Morgunblaðið - 12.09.1962, Qupperneq 20
20
M O R G V N P, T. 4 Ð I h
Miðvikndíigur 12. sept. 1962
^HOWARD SPRING:
28
RAKEL RðSING
rykk, sem hafði næstum hálsbrot
ið hana. Bíllinn skrönglaðist yfir
mölina og rann i stórum sveig
fram hjá fordyrunum, og þaut
svo út á heimreiðina, þar sem
hrossakastaníur uxu til beggja
handa. En hún hafði engan tíma
núna til að dást að landslaginu
þarna, svo mjög sem hún elskaði
bað, heldur knúði hún bílskrjóð-
inn áfram það sem hann þoldi.
Þorpið var lítið meira en ein
löng gata. Um leið Og Mina þaut
fram hjá, tók hún eftir auglýs-
ingunum í gluggunum hjá kjöt-
salanum og bakaranum og kaup-
mannsbúðinni, sem var jafn-
framt pósthús. Það var meira að
segja auglýsing á spjaldinu við
kirkjuna. „Verið frískar en ekki
feitar um fertugt". Síðan kom
tilkynning þess efnis. að ungfrú
Wilhelmina Heath ætlaði að
stjórna námsskeiði í líkamsfegr-
un á hverjum miðvikudegi í leik-
fimihúsi þorpsins, fyrir alla, sem
sækja vildu. en einkum var kon-
um, fertugum og þar yfir boðin
þátttaka. Mina hafði ekki ein-
ungis sett upp þessar auglýsing-
ar, heldur hafði hún einnig talað
fyrir þessu uppátæki sínu. Feg-
urðin var hennar átrúnaður. —
Hennar eigin granni og léttvaxni
líkami var hennar helzta hrós-
unarefni. Hún ól upp afghanska
hunda og gaf þá siðan. af því að
þeir vöru fallegri. Og hún elsk-
aði Markhams vegna þess. hvað
bað var fallegt og vegna þess,
hve lífinu var lifað þar hægt og
rólega. Konurnar í þorpinu, sem
drögnuðust áfram, digrar eins
og beljur, voru henni viður-
styggð. Á þessu sviði var hún ofsa
fengin og ósveigjanleg. Hún þræl
aði þeim í þessar kennslustundir
sínar og útvegaði þeim jafnvel
fatnaðinn til þess — hvítar stutt-
buxur og skyrtur — ef þær þótt
ust ekki geta verið með fyrir
fátæktar sakir.
Hún hafði ekkert auga fyrir
því, sem skoplegt var, annars
hefði hún ekki þurft annað en
líta snöggvast inn í leikfimishús-
ið — gjöf frá föður hennar —
til þess að hrökkva aftur á bak,
öskrandi af hlátri. Einar tólf
alvarlegar húsmæður biðu henn-
ar þarna — ennþá hræðilegri út-
lits í fimleikafötunum en þær
höfðu nokkurntíma getað orðið í
sparifötunum um helgar. Þarna
stóðu þær, vandræðalegar og
feimnar, vel vitandi um hræði-
legt vaxtarlag hver annarrar.
En í Wilhelminu augum voru
þær ekkert hlátursefni. Þetta
voru þær, sem hún hafði snúið
til réttrar trúar og áttu síðar
að verða gimsteinarnir í hennar
eigin heiðurskórónu. Hún skellti
aftur hurðinni á eftir sér og
læsti, æpti glaðklakkalega góðan
daginn, og án allrar feimni losaði
hún af sér beltið. sté upp úr víðu
buxunum og var nú í stuttbux-
um einum saman, sem skyldu
vera eins og þær. sem nemend-
urnir báru. En það voru þær
ekki. Þær voru sem sé mátuleg-
ar og fóru henni vel. Svo fór hún
úr jakkanum og var þá í bol
eins og hinar. Og nú var allt
tilbúið.
Þetta var fyrsta kennslustund-
in hennar. Hún hafði tekið sam-
an ofurlítinn ræðustúf og flutti
hann nú á áhrifamikinn hátt.
Mina var hvergi hrædd við að
ljúka munni sundur. Hún var
leikkona, þá sjaldan hún fékk
eitthvað að gera í þeirri grein.
Hún hafði þegar fengið nokkur
góð hlutverk og hún skyldi fá
fleiri áður en lyki. Hún stóð því
hér og talaði til nokkurra
gapandi hrognkelsa um fegurð
og sæluna, sem góðri heilsu
fylgdi. og ljótleik framsetts maga
og þar fram eftir götunum. —
Frú Harrison eiginkona gestgjax
ans í kránm þarna á staðnum,
hafði uppburði til að gripa ofur-
lítið fram i. Hún sagði: Þetta er
nú allt saman gott og vel ung-
frú Mina, en þegar maður hef-
ur nú átt tvíbura, eins og ég,
getur maður varla að því gert þó
að maður verði dálítið skvapað-
ur. En við skulum sjá, hvað þú
ætlar að gera við okkur,^og með-
an við klofrifnum ekki .... Og
ef þú gerir Venus úr henni frú
Mortimer, þá segi ég ekki annað
en: Guð hjálpi henni! Kallinn
hennar er víst nógu afbrýðis-
samur án þess.
Mina hafði vit á að fara ekki
að stæla við frú Harrison. Kráin
hennar var frjálslegur staður. þar
sem ekki var hvert orð vegið,
og þau Harrisonshjón bitu engin
járn. Það var frú Harrison, sem
hafði einusinni sagt við prest-
inn, að ef guð ætti heima í
brauðsnúð, hlyti bakaríið að vera
himnaríki þó að það væri annars
heitt eins og Víti.
Nokkrar heydýnur höfðu verið
fluttar í leikfimishúsið, og brátt
hafði Mina fengið fegurðardísirn
ar sínar tilvonandi til þess að
leggjast á bakið á dýnurnar, og
lyfta fyrst öðrum digrum gang-
lim og síðan hinum. Frú Mortim-
er æpti: Skárri er það nú bölv-
aður trekkurinn, sem kemur und
ir hurðina — ég er viss um að
gigtin hleypur í mig í kvöld.
Skítt með gigtina þína, sagði
frú Harrison hughreystandi. —
Hugsaðu heldur um, hvemig þér
líður þegar þú ert orðin tvítug
aftur. Það er sannarlega eitthvað
til þess vinnandi. Bara að ungfrú
Mina geti gert kallana okkar
unga líka.
Ekki tala! Anda djúpt og reglu-
iega, skipaði Mina. Upp — nið-
ur. Upp — niður. Þakka ykkur
fyrir. Nú skuluð þið hvíla ykk-
ur ofurlítið.
Hópurinn hvíldist á dýnunum,
kindarlegur á svipinn, sveittur
og úrvinda af þreytu. Allar nema
frú Harrison. Hún horfði á lær-
in á sér, sem voru digur eins og
trjábolir. Mér sýnist þeir ekki
mjókka mikið, Mina, sagði hún.
Og ég er heldur ekki viss um,
að ég kæri mig neitt um það,
hélt hún áfram. Maðurinn minn
segir alltaf, þegar hann fer í
rúmið í kulda: „Guði sé lof fyrir
afturhlutann á þér, Ada. Hann er
á við tvö teppi.
Standið þið nú upp, sagði Mina
hressilega. Nú vil ég, að þið
standið í röð, með eins skrefs
millibili. Nú fer ég á undan. Svo
hlaupum við hægt í hring og
lyftum hnjánum vel. Tilbúnar?
Af stað! Horfið á mig og lyftið
hnjánum, eins og ég geri.
Passið þið að sparka ekki í
augun á sjálfum ykkur, sagði frú
Harrison.
Þær skokkuðu nú af stað og
gamli timburkofinn hristist og
nötraði miklu meir en hann hafði
nokkurntíma gert á ófrðartím-
um. Þær voru ekki komnar nema
tvo hringi þegar frú Ames hljóp
:zm
V.
©PIB ","l,ll /(,,
COPENHAGtN 't' U/,
COSPER.
— Það er einkennilegt, en mér finnst að það hafi kólnað.
út úr röðinni og sagði: Eg er að
springa. Þetta orkaði eins og
stöðvunarmerki á allar hinar og
þær hættu hlaupunum, blásandi
og másandi og með öndina í
hálsinum.
Mina lofaði þeim að blása mæð
inni andartak, en sagði síðan: Þá
förum við aftur af stað. Ef ein-
hver er þreytt, getur hún hætt.
Jæja þá! Eina æfingu enn!
Ekki handa mér. sagði frú
Ames. Eg er alveg sprungin.
Jæja. Hinar þá. Horfið á,
hvernig ég fer að og gerið æf-
inguna eins og ég.
Konurnar reyndu að gera æf-
inguna eftir Minu, án tillits til
þyngdar sinnar. Frú Harrison
var sú fyrsta, sem gafst upp. —
Hún fleygði sér á dýnuna og
hristist öll af hlátri. Guð minn
góður, Mina. Svei mér ef við
lítum ekki út eins og einhverjir
vitfirringar. Ef kallarnir okkar
sæju okkur, mundu þeir elta okk
ur með kolaskóflur í höndum.
Nina svaraði engu. Hún var
snögglega orðin áhugalaus og fór
næstum hjá sér. Hvern skrattann
er hægt að gera fyrir svona
manneskjur? spurði hún sjálfa
sig, en gætti þess samt vel að
láta ekki gremju sína koma í
ljós. Gott og vel, nú í fötin! Og
hver sem áhuga hefur, kemur
hingað á sama tíma í næstu viku.
Hún steig fimlega í víðu bux-
urnar gyrti sig beltinu, fór I
léreftsjakkann og kinkaði kolli
til hópsins. Yerið þið bless! Og
þakka ykkur fyrir, að þið kom-
uð.
Marilyn Monroe
eflir Maurice Zolotov . 13
arvanari en svona. Ana frænka
var spurð ráða og var ekki sein
á sér að gefa Marilyn eina þessa
handbók fyrir tilvonandi eigin-
konur. Marilyn las hana vand-'
lega og varð skelfd við allar þær
líffræðilegu flækjur og vanda-
mál, sem þar voru tekin til með-
ferðar. Hún sagði Grace frænku,
að hún væri hrædd um, að hún
yrði aldrei góð eiginkona. Sagð-
ist mundu verða of köld. En
Dougherty segir: „Hún hefði
ekki þurft að hafa áhyggjur af
því — hún var fullkomin brúðir
og fuilkomin eiginkona að öllu
leyti, nema hvað matargerðina
snerti.
Þau voru svo gefin saman
föstudaginn 19 júní 1942, klukk-
an hálf átta að kvöldi, heima hjá
hjónunum Chester Howell, en
þau voru vinafólk Dougherty-
hjónanna. Ana frænka var svara-
maður brúðarinnar. Á boðskort-
unum er Norma Jean kölluð
,,systurdóttir“ hennar, en vitan-
lega er það ekki nema skáldskap
ur. Meðan á athöfninni stóð,
titraði Norma Jean af hræðslu,
en til að sjá leit hún út eins og
draumsýn, í hvítum útsaumuð-
um kjól, sem Ana frænka hafði
saumað sjálf og Norma Jean átti
síðan í mörg ár eftir þetta. —
Einn sjónarvottur að athöfninni
segir, að hún hafi ekki fleygt
brúðar-blómvendinum, af því að
henni þótti svo vænt um hann,
heldur nafi hún tekið hann með
sér heim, til að „eiga hann að
eilífu“.
Eftir athöfnina fór Dougherty-
foiKio og iieii'i njon 1 næiur-
kiubb 1 ríollywood, til að horfa
þar á danssymngu. Meðan á syn-
ingunni stoð, var skorað a gest-
ina að koma upp á pailinn nja
hljomsveitinm og taka pátt i
conga-dansi Frú Dougherty, sem
var ofurutiö ör ai kampavinmu,
Vinnuflokkur frá útvarpsverksmiðjunni. Norma Jean í miðju.
stökk þangað og vaggaði mjöðm-
unum með hinu dansfólkinu. Þeg
ar hún kom aftur að borðinu,
var nýi eiginmaðurinn fokvond-
ur.
„Þú varst að leika apa“ sagði
hann.
„Seinna kom að henni að segja,
að það að vera gift Jim væri
eins og að vera lokuð inni í
dyragarði. Ef til vill hefur henni
dottið samlíkingin í hug, vegna
þess, nve oft hann líkti henni
við apa. Einnig má hugsa sér þá
skýringu. að hún hafi hugsað
sei sjalfa sig sem dýr, innilokað,
eiginmanmnum til skemmtunar.
Fru Dougherty var meinilla við
matarmaii, gólfþvott og uppþvott.
Pað var ekki annað en endur-
tekmng á munaðarleysingjahæl-
inu. Vinstúlkur hennar höfðu
stungið því að henni, að hjóna-
bandið gæti spillt öllum róman-
tískum möguleikum. Já, það var
ekki nema hverju orði sannara.
Karlmennirnir misstu áhugann á
frú Dougherty. Hún skrifaði
sjálf. „Það var eins og ég hefði
misst rósina, sem eg hafði milli
tannanna“.
Það var engin furða þótt svona
Lorelei leiddist. En það sem frú
Bovary var mörg ár að fram-
kvæma, því kom frú Dougherty
í kring á fáum mánuðum.
En meðan hún beið eftir, að
tæxifærin berðu að dyrum,
reyndi hún að vera samvizku-
söm eiginkona. Dougherty segir,
að hún hafi verið „dásamleg hús-
móðir og leti átti hún ekki til.
Hun stagaði sokka og festi á töl-
ur, eins og þaulvön húsmóðir".
Einhvernveginn finnst manni það
nú einkennileg sjón að hugsa sér
Marilyn Monroe sitjandi í litla
kofanum, sem var eitt herbergi,
raulandi glaðlegt lag og saum-
andi hvíta tölu á skyrtuna manns
ins síns. Þar á ég við, að það
væri einna svipaðast því að
hugsa sér Helenu fögru vera að
þvo sokkana af Menelausi sínum,
eða Kleópötru að þvo þilfarið á
skipinu sínu.
Hvaða draumar og þrár hafa
hreyft sig í brjósti konu hans,
mun Dougherty hafa álíka hug-
mynd um og dr. Bovary forðum.
Jim hélt, að hún væri ekkert
nema aðdáunin. Hún útbjó matar
pakka handa honum áður en
hann fór í vinnuna og ,,stakk
ástarbréfum inn á milli brauð-
sneiðanna. Þau voru afskaplega
innileg og ég hafði mikla ánægju
af að lesa þau á nóttunni. Ég
man eftir einu, sem svo hljóðaði:
„Elsku pabbi — þegar þú lest
þetta verð ég sofandi og að
dreyma um þig. Þúsund kossar.
Lilla“
Enda þótt Marilyn væri engin
Elizabeth Barrett Browning hvað
það snerti að telja vegi ástarinn-
ar, þá hefur þetta samt verið
gott ástarbréf til að þóknast
hverjum manni, ekki sízt þeim,
sem þekkir ekki föður-duldina
hjá ungum stúlkum.
Jim hefði átt að vera það ljóst,
fljótlega eftir giftinguna, að
hann hafði tekið að hjarta sér
loftanda, þokukennda og róman«
tíska veru — vatnadís. En hversu
margir okkar þekkja vatnadís,
þegar hún er undir sama þaki
og við sjálfir?
Einu sinni varð hún svo inni«
leg við Jim, að hún trúði honum
fyrir löngun sinni til að verða
Hollywoodstjarna. Hann hélt, að
hún væri orðin vitlaus. „Það eru
þúsundir stúlkna, sem geta sung-
ið, dansað og leikið", sagði hann,
„og þær ganga iðjulausar um
göturnar í Hollywood. Hefurðu
nokkra ástæðu til að halda, að
þér mundi anga betur en þeim?“
Hann gat bara hvorki séð þetta
né fundið. Skildi það ekki og
vildi ekki skilja það. Honum
þótti mjög vænt um Normu Jean,
og hann vildi eiga börn og konu,
sem gerði sér að góðu að staga
sokka og gera við skyrtur.