Morgunblaðið - 19.09.1962, Síða 4
MORGVNBLAÐ1Ð
Miðvikudagur 19. sept. 1962
Tveir unglr
reglusamir menn óska eftir
herbergi, helzt með sér
inngangi. Tilboð sendist
Mbl., merkt: „Reglusemi —
7891“.
Standset nýjar lóðir Pantið í síma 37168. Svavar F. Kjærnested.
Rauðamöl gott ofaníburðar- og upp- fyllingarefni. Vörubílastöðin Þróttur Símar 11471—11474.
Krepbuxur kvenna nýkomnar. Einnig buxur úr nylon Og prjónasilki í miklu úrvali. Húllsaumastofan Svalbarði 3, Hafnarfirði. Simi 51075.
4—6 herbergja íbúð óskast til leigu í Austur- bænum, helzt Laugarnes- hverfi. Tilboð sendist blað- inu fyrir föstudagskvöld, merkt: „22. — 7922“.
Til leigu 2 henb., eldhús og bað í Kópavogi fyrir barnlaust fólk. Fyrirframgr. nauðsyn leg. Tilb. sendist blaðinu fyrir föstudagskvöld merkt „Reglusemi — 7903“.
íbúð Ung barnlaus hjón óska eftir að taka á leigu 2ja til 3ja herb. íbúð. Fyrirfram- greiðsla, ef óskað er. Tilboð óskast sent Mbl. sem fyrst, merkt: ,,1. okt. — 7923“.
Verkstæðis- eða geymsluhúsnæði ná- lægt vestur-höfninni. Til leigu, stærð ca. 70 ferm. Tilboð merkt: „Vesturhöfn — 7924“, sendist á afgr. Mbl.
Léreftstuskur Kaupum hreinar og heil- legar léreftstuskur. Víkingsprent Hverfisgötu 78. Sími 12864.
íbúð 3ja herbergja íbúð óskast til leigu strax. Höskuldur Goði Karlsson Upplýsingar í síma 15004
íbúð óskast til leigu Þrennt í heimili. Uppl. í sima 10235.
Handlagin stúlka, sem hefur áhuga á að kynnast leirkerasmíði, óskast. Steinunm Marteinsdóttir Sími 34463.
Til sölu rafknúin Singer saumavél. Upplýsingar í síma. 23788.
Til leigu í eitt ár nýleg 4ra herb. íbúð í suðvesturbænum. Einhver fyrirframgreiðsla æskileg. Tilboð merkt: „1. október 7920“, sendist Mbl. fyrir föstudagskvöld.
Óska eftir vinnu við að keyra sendiferðabíl eða vörubíl. Tilboð sendist afgr. Mbl., merkt: „Strax 7910“.
f das er miðvikudagur 19. sept.
262. dagur ársins.
Árdegisflæði kl. 9:56.
Síðdegisflæði kl. 22:21.
Slysavarðstofan er opin allan sólar-
hrmgmn. — JLæknavörður J_.R. uynr
vítjanir) er á sama stað fra kL 18—8.
Simi 15030.
NEYÐARLÆRNIR — sími: 11510 —
frá kl. 1—5 e.h. alla virka daga nema
laugardaga.
Kópavogsapótek er opið alla virka
daga kl. 9,15—8, laugardaga frá kl
9:15—4, helgid. frá 1—4 e.h. Sími 23100
Sjúkrabifreið Hafnarfjarðar sími:
51336.
Holtsapótek, Garðsapótek og Apó-
tek Keflavíkur eru opin alla virka
daga kl. 9—7, laugardag frá kl. 9—4
og helgidaga frá kl. 1—4.
Næturvörður vikuna 15.-22. sept-
ember er i Vesturbæjar Apóteki
(Sunnudag í Apóteki Austurbæjar).
Næturlæknir í Hafnarfirði vikuna
15.-22. september er Jón Jóhannes-
son sími 50365.
I.O.O.F. = Ob. 1 P. = 144918 7
= Pstr. Hlr. Kpr.
I.O.O.F. 7 = 1449198V2 == F. r.
I.O.O.F. 9 = 1469208»2 =9 1.
FRETIIR
Orlofsnefnd húsmæðra hefir ákveð-
ið að gefa út minningarspjöld til efl-
ingar starfsemi sinni. í sumar hefir
nefndin haft mikið umleikis og hafa
margar húsmæður notið sumarleyfis
á vegum nefndarinnar. Fjárframlög
til starfseminnar koma frá ríki og bæ
en það fé hefir ekki reynst nægilegt
svo nefndinni er þörf meira fjár-
magns til þess að geta annast sum-
arleyfisdvöl enn fleiri húsmæðra.
Minningarspjöld þessi fást nú á
eftirtöldum stöðum.
Verzl. Aðalstræti 4,
— Rósa, Garðastræti 6,
— Halla t>órarinsf Vesturgötu 17,
—• Lundi, Sundlaugarvegi 12,
— Búrið, Hjallavegi 15,
— Miðstöðin, Njálsgötu 106,
— Tóledó, Ásgarði 22-24.
Einnig fást miningarspjöldin hjá
nefndarkonum orlofsnefndar þeim
frú Herdísi Ásgeirsdóttur Hávalla-
götu 9, frú Hallfríði Jónsdóttur
Brekkustíg 14B, frú Helgu Guðmunds
dóttur, Ásgarði 111, frú Sólveigu Jóh-
annsdóttur, Bólstaöahlíð 3, frú Ólöfu
Sigurðardóttur, Hringbraut 54 og frú
Kristínu Sigurðardóttur, Bjarkargötu
14.
Danski lífsspekingurinn Martinus
flytur erindi í Safnaðarheimilinu við
Sólheima kl. 8.30 í kvöld.
Frá Árnesingafélaginu í Reykjavík.
Af óviðráðanlegum orsökum hefur
drætti í happdrætti félagsins verið
frestað til 15. okt. næstkomandi.
Munið Hcimilissjóð taugaveiklaðra
barna. Skrifstofa Morgunblaðsins tek-
ur á móti framlögum. Einnig Geð-
verndardeild Heilsuverndarstöðvar-
innar og Skrifstofa biskups.
Biblían. í grein Snæbjarnar Jóns-
sonar í Morgunblaðinu í gær, um
Biblíuna neðst í 2. dálki á bls. 23,
hafa meinlega fallið úr nokkrar
línur. I>ar á að lesa:
Sá kafli er talsvert lærdómsríkur
eins og raunar alt efni bókarinnar,
og því máske tímabært að minna nú
á hann. Sjálf er bókin líka athyglis-
verð fyrir alla útgerð sína, sem er
einföld og íburðarlaus, og sannar
að það er ekki prjálið og mikillætið
sem gerir bækur fallegar.
Hér að framan hefir ekki verið
minnst á smáletursútgáfu Biblíunnar,
en við endurprentun hjer heima tók
hún svipuðum stakkaskiftum sem
stærri útgáfan. Erfitt er að sjá nokk-
ur þau rök er rjettlæti tilveru þess-
arar smærri útgáfu (o.s. frv.).
Markans
bóklesgrindur.
UM þessar mundir eru að
koma á markaðinn svokallað-
ar bóklesgrindur, ætlaðar
fólki til aukinna þæginda við
lestur í rúmi, stól og á borði.
Grindurnar framleiðir Sigurð-
nr Markan og verða þær tii
sölu í bóka- og ritfangaverpl-
unum og hjá framleiðamda.
Frá Náttúrulækningafélagi Reykja-
víkur. Matreiðslunámskeið verður
haldið á vegum Náttúrulækninga-
félags Reykjavíkur dagarta 20. til 23.
september næstkomandi í Miðbæjar-
barnaskólanum. Hefst það kl. 20.30
alla dagana. Verður það sýnikennsla
í matreiðslu grænmetis, bauna ávaxta
ogta, brauð og kökubakstri o.fl.
Kennari við námskeiðið verður frú
Þórunn Pálsdóttir húsmæðrakennari.
Þátttaka tiikynnist í skrifstofu fé-
lagsins Laufásvegi 2 sími 16371. Verða
þar veittar nánari upplýsingar. Éinn-
ig hjá Svövu Fells, sími 17520 og
Önnu Matthíasdóttur, sími 17322.
Minning^rspjöld Voðmúlastaðakap-
ellu í Rangárvallasýslu, sem Sigmund
ur Sveinsson lét reisa til minningar
um konu sína, fást 1 Skrifstofu bisk-
ups.
85 ára er í dag Elín Óladóttir
frá Akureyri. Hún er Eyfirðing-
ur að aett og réðist um tvítugs-
aldur að Möðruvöllum í Hörgár-
dal til Stefáns Stefánssonar sikóla
meistara og frú Steinunnar Frí-
mannsdóttur. Fluttist hún síðan
með þeim til Akureyrar. Að
Stefáni skólameistara látnuan
flutti Elín til Valtýs Stefánsson-
ar ritstjóra og hefur hún dval-
izt hjá honum og fjölskyldu hans
nær samfleytt í rúm 40 ár.
Elín Óladóttir er elskuleg
kona, barngóð og samivizkusöm,
trygg. og áreiðanleg. Hún nýtur
ástsældar þeirra, sem hafa
kynnzt henni og mannkostum
hennar. Hún ber aldur sinn vel,
les og fylgist með því, sem
gerizt. Vinir hennar óska henni
til hamingju með afmælisdag-
inn um leið og þeir þakka henni
fyrir liðinn tíma.
Nýlega voru gefin saman í
hjónaband af séra Sigurjóni
Árnasyni ungfrú Bára Ós-kars-
dóttir Akranesi og Guðmundur
Hjaltalín loftskeytamaður.
Nýlega opinberuðu trúlofun
sína ungfrú Sóldís Björnsdóttir
Langholtsvegi 6 og Svavar
Tjörvason, Keflavík.
Nýlega opinberuðu trúlofun
sína ungfrú Kolbrún Jónsdóttir
Lamgagerði 34 og Ólafur Pálsson
prentnemi, Rauðalæk 11.
Nýlega voru gefin saman i
hjónaband ungfrú Ragna Eínars-
dóttir og Viggó Jenssen starfs-
maður að Hvanneyri. Borgar-
firði. (Ljósm. Sudio Gests Lauf-
ásvegi 18).
Síðastliðinn laugardag voru
gefin saman í hjónaband í kap-
ellu Háskólans ungfrú Ragnheið-
ur Skúladóttir Keflavík og Sæv-
ar Helgason leikari Ytri-Njarð-
vík.
(Ljósm. Jón K. Sæmundsson
Tjarnargötu 10).
JÚMBÖ og SPORI
Teiknari: J. MORA
Stríðsdansinn varð æ villtari og
svitinn spratt fram á enni Júmbós.
Hvemig verða þeir að lokum fyrst
þeir eru strax orðríir svona æstir,
hugsaði Júmbó og leit á sjálfan sig
sem stærstu Indíánafórn allra tíma.
Skyndilega gaf höfðinginn merki
og dansinn hætti. Bræður mínir,
sagði hann, nú skulum við halda há-
tíð, og sá hvíti getur byrjað að undir-
búa sig undir raunirnar.
Nokkrir óðfúsir rauðskinnar hlupu
að Júmbó og færðu hann úr skónum.
Mig kitlar, hrópaði hann. Það er líka
einmitt ætlunin, sagði annar. Já, og
það á eftir að versna mikið, bætti
hinn illgirnislega við.
* X X-
GEISLI GEIMFARI
X- X- X-
Svikari í Vísindadeild Öryggis-
eftirlits jarðarinnar. Hver getur það
verið?
Maður, sem við þekkjum báðir,
Geisli, og okkur heiur hingað til
geðjast að.
Það er hinn ungi Rex Ordway,
ágætis bakteríufræðingur, en sam-
kvæmt upplýsingum frá herréttin-
um veitti hann einhverjum óþekkt-
um manni upplýsingar.
Upplýsingar, sem gætu komið
hverjum jarðarbúa í ógæfu, ef þær
lentu í röngum höndum.