Morgunblaðið - 01.11.1962, Síða 10

Morgunblaðið - 01.11.1962, Síða 10
10 MORGUNBLAÐ1Ð Fimmtudagur 1. nóvember 1964 MYRKRAVERKUM LÝKUR Á KÚBU Hér rekja utanríkis- málasérfræðingar Ob- servers atburðarásina, sem leiddi til að Kenne dy tilkynnti hafnbann á Kúbu. KLUKKAN Niu að morgni dags fyrir fjórtán dögum, þriðjudaginn 16. október, heim sótti Robert McNamara, Iand varnamálaráðherra Bandaríkj anna, forsetann í Hvíta hús- inu. Allt var tiltölulega rólegt: faðir forsetans ætlaði að dveljast hjá honum nokkra daga, nýbúið var að heilsa Ben Bella frá Alsír með 21 fall- byssuskoti, og opinberlega var búið að neita uggvekjandi frá sögnum um langdrægar eld- flaugar á Kúbu, sem birzt höfðu í hægri sinnuðu blaði í Miami viku áður. Helzta vandamál í alþjóðasamskipt- um var ekki Kúba, heldur Berlín. En McNamara var kominn til að sýna Kennedy ljósmynd ir, sem voru sterk sönnunar- gögn fyrir því, að Rússar væra , m ;< ; í: b ~>*á Kennedy átti í sálarstríði. að reisa stöðvar fyrir eldflaug ar, búnar kjarnorkuvopnum, á Kúbu. Myndirnar höfðu verið teknar af bandarískum könn- unarflugvélum yfir eyjunni. ÖRUGG VISSA. Þessar fréttir staðfestu verstu grunsemdir forsetans, en hann tók þeim með var- kárni. Hann hafði þegar feng ið skýrslur frá upplýsinga- þjónustunni um eldflauga- stöðvar á Kúbu, en hann minntist hvernig upplýsinga- þjónustan hafði brugðizt í sam bandi við hina misheppnuðu innrás í „Svínaflóa" árið 1961, og þess vegna gefið fyrirskip anir um aukið könnunarflug til að komast yfir betri sann- anir. í þetta sinn varð örugg vissa að fást. Nú var það ekki lengur Castro, sem hann þurfti að fást við, heldur Krúsjeff. Ef skýrslurnar voru réttar, var Kúba ekki lengur vandamál í Ameríku, heldur orðin sverð Rússa í nýrri hernaðarlegri og pólitískri hólmgönguáskorun um allan heim. Hann gaf skipun um að mál- ið yrði rannsakað aftur vand- lega úf lofti. Hann lét flytja orustu- og sprengjuflugvélar suður á bóginn til flugvalla á Floridá. Hann sendi Gromyko boð um að hitta sig á fimmtu- dag og stjórnmálasérfræðing ar blaðanna gerðu ráð fyrir að talað yrði um Berlín. Það sem eftir var dagsins framkvæmdi forsetinn það sem hann hafði ákveðið fyrir- fram. Hann tók á móti Schirra geimfara, ásamt konu hans og tveim börnum. („Ég veit hver þú ert“, sagði Suzanne Schirra sem er fimm ára gömul við Kennedy), og sýndi þeim smá hesta Caroline. VIÐRÆÐUR VIÐ GROMYKO. Það sem eftir var vikunnar var talið að Berlín væri eina vandamálið. Á fimmtudag ræddi Gromyko við Kennedy í tvær stundir og síðan í fjóra og hálfa stund við Dean Rusk, og var talið að viðræðurnar yrðú um Berlín. Á föstudagsmorgun fór for- setinn í flugferð til að taka þátt í kosningaherferðinni, á- varpaði stóra fjöldafundi, og gisti í Chicago: f kvöldverða- boði þann dag var tekið eftir, að hann talaði með óvenju mikilli hógværð um republik- ana. Að öðru leyti virtist hann ver. í bezta kosningaskapi. Þegar forsetinn var kom- inn til Sheraton-Blackstone hótelsins í Chicago um kvöld ið, ákvað hann að snúa aftur til Washington daginn eftir. Klukkan 9.40 á laugardags- morguninn, tilkynnti blaða- fulltrúi hans, Pierre Salinger, að forsetinn hefði fengið kverf og mundi snúa þegar í stað aft ur til Hvíta hússins. Þegar hann kom til Wash- ington, sannfærðist hann um að sönnunargögnin væru ó- hrekjanleg. Þegar voru nokkr ar eldflaugar komnar og þar að auki var verið að reisa stöðvar fyrir fleiri slíkar, sem gátu dregið til Washington, og framkvæmdum hraðað ó- trúlega mikið. Tvær myndir sýndu sama staðinn með eins dags millibili. Á fyrstu mynd inni sást ekkert nema 40 far- artæki og nokkur tjöld, á hinni síðari voru sjö eldflaug ar, fjögur tæki til að reisa þær upp, tjöld fyrir 500 menn og 100 farartæki. Á þeim fjór um dögur-. sem liðnir voru, síðan McNamara hafði sýnt honum fyrstu myndirnar, virt ust nokkrar eldflaugar hafa orðið reiðubúnar til skots. ÓSVÍFNAR LYGAR. Meðan verið var að safna þessum sönnunargögnum hafði Kennedy hlustað á Rússa fara stöðugt með ó- svífin ósannindi um fyrirætl- anir sínar á Kúbu — það minnti óhugnanlega á Pearl wmmmm McCone Harbour. Á fimmtudag, þegar Kennedy var búinn að fá flest sönnunargögnin, hafði Gromy ko fullvissað hann um, án þess að depla augunum, að engar eldflaugar, sem nota mætti til annars en varnar, væru á Kúbu. Hann hafði jafn vel sagt, að Krúsjeff sjálfur hefði falið sér að lýsa yfir þessu. Bersýnilegt var, að Rússar voru vitandi vits að senda Bandaríkjamönnum op inbera hólmgönguáskorun. — Ljósmyndirnar sýndu að lítið hafði verið gert til að reyna að fela eldflaugastöðvarnar. Allar upplýsingar og leið- beiningar, sem fá mátti frá hinu mikla starfsliði í Wash- ington — hópur sérfræðinga í túlkun loftmynda og sérfræð ingum í hegðun Rússa — voru nú komnir til forsetans. Það McNamara var komið að honum að taka ákvörðun. Forsetinn var búinn að búa sig undir slíkar aðstæður, allt frá því hann var kosinn. En samt þótti það enn næsta ó- trúlegt, að Krúsjeff, sem hef ur sýnt að hann e± varkár og tillitsiaus, skyldi fara að velja hólmgönguvöll, þar sem Kennedy hlaut að taka snarp ara á móti en nokkurs staðar annars í heiminum, bæði af stjórnmála- og hern- aðarójtæðum. Auk þess var þetta staður, þar sem Banda- ríkjamenn voru í fyrsta sinn betur settir hernaðarlega. Hvað ætlaði Krúsjeff sér ! rauninni? Voru eldflaugastöðv arnar á Kúbu alvarleg hern- aðarleg hótun? Áttu þær að styðja Krúsjeff í samningum á toppfundum framtíðarinnar? Eða áttu þær fyrst og fremst að vera prófsteinninn á vilja Bandaríkjamanna til að verja sig? Svörin við þessum spurn ingum hlutu að ráða miklu um ákvörðun forsetans um hvað gera skyldi. Hvað sem öðru leið var Kúba orðin pólitísk púður- tunna. Það voru liðin nærri nákvæmlega tvö ár, síðan Kennedy hafði sett fram í kosningaherferð sinni áætlun í fimm liðum um að reka Castro frá völdum. í þeirri á- ætlun hafði verið lofað, að flóttamönnum frá Kúbu skyldu gefnar frjálsar hendur og Krúsjeff varaður við að seilast til landa í Vesturálfu. En strandhögg flóttamann- anna og innrásin höfðu mis- tekizt og áhrif Rússa á Kúbu höfðu farið sívaxandi. FJÓRAR LEIÐIR. Um miðjan júlí kom fyrsti hópurinn af sovézkum tækni- fræðingum til Kúbu. í ágúst var Ijóst af könnunarflugi, að unnið var að hernaðarfram- kvæmdum af miklu kappi. Orðrómur um eldflaugastöðv ar hafði breiðst út, en forset inn neitaði að hefja hernaðar aðgerðir í flýti. í stað þess herti hann á verzlunarbannmu við Kúbu, þrátt fyrir hávær mótmæli frá Bretum og öðrum siglingaþjóðum á Vesturlönd- um. Hann varaði samt við því, að Bandaríkjamenn myndu ef til vill breyta um stefnu, ef Kúba fengi árásarvopn. Nú lágu fyrir honum óumdeilan- legar sannanir fyrir því að Kúbumenn hefðu fengið eld- flaugar, ætlaðar til árása. Á laugardag (eins og for- setinn sagði vinum sínum síð- ar) velti hann fyrir sér fjór- um mögulegum leiðum. f fyrsta lagi: hann gat haldið að sér höndum. í öðru lagi gat hann gert innrás á Kúbu. í þriðja lagi gat hann sett hafnbann til að hindra frek- ari flutninga eldflauga og láta um leið gera loftárásir til að þurrka út þær eldflaugastöðv- ar, sem þegar var búið að reisa. f fjórða lagi gat hann sett hafnbann og um leið gert pólitíska atlögu hjá Samein- uðu þjóðunum. og reynt að tryggja sér fullan stuðn- ing Ameríkuríkjanna. Þessa ákvörðun gat forsetinn ekki tekið fyrr en eftir mikið sál- arstríð. INNSTI HRINGURINN Hann varð ekki var við neinn grund vallarágreini ng milli ráðgjafa þeirra, sem hann kallaði til Hvíta hússins. Hann tók ákvörðun sína án þess að kalla saman fund stjórnarinnar eða öryggisráðs ríkisins. í stað þess leitaði hann ráða hjá innsta hring ráð gjafa sinna. Menuirnir, sem mest valt á, voru Maxwell Taylor, hershöfðingi og Robert McNamara, sem voru aðalfull- trúar Pentagons, sem mikið reið á við þessar nýju aðgerð- ir; bróðir forsetans Bobby, sem

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.