Morgunblaðið - 01.11.1962, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 01.11.1962, Qupperneq 17
Fimmtudagur 1. nóvember 1962 MORGL’ ÍSBLAÐIÐ 17 son, Arinbjörn Kolbeinsson, íorm. félagsins, og Bjarni Konráðsson. — Greinargerð Framhald af bls. 13. 221,65 ikr. fyrir hverja gæzluvakt, sem tók 15—21 klst. Helgidaga- vinrxa hefur öll verið innt af hendi endurgj aldslaust. Minnsti undirbúningur fyrir þessi störf er 15—18 ár að lands- prófinu loknu (þar af 12 ára skólanám). Einnig er rétt að vekja atfhygli á því að til þess að stunda gæzluvaktir og önnur að- kallandi störf utan vinnutíma er læknunum nauðsynlegt að hafa bíl, en þær greiðslur, sem fyrir gæzluvaktir koma ásamt bílastyrk eru hvergi nærri nægj- anlegar til þess að standa straum af reksturskostnaði lítils bíls, sem eingöngu væri notaður í þágu starfsins. Er þetta m.a. af hinum gífurlegu hækkunum, sem orðið hafa á reksturskostnaði bif reiða á undanförnum árum. TTppsagnatími framlengdur til 1. nóvl ’62. Málið í félagsdóm. Svo sem kunnugt er hefur rík- isstjórnin lagt málið fyrir félags- dóm með þeim hætti að hann skuli úrskurða, hvort líta beri á uppsagnirnar sem lögmætar eða ekki. Telja má víst að dómsnið- urstaða verði ekki komin áður en uppsagnarfresti lýkur og með tilliti til þess 'hefur ríkisstjórnin óskað að læknarnir haldi áfram störfum sínum meðan dómurinn starfar, um óákveðinn tíma. Þar sem Læknafélag Reykjavíkur hef ur ekki haft með þetta mál að gera að undanförnu, getur það að sjálfsögðu ekki sagt um hvort læknarnir verði við þessari beiðni, enda hafa engin tilmæli komið til stjórnar Læknafélags Reykjavíkur um að taka afstöðu til þessa atriðis málsins. Deilunni lýkur 1. nóvember. Af ofansögðu virðist óhjá- (Ljósm. Mbl.: Sv. Þorm.) kvæmilegt að gera sér grein fyr ir því að komið geti til mála að. einhverjir eða jafnvel allir um- ræddra lækna hætti störfum sem opinberir starfsmenn 1. nóvem- ber 1962. í þessu sambandi er rétt að taka fram að stöður þess ar hafa ekki verið auglýstar laus- ar þrátt fyrir tilmæli yfirlækna um slíka ráðstöfun. Stjórn L.R. vill sérstaklega taka fram, að fari svo að læknarnir hætti störf um sem opinberir starfsmenn, þá táknar það ekki á neinn hátt, að hin mikilvæga þjónusta, sem þessir læknar hafa veitt, þurfi að leggjast niður. Hér er ekki um verkfall að ræða, og því ekki lagt bann við því, að læknar eða aðrir, vinni þessi störf. Þjónustan á sama verði og annarsstaðar í Reykjavík. Ef læknar þessir hætta að starfa, sem opinberir starfsmenn, ákvarðast verð þjónustunnar að I sjálfsögðu í fyrsta lagi með þeim f hætti er gildir fyrir sérfræðiþjón ustu þeirra lækna, sem vinna fyrir Sjúkrasamlag Reykjavíkur, ef aðstæður eru algerlega sam- bærilegar. í öðru lagi mun það ákvarðast af þeim tímavinnu- greiðslum, sem nú eru í gildi xyrir laust ráðna sérfræðinga við sumar deildir Heilsuverndarstöðv ar Reykjavíkur. í þriðja lagi, þar sem hvorugt þessara atriða get- ur orðið mælikvarði, miðast verð hennar við taxta Læknafélags Reykjavíkur, enda er það svo nú, að sú vinna, sem ek'ki fellur und- ir samninga, greiðist samkvæmt taxta L.R. í þessu felst það að þjónustan við Landsspítalann og stofnanir Heilsuverndarstöðvar- innar er hér um ræðir, svo og hið eina starf við sjúkrahús Hvítabandsins verða greidd með sama verði og nú tíðkast um hliðstæða þjónustu hér í Reykja- vík þar sem hún er seld sam- kvæmt verði frjálsra samninga eða taxta Læknafélags Reykja- víkur. Getur tæplega komið til greina þar sem stöður þessar hafa ekki verið auglýstar lausar til umsóknar, að annað verð komi fyrir þjónustuna, eins og sakir standa. Hér er því verið að ræða um samræmingu á greiðslum en ekki hækkun og virðist sú sam- ræming eigi ósanngjörn, þegar til lit er tekið til þess að á þessum stofnunum eru yfirleitt unnin langvandasömustu læknisverkin í þessu landi og þangað er vísað öllum erfiðustu tilfellum. Verður ekki annað séð en að algert lág- mark megi tejast að þjónusta þar sé að minnsta kosti greidd til jafns við það er nú tíðkast að greiða fyrir sérfræði þjónustu annars staðar í Reykjavík. Þá má gera ráð fyrir því að hér eft- ir verði þjónusta ekki innt af hendi ókeypis nema í sérstökum neyðartilfellum. Að sjálfsögðu getur Lækna- félag Reykjavíkur ekki tekið ábyrgð á því að unnt verði að fá aftur hæfa lækna til allra þeirra starfa, er unnin hafa ver- ið af þeim læknum er nú hafa sagt upp, ef þeir hverfa frá stöð- um sínum. Getur slíkt að sjálf- sögðu valdið nokkrum ‘erfiðleik- um, því mjög oft er um kerfis- bundið samstarf lækna að ræða, sem ekki kemur að fullum not- um, ef einn eða fleiri hlekki vant ar í þá keðju. Er þetta einkum, þýðingarmikið þegar leysa skal hin vandasömustu verkefni 1 greiningu sjúkdóma og meðferð þeirra. Stjórn L.R. (Greinargerðin ásamt minni fyrirsögnum er birt hér óstytt). — Deyfilyf Framhald af bls. 5. Kvaðst dómsmálaráðherra hyggja, að bréf þessi sýndu, að það væri sízt að ófyrirsynju, að þessu máli væri hreyft. Hitt sé ljóst, að það þurfi frekari rann- róknar við, áður en unnt verður að átta sig til fulls, hvort sér- stakrar löggjafar sé þörf. Þá kvaðst hann hafa óskað skýrslu yfir þá lækna, sem lögregluvarð- stjórarnir hefðu átt við, og mundi hún verða send landlækni og hann rannsakaði síðan, hvort um raunverulega misnotkun væri að ræða. Kváðst hann loks mundu gera allt, sem í hans valdi stæði, til að þessi ófögnuður verði stöðv aður. Utborgað afurðaverð hefur farið hækkandi Uppsagnirnar voru miðaðar við 1. ágúst 1962 en ríkisstjórnin beitti ákvæðum í lögum um rétt- indi og skyldur opinberra starfs- manna og fyrirskipaði framleng- ingu á uppsögnunum þar til 1. nóvemiber 1962. Lögfræðingur þeirra lækna, sem sagt höfðu upp, mótmælti þessum aðgerðum ríkisstjórnarinnar, sem misbeit- ingu á nefndum lögum. Þrátt fyr ir þetta féllust læknarnir á að framlengja uppsögnina og starfa til 1. nóvember 1962. Enda var því lýst af hálfu stjórnarnefndar ríkisspítalanna að þessi ráðstþf- un væri m.a. gerð til þess að skapa meiri tíma til samninga um málið. Engar viðræður fóru samt fram fyrr en 2. ágúst en þá yar haldinn fundur eftir ósk fulltrúa ríkisstjórnarinnar með viðræðunefnd heilbrigðisyfir- valda og launanefnd Læknafélags Reykjavíkur. Á þessum fundi kom ekkert nýtt fram er launa- nefnd Læknafélags Reykjavíkur áleit málinu viðkomandi og taldi hún að málsmeðferð mótaðist enn af því sjónarmiði að draga málið á langinn fremur en að leysa það. Fulltrúa ríkisstjórnar- innar var tilkynnt að launanefnd Læknafélags Reykjavíkur myndi ekki taka frekari þátt í viðræð- um á þeim grundvelli. Viðræður við læknana sjálfa. Samkvæmt upplýsingum frá læknum þeim, sem sagt hafa upp, tilkynntu þeir fulltrúum ríkjsstjórnarinnar að ef óskað yrði eftir samninga viðræðum um málið þá væri um þrjár leiðir að velja: 1) að samið yrði við hvern einstakan lækni, 2) að samið yrði við allan hópinn sam- tímis, 3) að samið yrði við þann lögfræðing, er læknarnir hefðu fyrir sig í þessu máli og hann fengi að hafa einn eða fleiri full- trúa með sér á slíkum fundum. Töldu fulltrúar ríkisstjórnarinn- ar að síðasta fyrirkomulagsform- ið yrði heppilegast og á þeim grundvelli hafa sjö viðræðufund ir verið haldnir, fjórir með land- lækni og þrir með ráðuneytis- stj óra heilbrigðismálaráðuneytis- ins ásamt skrifstofumönnum sjúkrahúsanna. Á þessum við- ræðufundum hafa aðilar skipst á tilboðum án niðurstöðu i mál- inu. Á FUNDI samelnaðs þing í gær svaraði landbúnaðarráðherra svo hljóðandi fyrirspurn Ásgeirs Bajarnasonar: „Hvað líður ráðstöfunum af hálfu landbúnaðarráðherra til að koma því til leiðar og tryggja það, að út á birgðir landbúnaðar- afurða fáist bankalán, sem nemi a. m. k. 70% af heildsöluverði birgöanna“. Fyrirspyrjandi upplýsti að aðal fundur stéttarsambands bænda hafi samþykkt að skora á stjórn sambandsins að beita sér fyrir því, að afurðalán bænda yrðu á þessu hausti allt að 70% miðað við heildsöluverð afurðanna. Taldi fyrirspyjjandi að landbún- aðarráðherra, sem mættur var á fundinum, hefði talið þessa til- lögu eðlilega og réttmæta. Ingólfur Jónsson landbúnaðar- ráðherra taldi það rétt vera að tillaga sú, sem samþykkt var á stéttarsambandsþinginu væri rétt mæt og ekki nema sjálfsagt, að bændur bæru fram óskir sínar um hækkaða útborgun á afurða- verði. Ráðherra kvaðst hafa fengið tilmæli um það frá stjórn stéttarsambands bænda um að ríkisstjórnin veitti aðstoð í þessu máli. Taldi ráðherra eðlilegt að verða við þeim tilmælum, eftir því sem við yrði komið. í tilefni af því kvaðst ráðherra hafa kynnt sér rækilega, hvernig afurðalán um hefur verið hagað að undan- förnu. Ljóst væri, að mönnum bæri ekki saman um, hvort hlut ur landbúnaðarins væri fyrir borð borinn í þessu efni í saman- burði við sjávarútveginn. Saman burður á lánum til landbúnaðar og sjávarútvegs lægi skýrt fyrir og las ráðherra upp úr skýrslu Seðlabankans um afurða- lán til þessara atvinnuvega frá árunum 1956—1961. Lán til landbúnaðar og sjávar- útvegs voru 67% árin 1956—1959. Árið 1960 var lán til landbúnað- ar 60,8%, en til sjávarútvegs 58%. 1961 lán til landbúnaðar 55,3%, en 55% til sjávarútvegsins. Taldi ráðherra að þetta lægi skýrt fyrir og þyrfti því ekki að deila um, hver þáttur Seðlabankans væri í afurðalánum til landbúnaðar og sjávarútvegs. Hins vegar lægi ekki eins skýrt fyrir, hvernig viðbótarlán frá viðskiptabönk- unum út á af- urðir væru veitt. Vitað væri, að engar fastar regl ur væru fyrir veitingum þess- ara viðbótarlána, en talið væri að sjávarútvegurinn fengi undir flestum kringumstæð um allt að 15% viðbótarlán. Full yrt hefur yerið, að fyrirtæki, sem hafa með landbúnaðarvörur að gera, hafi einnig fengið við- bótarlán í viðskiptabönkunum. Auðveldasta leiðin til þess að komast eftir því, hversu mikið fé hefur verið veitt vegna land- búnaðarafurða væri sú, að at- huga, hvort útborgun til bænda hefur lækkað síðustu árin eða hvort dregizt hefur lengur en áður að greiða til bænda það, sem þeir hafa fengið út á af- urðirnar. Ráðherrann kvaðst hafa kynnt sér rækilega, hvernig þessu væri háttað víðs vegar um landið og ekkert dæmi fundið um það, að útborgun hafi lækkað að hundr- aðshluta til bænda frá því, sem verið hefur, en mörg dæmi mætti finna um það, að útborgun hafi aukizt hin síðari ár. Þetta hefði ekki getað gerzt, nema fyrirtækí, kaupfélögin, kaupmenn og verzl- unarfélög, hefðu fengið fé til þess að standa straum af aukn- siðan ar til bænda um útborgunum til bændanna. Þrátt fyrir þessar staðreyndir, má æskilegt telja, að aukið fjár- magn fáist út á landbúnaðaraf- urðirnar svo að bændur geti feng- ið meira en áður greitt strax eftir afhendingu vörunnar. Hvernig þetta verður~að þessu sinni, kemur í Ijós fyrrihluta nóv embermánaðar, en þá er venju- Stjörnubíó: LEIKIÐ MEÐ ÁSTINA MYND þessi, sem er amerísk, heitir á frummálinu „Bell, Book and Candle“, en því get ég þess hér að hið islenzka heiti mynd- arinnar er villandi miðað við efni myndarinnar, en það er í stuttu máli þetta: Ung stúlka, ljóshærð og fríð, býr á Mánhattan með Nirky bróður sínum og Queenie frænku sinni og kettinum Pyewacket, en hann kemur hér mikið við sögu. Þetta er skrýtið fólk, sem hefur öðlazt einhvern töframátt, sem það getur beitt til þess að hafa áhrif á aðra og koma fram vilja sínum. Gil, en svo heitir unga stúlkan, er orðin sárleið á öllu þessu kukli og langar mest til að geta lifað eðlilegu lífi. Hún fær áhuga á manni, sem býr í sama húsi og hún, bókaútgefand- anum Shep Henderson. Henni tekst að seiða þennan mann til sín og heilla hann svo að hann verður skyndilega afhuga heit- mey sinni, sem hann ætlaði að i lega veitt afurðalán út á þær bifgðir, sem eru fyrir hendi 1. nóv. Líklegt má telja, að Seðla- bankinn veiti 55% lán að þessu sinni út á landbúnaðarafurðir, eins og hann nú gerir, út á sjáv- arafurðir. Hvað viðskiptabank- arnir gera er rétt að fullyrða ekkert um, e.. ekki er ástæða til að ætla, að fyrirgreiðsla frá þeirra hendi verði lakari en verið hefur. í tilefni af óskum stéttar- s. mbandsins upplýsti ráðherra, að hann hefði ásamt bankamála- ráðherra átt viðtöl við bankastjór ana um lánamál landbúnaðarins. Hefðu þeir sameiginlega látíð bankana vita um óskir ríkisstjórn arinnar í þessu máli, en þær væru á þann veg, að landbúnað- urinn fengi ekki lakari fyrir- greiðslu en sjávarútvegurinn. kvænast daginn eftir. Gil og Henderson eru mikið saman eft- ir þetta, en í hvert sinn er hann fer fram á það að hún giftist sér, fer hún undan í flæmingi. Henderson skilur þetta svo að hún hafi hann aðeins að leik- soppi og í reiði sinni segir hann skilið við hana. En kvöld eitt verður kötturinn þess valdandi að Henderson á erindi við Gil. Þegar hann hittir hana, sér hann að hún er orðin gjörbreytt stúlka, enda hefur Gil orðið það ljóst að hún elskar Henderson í raun og veru. Hún var orðin heilbrigð stúlka því að fyrir mætti ástarinnar hafði hinn ó- hugnanlegi töframáttur orðið að víkja. M!ynd þessi er mjög óvenju* leg að efni og allur ytri búnaður hennar er í ágætu samræmi við efnið. Leikurinn er einnig prýði- legur, enda fara ágætir leikarar með aðalhlutverkin, svo sem James Steward, Kim Novak og Jack Lemmon. ★ « > td KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR ★ < * KVIKMYNDIR * SKRIFAR UM: ★ KVIKMYNDIR 2 C ►-t w ★

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.