Morgunblaðið - 19.09.1962, Page 12

Morgunblaðið - 19.09.1962, Page 12
12 MORCVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 19. sept. 1962 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvaemdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjóm: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. f lausasölu kr. 3.00 eintakið. SVONA FÓR UM SJÓFERÐ ÞÁ A Har líkur benda nú til þess •** að hin svonefndu „Sam- tök hemámsandstæðinga" — eða öðru nafni Brúsastaða- hreyfingin sé nú að syngja sitt síðasta vers. Fer hún þá eins og fyrri „gegn-her-í- landi“-hreyfingar. Og er það mál manna, að farið hafi fé betra. í þetta skipti, eins og hin fyrri, hverfa líka af sjónar- sviðinu nokkrir gegnir menn, sem svo einfaldir hafa verið að láta kommúnista nota sig og nöfn sín, þar til þeir voru orðnir að athlægi og komm- únistar töldu nytsemi þeirra lokið. — Kommúnistar hafa sjálfir lýst sem einhverjum allra skemmtilegasta þætti í baráttu sinni að hagnýta slíka einfeldninga og láta þá halda að þeir væru mjög mikilvægir, en í sinn hóp tala kommúnistar um þá sem „skotspæni fyrirlitningarinn- ar“. Brúsastaðahreyfingin bar banameinið í sér frá upp- hafi. Til hennar var stofnað að undirlagi erindreka heims kommúnismans samkvæmt boðum frá Kreml. Þaðan var henni líka stjórnað og hinn geysilegi kostnaður var greiddur af Rússum. Samt átti þessi fylking að hafa ís- lenzkt yfirbragð út á við. 1 sjálfri nafngiftinni var þó á það reynt hvort hinir nytsömu sakleysingjar væru svo þægir viðskiptis, að þeir væru fúsir til að falsa ís- lenzk hugtök, að níðast á sjálfri tungunni, sem þeir þó þóttust ætla að verja. Þeir féllu í þá freistni, og komm- únistar gerðu með þá nýjar tilraunir unz yfir lauk. En þegar ein samtök eru uppbyggð af svikum og stjómað með undirferli, stefna að einu marki, en þykjast þjóna öðru, þá hlýt- ur illa að fara, því að upp koma svik um síðir. Skilningur íslendinga á nauðsyn vestrænnar sam- vinnu og trúin á vestræna menningu og lýðræðishug- sjónir er líka svo rík að til- raunir erlendra manna til að svipta okkur þessum helg- ustu verðmætum hljóta að mistakast, jafnvei þótt þær séu gerðar af fláræði. KJÖR RÍKIS- STARFSMANNA k síðasta Alþingi voru sem kunnugt er samþykkt lög um launakjör opinberra starfsmanna, þar sem ákveð- ið er að kjaradómur skuli hafa æðsta úrskurðarvald. Jafnframt var gert ráð fyrir því að Bandalag starfsmanna ríkis og bæja gæti krafizt launahækkana ríkisstarfs- manna, ef almennar og veru- legar kauphækkanir yrðu, þar til kjaraákvæðin sam- kvæmt lögunum tækju gildi. Nú hefur náðst samkomu- lag um það að ríkisstarfs- menn fái 7% launahækkun auk þeirra 4% hækkunar, sem þeir fengu 1. júní sl. Er hér um réttlætismál að ræða, þar sem flestar stéttir hafa þegar fengið meiri kaup- hækkanir en þær, sem sjálf- krafa komu 1. júní. Auðvitað er það nauðsyn- legt að opinberum starfs- mönnum sé borgað svo hátt kaup að til hinna mikilvæg- ustu starfa veljist hæfir menn, en menn þurfi ekki að hrekjast frá embættisstörf- um, vegna þess að þeim séu ekki boðin nægilega góð kjör. An efa var það happa- drjúgt spor, þegar ákveðið var að kjaradómur skyldi settur á laggirnar, og hann mun vafalaust tryggja opin- berum starfsmönnum sann- gjörn laun, en á meðan beðið er eftir því að hann taki til starfa er eðlilegt að ríkis- starfsmenn fái sambærilegar launahækkanir og aðrir. FRAMSÓKN í FÝLU IT'ramsóknarmenn eru skelfi- *• lega fýldir yfir því að samkomulag skyldi nást milli neytenda og framleiðenda um verðlagningu landbúnað- arafurða. Þeir höfðu sagt bandamönnum sínum í Kommúnistaflokknum að nú væru skemmtilegir tímar fram undan. Þeim mundi takast að efna til sölustöðv- unar á landbúnaðarafurðum og samhliða ættu kommún- istar að efna til allsherjar- verkfalla. Arangurinn af þessum að- gerðum átti að verða herjans mikil upplausn í þjóðfélag- inu, sem leiða mundi til þess að viðreisn efnahagsins færi út um þúfur og Viðreisnar- stjórnin yrði að biðjast lausn- ar. Þessi síðasta von Fram- sóknarmanna um það að þeir fengju kollvarpað Viðreisnar MENN eru farnir að fljúga um himingeiminn með ýms- um hætti. Hér sjáum við einn kappann fljúga í svo- kölluðum „Fallhlífasleða“. — Maðurinn er Milton O. Thomp son, reynsluflugmaður hjá bandarísku geimvísindastofn- uninni. Myndin var tekin daginn, sem sleðinn var sýnd- ur opinberlega í Edwards- flugstöðinni í Kaliforníu í fyrsta sinn. Hann var dreg- inn á loft af flugvél en sleppt í sex þúsund feta hæð. Það tók Thompson 3 mínútur og 44 sekúndur að renna til jarðar aftur. — í framtíð- inni er fyrirhugað, að þessi tæki verði notuð til þess að flytja til jarðar hylki geim- fara eftir geimferðir þeirra, í stað fallhlífanna, sem nú eru notaðar. Borótto gegn kommúnistiiin liðor í stefnuskró Nixons Okland, Kaliforniu 13. sept. (NTB—AP). RICHARD Nixon fyrrv. varafor- seti Bandaríkjanna hóf í gær kosningabaráttu sína fyrir fylk- isstjórakosningamar í Kaliforniu stjóminni reyndist líka tál- von. Þess vegna eru þeir gramir og sárir eins og krakki, sem skipað er að láta af bjánahætti. nú í haust. Frambjóðandi repú- blíkana í kosningunum verður nú verandi fylkisstjóri Kaliforníu Edmund Brown. í ræðu, sem Nixon hélt í Okland í dag, sakaði hann Brown um, að hafa ekki barizt gegn undirróðursstarfsemi kommún- ista í Kaliforníu. Kvað Nixon Brown skorta hæfileika til þessa. Sagði Nixon hinsvegar, að hann myndi grípa til aðgerða gegn kommúnistum í fylkinu, ef hann næði kjörL f SUMAR hefur fjallaþorpið Produit í Sviss nær gersam- lega eyðilagzt af eldi. Hefur tvisvar orðið þar stórbrunL í fyrra skiptið 17. júlí sl. — en þá brann til grunna þriðj- ungur allra bygginga í þorp- inu — og hinn síðari 13. september. Þá var meðfylgj- andi mynd tekin af nokkrum þorpsbúum að horfa á, þar sem verið er að sprauia vatni á brunarústirnar úr flugvél, sem annars er notuð til bjargar hætt komnum fjallgöngumönnum. f brun- anum á fimmtudag eyðilagð- ist helmingur þeirra bygg- inga, sem eftir voru og hafa alls 150 manns misst þarna heimili sín á tæpum tveim mánuðum. Ekki hefur tekizt að upplýsa orsakir brunanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.