Morgunblaðið - 12.09.1962, Síða 10

Morgunblaðið - 12.09.1962, Síða 10
10 MORGINBLAÐIB Miðvikudagtir 12. sept. 1962 i?*ÍRí®llí|:^ 'iékm í SÍÐUSTU viku létust tvö heimskunn skáld, danska skáldkonan Karen Blixen, sem skrifaði und- ir nafninu Isak Dinesen, og bandaríska ljóðskáldið og smásagnahöfundurinn Edward Estlin Cummings. Karen Blixen var 77 ára er hún Ifzt síðdegis á föstu- daginn, að heimili sínu að Rungstedlund, en þar hafði hún leg/ð meðvitundarlaus frá því snemma á fimmtu- dag. Heilsu hennar hefur hrakað mjög hin síðustu ár — fyrir sjö árum gekkst hún undir heilaskurð hjá prófess- or Busch í Kaupmannahöfn og árið eftif var hún skorin upp við magasári. Er skáld- konan var á ferðalagi um Bandaríkin árið 1959 varð Tvö skóld Danska skáldkonan Karen Blixen og bandariska Ijóbskáldið, smásagna- böíundurinn og málarinn E.E. Cummings E. E. Cummings hún enn veik og varð að dveljast um hríð í sjúkrahúsi. Karen Blixen fæddist að Rungstedlund og bjó þar 5 þrjá áratugi, eftir að hún kom til Danmerkur eftir lang dvöl erlendis. Verður skáld- konan jarðsett í dag, þriðju- dag, í einkagrafreit undir stóru beykitré í garði óðals- ins. Var það ósk hennar að hljóta þai- legstað. Fyrir nokkrum árum var stofnaður sérstakur Rung- stedlund-sjóður, að tilhlutan skáldkonunnar, og árið 1958 opnaði hún hluta af garðin- um sem skemmtigarð fyrir almenning og griðastað fyrir fugla. Er líklegt, að komið verði upp sérstöku safni í húseig* skáldkonunnar til minningar um hana. ★ Karen Blixen fæddist árið 1885, dóttir óðalsbóndans á Rungstedlund, Wilhelm Dine- sen, sem skrifaði „Boganis Jagtbreve". Hann lézt er Karen var tíu ára, en móðir hennar lifði til ársins 1939. Bróðir Karenar Blixen er rithöfundurinn Thomas Dine- sen og systir þeirra, Ellen, gaf árið 1930 út tvær bæk-ur undir dulnefninu Paracelsus, og var lengi talið að þær • væru eftir Blixen. Árið 1914 giftist Karen Blixen Bror Blixen-Finecke, barón, og fluttist með hon- um til Afríku. Ráku þau kaffiekru skammt frá Nai- robi í Kenya um árabil. — Samvistum slitu þau árið 1925, en Karen bjó áfram á búgarðinum í Kenya í sjö ár. Á unga aldri hneigðist hug- ur Karenar að málaralist. Hún nam við Listháskólann í Kaupmannahöfn í nokkur ár og síðar í París og Róm. En ekki leið á löngu, áður en penninn kom í stað pensils- ins. Þó málaði hún eitthvað í Afríku. Karen Blixen fékk sín fyrstu verk prentuð í tíma- riti á árunum 1907—09 undir dulnefninu Osceola en veru- lega athygli vakti hún fyrst árið 1934, er út kom í New York og London bókin „Sev- en Gothic Tales“. Bókin var skrifuð í Kenya, á ensku, en kom ári síðar út í Danmörku í danskri þýðingu skáldkon- unnar sjálfrar. í Bandaríkj- unum var bókin valin „bók mánaðarins“, en svo hefur einnig vérið um fjórar aðrar bækur skáldkonunnar. Um veru sína í Afríku skrifaði Karen Blixen bók- ina „Den afrikanske farm“ og kom hún út árið 1937. — Þykir sú bók persónulegasta verk skáldkonunnar og ein- kennast af næmum skilningi hennar á landi og þjóð. — Meðal bóka frá síðari árum eru „Babettes Gæstebud" (1952), Spögelseshesten (1955) og Sidste Fortælling- er (1957). Karen Blixen kom nokkrum sinnum til greina við úthlutun Nobelsverð- launa, m.a. árið 1957 og 1958. Bandaríska ljóðskáldið og smásagnahöfundurinn E. E. Cummings lézt 3. september sl. af hjartaslagi, 67 ára að aldri. Sem ljóðskáld var E. E. Cummings víðkunnur, m. a. vegna sérvizkulegs stíls í ljóðagerð. Fiest ljóð skrif- aði hann án upphafsstafa, skrifaði jafnvel nafn sitt oft með litlum stöfum „e.e. cummings" — og ritháttur hans var um fleira frábrugð- inn venju. Hann varð þó al- mennt viðurkenndur sem á- kjósanleg leið til þess að miðla og styrkja meiningu hins ritaða orðs. Edward Estlin Cummings fæddist í Cambridge í Massa- chusettes 14. október 1894. Foreldrar hans voru hjónin Rebecca Haswell og Edward Cummings, fríkirkjuprestur, sem verið hafði fyrirlesari og aðstoðarprófessor í enskum bókmenntum við Harvard- háskólann. Cummings yngri lauk B.A.-prófi í bókmennt- um árið 1915 og M.A.-prófi ári síðar. Áður en Banda- ríkjamenn hófu þátttöku í heimsstyrjöldinni fyrri gerð- ist hann sjálfboðaliði í franska hernum og ók þar sjúkrabifreið. Þá var hann tekinn höndum og fangelsað- ur um skeið fyrir smávægi- ■ legt brot á reglum hersins. Á fangelsisvist hans byggist smásaga hans „The Enor- mous Room“, sem talin hef- ur verið meðal fárra veru- lega góðra ritsmíða banda- rískra rithöfunda úr þeirri styrjöld. Að styrjöldinni lokinni bjó Cummings í París, en þá voru daglegir gestir á veit- ingahúsum í Montparnesse, margir bandarískir lista- menn, rithöfundar og málar- ar, er síðar öfluðu sér viður- kenningar víða um heim. Cummings var raunar í París til þess að nema listmálun og var hann allt sitt líf jöfnum höndum málari og rithöfund- ur. Á hinn bóginn þóttu mál- verk hans jafn auðskilin og ljóð hans voru torskilin. f bandaríska vikuritinu „Time“ segir meðal annars (I júní 1949), að hin sólríku málverk hans af eplatrjám í blóma og ljóshærðum, háleggjuðum nektardísum, séu gerð með mikilli og hispurslausri gleði. í þeim sé hvergi að finna þann ökennileika, sem geri það að verkum að bækur hans, sem oftast séu minnis- stæðar, veki á stundum reiði manna og leiða. í samanburði við ljóðagerð Cummings séu málverk hans þýð og heil- brigð „eins og nýtt smjör' I búð 2—3 herbergja, helzt í Austurbænum, óskrst nú þegar fyrir hjón með eitt barn (á fyrsta aixj. r'yrir- framgreiðsla eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir Guðm. Ingvi Sigurðsson, hrl., Klapparstíg 26, sími: 22681. GEæsiIegt einbýlishús 7 herbergi með innbyggðum bílskúr og miklu geymsluplássi til sölu við Alfhólsveg. Góðir greiðsluskilmálar. Austurstræti 14. 3. hæð. Símar 14120 og 20424. Leiklistarskóli ÆVARS KVARANS tekur til starfa í þessari viku. Upplýsingar í síma 34710. S I) P E R VATNVERJA Framleitt á ÍSLANDI úr hráfefni frá: Ttvgress !s Our Most fmportant Ptorfuct GENERALÍH EIECTRIC -U.Í.A.- Fæst nú einnig hjá Hafnarfjörður: Skipasmíðastöðinni Dröfn hf. Blönduós: Kristjáni Gunnarssyni, byggingarmeistara. Hornafjörður: Guðmundi Jónssyni, byggingarmeistara. Ólafsfjörður: Gísla Magnússyni, byggingarmeistara. Umboðsmenn óskast úti á landi. Verksm. KISILL Lækjargötu 6b Reykjavík Sendisveinn óskast nú þegar. Magnús Kjaran umboðs- & heildverzlun Sími 24140.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.