Morgunblaðið - 01.09.1962, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.09.1962, Blaðsíða 19
f r Laugardagur 1. sept. 1§62 MORCVN fí T. 4Ð1Ð 19 — Get ekki ort Framhald af bls. 6. Ef ég á að flýta mér, er eins og svartur múrveggur rísi upp fyrir framan mig .og ég stend fastur. — Ortirðu mikið sl. vetur? — Ég hef ekki frumort eina Ijóðlínu í tvö ár, en talsvert feng izt við Ijóðaþýðingar og ég er Ihér með handrit að bók, sem er um sex ankir. — Og ætlarðu kannske að snúa $>ér alveg að smásögunni? — Ekki vildi ég segja það, en það er á hinn bóginn gott að Ihvíla sig á ljóðunum í bili. A eftir má svo taka til við bau af enn meiri krafti. H Marflær í tóbakspungnum ' — Einhvers staðar hef ég les- ið það, að þið Kristmann hafið verið herbergisfélagar í Reykja- vík þegar þið báðir voruð að taka fyrstu skáldasporin. — Já, ég man alltaf eftir því, þegar ég hitti Kristmann í fyrsta skipti. I>á leigði ég herbergi inni á Laugavegi 58 og ég sat inni á herberginu og hjá mér V.S.V. í>á vatt sér inn úr dyrunum þessi spengilegi maður með tösku fulla af handritum og sjálf ur fullur af skáldadraumum. Það var eins og hann ætti heiminn, þar sem hann kom inn, klaeddur beltisjakka. Hann var þá þegar sannfærður um að hann myndi verða skáld. Það hefur honum tekizt, enda eru fáir menn vilja- sterkari en Kristmann. Vetur- inn á eftir leigðum við svo sam an herbergi á Laugaveginum. Þetta var fyrst eftir fyrra stríð- ið og ég man alltaf eftir því, hvað við vorum skelfilegir sveita menn. Við vorum báðir að pukr ast við að taka í nefið en vorum ekki uppburðarmeiri en ' svo, að við þorðum aldrei að láta kerl- inguna sem við leigðum hjá þvo tóbaksklútana okkar, heldur fór um við með bá niður á klöpp við Lindargötuna og skoluðum þá upp úr sjó. Svo stálum við okk ur heitu vatni af miðstöðinni og hreinsuðum þá betur, en oft kom það fyrir að marflær voru í klút unum eftir þvottaferðirnar. Ann ars var það engin furða að mað- ur væri feiminn þið þetta, bví ég var búinn að taka í nefið í þrjú ár heima hjá mér, án þess að nokkur vissi það nema móðir mín. — Stunduðuð þið ekki kvenna far? — Það fór nú lítið fyrir því þa»— veturinn. Við vorum ein- mana sveitagemlingar og á að- íangadagskvöld var okkur ekkert boðið svo að við húktum heima í herberginu okkar og ortum sinn ástaróðinn hvor til stelpna sem við höfðum orðið skotnir í. Við sátum þar, hvor í sinu horni og ortum kvinnum Ijóð, er aldrei Toru flutt og sjálfir vorum við of feimnir til að gera hosur okk ar grænar fyrir þeim sjálfum. — Hvor varð svo á undan með að koma út bók, Kristmann eða þú? — Ég var einu ári á undan með mitt kver. Annars átti Krist mann yfrið nóg af handritunum, en það var með mig, eins og allt af 'iefur verið, að ég var fátæk ur af _»eim, en samt kom ég bók inni út. Englnn er spá.maður — Var það sú, sem þú sagðist ekki mundu gefa út, ef þú ætir þess kost nú? — Já, það var hún. Þá var maður ungur og tók sjálfan sig alvarlega og fannst maður vera mikill spámaðui. Bækur œínar og ég skrifa það aðaliega á reikn hafa aldrei orðið mikil söluvara ing þess-a fyrsta kvers. Fólk er seint að gleyma, ef maður hefur ekki fulla stjórn á sjálfum sér. Það er einmitt beta, sem veldur mér áhyggj um með ungu skáld in. Mannvalið er þar mikið og gott, án þess að ég vilji greina frá neinum sérstökum, en þeir verða aðeins að gæta þess, að fyrstu sporin sem þeir taka, verði ekki feilspor. — G.G. IIMGÓLFSCAFÉ Gómlu dansarnir í kvöld kl. 9. Aðgöngumiðasala frá kl. 5. — Sími 12826. Opið í kvöld. Hljómsveit ÁRNA ELVAR ásamt söngvaranum Berta Möller. Borðapantanir í síma 15327. IÐNð NÝTT NÝTT DANSLEIKUR í KVÖLD I Ð N Ó TVÆR HLJÓMSVEITIR I Ð N Ó ÓLI B. SÝNIR NÝJA TWISTIÐ I Ð N Ó Hlustið á hina nýju „dúndrandi“ hljómsveit. o S ,,JOÐIN“ o g RÚNAR Hljómsveit: Guðmundar Finnbjomssonar Söngvari: Hulda Emilsdóttir Aðgöngumiðar afgreiddir kl. 17—19 Miðapantanir ekki teknar í síma. Vetrargarðurinn DANSLEIKUR í KVÖLD it FLAMINGO it Söngvari: Þór Nielsen- OPIO í KVÖLD Uppi: HLJÓIVISVEIT HAIIKS MORTHENS Niðri: TRÍÓ BALOIiRS Tríó Charles skemmtir. KLÚRBURINN IMau5ungaru|ipboð sem auglýst var í 44., 49. og 52. tbl. Lögbirtingablaðsins 1962, á hluta í húseigninni nr. 51 við Kaplaskjólsveg, hér í bæn- um, talin eign Björgvins Friðrikssonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbankans á eigninni sjálfri fimmtudaginn 6. september 1962, kl. IVz síðdegis. Borgarfógetinn i Reyk.javík. IMauðungaruppboð sem auglýst var í 61., 63. og 65. tbl. LögbirtingablaðSins 1962, á húseigninni nr. 9 við Hátún, hér í bænum, eign Guð- mundar R. Einarssonar o. fl., fer fram eftir kröfu Spari- sjóðs Reykjavíkur og nágrennis á eigninrii sjálfri fimmtu- daginn 6. september 1962, kl. 2 síðdegis. Borgarfógetinn í Reykjavik. r ♦> ? I f f ♦♦♦ BREIÐFIRÐINGABUÐ Cömlu dansarnir eru í kvoid kl. 9 Hljómsveit Þorsteins Eiríkssonar Dansstjóri: Helgi Eysteinsson Aðgangur aðeins kr. 30/— Sala aðgöngumiða hefst kl. 8 e.h. BREIOURÐINGABÚÐ — Sími 17985. ‘'♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.