Morgunblaðið - 01.09.1962, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.09.1962, Blaðsíða 4
MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 1. sept. 1962 Rauðamöl Rauðamöl, fín og gróf. — Vikurgjall. — Ennfremui mjög gott uppfyllingarefni. Sími 50997. Hópferðabílar til leigu. Upplýsingar í síma 32689 í Reykjavík og hjá Grími Thorarensen á Hellu. Pobeta ’55 í góðu ásigkomulagi, er til sölu. Selst ódýrt. Uppl. í síma 37979. Til sölu nýlegt hjónarúm (teak) með áföstum náttborðum og „spring“-dýnum. Uppl. í síma 23518. Ungl ingss túlku vantar vinnu í mánuð. — Upplýsingar 1 síma 34283. 40—50 fermetra iðnaðar- og skrifstofuhús- næði óskast sem næst mið- bænum. Uppl. í síma 36959 í dag kl. 1—4. 4 manna bíll Fíat 1100 ’54 í góðu ástandi til sölu, milliliðalaust. — Uppl. í síma 35541. Húsasmiðameistara vantar smiði og lagtæka menn. Uppl. í síma 18079. Óska eftir góðum upphituðum bílskúr. Uppl. í síma 33969, eftir kl. 8 í kvöld og næstu kvöld. Stúlka óskast nú þegar til húshjálpar. — Uppl. í síma 18510, eftir kl. 1. Keflavík 1 herib. og eldhús TIL LEIGU Uppl. í síma 20392. Kona óskast til Siglufjarðar til að hugsa um fullorðna konu. Uppl. í síma 50008. Keflavík Stúlka óskast til afgreiðslu starfa. Klæðaverzlunin B. J. Sími 1888 og 2150. Húsgögn tekin til viðgerðar á Vatnsstíg 10 B. Til leigu lítið verzlunarpláss í einu út- hverfi bæjarins. Uppl. í sima 34779. 244 dagur ársins. Árdegisflæði kl. 7:40. Síðdegisflæði kl. 19:54. Slysavarðstofan er opin allan sólar- hringinn. — JLæknavörður L..R. (iyrir vitjanír) er á sama stað fra kl. 18—8. Sími 15030. NEYÐARLÆRNIR — sfmi: 11510 — frá kl. 1—5 e.h. alla virka daga nema laugardaga. Kópavogsapótek er opíð alla virka daga kl. 9.15—8, laugardaga frá kl. 9:15—4, helgid. frá 1—4 eJi. Sími 23100. Sjúkrabifreið Haínarfjarðar sími: 51336. Holtsapótek, Garðsapótek og Apó- tek Keflavíkur eru opin alla virka daga kl. 9—7, laugardag frá kl. 9—4 og helgidaga frá kl. 1—4. Næturvörður vikuna 25. ágúst til 1. sept. er í Vesturbæjarapóteki. Næturlæknir í Hafnarfirði vikuna 25. ágúst til 1. sept. er Ólafur Einars son sími 50952. Verzlun Ludvig Storr 40 ára í DAG á eitt elzta og traust- asta fyrirtæki þessa lands 40 áira afmæli. Er það Verziunin Ludvig Storr og Co. að Lauga vegi 15. Fyrirtækið var stofn- að 1. september 1922 og hefur Ludvig Storr sjálfur verið eig- andi þess og stjórnandi frá upphafi. Eins og kunnuigt er, þá er Storr danskur að aett, og er blaðamaður Mbl. átti tal við hann nýlega í tilefni afmælisins, kvaðst hann hafa flutt alkominn _ hingað til lands árið 1922. Ég var þá ný- kvæntur fyrri konu minni El- inu Sigurðardóttur, Björns- sonar brunamálastjóra og Snjólaugar Sigurjónsdóttur frá Laxajnýri, sem ég hafði kynnzt úti í Kaupmannaíhöfn, sagði hann. Féikik ég uim vorið bréf frá tengdaföður minum, sem spurði, hvort við hjónin gætum ekki hugsað ofckur að setjast að á fslandi. Þetta bréf kom mér algerlega á óvart, en eftir nofckra umihugsun á- kvað é,g að freista gæfunnar á íslandi. Áður hafði það verið fastráðið, að ég gerðist for- stjóri glengerðarútibús, sem bróðir minn hafði ætlað að opna í Árósum skömmu áður, en þá hafði kreppan komið árið 1921 og þess vegna ekfcert getað orðið úr því. Reyndar fannst mér ég efcki íslandi með öllu ókunnugur, því að árið 1904 kynntist óg ungum íslenzkum stúdent, Magnúsi Sigurðssyni, síðar banka- stjóra í Landsbankanum, en hann hafði þá herbergi á leigu hjá móður minni. Mér geðjaðist sérstaklega vel að Magnúsi og einnig kynntist ég tveimur félögum hans, þeim Þorvaldi Pálssyni og Pétri Bogasyni er þá voru við læknisfræðinám í Kaup- mannahöfn. ★ ★ ★ — Þér hafið strax stofnað verzlunina, er hingað kom? — Já, ég byrjaði að verzla með gler, jafnsíkjótt og ég kom til landsins, enda er fjöl skyldia mín blátt áfram fædd rueð gler í höndunum, sagði Storr og sýndi mann- inum því til sönnunar merka bók, sem hefur að geytma ætt- artölu fjölskyldunnar í nærri 300 ár eða frá 1680. f bók þess ari má sjá 11 ættliði frá Storr í beinan karllegg. Hafa þeir all ir verið glergerðameistarar og kvaðst Storr æíla, að það væri einsdœmi í allri Evrópu. — Hvar byrjuðuð þér að verzla? Lu Idvig Storr — Á Grettisgötu 38 og þar var ég í 2 ár. Þá tók ég verzl- unarfbúsnæði á leigu að Lauga vegi 11 og var þar til ársins 1929, að þetta hús var reist. En verzlunin stætokaði svo mikið, að ég lét reisa annað hús, á Klapparstíg 16, þar sem Glerslípunin og Speglagerðin eru nú til húsa. — Hvað hafið þér margt fólk í vinnu? — Hjá mér starfa nú milli 25 og 30 manns og hafa sumir þeirra verið hjá mér í yfir 20 ár. Og það sem einnig er ánægjulegt, hélt Storr áfram er að sumir viðsfciptavina minna í dag eru þeir sömu oig þeir voru fyrsta árið, sem fyrirtækið starfaði. — Þér flytjið líka inn vör- ur? — Já, ég hef alltaf rekið beildsolu jafnhliða verzlun- inni. Áður fyrr flutti ég t.d. mikið inn af trésmíðavélum. Trésmiðirnir kölluðu þessar vélar Storr-vélar, og ennþá hlýnar mér um hjartaræturn- ar, þegar menn koma til mín og spyrja um varahluti i Storr vélar. ★ ★ ★ — Höfðuð þér strax í upp- hafi trú á íslenzkum. iðnað? — Já, þótt mangt hafi vant að í þá daga, þegar ég kom til landsins, og islenzkur iðn- aður átt örðugt uppdráttar, hlaut svo að fara, honum tæk- ist að eflast og auðgast. Annars er lífið ekki nærri nógu langt, ef maður á að búa á íslandi, hélt Storr áfram, vegna þess að hér er alltaf hægt að hafa nóg fyrir stafni oig svo auðvelt er að njóta gleðinnar hér á ýmsan hátt. Það er líka greinilegt, að Storr hefur efcki látið sitja við orðin tóm, heldur haft nóg fyrir stafni um dagana. Auk þess að hafa stjórnað fyrir- tæki sínu af alkunnum dugn- aði í 40 ár hefur hann verið ræðismaður Dana á íslandi síðan 1939 og aðalræðismaður síðan 1956. Og allir, sem til þefckja, vita, að hann hefur átt sinn þátt i þvi, hve gott sambandið milli þessara tveggja landa er nú í dag. JUMBO og SPORI -X- Teiknari: J. MORA Arnarvængur hélt áfram frásögn sinni. — Þegar ég var ungur, sagði hann, var ég mikill veiðimaður og fararstjóri fyrir ótal veiðiferðum. Eftir einn mikinn bardaga við Indí- ánana fékk ég viðumefnið Amar- vængur, af því að ég var fljótari að veiða en allir hinir, og réðst á bráð- ina eins og ránfugl. — Þeir tímar eru þó vonandi úr sögunni, sagði Júmbó. Ég meina, — eru rauðskinnamir ekki fyrir löngu hættir að berjast og búnir að semja frið? — Hver veit? Það getur alltaf eitt- hvað óvænt gerzt, svaraði Amar- vængur. En sofið þið nú bara ró- lega, og þegar þið vaknið snemma í fyrramálið, skal ég segja ykkur frá nokkrum ótrúlegum ævintýrum, sem ég hef lent í um ævina. X- >f GEISLI GEIMFARI Xr X- X? MUSTÖET fcOÓERS... \ '""1 MUST6ET ROGERS... J --- . ' “ — Allt í lagi, Draco, drejýv mig, ef þú hef’vr bugrekki tiL Inni í flaug Dracos: — Doktor Draco, heyrið þér, geimskot nálgast okkur stöðugt. — Ég v«rð pð ná Kr>gers.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.