Morgunblaðið - 12.09.1962, Page 3

Morgunblaðið - 12.09.1962, Page 3
Miðvikudagur 12. sept. 1962 MORGVNfíL AÐ1Ð ÞEGAR VIÐ Reykvíkingar ök um um bæinn, veitum við at- hygli mörgum nýjum grænum blettum á almannafæri, sem ekki voru þar áður. Þegar grenslast er nánar eftir þessu, kemur í ljós að 14—15 hektar ar lands hafa verið ræktaðir upp í sumar í bænum og hafa gróðursvæðin á vegum bæjarins aukizt úr 15 hektur- um í 70 hektara síðan 1955. — í sumar höfum við aðallega einbeitt okkur að því að rækta grasbletti á opnum svæðum. Það bindur rykið og breytir loftslaginu í bænum, sagði Haf liði Jónsson, garðyrkjustjóri, er fréttaritari blaðsins fékk hann til að aka með sér um Meðfram Suðurlandsbrautinni er á löngum kafla kominn fallegur völiur og 2 m bjarkir úr Hljómskálagarðinum virðast ætla að dafna þar vel. lýir grasblettir binda rykið og breyta loftslaginu bæinn og sýna sér það helzta í nýræktinni. Bílastæði á grasi. Mesta athygli vekja sjálf- sagt nýræktirnar við Mela- völlinn og meðfram Suður- landsbrautinni, því þar er mesta umferðin, en íbúum ann ara hverfa þykir vafalaust ekki síður vænt um nýju grænu blettina sína. Vestan við gamla íþrúttavöllinn á mel unum og áfram meðfram Hót el Sögu og kringum torgið, er nýtt grænt 2 hektara teppi og utan við það, meðfram Birki- melnum, stæðisrenningur fyr- ir bíla. En græni bletturinn vestan við völlinn er einnig hugsaður sem bílastæði í ígrip um, þegar grasið er orðið vel gróið. Þegar eitthvað sér stakt er um að vera á vellin- eyjargötuna og við Bjarkar- götuna, og hylja þau trjám. Þarna í garðendanum sunn an við grjótgarðinn, eru skemmtilegar grasflatir og há tré til skjóls. Árið 1952 var sett niður mikið af birki þarna, sem nú myndar falleg- an vegg. Þar eru einnig önnur falleg tré, og er öspin hæst. Þessi trjálundur við Sóleyjar götu er orðinn svo þéttur að í vor var grisjað og flutt suður fyrir mikið af trjám, og einn ig nokkur inn að Suðurlands- braut. Þá var rofið limgerði rétt við Njarðargötuna og sett ar þar tröppur niður frá Sól- eyjargötunni. Hafliði segir mér að annað vandamál sé að verða mjög aðkallandi í Hljómskálagarðin um og það er að dýpka litlu tjörnina, þar sem fuglarnir I Grasgarðinum í Laugardalnum eru nærri 2000 plöntuteg- undir. Hver jurt er merkt og koma þar margir til að skoða og skrifa hjá sér nöfn og upplýsingar. um, verða leyfðar þar bíla- stöður, en Hafliði segir, að er lendis færist það mjög í vöxt að rækta grasfleti undir bíla stæði, þar sem hægt er að koma því við. Skjólbletti og grasflatir í Hljómskálagarðinum. Þó skrautgarðar bæjarins séu ekki beint á dagskrá í þess ari ferð, komum við aðeins við syðst i Hljómskálagarðin- um. — Mest aðkallandi vanda málið í sambandi við garðinn er að koma þar einhvern veg inn fyrir salernum, ségir Haf- liði. Við ætlum að reyna að leysa það með því að reisa smá hús á tveimur stöðum, við Sól I eru. Hún fyllist mjög ört. Og áður en við skiljum við miðbæinn, má geta þess, að í Hallargarðinum við Fríkirkju- veg er eitt mikið vandamálið enn, gosbrunnurinn. Hann nota krakkar svo mikið sem vaðtjörn, að hann er alltaf stíflaður og eru þeir sem um hann sjá, að gefast upp á að halda honum í gangi. Ræktunarstöff, grasgarffur og skemmtigarður. Við ökum eftir Snorabraut- inni. Bringan við Þorfinns- götu er orðin falleg, skreytt trjágróðri og blómum. Við Fúlutjörnina hafa garðyrkjumenn bæjarins tekið til hendi í sumar. Þar er búið að slétta og sá í stóra spildu meðfram sjónum í áttina út í Laugarnes, og einnig í öfuga átt meðfram Lækjarteig og torgið neðan við kirkjuna. Loks stönzum við um stund í Trjágarðinum í Laugardaln- um, sem er allt í senn, ræktun arstöð, grasgarður og skemmti garður með grasflötum og trjám, þar sem alltaf er fullt af fólki og krökkum, enda ekki amast við því að fólk leiki sér á grasflötunum. — Þarna koma barnfóstrur á morgnana með krakkana á góðviðrisdögum og hafa með sér kakó á flösku og á sunnu- dögum er ekki ótítt að sjá fjöl skyldu með nesti til dagsins þar á flötunum. Og gaman er að heyra Sigurð Guðnason, sem gætir garðsins, fullyrða að mjög vel sé gengið um, varla sjáis bréfsnifsi á flötunum og gestunum þyki sýnilega vænt um garðinn. Þó er ein undantekning. Bor ið hefur á því í grasgarðinum að krakkar hafi tekið merki- spjöldin við jurtirnar, sem eru nærri 2000, og ruglað þeim. Við hverja jurt er spjald með nafni hennar, ætt, stundum tegundarheitinu og latneska nafninu, og kemur þarna allt af fjöldi fólks til að skoða jurt irnar og skrá hjá sér nöfnin. Gífurleg vinna liggur í þess- um garði og lítur nú út fyrir að þurfi að girða hann af og banna aðgang börnum nema i fylgd með fullorðnum. Fyrir dyrum stendur einnig að stækka grasgarðinn, því alltaf bætast við nýjar tegundir. Eins eT verið að færa út ræktunarstöðina um einn hekt ara. Þarna voru í sumar 125 þús. blóm alin upp og plantað út ~ í garðana í bænum. Er kostnaðurinn við plötunina geysilega mikill og geymsla á trjám tekur mikið rúm. Ræktunin smitar út frá sér. Næst ökum við með Hafliða inn með Suðurlandsbraut. — Milli Suðurlandsbrautar og húsanna við Gnoðavoginn er nú að koma breitt grænt belti, allt frá B P. stöðinni og inn að Steinahlíð eða um 4 hektarar að stærð. Hinar 2—3 m háu aspir úr Hljómskálagarðinum, sem fluttar voru á þennan blett til reynslu í vor, virðast ætla að dafna þar vel og er þá ætlunin að setja næsta vor heila röð af þeim, sam- hliða götunni. En meðan við stöndum þarna við, sjáum við hvar hús móðir kemur frá Suðurlands- brautinni og stefnir beint yfir viðkvæma grasflötina og ann ars staðar stikar karlmaður og treður niður nýgræðinginn. Hafliði segir og hristir höfuð ið: — Þegar ég kom hér á sunnudagsmorguninn, sá ég á eftir hestamönnum, sem riðu eftir endilöngum grasblettun um og spændu þá upp, þó hér hafi sérstaklega verið séð fyr ir gangstíg, sem talið var að dygði fyrir hesta, reiðhjól og gangandi fólk. Verst er þó þeg ar þeir reka lausa hesta gegn um bæinn. Þeir vaða um allt. En það er ekki aðeins skemmtilegt að sjá hvílíkum stakkarskiptum þessi ræma hefur tekið, heldur einnig hvaða áhrif það hefur haft á umhverfið að þar var þrifið til. Þegar byrjað var á verkinu í vor, var ekki farið að sinna nema einni lóð við Gnoðavog inn, en nú eru þar að koma snyrtilegir garðar við næstum hvert hús. Hafliði segir mér að í vor þegar skarninn var borinn þarna á og fnykurinn smaug inn í hvert hús, hafi kona ein hringt til sín og spurt með þjósti hve lengi íbúar hverfisins þyrftu að þola þessa ólykt. — Þangað til allt er orðið grænt hjá ykkur! var svarið. — Nú, jæja, þá hlýtur maður að þola það, varð henni að orði. Og nú er ólykt in horfin, en grængresið blív ur. Móhellúbörffin grænka í Blesugrófinni. Er við ökum áfram, sjáum við að farið er að græða upp melöldurnar inn undir Elliða ám, sem áður voru flakandi í sárum og eins inn með Skeið velli. Og nú komum við að þeirri ræktun, sem Hafliði seg ir að sér hafi þótt vænzt um í sumar. Það er í Blesugrófinni. Þar voru ber móhellubörð, hættuleg fyrir krakka, ef þau detta fram af þeim. Þessum börðum var bilt við, þau jöfn- uð út, skarni borinn á og sáð í, og þó þessi jarðvegur sé mjög næringarsnauður frá náttúrunnar hendi, eru grænar nálar að stinga þar upp koll- inum. En sumstaðar aka bíl ar og teiðhjól upp flögin og þar verður ekkert grængresi. Ekki ganga á grasinu, manni! — Og nú skal ég sýna þér stað, sem gaman er að vinna, þar eð íbúarnir vinna svo vel með okkur, segir Hafliði nú og tekur stefnuna á Bústaða- 1 hverfið, að Tunguvegi og Ás- garði. — Vegna eindreginna tilmæla ibúanna í hverfinu, Framhald á bls. 23. STAKSIEINAR Verkalýðshreyfingin verður að breytast Alþýffublaffiff birtir í gær for- ystugrein um næsta Alþýffusam- bandsþing og kosningar þær sem nú eru aff hefjast til þess. Kemst v blaðiff ir.. a. aff orffi á þessa leiff: „Þjófffélag okkar er aff taka hröffum breytingum og verka- lýffshreyfingin verffur aff breyt- ast meff því til aff gera alþýffu landsins sem mest gagn. Til þess þarf stórfelldar skipulagsbreyt- ingar cg hefja baráttu á nýjum sviffum, sem Ekkert Þorsteins- son hefur bent á í dálkum hér í blaffinu. Hagsmundir verka- Iýffsins eru ekki bundnir krón- um og aurum einum, þótt kaup- gjaldiff sé þýffingarmikiff. Alls konar vinnuhagræffing, betri vinnuaffstaffa, vinnutími, félags- leg affstaffa gagnvart trygging- um o. fl. hafa meiri þýffingu en nokkru sinni, en þaff hafa komm únistar ekki viljaff skilja. Þess vegna hafa þeir ekki haft for- ystuna í þessum málum, þótt þeir ættu að hafa hana sem stjórnendur Alþýðusam- bandsins.“ Framsókn styður kommúnista Allt frá því á dögum vinstfl stjómarinnar hafa Framsóknar- menn stutt kommúnista eftir fremsta megni innan verkalýffs- samtakanna. Þeir hafa hjálpaff kommúnistum. til bess aff halda völdum í Albýffusambandi És- lands og notað baff og önnur verkalýffssamtök síðan til þess aff berjast gegn viffreisn efna- hagslífsins. Þaff eru fyrst og fremst leiff- togar Framsóknarflokksins sem ákveffiff hafa þennan stuffning viff Moskvumenn. Ým.sir Fram- sóknarmenn innan verkalýffssam takanna fyrirlíta betta atferli og telja aff þaff feli í sér mikinn háska. Enn er ekki vitaff, hvort Framsóknarleifftogamir muni í kosningunum til þings A.S.Í. fyrirskipa áframhald þessa sam- starfs. en vonandi, aff beir muni loks breyta um afstöffu. Stærsta hættan Tíminn segir i gær aff land- búnaffurinn sé í hættu. Auffvitaff er þessi „hætta“ afleiffing „viff- reisnarinnar“ aff áliti Tímans. Fram.sóknarmenn hafa alltaf lag á aff snúa staffreyndum ger- samlega viff. Þaff er verðbólgu- síefnan, sem leitt hefur margvís- legar hættur yfir íslenzkan land búnaff eins og affrar atvinnu- greinar í þessu landi. Aldrei hef ur kostur bændastéttarinnar t. d. veriff brengdur jafn geinilega og á valdatíma vinstri stjórnarinn- ar. Hin stóraukna dýrtíff af völd- um axandi verðbólgu, hækk- affra skatta og tolla bitnaði þá meff miklum bunga á framlei* endum í sveitum landsins. Á þeim tíma komust lánastofnanir landbúnaffarins einnig á vonar- völ og vinstri stjórnin skildi viff þær gjaldþrota. Þá töluffu Framsóknarmenn ekkert um. þaff að hætta vofffi yfir ’andbúnaffinum. En þaff er athyglisvert, hvern- ig Framsóknarmenn segjast nú vilja bæta hag bændastéttarinn- ar. Þeir segjast ætla aff gera þaff meff því aff sleppa verffbólgunni enn einu sinni lausri og láta nýtt stórfellt kapphlaup hefjast milli kaupgjalds og verfflags! Annars er þaff ómaksins vert fyrir bændur aff veita því at- hygli aff leifftogar Framsóknar- flokksins og peningafurstar SÍS hafa sl. þrjú ár barizt eins og Ijón viff hliff kommúnista fyrir aff sleppa öllum hömlum af kaup gjaldinu og brjóta þannig niður alla varnarmúra gegn verffbólg- ul ii.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.