Morgunblaðið - 01.11.1962, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 01.11.1962, Qupperneq 3
Fimmtudagur 1. nóvember 1962 MOR.GÍ ts b l aðið 3 Hvernig verður ástandið í sjúkrahúsum borgarinnar? — ef læknar mæta ekki til starfa — Yfirlæknar greina frá ástandinu KLUKKAN 12 á miðnætti í gærkvöldi rann út uppsagn- arfrestur 31 sjúkrahúslæknis í Reykjavík, sem sagt hafa upp starfi hver fyrir sigr. 25 læknar sögðu upp á Land- spítalanum og stofnunum hans, 5 á Bæjarsjúkrahúsinu og einn á Sjúkrahúsi Hvíta- bandsins. Er þetta var ritað um kl. 9 í gærkvöldi voru allar horfur á því að fyrr- greindir læknar myndu ekki „mæta til starfa í dag“, eins og einn þeirra komst að orði við fréttamann blaðsins. Er því fyrirsjáanlegt að vand- ræðaástand er yfirvofandi á þessum sjúkrahúsum, en þess skal getið að deila þessi nær ekki til Landakotsspítala, sem starfar áfram eins og verið hefur. Fréttamenn blaðsins fóru í stutta heimsókn á Landsspítal ann um sjöleytið í gærkvöldi til þess að ræða við lækna um fyrirætlanir þeirra o.fl. Flestir sjúkrahúslæknanna reka lækningastofur jafnframt störfum sínum á sjúkrahúsun- um, og starfa þar að sjálf- sögðu áfram (sjá ' ennfremur greinargerð. Læknafélags Rvíkur á öðrum stað í blað- inu). Valtýr Bjarnason, læknir, en sérgrein hans er svæfingar og deyfingar, var í þann veg að ljúka störfum, e.t.v. í síðasta sinn á Landsspítalanum, er fréttamenn bar að garði. Bkki kvaðst hann geta saigt neitt ákveðið um framitíðará- form sín, en gat þess að sér hefði boðizt vinna við Freder iksborg hospital í Kaupmanna höfn. „En hinsvegar langar mann ekki að fara út,“ sagði hann. Valtýr sagði að hann hef ði einnig sagt upp stöðu sinni sem forstöðumað- ur Blóðbankans, en hann var eini læknirinn starfandi vdð bánkann. í herbergi í álrnu Lands- spítalans voru roargir þeirra lækna, sem sagt hafa upp stöð um sínum, saman komnir á ráðstefnu. Óskuðu fréttamenn þess, að þeim yrði leyft að taka mynd af fundinum, og ræddu læknarnir það sín á milli. Niðurstaðan varð sú, að þar sem þetta væri ekki form- legur fundur, vildu læknarn- ir ekki gefa samþykki sitt til myndatökunnar. Fréttamaður biaðsins náði sem snöggvast tali af Árna Björnssyni, en hann er sér- fræðingur í plastik skurðlækn ingum, hinn eini á landinu. Kvaðst Árni ekki geta sagt neitt um áform sín. Hann mundi halda áfram rekstri Valtýr Bjarnason, læknir, við svæfingatæki í Landsspítalan- um í gær, um það leyti að hann lauk vinnu, e.t.v. í síð- asta sinn á sjúkrahúsinu. lækningastofu sinnar, en ekki kvaðst Árni hafa aðstöðu þar tdl þess að framkvæma plastiskar skurðaðgerðir. Bkki reyndist unnt að ná tali af fleiri læknum að þessu sinni. Mbl. sneri sér í gærkvöldi til hinna ýmsu yfirlækna til þess að spyrja þá um hvernig ástandið yrði á deildum þeirra ef þeir læknar, sem sagt hafa upp, mættu ekki til starfa í dag. Sigurður Samúelsson, pró- fessor, yfirlæknir lyflæknis- deildar Landsspítalans, sagði að fjórir læknar hefðu sagt • upp í deildinni, allt sérfræð- ingar. Námskandidatar verða eftir, en þeir mega aðeins vinna undir eftirliti læknis, og er Sigurður eini læknirinn, sem eftir verður á deildinni, en þar liggja 57 sjúklingar. Snorri Hallgrímsson, pró- fessor, yfirlæknir skurðlækn- isdeildar, sagði að fimm lækn (Ljósm. Mbl.: Sv. Þorm.) ar hefðu sagt upp í deildinni, tveir svæfingalæknar og þrír skurðlæknar. Eftir verða að- eins prófessor Snorri og Hjalti Þórarinsson. Sjúklingar eru 70 á deildinni, sem einnig annazt allar skurðaðgerðir barnadeildarinnar. Kristbjörn Tryggvason, yfir- læknir barnadeildar Lands- spítalans, sagði að þrír lækn- ar hefðu sagt upp í deildinni, sérfræðingar og menn í sér- fræðinámi. Er Kristbjörn eini læknirinn, sem eftir verður, og á deildinni ér enginn kandi dat. Dr. Gísli Fr. Petersen, yfir- læknir röntgendeildar Lands- spítalans, sagði að fjórir sér- fræðingar hefðu sagt upp í deildinni. Verður dr. Gísli einn eftir, og á deildinni er enginn kandidat. Dr. Gísli sagði að ekki yrði hægt að véita þá þjónustu, sem venju leg væri, ef læknarnir hættu störfum. Mundi þetta einfcum koma niður á þjónustu við Um 5 þús. manns víð útför IVfattei utanbæjarsjúklinga. En í ein stök, brýn verkefni yrði sér- fræðingur kvaddur til aðstoð ar. Pétur Jakobsson, yfirlæknir fæðingadeildarinnar, sagði að tveir sérfræðingár hefðu sa-gt þar upp Eftir yrði hann sjálfur og María Halligríms- dóttir. 2—3 kandidatar verða á deildinni. Pétur sagði að ef með þyrfti væri hægt að kveðja sérfræðinga til aðstoð ar. Um 60 sængurkonur og sjúiklingar eru á fæðin-gadeild inni og kvensjúkdómadeild. Haukur Kristjánsson, yfir- læknir á Slysavarðstofunni sa-gði að tveir læknar hefðu sagt upp þar, og væri annar þeirra sérfræðingur í skurð- lækningum. Verður Haukur einn eftir á Slysavarðstofunni ásamt þremur kandidötum. Haúkur kvað útilokað að Slysa varöstofan gæti veitt þá þjón ustu, sem hún hefur veitt til þessa, ef ekki rættist úr. Kvað hann slysavarðstofuna hafa sent út tilíkynningu þess efnis að hún gæti þá aðeins sinnt aðkallandi slysatilfellum. Niels Dungal, pró-fessor, for stöðum^ður rannsóknarstof- unnar við Barónsstíg, sagði að sex sérfróðir læknar hefðu sagt upp þar. Verður prófess- or Dungal einn eftir á rann- sóknarstofunum. Prófessor Dungal sagði að ef læknar mættu ekki myndi starfsem-i rannsóknarstofunnar larnast, og aðeins yrði hægt að sinna því, sem mest væri aðkall- andi. Rannsóknarstofan fengi ekki aðeins sýnis-horn tit rannsókna frá Landsspítal- anum heldur einnig frá lækn um hvaðanæv-a að af landinu. Kristinn Björnsson, yfir- læknir Sjúkrahúss Hvíta bandsins, sagði að einn lækn ir hefði sagt upp þar. Væri það svæfingalæknirinn, hinn eini, sem sjúkrahúsið hefði, en það starfar nú aðeins að skurðlækningum. Kristinn sagði að þetta skapaði erfiða að- stöðu, einkum nú í vikunni er sjúkrahúsið hefði slysavakt, og yrði svæfingalæ-knirinn ó- hjákvæmilega að vinna þessa viku þar eð enginn gæti kom- ið í hans stað. Sagði Óskar að upp úr þessu myndi starf- semi sjúkrahússins takmark- ast við það, sem ekki yrði skotið á frest. 43 sjúklingar eru þar. Yfirlæknir Bæjarsjúkrahúss ins gaf Mbl. þær upplýsingar að þar hefðu 5 aðstoðarlækn- ar sagt upp. Eftir er þá að- eins yfirlæknirinn og 3 kandi- datar Eins og sjá má af þessum upplýsingum yfirlæknanna mun hið alvarlegasta ástand skapast í sjúkrahúsunum mæti læknar ekki til starfa. Á því virtust ekki horfur í gærkvö-ldi, hvað svo, sem ger- ast kann í dag. Róm, 30 okt. — AP. I DAG fór fram í Feneyjum útför ítalska olíukóngslns Enrlco Matt- ei, sem fórst í flugvél slnni síðast- liðinn laugardag. Meðal við- staddra við útförina voru for- ceti Ítalíu, Antonio Segni, Amin tore Fantani forsætisráðherra og aðrir ítalskir ráðherrar, sendi herrar erlendra ríkja og forystu menn í ítölsku viðskiptalífi. Krupu þeir við líkpallinn í kirkj unni, sem er viðhafnarmikil í Barok-stíL Geysilegur mannfjöldi var við útförina, sem fram fór á kostnað ríkisins. Munu nálægt fimm þús- und manns hafa safnazt saman á torginu fyrir framan kirkjuna, sem var þéttsetin. Arrigo Pinton- ello, erkibiskup, jarðsöng. TogarasöSur I GÆR lönduðu tveir togarar I Þýzkalandi og einn í Bretlandi og á mánudaginn einn í Þýzkalandi Harðbakur seldi í Grimsby 114,5 lestir fyrir 969-6 £, Askur í Brem erhaven 85 lestir fyrir 62470 DM og Þorsteinn Ingólfsson í Cux- haven 125,6 lestir fyrir 87000 DM og Marz í Þýzkalandi fyrir um 91000 DM. SMSTEINAH Efling háskóHans þjóðarnauðsyn Sú yfirlýsing Ármanns Snas* varrs háskólarektors við setn- ingu háskólans um sl. helgi, að nú hefði — í fyrsta sinn um áratuga skeið — verið teknar til greina allar óskir háskólans um fjárframlög hefur vakið verð- skuldaða athygli. Þessi stað- reynd sýnir, svo ekki verður um villzt, að núverandi ríkisstjórn hefur- fullan skilning á hinni ó- metanlegu þýðingu þessarar æðstu menntastofnunar þjóðar- innar fyrir heill hins íslenzka þjóðfélags í nútíð og framtíð. En hún er líka vottur um. annað. Auðvitað dettur engum í hug a ðhalda því fram, að engin þeirra ríkisstjórna, sem áður hafa verið við völd hér á landi, hafi ekki metið að verðleikum starf Háskóla fslands og þýðingn þess, og af þeim sökum ekki veitt það fé til skólans, sem hann hefur þurft á að halda. Hitt hef- ur vafalaust valdið þar meiru um, að fjá.rhagur ríkissjóðs hef- ur sjaldnast verið með þeim hætti, að unnt væri að mæta til fulls öllum þeim óskunr., sem fram hafa verið bornar, enda þótt fullur vilji á því væri jafn- vel fyrir Iiendi. En nú er þetta hægt bæði vegna góðs skilnings ríkisstjórnarinnar á málefnum háskólans — og ekki síður — vegna blómlegrar afkomu ríkis- sjóðs. En þrátt fyrir það, að óskum háskólans um fjárframlög hafi að þessu sinni verið sinnt að fullu, getur þó engum dulizt, að þvi fer enn víðs fjarri, að há- skólanum hafi verið búin sú að- staða sem hann þarf að hafa til þess að geta gegnt á viðunandi hátt hlutverki sínu sem æðsta menntastofnun þjóðarinnar. Til þess að svo geti orðið, þarf enn á næstu á.rum að auka m.jög stuðning ríkisvaldsins við skól- ann. I»að eru ekki aðeins hags- munir þeirra, sem nám stunda við skólann hverju sinni, að að- staða þar til menntunar sé sem ful'komnust, heldur eru það jafnframt ótvíræðir hagsmunir alls vísinda- og menntunarstarfs í landinu og þar með þjóðar- innar allrar. Rökrétt niðurstaða Viðburðir síðustu daga í af- þjóðamálum hafa vakið athygli manna á því, hve skjótt getur skipazt veður í lofti og heimur- inn komizt á nöf heimsstyrjald- ar í einu vetfangi. f álvktun heirri, sem. félagsfundur Heim- dallar, F.U.S., sendi frá sér í fyrrakvöld, er vissulega vikið að þeim hætti hessara mála. sem nú er þýðingarmikið, að við fs- Iendiovar lee-p-Ium hvað mesta áherzlu á næstu árin. Þar segir m.a.: „Fundurinn lítur svo á, að at- burðirnir við Kúbu að undan- förnu, hafi greinilega leitt í ljós, að friðurinn í heiminum er mjög ótryggur og lítið megi út af bera, svo að ekki hljótist stórá.tök af. f þvi samhandi vill fundurinn vekja athygli á þeirri ábyrgð, sem hvílir á stjórnarvöldunum, að gerðar séu allar nauðsynleg- ar ráðstafanir til bess að vernda svo sem kostur er, líf og öryggi landsmanna, ef til styrjaldar kemur. Telur fundurinn brýna nauðsyn bera til þess, að frunv varp það um almannavarnir, sem liggur fyrir Alhingi verði samþykkt hið fyrsta og fram- kvæmdum við almannavarnir verði hraðað svo sem verða má“. r

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.