. i skoðun
höfundarins að maðurinn og guð
séu eitt og hið sama, eða með
öðrum orðum að guðsímyndun
hvers og eins fari eftir því hvað
hann geri við sjálfan sig. í aug-
um Kazantzakis er Kristur
hvorki sá Jesú, er mennirnir
dýrka sem son guðs, eða hinn
blíðlyndi kennimaður, sem er
laus við allan guðdóm, hfildur
er hann maður, sem finnur til
heilagrar köllunar og tekst að
uppfylla hana einungis með því
að yfirvinna sinn eigin veikleika
og ótta. En fyrst og fremst lýs-
ir þetta merkilega verk innra
sálarstríði höfundarins sjálfs.
Báðar þessar bækur voru for-
dæmdar af grísk-kaþólsku kirkj-
unni í heimalandi höfundarins,
og hina síðar nefndu akráðu
yfirvöld rómversk-kaþólsku
kirkjnnar meðal þeirra bóka,
sem rétttrúuðum var bannað að
lesa. En slíkt var engin nýlunda
fyrir Kazantzakis, því þegar á
árinu 1939 lýstu yfirvöld rétttrún
aðarkirkjunnar því opinberlega
yfir að þau litu á Kazantzakis
sem guðleysingja.
Loks nú fyrir tæpum 3 mán-
uðum kom út ensk þýðing
á einni af síðustu bókum Kaz-
antzakis, skáldsaga um ævi heil
ags Franz frá Assissi. Starf og
líf heilags Franz hefur verið
mörgum höfundum freistandi
viðfangsefni og sumir hafa gert
þennan hugnæma dýrling að
hálfgérðum sætabrauðsdreng. í
það minnsta má álykta að Kaz-
antzakis hafi litið svo á. í aug-
um hans var Franz allt of mild-
ur og blíðlyndur til þess að
geta verið heilagur dýrlin.gur. í
endursögn sinni á ævi guðs-
mannsins leitast Kazantzakis við
að gæða hann mannlegum breyzk
leika og veita honum sjálfum og
verkum hans þannig ólíkt stærra
og almennara gildi en áður hefir
verið gert.
Allar eru þessar bækur Kaz-
antzakis hinar merkilegustu og
því full ástæða til þess að draga
athygli lesenda að þeim. Þæ»
eru öllum merkileg og lærdóms-
rík lesning.
Þórður Haíldórsson:
Suöurnesjavegur
NÚTÍMAÞJÓÐFÉLAG gerir há-
kröfur til þegna sinna um
verðmætasköpun, menntun og
tækni. Á sama hátt gera þegn-
arnir kröfur til þjóðfélagsins um
hagræna nýtingu vinnuaflsins,
aðstöðu til menntunar og fram-
fara til uppbyggingar og vel-
megunar þjóðfélagsins í heild. ,
Einn af hyrningarsteinum nú-
tíma þjóðfélags eru greiðar og
góðar samgöngur. Ættu þær eðli
legá að vera greiðastar og bezt-
ar, þar sem þéttbýlið er mest og
fraimileiðnin öruSt og afikasta-
mest.
Þessi þróun hefur þó stefnt í
nokkuð torráðna átt hvað sam-
göngur snertir við Suðurnes,
sem eru einn af þýðingarmestu
stöðum landsins, hvað snertir
verðmætasköpun.
Allt frá styrjaldarlokum hefir
Suðurnesjavegur verið eitt af
vanræktum vandræðabörnum
íslenzkra vegamála, enda þótt
hann, sakir mikuvægis síns fyr-
ir þjóðfélagið, ætti að vera ein
glæstasta samgönguæð landsins.
Byrjað er nú á byggingu nýs
Suðurnesjavegar, kem ég að því
sérstaklega síðar.
Viðhald
Viðhald Suðurnesjavegar hef-
ur verið allt hið lélegasta frá
styrjaldarlokum, en þó hefur
það á þessu sumri slegið öll
met. Ég hef í sumar ekið til
Norður- og Vesturlands og full-
yrði að hvergi er á þeim leiðum
finnanlegur jafn ömurlegur veg-
arspotti sem leiðin frá Reykja-
vík til Keflavíkur. Vera má að
einhvers staðar fyndust öræfa-
slóðir, sem væru álíka lélegar.
Einstaka sinnum hafa vegheflar
verið sendir á þessa leið, sýni-
lega meira til að friða vegfar-
endurna en það gæti orðið að
nokkru gagni, því víðast hvar
er vegurinn berar klappir, hol-
ur og harðir hnúskar. Sá litli
ofaníburður, sem einhver tíma
hefur verið í veginum, situr nú
á vegköntunum eða utan hans,
það af honum, sem ekki er þeg-
ar fokinn út í veður og vind eða
þveginn burt af regni.
Það væri fróðlegt rannsóknar-
efni hversu viðhald bifreiða,
vegna ástands þessa vegar, nem
ur mikilli fjárupphæð. Það er
ekki of djúpt tekið í árinni að
segja að það eru milljónir á ári
hverju.
Þetta nútíma „Skúlaskeið" ís-
lenzkra þjóðvega er til lítils
sóma, þar sem útlendingar fá
þar oft sín fyrstu og einu kynni
af vegamálum fslendinga. Sörli
sprakk ekki fyrr en í hlaðinu
á Húsafelli, en hræ þaíiasta
þjóns nútímans varða Suður-
nesjaveg oft dögum saman.
Nýbygging
Suðurnesjavegar
Síðla árs 1960 var hafizt
handa um nýbyggingu Suður-
nesjavegar. — Suðurnesjabúar
stóðu á öndinni af hrifningu. Nú
ættum við þó loksins að fá veg
og hann ekki af lakara taginu.
— Fyrsta framkvæmd um varan
legan veg á íslandi. —
Allir töldu að myndarlega
yrði af stað farið, vegurinn lagð
ur beint og verkið hespað af á
nokkrum mánuðum, svo brýa
sem þörfin er. Framkvæmdin
hefur staðið stanzlaust (nema
vegna verkfallsins í fyrrasum-
ar) í tvö ár. Langt er komið
að undirbyggja um átta kíló-
metra spotta.
Hverju er tapað og hvað er
grætt?
í stað þess að taka í einu er-
lent lán til vegarins, bjóða verk-
ið út og hraða því með stór-
virkum vinnuvélum, sem innu
allan sólarhringinn, sem hefði
ekki aðeins sparað fjármagn og
tíma við framkvæmdina, heldur
milljónavirði í niðurbrotnum
farartækjum, er Vegagerð ríkis-
ins látin vinna verkið með lé-
legum smátækjum. Vegfarand-