Morgunblaðið - 01.11.1962, Side 15

Morgunblaðið - 01.11.1962, Side 15
Firiimtudagur 1. nóvember 1962 MORGVNBLAÐIÐ 15 Yfirmaður ritstjórnarskrifstofu „Der Spiegei“ í Bonn, Dieter Jaehne, sem er hér til hægri á myndinni, var vakinn upp aðfaranótt laugardagsins og þegar stefnt til yfirheyrslu. Tók Xögreglan í Bonn í sínar hendur mikið af efni, sem fannst í húsakynnum blaðsins. Útgefandi og aðal- ritstjóri „Der Spiegel“ sakaðir um landráð Leggja aðförina að ritinu fyrir stjómarskrdr- dómstól SfÐASTLIÐINN föstudag var gerð húsleit í húsakynnum þýzka vikuritsins „Der Spieg- el“ í Hamborg og Bonn og útgefandinn Rudolf Augstein handtekinn ásamt nokkrum starfsmönnum ritstjórnarinn- ar.» Eru Augstein, Claus I Jacobi, aðalritstjóri ritsins og 1 fréttaritarinn Conard Ahier, sakaðir um landráð, svik og J mútur. Eftir helgina var aft- ur gerð húsleit í húsakynn- um ritsins og ritstjórnarskrif- stofunum lokað. Ríkissaksókn ari Vestur-Þýzkalands skýrði frá því, að vikuritið hefði fengið leyniskjöl frá varnar- málanefnd þingsins og birt upplýsingar, sem hættulegt væri, að kæmi fram, vegna öryggis landsins. Lögfræðingar vikuritsins hafa lagt fyrir stjórnarskrár- dómstól mótmæli gegn aðför- um saksóknarans gegn ritinu, sem þeir telja brot á stjórn- arskrá landsins. Er dómstóll- inn beðinn að úrskurða hvort svo sé eða ekki. Allmörg blöð í Vestur- Þýzkalandi hafa vítt aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn „Der Spiegel." Líkja sum blaðanna þeim við aðgerðir nazista og kommúnista og segja að hér sé um að ræða algert brot á ákvæðum stjórnarskrárinnar um prentfrelsi. Áður en lögfræðingar rits- ins vísuðu málinu til stjórn- arskrárdómstóls höfðu þeir lagt það fyrir rétt í Karls- ruhe og þá m. a. vakiö at- hygli á því, að aðeins fáir menn ynnu að rannsókninni í húsakynnum blaðsins og drægju hana svo mjög á lang inn, að svo virtist, sem vís- vitandi væri verið að reyna að valda tímaritinu milljóna- tjóni. Ástæðan fyrir þessum að- gerðum gegn „Der Spiegel" er sprottin af grein, er þar birtist fyrir skömmu um vest- ur-þýzka herinn og hlutverk hans í sameiginlegum vörn- um Atlantshafsbandalagsins. Er því haldið fram í grein- inni að herinn sé ekki vígfær, ef til heimsstyrjaldar kæmi og landvarnaráðherrann, Franz Josef Strauss, sagður ábyrgur fyrir því að svo sé. Greinin ’akti gífurlega at- hygli og eru fyrrgreindir menn sakaðir um að hafa mútað herforingjum og em- bættismönnum til þess að gefa leynilegar upplýsingar. A mánudag var haldinn í Bonn sérstakur ráðu- neytisfundur og var þá landvarnaraðherranum veitt umboð til þess að gera ýmsar ráðstafanir til styrktar vörnum landsins. Fzam'eiðum: Auglýsingar á bíla Utanhúss auglýsingar og allskonar skilti SKILTAGERÐIN S.f. Bergþórugötu 19. Sími 23442. ...J Austurstræti 14 Sími 11687 Sendum hvert á land sem er Góðir greiðsluskilmálar V efnaðarvöruverzl un Til sölu er svo til nýtt húsnæði fyrir vefnaðarvöru- verzlun í einu úthverfi borgarinnar. í sama húsi eru verzlanir með allar aðrar tegundir nauðsynjavöru (verzlanasamstæða). Verzlunin er í fullum gangi. Góður verzlunarstaður. ÁRNI STEFÁNSSON, HRL. Málflutningur — Fasteignasala. Suðurgötu 4. — Sími 14314. Skrifstofuhúsnæði Til leigu í Miðbænum 160 ferm. húsnæði, hentugt fyrir skrifstofur eða hreinlegan iðnað. — Tilboð sendist afgr. Mbl., merkt: „3712“. Nuddkona óskast nú þegár. — Uppl. á skrifstofunni. Elli- og hjúkrunarheimilið Grund. VIKAM ^Lesið í Vikunni: MAKLEG HVÍLD. Grein um þjóðfræga íslenzka at- orkumenn, sem hafa orðið að hætta störfum fyrir aldurs sakir. ALLT UM GLUGGATJÖLD. Lýsing á mörgum teg- undum gluggatjalda, uppsetningu þeirra o. fl. Úrslit verðlaunagetraunarinnar um fjallanöfn. Getraunin um PRINZINN heldur áfram. — Hver fær Prinz í jólagjöf? VIK4I Sendisveinn Oss vantar nú þegar röskan sendisvein til starfa fyrir hádegi, Verzlun O. Ellingsen hf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.