Morgunblaðið - 01.11.1962, Side 8
8
MORCINBLAÐ1Ð
Fimmtudagur 1. nóvemb'er 1962
Alþingi
Framh. af bls. 1
Angi af almennri
kaupgjaldsbaráttu
Lúðvík Jósefsson (K) kvað
ekki um það að villast, að lækn-
arnir hefðu sagt
upp sínum
störfum og ekki
þætti vænlegt að
knýja fram
dóma á síðustu
stundu. Jafn-
framt beiiti hann
á, að þessi deila
stæði ekki ein út
af fyrir sig, held
ur væri hún angi af almennri
kaupgjaldsbaráttu í laridinu.
Alfreð Gíslason (K) kvað hafa
komið fram í ræðu dómsmálaráð-
herra, að engar ráðstafanir hefðu
verið gerðar til að mæta þeim
erfiðleikum, er yfir spítalanna
dyndu. Hér væri um að ræða
störf, sem kanske væru hin mikil
vægustu í heilbrigðisstjórninni
og ríkisstjórninni hefði því borið
að hugsa sitt ráð og gera sínar
ráðstafanir. Af 60 starfandi lækn
um hefðu rúmlega 30 sagt upp
sem einstaklingar, af því að þeir
voru óánægðir með kjörin, og dr.
Friðrik Einarsson læknir segði,
að sér hefði verið haldið í nauð-
ungarvinnu í þrjá mánuði. Síðan
hefði ríkisstjórnin farið inn á þá
braut, sem væri enn vafasamari
lögfræðilega, að setja málið fyrir
félá|sdóm. Kvaðst AG að vísu
ekki lögfróður né dómbær um
þau efni, en teldi persónulega, að
þar hefði verið gengið of langt.
Spurði hann síðan, hví stöður
læknanna hefðu ekki verið aug-
lýstar, svo sem lög gerðu ráð
fyrir. Ekki væri deilt um fasta-
laun, heldur um laun fyrir auka-
vinnu, kvöld-, nætur- og helgi-
dagavinnu og taldi, að unnt
mundi verða að fá læknana til að
halda áfram störfum, — hér væri
því eingöngu um sök ríkisstjórn-
arinnar að ræða.
Hvort um sérstöðu er að
ræða eða ekki
Bjarni Benediktsson dómsmála
ráðherra kvað sannast að segja
engum til góðs, að harðar deilur
væru teknar xtpp um málstað
læknanna. Kvaðst hann út af
fyrir sig vita, að „við höfum allir
samúð með þeirra erfiða og
vandasama starfi og engan okk-
ar fýsir að halla á þá eða gera
þeim rangt til að einu eða öðru
leyti, alveg eins og ég veit, að
allir þingmenn vilja leggja lið
sitt að því, eins og ríkisstjórnin,
að nauðsynlegri sjúkrahjálp og
þjónustu sé haldið uppi, ekki að-
eins í spítölum landsins, heldur
við alla landsmenn.
En málið er ekki svo einfalt,
að það verði leyst með þessum
tilgreiningum einum, því að það
er alveg rétt, sem Lúðvík Jósefs-
son sagði, að þetta mál er aðeins
einn hluti, einn angi af almenn-
um kaupkröfum í landinu. Nú er
það að vísu svo, að Alfreð Gísla-
son vildi halda allt öðru fram, og
studdist þar við m. a. grein eftir
ágætan lækni, Friðrik Einarsson,
sem birzt hefur í blöðunum í
morgun. Og læknarnir halda því
einmitt fram, að þeirra kröfur
séu alveg óskyldar og annars
eðlis heldur en almennar kaup-
kröfur í Iandinu. Ríkisstj. kemst
ekki hjá því að skoða málið í
því Ijósi, sem L. J. varpaði á það.
Hvernig málið verður skoðað
af öðrum launþegum
Það er ekki einungis -um að
ræða hugmyndir eða vilja lækn-
anna sjálfra, jafnvel ekki heldur
samanlagðar hugmyndir lækn-
anna og ríkisstj. og Alþingis,
heldur, hvernig þetta mál verður
skoðað af öðrum launþegum og
þá sérstaklega og ekki sízt af
þeim samtökum, sem læknarnir
eru þátttakendur í, af Bandalagi
starfsmanna ríkis og bæja, hvort
þeir telja, að þarna sé um að
ræða mál, sem hafi algjöra sér-
stöðu og sé hægt að leysa í því
ljósi eða mól, sem eins og L. J.
sagði, sem aðeins er einn angi af
almennum kaupkröfum í landinu
og þar með af kjarabaráttu starfs
manna ríkis og bæja.
En meginvandinn er sá, að af
hálfu ríkisstj. er litið þannig á,
a. m. k. með nokkrum rökum, að
uppsagnirnar séu ekki löglegar og
til þess að hníga ýmiss rök. Og
þessu var haldið fram gagnvart
læknunum strax við fyrsta tæki-
færi í apríl í vor, þegar málið
fyrst kom undir úrskurð ríkisstj.
eftir þeirra uppsögn.
Lögin frá 1915
Ástæðan til þess, að þá var lit-
ið þannig á, að uppsagnir væru
ekki löglegar, er sú, að enn eru í
gildi lögin, sem banna verkfall
opinberra starfsmanna, lög, sem
hafa verið í gildi frá 1915, lög,
sem gerð hefur verið tilraun til
að fá felld úr gildi en engin rík-
isstj. hefur viljað beita sér fyrir
að fella úr gildi og Alþingi aldrei
viljað samþykkja, að íella skyldi
úr gildi. Eftir þessum lögum eru
verkföll opinberra starfsmanna
Óheimil og eftir þeim skýringum,
sem fræðimenn, bæði íslenzkir
Oig erlendir, hafa gefið á hugtak-
inu ,,verkfall“, þá er það a.m.k.
skoðun margira, sem iþetta mál
hafa athugað, að hér sé um að
ræða verkfall af hálfu læknanna.
Ég veit, að þeir halda því fram,
að þetta sé ekki verkfall, þetta
séu einstaklingsuppsagnir. En ég
þori að fullyrða, að eftir skýring
um eins og ég segi fremstu fræði
manna, verður trauðla hjá því
komízt að líta á uppsagnirnar
sem verkfall. Þess vegna hafa
þær að mínu viti frá fyrstu tíð
verið ákaflega hæpnar. Um þetta
var gerður fyrirvari af hálfu rík-
isstj. strax í upphafi og læknun-
um á þetta bent.
Hins vegar vil ég nota þetta
tækifæri til þess að lýsa yfir
því, að þó að lögin um verkfall
Opinberra sarfsmanna að mín-u
viti gildi í þessu tilfelli, þá hef
ég ekki talið rétt að viðhafa þá
aðferð gagnvart læknunum að
kæra þá fyrir þær sakir. Og það
er einfaldlega veg-na þess að ég
hef litið þanni-g á, að sjúkr-ahús
landsins yrðu ekki rekin með
því að knýja lækna til þess að
starfa þar að viðlagðri refsin-gu,
hvort sem það væru sektir eða
fangelsi. Hér er um slíkt trún-
aðarstarf að ræða, trúnaðarsam-
band milli lækna op þeirra sjúkl
inga, að ég tel, að það mundi
ve-rulega skerðast og lenda í
hættu, ef læknarnir fengjust
ekki til þess að gegna sínu starfi
með öðru móti heldur en því, að
ella yrði b-eitt við þá refsingu.
Stjórn BSRB
vísaði málinu til
úrskurðar félagsdóms.
En málið er sem sagt ekki leyst
með því, þótt ríkisstj. taki þá
ákvörðun að kæra læknana ekki,
vegna þess að einmitt á síðasta
vori setti Alþingi ný lög um
kaup og kjör opin-berra starfs-
manna, lög, sem allur þingheim-
u-r var sammála í meginatriðu-m
og lög, sem sett voru í samkomu
lagi við heildarsamtök starfs-
manna ríkis og bæja. Og í þess-
um lögum eru alveg skýr ákvæði
um það, hvernig eigi að fara um
ágreining, bæði um sjálf-t kaupið
og eins kjör hinna opinberu
starfsmanna, ef ágreiningur kem-
ur upp um það. Vegna þess að
ríkisstj. taldi, að deilan hlyti að
komast un-dir þessi lög eða a.m.k.
væru svo miklar líkur til þess,
að hún gæti komizt undir þau
lög, þá leitaði ríkisstj. álits Sam-
bands starfsmanna ríkis og bæja
um þetta mál. En sambandið
svaraði aftu-r með því að segja,
að það vildi ekki taka afstöðu
til þess, hvort málið heyrði undir
sig eða ekki, vegna þess að öðr-
um aðila en því sjálfu væri feng-
ið fullnaðarúr-skurðarvald um
þetta efni. Eg bið menn að af-
saka, að ég hef ekki bréfin fy-rir
mér, af því að mér hafði ekki
verið skýrt frá því, að vo-n væri
á þessum umr., en ég hygg, að
ég reki efni bréfsins rétt. Ég
verð þá leiðréttur, ef mér hefur
skotizt eittlhvað í því. En á þenn
an veg vísaði Bandalagið málinu
beint til úrskurðar félagsdóms á
þann veg, að það sagði, að það
væri enginn annar en félagsdóm
ur. sem gæti kveðið á um það,
hvort þessi deila væri þess eðlis,
að ríkinu bæri að hafa um hana
samninga við Bandalag starfs-
manna ríkis og bæja og eftir at-
vikum einstök félög þess eðá
hvort þarna væri um að ræða
mál, sem varðaði einstaklingana
ei-na. Þannig lítur bandalagið
sjálft á þetta efni, og ef ríkisstj.
'h-efði að fenginni þessari yfirlýs-
ingu tekið upp samninga við iþá
einstaklinga, sem hér er um að
ræða, lá ríkisstj. varnarlaus fyrir
þeirri á-sökun af hálfu Bandalags
ins eða einstakra meðlima þess,
að hún væri að rjúfa við það
gerða samninga á sl. vori.
Úrskurður félagsdóms
nauðsynleg forsenda.
Svona horfir þetta málið við.
Og þess vegna er það alveg nauð
-synleg forsenda fyrir lausn máls
ins, að úrskurður félagsdóms fá-
ist Persónulega tel ég, að málið
heyri undir félagsdóm, og ég
segi það ei-nnig sem mina per-
sónulegu skoðun, að ég tel, að
upj>sagnir læknanna og þar með
brottför þeirr-a frá starfi fái ekki
staðizt eftir lögunum, sem sett
voru í vor um kaup og kjör
sarfsmanna ríkisins. Mér dettur
ekki í hug að halda því fram, að
það þurfi endilega að vera rétt,
sem ég held fram í þessu. Ég
veit, að ýmsir góðir lögfræðingar
telja, að málið heyri ekki undir
félagsdóm og jafnvel er þvi hald-
ið fram, sem er þó enn þá hæpn-
ara, að uppsögnin sé heirnil, bæði'
samk-v. lögunum frá því í vor
og samkv. lögunum frá 1915. En
eins og málið horfir, þá er al-veg
nauðsynlegt að fá úr þessu skor-
ið, og það er engin kúgunarráð-
stöfun gagnvart lælknunum að fá
úr þessum réttarágreiningi skor-
ið. Ég lýsti því þvert á rnóti yfir,
að ef sú ve-rður niðurstaðan, að
málinu verði visað frá félags-
dómi og það verði staðfest af
hæstarétti, að málið heyri þar
ekki undir eða ef félagsdóimur
dæmir þannig í málinu, að upp-
sögnin sé samkv. þeim lágaboð-
um, sem félagsdómur er bær að
dæma um, lögleg, þá m-un ég
ekki leggja til, að málið verði
sótt samkv. lögunum frá 1915
vegna þess að ég vil ekki, að
málið sé sótt af offorsi eða á
þamn veg, að læknarnir hafi
nokíkra ástæðu til þess að segja,
að þá eigi að beita kúgun. Þeir
eiga ekki skilið neina kúgun.
Þeir vinna slíkt starf, að við ei-g
um öll r.ð kunna að meta það og
þakka, en þeir verða einnig, eins
og aðrir landsmenn, að una því,
að skörið sé úr, hvort alveg ný-
legir samningar milli þess Banda
lags, sem þeir eru aðilar að og
nýleg lög, sem sett voru um
þessi efni, gildi um þá eða þeir
séu lausir við þau rök. Og ég vil
í lengstu lög treysta því, að lækn
arnir fáist til þess að bíða með
brottför sína af spítalanum þann
tíma, sem þarf til þess að úr
þessu fáist skorið. Okkur er það
öllu-m ljóst, að ef þeir vinna það
mál, þá verður þeirra aðstaða,
réttaraðstaða mikl-u sterkari en
ella. En siðferðisleg aðstáða
þeirra verður miklu sterkari en
ella, ef þeir vilja bíða með sínar
aðgerðir, þangað til þessi dóm-ur
er fallinn og réttarástandið er
ljóst. Ef m-álið aftur á móti geng
ur á móti þeim, þá v-erða þeir að
sætta sig við það eins og aðrir
að una landsins lögum, ög una
því, að þeirra mál verði afgreitt,
annaðhvort í samræmi við þær
reglur, sem þinghei-mur sam-
þykkti með yfirgnæfandi meiri
hluta eða samhljóða h-ér á s.l.
vori og þeirra samtök þá voru
aðili að, eins og aðrir starfsmenn
hafa sætt sig við, að þeirra mál
verði afgreidd eftir, eða þá að
samningar verði teknir upp við
þá á þeirrr réttargrundvelli, sem
þá er úrskurðað að lig-gi fyrir,
-en þá vitanlega í samráði við og
-eftir atvikum með milligöngu
réttra aðila innan Bandalags
s-tarfsmanna ríkis og bæja.
Þriggja mánaða framlenging
uppsagnarfrests
Er dómsmálaráðherra hafði
lokið ræðu sin-ni, kvaddi Lúðvík
Jósefsson sér enn hljóðs, en for-
seti, Friðjón Skarphéðinsson,
•kvað þingmann þegar hafa talað
tvisvar, og taldi, -að ekki mundi
þykja við hæfi, að þin-gmenn
’hefðu meiri rétt, er þeir töluðu
utan dagskrár heldur en þegar
þeir bæru fra-m fyrirspurnir eft-
ir þingsköp-um,
Alfreð Gíslason (K) tal-di upp-
sö-gn læknanna löglega samkv.
15. gr. 1-a-ga u-m rébtindi og skyld-
ur starfsmanna rikis og bæja,
en þar er m.a. kveðið á u-m, að
heimilt sé að framlengja upp-
sagnafrest, ef til auðnar horfi,
um 3 mánuði. Þessu ákvæði h-afi
ríkisstjórnin beitt eftir tillö-gu
stjórnar ríikisspítalanna og þar
með viðurkennt í verki uppsögn
læknanna, þótt ríkisstjórnin hafi
sett fyrirvara þar að lútandi.
Annað réttará.stand
hefur skapazt.
Bjarni Benediktsson dómsmála
ráðherra k-vað málið ekki eins
einfalt og A.G. vildi vera láta,
þegar af þeirri ástæðu, sem hann
einnig gat um að vísu, að rí-kis-
stjórnin hafði þann fyrirvara,
þegar hún krafðizt þess, að frest
urinn yrði len-gdur, að m-eð því
væri engi-n afstaða tekin til þes-s,
-hvort uppsagnirnar sjálfar væru
löglegar eða ekki, svo að þegar
læknarni-r hlýdd-u þessari áfcvörð
un rí-kisstj., þá vissu þeir ofur-
vel, undir hvaða forsendu-m hún
va-r gerð, og vissu þá þegar í
stað um, að rilkisstj. leit öðru vísi
á gildi u-ppsagnan-na heldur en
læk-narnir sjá-lfir. Það var einni-g
atriði, sem skjóta má hér fram,
að á þei-m tíma, þegar ríkisst-j.
gerði þennan fyrirvar-a um gildi
uppsagnarinnar og hún gerði
ha-nn alveg skýrt og ótvírætt,
iþá voru lögi-n frá því í vor, sem
sköpuðu enn nýtt réttarástand,
ekki komin í gildi. En það er
einmitit á þeim lögum og af-
leiðingum þeirra, sem ríiki-sstj.
tel-ur nauðsynina um að bera
málið undir félagsdóm, hvílla.
Svo að hv. þm. var þarna í raun
og veru að tala urn rébtarástand,
sem segja má, að sé orðið úr-
elt miðað við það, sem nú er
orðið. En ég vil vekja a-tíhygli
A.G. á því, að fræðimenn telja,
að ákvæði um beitin-gu réttar-
i-ns til þess að framlengja upp-
sagna-rfrestinn, stangist engan
veginn á við fyrirmælin, sem
banna verkfall, að ba-u fyrir-
mæli eigi engu að siður til-veru-
rétt og tilveru.
Verður landið læknislaust?
Þórarinn Þórarinsson (F) kvaðst
fullikomlega . við-urkenna hinn
mikla vanda ríkisstjórnarinnar.
Hins vegar teldi hann, að ríkis-
stjórnir undanfari-nna ára hefðu
tekið með of mikilli 9tífni á
laun-amálun-um, og sa-gðist hafa
vænzt -þess, að ríkisstjórnin hefði
farið varlegar, í þessu miáli.
Hin-s vegar væri hér um mi-klu
stærra mál að ræða. Raunveru-
lega snerist deil
an um það,
-hvort læknis-
1-aust verður hér
á landi innan
sk-a-mms tíma.
Við vi-tum, að
-ungiir læknar
hafa fallið fyrir
aldur fram
vegna of mi-k-
illar vinn-u, sem m.a. á ræt-ur sín
•ar að rekja til hins lága k-aup-
'gjalds, sem einnig verður til þess
að læknar í æ rí-kara mæli setj-
ast að erlendis. Frá þess-u sjónar-
miði yrði að líta á þetta mál.
fiilið varð ekki brúað nema
ír.íð samkomulagi við BSRB
Bjarni Benediktsson dómsmá'a
ráðherra kvað fjarri því að hann
hefði rakið all-t þetta mikla mál
í -þeim fáu orðu-m, er hann hefði
tal-að, en einun-gi-s reynt að svara
fyrirspurnum og aðfi-nnslum.
Ég hef alveg af áse-ttu ráði
haldið mig frá bví að ræða um
kröf-ur læ-k-nanna sjálfra og við-
brögð ríkisstjórnarinnar til þess
að reyna að friða þá, ef svo
má segja. í þeim efnum er vegna
réttars-töðunn-ar, ríkisstj. • mi'kill
vandi á höndum, ei-ns og mér
skildist Þ.Þ. í raun og veru játa.
En það er rétt, að það komi
fram hér, að landlæknir hefur
lengi með vitund ríkisstj. reynt
að finn-a á þessu vand-amáli lausn
En milli hugmýnda þeirra, sem
landlæknir setti fram og lækn-
anna, var svo mi-kið bil, að ríkis-
stj. virtist au-gljóst, að ekiki væri
'hæ-gt að brúa það nem-a með
samkomul-agi við BSRB, vegna
þess að ef verða ætti við kröf-
um læknanna að — við skulum
segja veruleg-u eða v-erulegustu
leyti, þá væri hætta á, að slíkt
fordæmi yrði skapað, sem aðrir
starf-smenn myndu -mj-ög illa un-a
við og telja, að gengið væri á
móti því sa-m-kom-ulaigi, sem við
-þá var gert á s.l. sum-ri.
Launamisnvmnr er allt
annar á fslandi.
En ég teik alveg un-dir það
•með Þ.Þ., að hér er fyrir ut-an
hina lagaleg-u hlið mál-sins, mjö-g
■miikið vandamál á ferðum. Og
vissulega ber okkur að búa þann
ig að læknu-num, að þeir treysti
sér til að starfa í okkar 1-andi.
En eins og ég vil ein-nig segj-a,
iþá verða læknarnir að muna,
að þeir eru aldir upp af íslend-
ingum, meðal ÍDslendinga og ís-
lenz-ka þjóðin o-g íslenz-ka ríkið
hefur kostað miklu fé, og marg-
ir mikilli fyrirhöfn til þess að
þeir gætu aflað sér þeirrar á-
gætu menntunar, sem þeir nú
'hafa. Og þess vegna verða þeir
einnig í kröfum sínum að muna
Og vita, í hvaða þjóðfélagi þeir
eru staddir. Við vitum, að launa-
kjör og sérstaklega launamis-
munur er allt annar á íslandi
heldur en, ég vil segja, í öllum
öðrum lön-dum, sem við þekkj-
urn. En minn Skilning-ur var sá,
að með því samfcomula-gi, sem
var gert milli ríkisins og BSRB
á s.l. vori og staðfest með 1.
frá 28. apríl í vor, -hefðu annars
vegar fulltrúar rí-kisins og hins
vegar starfsmennirnir orðið á-
sáttir um, í fyrsta la-gi að leysa
úr þesum vanda, ef þeir gætu
með alls'herjar samningum og ef
það tækist ekki að leggja þá úr-
Skurð um það mál undir kjara-
dóm. Og það er vitanlega undir
þei-rri úrlausn að lokurn komið,
hvernig tekst að halda læknum
hér til fra-mbúðar í lan-dinu,
h-vort þeir í verki vilja sætta
si-g við þá úrlausn, sem þá fæst“,
Slátrun lokið á
ísafirði
ísafirði 30. okt. 1962.
SLÁTRUN sauðfjár er nýlega
lokið hér á ísafirði alls mun hafa
verið slátrað um 7300 fjár.
Slátrað var í Sláturhúsi Ágúst
ar Péturssonar um 1600 fjár og
í Sláturhúsi Kaupféla-gs ísfirð-
inga um 5700 fjár,
Auk þe'ssa var slátrað í Slátur-
húsi Kaupfélags ísfirðinga í
Vatnsfirði um 2200 fjár.
Meða-1 kjötþungi innlagðra
di'lfca í Sláturh-úsi Ágústar Péturs
sonar var 15,20 kg. en hjá Kaup-
féla-gi ísfirðinga 15,11 kig. Sá
bónþi sem hafði bezta meðal
kjötvi-gt dilika sem slátrað var
hér á ísafirði var Hallgrí-mur
Jónsson Sætúni Grunnviik. Hal-1-
grím-ur lagði inn til Slátrunar
hj-á Kaupfélagi ísfirðin-ga 1-27
dilfca og var meðal kjötvigt
þeirra 19,77 kg. Hallgrí-mur ha-fði
í fyrra meðalvigt 19,07 k-g. Einniig
mun Hallgrímur hafa átt þyn-gsta
dilkinn, kroppþungi hans var 28
fcg.
Talsvert hefur snjóað undan-
farna daga og eru nú bæði Botn-s
heiði og Breið-dal-sheiði lokaðar
sem stendur. — Garðar.
Beðið um vitni
í GÆR u-m kl. 1.30 hljóp telpa
á hlið jeppabif-reiðar sem var á
leið norður Fríkirkjuveginn. Slas
aðist hún dálítið á höfði. Bíln-
um var ekið hiklaust áfram og
veit rannsóknarlögreglan efcki
deili á honum. Sjónarvottar segja
þetta hafa verið dökkleitan
jeppa.
Ökumaður, eða vi-tni er sáu a-t-
burðinn, sem voru í öðrum bíl-
um er þarna voru á ferð, eru
beðin að hafa samband við rann-
sóknairlögregluna.