Morgunblaðið - 01.09.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.09.1962, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 1. sept. 1962 Get ekki ort á sumrin Spjallað við Guðmund Frímann, skáld GUÐMUNDUR Frímann, skáld, flutti tvö kvæði á aðalhátíðinni í sambandi við aldarafmæli Akur eyrarbæjar. Annað kvæðið, „Kvæðið um Kofahiíð“ hefur ekki verið birt fyrr en hér í iolaðinu og er það í dag-bók. Hitt Ijóðið, „Fiðlarinn í Vagnbrekku“ kom fyrir augu Iesenda í næst- siðustu bók höfundar. Blaðamaður Mbl. hafði tal af Guðmundi að heimili hans og spjallaði við hann litla stund og auðvitað byrjuðum við á að ræða nm Ijóð. Skáld og málari. — Hvenær byrjaðir þú að yrkja, Guðmundur? — Ég hafði hina mestu ótrú á öllu ,sem hét ljóð fram eftir aldri. Ég var orðinn 13 ára, beg ar ég setti það fyrsta saman. Það er undaríegt með mig. Af öllum þeim rúmlega átta hundruð Ijóð abók sem þú séfð hér í hill- unum fyrir ofan mig, mætti ætla að ég væri geysimikill ljóða- unnandi en það er hrein og klár sannleikur, að af öllum bókun um, eru það ekki nema í mesta lagi 20, sem ég get lesið mér til ánægju. — Hvað iestu helzt? — Án þess að hugsa mig um tvisvar þá eru það ljóðaþýðing ar Magnúsar Asgeirssonar. — Ég sé af þessum myndum, sem hanga hér uppi á veggjum, að þú hefur fengizt við fleira en skáldskap. — Ég var einn vetur i teikni kennslu hjá Brynjólfi Þórðar syni, iistmálara. >að var dásam legur : íaður, enda dó hann á bezta aldri. Ég hef fengizt við að mála allt fram undir þetta, en geri mér hins vegar fulia grein fyrir þvi, að á því sviði er ég fullkominn skussi. Annars hafa þessar myndir mínar komið mér að góðu gagni, varðandi þá, sem þykjast hafa stundað málaralist met. _inhverjum árangri. Ef þeir koma hingað og fara að hæla mér sem málara og dásama mynd irnar, þá veit ég samstundis, að lítið er í þá spunnið sem lista menn. Það kom hér einn um dag inn sem ég ætla ekki að nafn greina, en ég hafði alltaf haft lítið álit á honum sein málara. Þegar hann fór að hæla dótinu, vissi ég, að ég hafði rétt fyrir mér. Annars finnst mér bað grát legt, hvað ég er illa að mér og á flæð: :eri staddur í þessari list grei.. sem að mínu áliti er hin stórbrotnasta og fegursta af öll um listgreinum. * Fjöllyndur listamaður .— Ú því að þú heldur ' -m thjá ljóðlistinni með myndUst, ertu þá ekki nógu fjöllyndur til að fást við enn fleira? — í Lesbók Mbl. í marz í vet ur las ég grein eftir Sigurð A. Magnússon, þar sem hann ræðir um hið litla gengi smásögunnar hér á íslandi, sem er hvað mest af öllum bókmenntagreinum með öðrum þjóðum. Þetta vakti mig til umhugsunar, já, olU mér miklu hugarangri. Mér fannst ég fá köllun án i>ess að ég geti sagt um hvort ég sé neinnar köl! unar verður, og einn morguninn vaknaði ég um kl. 5 og hugsaði mikið. Ég sagði við sjálfan mig, 'hvort ég gæti gert mitt til að reyna að hefja smásöguna til brots af þeirri virðingu, sem hún á skilið. Ég hafði oft hugsað um þetta, en aldrei þorað að reyna og að lokum gaf þessi grein hans Sigurðar mér byr undir báða vængi. Ég náði mér í blöð og ritföng og á tímabilinu frá 7. marz til 27. apríl skrifaði ég 12 sögur. Ég hef reynt að fara ekki troðnar slóðir, en mér er þó um og ó að bjóða þetta fram, því það er óhugnanlega satt, sem Sigurð ur segir um fálæti íslendinga á smásögum. — Hvernig heidurðu að Islend ingar séu á vegi staddir með skáldsagnahöfunda? — Við þurfum engu að kvíðá. Það er til nóg af góðu fólki. Mér eru sennilega efst í huga tvær konur, þær Ásta Sigurðardóttir og Hanna Kristjánsdóttir. Lýsing ar Ástu eru raunhæfar og sann ar og Hanna er mjög ,intelligent“ og ritfær. Það er nú raunar önn ur saga, en hún hefur alveg ó- viljandi „stolið“ frá mér nafninu á bók, sem ég var með í hugan um. Hún átti að heita „Yfir á rauðu ljósi“ og mér varð illa við, þegar Hanna gaf út „ástina“ sína. Eiginmaður Hönnu, Jökull Jakobsson er að sönnu miklu lærðari rithöfudur en hún en það finnst mér valda því, að stíll hans verður þvingaðri og þyngri. Það er öfugt við það, sem margir segja, en mér finnst að Jökull gæti lært mikið á því að ganga í skóla hjá konu sinni. Taka sig of alvarlega — Hvað með þessa sígildu spurningu um rímuð og órímuð Ijóð? — Við henni færð þú sígilt svar. Það skiptir engu máli, hvort Ijóð er rímað eða ekiki. Ég ætla ekki að þreyta þig með þvi að fara að telja upp þá marg- tuggnu rullu, sem mér finnst styðja mál mitt og mér finnst það öllu nær að við ræddum örlítið um atómskáldin svoköll- uðu. Annafs finnst mér heitið „atómskáld" Ijótt og alls ekki eiga við þessa ungu menn, sem mikið er í spunnið og við eigum efalaust mikils að vænta af. Gall inn /ið þá er einfaldlega sá, að þeir taka sig allt of alvarlega. Þeir fara nýjar leiðir og slíkum mönnum mætir alltaf hörð mót spyrna. Því meiri mótspyrnu sem peir mæta, þeím ósveigjan- legri og stífari verða þeir og baka sér enn meiri andúð. Ég efast ekki um, að úr þessum hópi munu koma miklir spámenn en þeir verða bara að gæta þess að taka sjálfa sig ekiki of alvarlega Seinna meir, þegar þeir hafa raunverulega fundið sig, munu þeir sjá, að sú óvild, sem þeir hafa bakað sér með stífni sinni, á eftir að verða beim erfiður ljár í þúfu. Ég veit það með sjálfan mig. Mér finnst ég alltaf vera að gjalda fyrsta Ijóðakversins sem ég gaf út og myndi núna ekki láta nokkurn mann sjá, ef ég ætti þess kost. Skáld verður fyrst og fremst að vera fágað og kurteist. Ekki aðeins vegna lesendanna, heldur miklu frem' Guðmundur Frímanu ur sjálfs sin vegna. Glettni og gamansemi er jafnvel miklu betri en þessa leiða hugsjón um að maður beri ábyrgð á öllum heiminum. Á bví sviði gætu sum ungskáldin lært töluvert af skáld inu ykkar í Morgunblaðinu, hon um Jobba Get ekki ort á sumrin — En svo að við snúum nú aftur að sjálfum þér. Hvenær yrkirðu mest? — í skammdeginu. Ég get 'hreint alls ekki ort á sumrin. Þegar þeir komu til mín úr há- tíðarr.. Indinni og báðu mig að yrkja hátíðarljóð sagði ég þeim, að það væri því miður ómögu- legt, en hins vegar gæti ég lesið upp eitthvað sem ég hefði ort áður. Það varð úr. Ég get alls ekki ort, ef einhver kemur til min >g biður mig um það. Maður er enginn aubomat, sem hægt er að stinga gkilding í og fá út ljóð. Fyrir utan það, þá á ég ákaflega erfitt með að ríma og gæti ekki kastað íram vísu, þótt ég ætti lífið að leysa, en með því að þurfa að glíma við rímið og velta iþví fyrir sér í rólegheitum ’ á Kemur maður niður á það bezta. Framhald á bls. 19. • VEL BÚI® AÐ UNGU 1 YNSLÓÐINNI S. skrifar: Þann 23. ágúst sl. birtist hér í blaðinu „Opið bréf til þjóðarinnar" frá Ólafi Þ. Krist jánssyni á Akranesi. Bréfið fjallar um ýmiskonar missmíði á siðum og háttum ungu kyn- slóðarinnar hér á landi nú á dögum. Bréfritarinn telur frétt ir í blöðum varðandi þessi mál og þá sérstaklega varðandi drykkjuskap ungmenna vera ýktar og í sumum tilfellum ó- sannindi. í þessu sama bréfi er farið hörðum orðum um framkomu eldri kynslóðarinnar gagnvart þeirri yngri og að litið sé á unga fólikið sem algert núll. Það er sagt -að aðaluppeldis- stöðvar unglinganna nú til dags séu sjoppurnar svonefndu. Ég fyrir mitt leyti álít að hér sé ekki rétt með málin farið. Það er óherkjanleg staðreynd að meira hefir verið gert og bet- ur búið að ungu kynslóðinni nú í dag en nokkurri annarri ungri kynslóð, sem lifað hefur á þessu landi. Á síðustu áfra- tugum hafa veriC reistir skól- ar, stórar og veglegar bygg- ingar með margs konar þæg- indum nútímans. Það hafa ver- ið byggð hús til heimavistar fyr ir námsfólk, veittir styrkir af opinberu fé il náms erlendis, ágæt samkomu- og skemmtihús sprottið upp í bæjum og sveit- um. Bömum hefur verið séð fyrir sumardvöl í sveitum, barnaheimili hafa verið sett á stofn. Það hafa verið gerðir leikvellir, iþróttahús, sundlaug ar, íþróttasvæði, og enn fleira mætti telja sem hið opinbera hefir vel gert til unga fólks- ins. Meðal ráðandi manna rik- ir velvild gagnvart hinni upp- vaxandi kynslóð og eitt virðast allir stjórnmálaflokíkar vera sammála um — og bað er að stuðla að hamingju og auk- inni menningu ungu kynslóð- arinnar. • NÚTÍMINN HEFUR FÆRí FLEIRI GÆÐI Þetta eru þau skil, sem hið opinbera hefir gert æskunni í landinu, og tel ég að hún megi vel við una. En nútíminn hefir fært unga fólkinu fleiri gæði en þau sem áður hafa verið ta-lin. Engin ung kynslóð á þessu landi hefir áður átt eins rúm fjárráð, eins gott húsnæði, föt og mat. Sama má segja um skemmtanir og munað. Sæl- gæti, tóbak, vín, dans og bíl- ferðir. Þó að undantekningar megi eflaust finna, og einhverj ir einstaklingar hafi hér orðið útundan, tel ég, að ekki sé á- stæða til að kvarta fyrir hönd ungu kynslóðarinnar, eins og gert er í „Bréfi til þjóðarinn- ar“. Mér finnst það óviðeig- andi. En því miður finst mér að unga fólkið hafi ekki alltaf kunnað að meta góðan viðgern ing. Svo að segja daglega birta blöðin hér heima fréttir af alls konar ómenningu ungra manna, jafnvel unglinga á barnsaldri. Þessi ómenning jaðr ar oft við hreinar. glæpafarald- ur, en drykkjuskapur unglinga <• 72 með til'heyrandi aumingjaskap er að verða plága á þjóðinni. Drukknir unglingar veitast að manni á götu og hóta öllu illu, barsmíðum, jafnvel lífláti. Það er kastað að manni grjóti, naglarusli skotið úr gervibyss- um og svo framvegis. Og mað ur hefir ekkert gert á hluta þessa unga fólks annað en eiga leið framhjá því á götu eða biða eftir strætisvagni. • ALLS STAÐAR GILDRUR í „Bréfi +il þjóðarinnar“ er sagt að gildrur hinna full- orðnu séu alls staðar spenntar fyrir unglingana. Jú, þá veit maður það. En skyldi ekki lífið vera ein alls herjar gildra, þeg ar lingert og ístöðulaust fólk á 1 hlut. Svo að segja daglega höf- um við öll tækifæri til þess að gera alls konar axarsköft og vitleysur t.d. drekka frá okk- ur allt vit, lesa klámrit, erta annað fólik til reiði, stela, eða „rúinera" og plata náungann. En það er ósköp auðvellt að forðast þessar gildrur, sem l,fið leggur fyrir mann, sem sé að nota ekki gefin tækifæri. Það er óréttmætt, eins og höfund- ur áðurnefnds bréfs gerir, að ásaka blaðamenn okkar fyrir það að flytja fréttir af ýmis konar leiðinda ástandi á sam- komum, þar sem mikið er nú af unglingum. Flestar fregnir blaðanna eru í þessum tilfell- um fengnar frá lögreglu og ó- eðlilegt ef enginn léti orð falla um að þessi mál æskunnar séu ekki í lagi. Bréfritarinn bendir ekki á nein ráð til úrbóta. Það er líka erfitt og þó einhver góð ráð væru til, myndi hvorki eldri né yngri kynslóðin vilja leggja á sig þá fyriihöfn, eða þau óþægindi sem myndu verða því satnfara að fjariægja þetta þjóðfélags- böl. Það er sagt og er gamalt máltæki að sjaldan launi kálfur ofeldi, og má vera að unga fólk ið núna hefði reynzt betur ef minna hefði verið dekrað og gælt við það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.