Morgunblaðið - 01.11.1962, Síða 11
Fimmtudagur 1. nóvember 1962
MOKGVNBLAÐIB
11
WW
Myndin af Castro og Lenin á Kúbu, sem Kennedy hefur nefnt „hina fangelsuðu eyju"
bándaríska herráðsins, sem
hefur mikil áhrif á stefnu for-
setans í varnarmálum.
Taylor hefur hvatt til að
komið verði upp venjulegum
herstyrk, vegna þess að hann
, álítur að Rússar geti átt til
að koma með hverja hótunina
á fætur annarri, án þess þó
að hætta sér út í algera styrj-
öld. Hann álítur þvi að Banda
ríkjamenn v.erði að eiga jafn
fjölbreytt hernaðartaeki til að
taka á móti. Svo virtist sem
Kúbumálið væri sönnunin á
kenningum hans — á meðan
hvorugan brast kjark.
Þó virtist eitt mótsagnar-
kennt. Krúsjeff virtist vera
að leggja út í þetta óhugnan-
lega ævintýri, enda þótt nú-
verandi upplýsingar sýni, að
Rússar séu tiltölulega lélega
settir með vopn. Álitið var að
þeir hefðu yfir að ráða 50—75
langdrægum eldflaugum
heima fyrir, en Bandaríkja-
menn eiga hinsvegar um 130
enn er sverð hans og skjöldur.
McGeorge Bundy frá Harvard,
sem er sá eini af lærdóms-
mönnunum, sem Kennedy
hafði flutt til Hvíta hússins,
er sýnt hafði hæfileika fil að
taka ákvarðanir sem forsetinn
gat virt; John McCone, hinn
harðsnúni kommúnistaand-
stæðingur, sem nú er yfirmað-
ur upplýsingaþjónustunnar;
Tommy Thompson, fyrrver-
andi sendiherra Bandaríkj-
anna í Moskvu, einn fremsti
Kremlfræðingur Vesturveld-
anna; Dean Rusk utanríkisráð
herra, sem átti mikinn þátt í
þeirri ákvörðun að senda
bandarískar hersveitir til
Kóreu; og einkaráðgjafi for-
setans, hinn harðsnúni lögfræð
ingur frá Nebraska, Ted Sor-
ensen.
PRÓFSTEINN
Á VELDI U.S.A.
Sennilegasta skýringin á at-
hæfi Rússa kom frá Rusk, sem
er skarpur og rólegur rök-
byggjumaður en stundum snú-
inn um of. Rússnesku eldflaug
arnar voru hættuleg hernað-
ártæki, en höfuðhlutverk
þeirra lá á stjórnmálasviðinu.
Rusk taldi að Krúsjeff væri
að búa sig undir uppgjör við
Bandaríkin, alheimsátök með
þurígamiðju í Berlín, átök
valda og vilja, þar sem hann
gæti samtvinnað hótanir og
samninga. Krúsjeff ætlaði að
nota Kúbu til að styrkja hern-
aðarmátt sinn og samningsað-
stöðu á fundi æðstu manna
eða pólitíska herferð hjá Sam-
einuðu þjóðunum.
Álit Rusks styrkti þá sann-
færingu, sem hefur ráðið
stefnu Kennedys, síðan hann
hitti Krúsjeff fyrst í Vín í
fyrra. Honum hafði -brugðið
mikið við hreinskilni Krú-
sjeffs um Berlínarmálið.
Kennedy hafði þá sannfærzt
um að hann mætti ekki láta
Rússa efast um staðfestu
Bandaríkjamanna. Þeir urðu
að komast að raun um, að
Bandaríkin væru reiðubúin að
hætta á kjarnorkustríð, ef
öryggi þeirra væri stefnt í
beinan voða. Ef Rússar kæm-
ust að raun um, að Bandarík-
in vildu ekki hefja raunhæfar
aðgerðir vegna Kúbu, sem
aegja má að sé í húsagarðinum
hjá þeim, myndu þeir ekki
búast við að Bandaríkin færu
að hætta á stríð vegna Ber-
línar.
Forsetinn hlustaði með eftir
tekt, en hánn tók sjálfur
ékvörðun og var búinn að J>ví,
áður en hann gekk til náða
á laugardagskvöldið.
A RÉTTRI STUND
Hann hafnaði fyrstu leið-
inni, að gera ekki neitt, vegna
Kennedy átti um fjórar leiðir að
velja — og ber einn ábyrgðina
þess að Rússar hefðu skilið
það sem merki um veikleika.
Og Rússar yrðu ekki einir um
það. Vinir og bandamenn
Bandaríkjanna um allan heim,
einkum þeir minnstu og mátt-
lausustu, myndu fara að efast
um öryggi sitt. Aðgerðarleysi
gat einnig orðið pólitískt
sjálfsmorð heima fyrir, ef til
vill við þessar kosningar og
án efa við þær næstu." Þótt
Kennedy kæmi þessum átök-
um ekki á stað til að afla
demókrötum nokkurra þing-
sæta, vissi hann að sterkar að-
gerðir yrðu vinsælar. Skoðana
könnun, sem haldiTi var fyrir
nokkrum vikum, sýndi að
meirihluti Bandaríkjamanna
var andvígur innrás á Kúbu,
en flestum gramdist einnig að
geta ekkert gert til að steypa
Castro af stóli.
Ennfremur var hernaðar-
legu öryggi landsins stefnt í
voða með því að gera ekki
neitt, meðan Rússar væru að
skapa sér aðstöðu til kröftugra
hótana með kjarnorkuvopn-
um.
Svo virðist sem helztu stuðn
ingsmenn hafnbannsins hafi
verið McNamara, Maxwell
Taylor og bróðir forsetans.
Ráðgjafar forsetans veltu fyrst
og fremst fyrir sér, hvenær
hin rétta stund til að hefja
aðgerðir væri, hvort setja ætti
hafnbannið á þegar í stað eða
ráðfæra sig fyrst við banda-
menn Bandaríkjanna og kæra
Rússa fyrir Öryggisráðinu.
PÓLJTÍSK GILDRA
Hafnbannið átti ekki að
•koma í stað innrásar. Hernað-
arráðgjafar forsetans töldu, að
forsetinn ætti að gera opin-
bera kröfu til að eldflauga-
stöðvar þær, sem þegar höfðu
verið reistar á Kúbu, skyldu
fjarlægðar. Þeir bentu einnig
á, að sökum þess að Kúbu-
menn myndu aldrei sam-
þykkja eftirlit af hálfu Sam-
einuðu þjóðanna, gæti svo
farið að eina aðferðin til að
gera eldflaugastöðvarnar óvirk
ar, væri að ráðast á þær.
Sprengjuárás hefði óhjá-
kvæmilega drepið nokkra
Rússa og aukið hættuna á
styrjöld milli Sovétríkjanna
og Bandaríkjanna. Bandaríski
herinn var ekki reiðubúinn að
hefja skyndiárás. Innrás hefði
ennfremur getað reynzt póli-
tísk gildra og gefið Rússum
skálkaskjól til að taka Berlín,
á sama hátt og Súez málið auð
veldaði þeim aðgerðirnar í
Ungverjalandi.
En menn höfðu samt í huga
möguleikann á að gera inn-
rásina síðar.
Frá hernaðarlegu sjónar-
miði séð var nálægð eldflauga
stöðvanna og hraði eldflaug-
anna það hættulegasta. Rad-
arstöðvarnar myndu veita 15
mínútna frest við eldflaugna-
árás frá Rússlandi, en aðeins
2ja til 3ja mínútna frest, ef
þær kæmu frá Kúbu. Stöðvar
fyrir meðal langdrægar eld-
flaugar má reisa á nokkrum
stundum eða dögum. Rússar
gætu því komið 2—300 eld-
flaugum fyrir á einum mán-
uði, ef Bandaríkin gerðu ekki
neitt. Og það gæti verið nóg
til þess að eyðileggja mestan
hluta af varnarmætti Banda-
ríkjanna í skyndiárás.
Mesta hættan frá slíkri árás
myndi stafa af eyðileggingu
herstjórnarkerfis Bandaríkj-
anna. Þetta var aðal áhyggju-
efni McNamara og þess vegna
er hann talinn hafa sagt
Kennedy forseta. að stöðvar
Rússa gætu lamað varnar-
kerfi Bandaríkjanna.
SJÓNARMIÐ HERSINS
(Margir hernaðarfræðingar
á Bretlandi efast um að þetta
sé rétt. Þeir benda á að eld-
flaugastöðvarnar á Kúbu
myndu eiga mjög erfitt um
varnir og væru gagnslausar
gegn Polaris-kafbátum og
öðrum hreyfanlegum eld-
flaugastöðvum, sem brátt
verða höfuðvopn Bandaríkj-
anna til að endurgjalda árás-
ir).
En af þessu leiðir ekki að
höfuðmarkmið Krúsjeffs hafi
verið að búa sig undir skyndi-
árás á Bandaríkin. Eldflauga-
flutningarnir voru grunsam-
lega áberandi og hann getur
ekki hafa búizt við að koma
sér upp nægilegum fjölda
stöðva, án þess að fram í yrði
gripið. Þannig gátu aðgerðir
hans verið staðfesting á spá-
dómum sumra bandarískra
herfræðinga, sem hafa haldið
því fram að vaxandi styrkur
Rússa gæti freistað þeirra til
að „dansa á barmi kjarnorku-
stríðs“. Þessi kenning var aðal
atriðið í augum Maxwell
Taylors, hershöfðingja, hins
harðsnúna og lærða formanns
langdrægar eldflaugar heima
fyrir, um 130 Polaris-eldflaug
ar í kabátum og 1500 lang-
drægar sprengjuflugvélar.
Krúsjeff var þannig í verri
aðstöðu og framkvæmdir hans
á Kúbu hefðu að nokkru leyti
getað verið tilraun til að bæta
hana.
Bandaríkjamenn urðu að
standa fast fyrir, en hinsvegar
varð að gefa Krúsjeff tæki-
færi til að draga sig til baka
með sóma, eins og Bundy
hvatti til. Bezta leiðin til þess
virtist vera hafnbann á hern-
aðarnauðsynjar eingöngu.
Hlutverkum stórveldanna í
Berlín var þarna í rauninni
snúið við og styrkti það að
mörgu leyti aðstöðu Banda-
ríkjamanna. Ennfremur var
miklu betra að til átaka kæmi
Acheson
á hafi úti en á þjóðveginum
til Berlínar, ef þau voru óhjá-
kvæmileg.
ÞORBI EKKI AÐ SÝNA
HRÆÐSLUMERKI
Þegar Kennedy og ráðgjaf-
ar hans höfðu ákveðlð að setja
hafnbann á, fannst þeim nauð-
synlegt að gera sem mest úr
hættunni og láta líta svo út
sem heimsfriðurinn væri í
voða. I ræðunni, sem var und-
irbúin til flutnings á mánu-
dag, var eugin tilraun gerð
til að draga úr ótta umheims-
ins. Rússar voru þar tvisvar
ásakaðir um tvöfeldni, ræðan
snerist eingöngu um Kúbu og
ekkert annað, hún var stuttorð
og hvassyrt. Henni var þannig
ætiað að leggja áherzlu á að
Kennedy væri að sýna djörf
og ákveðin viðbrögð í bráðri
hættu. Bersýnilega taldi
Kennedy, að þarna væri um
að ræða fífldjarfa móðgun af
hálfu Krúsjeffs, fannst sem
stolt hans sjálfs og bandarísku
þjóðarinnar væri í veði, og
þorði þess vegna ekki að láta
ásaka sig um hræðslu.
Forsetinn var nú þarna i
sömu aðstöðu og lögreglufor-
ingjarnir forðum, sem urðu að
ganga á móti ræningjunum
reiðubúnir að skjóta eða telja
þá á að yfirgefa bæinn, unz
armur laganna var orðinn
nógu sterkur til að hreinsa til.
Þegar Kennedy tók ákvörðun
sína, vissi hann að hann gat
ekki treyst á óskiptan stuðn-
ing bandamanna sinna. Hann
ráðgaðist hvorki við ríkin í
Atlantshafsbandalaginu né
Suður-Ameríkuríkin, áður en
aðgerðirnar hófust.
Til að framkvæma hið
vandasama starf, að flytja
bandamönnum sínum fréttirn-
ar, leitaði forsetinn til frægs
Bandaríkjamanns, sem ekki
hafði fengið að taka þátt í
umræðunum hingað til og
ekki hafði verið kallaður til
þjónustu nýlega. Dean Ache-
son hefur verið nokkurs kon-
ar mælikvarði á stefnu for-
setans gagnvart Rússum, síð-
an Kennedy kom til valda.
Acheson hafði orðið ósammála
Kennedy, þegar Bandaríkin
hófu að ræða við Rússa um
Berlínarmálið fyrir ári
Acheson hafði sagt biturlega,
að forsetanum hefði ekki skil-
izt, að Rússar skildu alla við-
leitni til samninga sem veik-
leikamerki. Nú var þessi helzti
talsmaður hinn „hörðu“ utan-
ríkisstefnu kallaður til Hvíta
hússins, honum sagt frá ástæð-
unum fyrir ákvörðun forset-
ans og hann beðinn að fljúga
leynilega til Evrópu.
Kennedy sendi annað
„hörkutór* til Sameinuðu þjóð
anna til að ýta undir Adlai
Stevenson, sem grunaður var
um mildi í Kúbumálinu.
LEYNIFERÐ TIL EVRÖPU
Acheson kom við í London
og skýrði ameríska ambassa-
dornum, David Bruce, frá
gangi málanna og fékk hon-
um afrit af ræðu forsetans og
eintök af myndunum af eld-
flaugastöðvunum. Enginn í
sendiráði Bandaríkjanna vissi
neitt nema Bruce sjálfur. Á
mánudagsmorguninn kl. 10
gekk Bruce fyrir Macmillan
í Admiralty House og fékk
honum myndirnar og ræðu for
setans og sagði hounm, hvaða
aðgerðir væru fyrirhugaðar.
Brezka stjórnin lýsti opinber
lega yfir stuðningi sínum, í
einkaviðtölum voru meðlimir
hennar ekki eins ánægðir.
Einn ráðherrann sagði: „Við
erum ekki vissir um hvað
þessi ungi maður hefur tekið
sér fyrir hendur“.
Acheson flaug áfram til
Parísar og hlaút áheyrn hjá de
Gaulle, sem hlustaði teinrétt-
ur, lýsti yfir að hann hefði
ekki verið kallaður til ráða,
neitaði að gefa opinbera yfir-
lýsingu, en sagði í einkasam-
tali, að hann áliti Kennedy
hafa tekið herfræðilega rétta
ákvörðun. í Bonn var ekki
unnt að finna Dr. Adenauer
í fyrstunni og það var ekki
fyrr en seint á mánudags-
kvöld, að Acheson komst aftur
til Parísar og gat flutt fasta-
ráði Atlantshafsbandalagsins,
sem komið hafði saman í flýti,
skýringar sínar. Tveim stund-
um síðar heyrðist rödd forset-
ans, áherzlulaus, hvöss og
ákveðin í útvarpsviðtækjum
Evrópu á miðnætti. Tilraunin
var y.n.
(Observer
— öll réttindi áskilin).
MM