Morgunblaðið - 01.09.1962, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.09.1962, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 1. sept. 1962 INUauðutigaruppboð sem auglýst var í 28., 31. og 35. tbl. Lögbirtingablaðsins 1961, á húseigninni á Laugamýrarbletti 24, hér í bænum, eign Óla J. Ólasonar, fer fram eftir kröfu Guðmundar Vignis Jósefssonar, hrl., á eigninni sjálfri fimmtudaginn 6. sept. ember 1962, kl. 3% síðdegis. Borgarfógetinn í Reykjavík. SPANN — ÍSLAIMD Spánskur stúdent býður íslenzkum námsmanni, karli eða konu, að dveljast á heimili sínu í Barcelona nokkra mánuði gegn því, að hann fái að vera á heimili hlutaðeiganda á íslandi á svipaðan tíma. Upplýsingar í ræðismannsskrifstofu Spánar, Bræðra borgarstíg 7 — sími 22160. Vegna jarðarfarar Jóns Magnússonar, forstjóra verða afgreiðslur efna- lauganna í Reykjavík lokaðar mánudaginn 3. sept- ember kL 10 — 12 f. h. FÉLAG EFNALAUGAEIGENDA. Eiginmaður minn, sonur og bróðir HALLDÓR GUNNAR SIGURÐSSON, prentari lézt af slysförum, sunnudaginn 26. ágúst sl. — Innileg- ar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við and- lát hans og útför. — Útförin hefur farið fram. Eiginkona, foreldrar og systkinl ÓLAFUR ÓLAFSSON frá Meðalfelli í Kjós, andaðist 28. ágúst s.l. Jarðarförin fer fram frá Foss- vogskirkju miðvikudaginn 5. sept. kL 13,30 e.h. Aðstandendur. Konan mín og móðir okkar INGUNN GUÐJÓNSDÓTTIR Laugavegi 147 A, lézt í Borgarsjúkrahúsinu 30, ágúst. Óskar N. Erlendsson, Guðríður Pálsdóttir, Rut Pálsdóttir, Guðbjörg Pálsdóttir, Guðrún Pálsdóttir. Systir mín RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR Ránargötu 36, Reykjavík, andaðist 30. þessa mánaðar. Bjarni Jónsson. Bróðir okkar — JÓN M. JÓNSSON frá Mófellsstöðum, Skorradal, andaðist í Landakotsspítala 31. ágúst. Olína Jónsdóttir og systur. Maðurinn minn, JÓN MAGNÚSSON Hvassaleiti 26, sem lézt 26. ágúst, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkjunni mánudaginn 3. sept. kl. 10,30 f.h. — At- höfninni verður útvarpað. Blóm vinsamlega afþökkuð. Þeim sem vildu minnast hins látna, er bent á Krabbameinsfélagið. Aðalbjörg Óladóttir. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför JÓHANNESAR BENEDIKTSSON A R frá Breiðabóli. Sérstakar þakkir færum við Kvenfélagi Svalbarðs- strandar fyrir veitta aðstoð við útförina. Vandamenn. Samsöngur Muntra Musikanter KARLAKÓRSSÖNGUR þeirrar tegundar, sem finnski karlakór- inn Muntra Musikanter hafði fram að færa í samkomuhúsi Háskólans sl. þriðjudagskvöld, er sjaldgæfur hvar sem er í heiminum. Fer þar saman ó- venjulega athyglisvert og að sumu leyti mjög nýstárlegt efnisval og frábærlega vönduð og fáguð meðferð. JÞetta kom engan veginn á ó- vart. Finnar eru mikil og merki- leg tónlistarþjóð, svo sem við höfum áður átt kost á að kynn- ast hér við ýmis tækifæri og al- Til skattgreiðenda í Reykjavík Frá deginum í dag að telja hættir tollstjóraskrif- stofan að innheimta þinggjöld, þ.e. tekju- og eignar- skatt, námsbóka-, kirkju-, kirkjugarðs- og trygg- ingargjöld, sem innheimt hafa verið sameiginlega samkvæmt skattseöli. Gjöld þessi ber framvegis að greiða til Gjaldheimtunnar í Tryggvagötu 28. Öll önnur gjöld, sem tollstjóráskrifstofan hefur innheimt að undanförnu, ber framvegis sem hingað til að greiða til hennar, þ.á.m. söluskatt og bifreiða- skatta og skipulagsgjöld. Tollstjórinn í Reykjavík 1. sept. 1962. Torfi Hjartarson. Útsala Kvenkápur — Dragtir — Karlmannaföt — Buxur — Skyrtur — Bindi — Peysur og húfur. ♦ ÚTSÖLUNNI lýkur 5. september. Andrés Laugavegi 3. Hjartans þakkir sendi ég öllum þeim er sýndu mér hlýhug á áttræðisafmæli mínu 20. ágúst með heimsókn- um, gjöfum, kveðjum og skeytum. Guð blessi ykkur ÖIL Guðrún Sigurjónsdóttir, Lóni, Kelduhverfi. Innilegar þakkir færi ég börnum mínum, tengdabörn- um og öðrum, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöf- um, skeytum og ánægjulegu ferðalagi á sextíu ára afmælinu. María Óladóttir, Ingjaldshóli. Hjartanlega þakka ég öllum þeim er með gjöfum, sím- skeyturti og á annan hátt gerðu mér 75 ára afmæli mitt 26. júlí ógleymanlegt. Guð blessi ykkur öll. Guðríður Ágústa Jóhannsdóttir Framnesvegi 57. Hjartans þakkir votta ég öllum, nær og fjær, sem sýndu mér ógleymanlega vináttu og hlýhug á sextugsaf-_ mæli mínu, þann 5. þ.m. — Guð blessi ykkur öll. Einar Einarsson, Grímsey. Mínar beztu þakkir votta ég öllum nær og fjær, sem árnuðu mér heilla og sýndu mér vinarhug á sjötugs- afmæli mínu. Sérstaklega þakka ég hina veglegu og ógleymanlegu afmælisgjöf, ljósprentaða Guðbrands- biblíu sem 28 vinir og kunningjar gáfu mér. Með blessunaróskum til allra, sem gerðu mér sjötugs- afmælið ánægjulegt. Bjöm K. Þórólfsson. kunnugt er. Sú mikla virðing, sem Finnar njóta með réttu meðal annarra þjóða, á rætur sínar ekki sízt í þeirri stað- reynd. Margir afburða lista- menn hafa átt þátt í að skapa tónlistarfrægð finnsku þjóðar- innar, og er framlag þeirra mikilsvert. En hins er vert að gæta, að allur sá „æðri gróður", ef svo mætti segja, gæfci ekki hafa þrifizt og blómgazt nema í frjóum jarðvegi almennrar tónmenningar og tónlistaráhuga. Gæti þetta verið nokkurt fhug- unarefni annarri fámennri þjóð eins og okkur íslendingum, sem einnig á mest undir því að geta haldið virðingu sinni á vett- vangi þjóðanna. Karlakórinn Muntra Musik- anter er sprottinn beint úr þess- um jarðvegi gróinnar og háþró- aðrar almennrar tónlistarhefðar. Hér er á ferðinni hópur áhuga- söngmanna, sem hafa frá æsku- árum átt í söngnum áhugaefni og dægradvöl, sem enginn þeirra mundi hafa viljað án vera. Fyrir þessa störfum hlöðnu forstjóra og framkvæmdamenn, hagfræðinga, lögmenn og verk- fræðinga, hefur söngurinn ekkl aðeins verið léttvægt tómstunda- gaman, heldur andleg og líkam- leg hressing og heilsubót, — einskonar „leikfimi**, sem þeir hafa stundað af alúð og kost- gæfni og undir þeim aga, sem óhjákvæmilegur er í öllu lista- starfi. Þessvegna hefur árangur- inn orðið svo frábær, sem raun ber vitni, og því hefur farið svo, að söngurinn hefur eigi að- eins orðið þeim til „hugarhægð- ar", heldur líka bæði til „lof» og frægðar". Það væri of mikið sagt, að samsöngur þeirra á þriðjudags- kvöldið hafi verið með öllu mis- fellulaus. En i flestum aðalat- riðum var söngurinn með slík- um ágætum, að misfellurnar gleymdust. Kórinn hefur á valdi sínu blæbrigði ólikustu stilteg- unda: viðkvæmur línustíll 17. aldar er honum næstum jafn- tamur og hin þjóðlega finnska rómantík, og ósmeykir hafa söngmennirnir lagt til atlögu við mjög nýstárleg og vanda- söm verkefni, sem þeir einnig skila með fyllsta sóma, og munu þeir áður hafa lyft þyngri grettistökum af því tagi. Þótt raddgæðin almennt séu sízt meiri en við eigum að venjast í beztu kórum okkar, þá er yfir söngnum óvenjulegur blær menningar, hófsemi og fágunar, sem veldur því, að hann verður sérlega ánægjulegur á að hlýða og mun verða eftirminnilegur. Og íslenzkum karlakórum — að þeim ólöstuðum — mætti þessi heimsókn verða hvatning til markvissara og listrænna starfs en áður. Eini „atvinnumaðurinn" i hópi Muntra Musikanter er söng stjórinn, tónskáldið Erik Berg- mann. Þeim, sem fylgzt hafa með tónlistarmálum á Norður- löndum síðustu árin, er nafn hans ekki ókunnugt, — svo oft hafa nýstárleg og frumleg verk, sem komið hafa úr penna hans, vakið athygli heima og erlendis. Hann er meðal þekktustu tón- skálda Finna af þeim, sem nú eru miðaldra eða yngri, heims- borgari í list sinni, en þó ekki án tengsla við tónlistarerfð þjóð ar sinnar. Hér hefur kórinn stjórnanda við sitt hæfi, fjöl- menntaðan, smekkvísan lista- mann, sem sjálfur er „en munt- er musikant" í bókstaflegri merkingu orðanna, og mun ör- ugglega gæta þess, að kórinn staðni ekki í rásinni en haldi ótrauður áfram á þeirri glæsi- legu braut, sem hann hefur markað sér. Hafi Muntra Musikanter kæra þökk fyrir komuna hingað! Jón Þórarinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.