Morgunblaðið - 01.11.1962, Side 20
MORGVNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 1. nóvember 1962
2ti
^HOWARD SPRINGv.
71
RAKEL ROSING
Og hreinskilnislega, að hún elsk-
aði ekki Maurice Bannermann,
en gæ-ti hins vegar vel þegið þetta
allt af honum, af því að nú væri
hún fær um að endurgjalda það
ríkulega. hún mundi setja á þetta
hús merki frægðarinnar, , sem
hún fann, að var eins nærri
henni og kápa, sem hún ætlaði að
fara að klæða sig í. Þarna í
danssalnum gerði hún samning
við sjálfa sig sem höfuðið en
ekki hjartað las nenni fyrir.
í>að reyndist því auðveldara,
sem hjartað ónáðaði hana ekki
lengur. Þessi snöggi blossi, sem
hafði uppljómað líf hennar
skamma stund og svo ákaft,
hafði verið staðfesting á rétti
konunna, til þess að taka mann,
án þess að þurfa að leggjast svo
lágt að gera samning um það.
Hann hafði verið snögg upp-
reisn gegn viðjum fátæktarinnar,
sem höfðu haldið fegurð hennar
fanginni. Og nú, þegar skynsem-
in gaf henni snögga og ákveðna
skipun, gat hún hrundið þessum
manni frá sér jafn auðveldlega
og hún nafði tekið hann til sín.
Hún gekk enn um gólf þarna
og velti því fyrir sér, hvort ekki
ástríða hennar gæti blossað upp
aftur, svo að ekki yrði við neitt
ráðið. En hún bægði þeirri hugs-
un fljótlega frá sér. Það var fram
tíðarinnar að skera úr því í bili
skyldi hún hugsa með höfðinu
einu.
Hún gekk aftur til stofu sinn-
ar og var nú mjög róleg. Hún
hafði átt þannig ævi, að slíkt var
nauðsy-n. Ef hún átti að varðveita
sálarró sína, varð hún að eiga
öruggan efnahagsgrundvöll. Hún
samgladdist sjálfri sér með það,
að hafa gert sitt bezta, eftir at-
vikum, til að tryggja hann.
Julian Heath kunni því alls
ekki illa, að Rakel skyldi hafa
yfirgefið hann, og hefði nú loks-
ins fengið fullnægingu. Þetta
hafði verið stórkostleg reynsla
fyrir hann, og hann hafði lært
mikið af henni, en hitt hafði
hann aldrei hugsað sér, að þetta
yrði til frambúðar. Undir þessum
kæruleysislegu ytri töfrum sín-
um var Julian grimmilega met-
orðagjarn, og eitthvað hóflegri
nautnir en þessar í sambandi við
Rakel voru honum nauðsynleg-
ar, ef hann átti að koma ein-
hverju í verk. Heldur ekki var
hann neitt hrifinn af að komast
í flækjur meðal þeirra, sem hann
umgekkst, því að hann var nógu
raunsær til þess að kunna að
meta áhyggjulítið líf. Hann var
hvorki hrifinn af hjónaskilnuðum
né hinu að giftast Júðakonu. Það
voru ýmsir flekkir á ættartöflu
Heath-ættarinnar: það var nú til
dæmis Georgiana hin glæsilega
— en þessir flekkir voru þó að
minnsta kosti allir af innlendum
uppruna, og Julian hafði enga
löngun til að fara að breyta
þessu.
Þannig varð það, að eftir
nokkrar formlegar heimsóknir og
nokkur kurteisleg andvörp, eins
og hann héit, að bezt ætti við,
tókst honum að mjaka sér frá,
svo að þau Rakel hittust nú
ekki lengur nema það, sem nauð
synlegt var í sambandi við „Veik
an ís“, er þau þurftu að mæta á
fundum ásamt öðrum, sem að
leiknum stóðu. Bæði voru þau
svO himiitlifandi yfir því, að leik-
urinn kæmist upp á fjalirnar,
þrátt fyrr allt, að bráðlega svo
önnum kafin við æfingarnar, að
þetta skyndiskot þeirra hvarf
brátt og eftir varð ekki nema
minningin ein, og þau áttu hægt
með að hittast og vinna saman,
án allrar feimni.
Allan ágústmánuð þrælaði fólk
ið baki brotnu og allir voru full-
ir áhuga á að láta það takast vel.
Þau höfðu öll verið undir dauða-
dómi, en höfðu nú verið náðuð,
og það hvatti áhuga þeirra. Svo
mikið var í húfi fyrir alla: fyrir
Julian var það ágóðinn, sem
hann hafði svo lengi beðið eftir
og fyrir Rakel var það frægðin,
sem hún brann af þrá eftir, und-
ir köldu ytra borði, og fyrir hina
var það lífsuppeldið, sem hafði
næstum verið hrifsað frá þeim
fyrirvaralaust. Mina var sú eina,
sem virtist ekki eiga sér neina
persónulega hvatningu til að
reka sig áfram, en þó vissi hún
ein, að þetta var fyrirtæki
Maurice Bannermanns, og hún
ein var að vinna fyrir hann, svo
að hann yrði ekki fyrir von-
brigðum og tapi.
Maurice kom sjálfur hvergi
nærri en dvaldi áfram í Chicheist
er. Þegar bréf frá honum barst
Rakel heim til hennar, þorði hún
naumlagast að opna það. Svo
mikið var í húfi um afstöðu
Maurice. Loksins las hún þó bréf
ið og var innilega þakklát. Maur-
ice veik alls ekki að heimsókn
Ihennar. Hann kvaðst visis um,
að það gleddi hana að hann
færi dagbatnanc... og lengdi göngu
ferðir sínar dag frá degi, og
vonaði, að þegar hann kæmi
Iheim, yrði hann orðinn alveg
jafngóður. Hann hefði beyrt, að
leiksýningin yrði að veruleika
Og samgladdist Rakel af því til-
efni. Þú veizt, sagði hann, hvað
ég var hrifinn af frammistöðu
þinni í Markhams, og það væri
mér ósegjanleg ánægja ef fram-
hald yrði á því í London, og ef
þetta leikrit yrði það fyísta, sem
gæfi snilligáfu þinni tækifæri til
að njóta sín. Ég ætla ekki að
verða fyrir þér, eða ónáða þig
meðan æfingarpar standa yfir,
þessvegna ætla ég að verða
hérna alveg fram að frumsýn-
ingunni. En þá kem ég líka.
Vertu alltaf blessuð!
Þetta var rólegt bréf og laust
við alla tilfinningasemi — ein-
mitt það, sem hún hafði búizt
við af Maurice, en hún varð ofsa-
iglöð. Það eyddi síðasta skýinu
af himninum hjá henni. Nú gat
hún snúið sér heils hugar að
verkefninu, sem fram undan var.
Frá þessari stundu var hún svo
viss um frægðina, að henni
fannst hún geta lyft henni af
höfði sér eins og raunverulegri
kórónu.
XXXI.
1.
Mike Hartigan kom frá Chi-
chester daginn áður en frumsýn-
ingin á ,,Veikum ís“ átti fram áð
fara, og hafði með sér köttinn
Omar Hann hafði nóg að gera
og eitt var að undirbúa viðhafn-
arveizlu í SavOy-hótelinu, þang-
— Þið hafið víst ekki föt með sa ma sniði, en aðeins minni fletum?
að sem Maurice hafði boðið öll-
um leikendunum, svo og skipta-
ráðsmönnum Cecils Hansfords og
fáeinum fleirum.
Þennan dag, tólfta september,
var yndislegt veður. Þ'egar Rakel
•vaknaði, gat hún séð mjólkur-
bláan himininn hvelfast yfir
rauða og bláa toppana á trján-
um og teygja sig eins og silki-
klæði. Hún lét færa sér morgun-
blöðin og las leikhúsauiglýsingarn
ar. Þarna var hún, sem hún leit-
aði að, og hennar eigið nafn
með jafnstórum stöfum og nafnið
á leikritinu. Og það sem meira
var: eitt blaðið hafði dálksþriðj-
ung með mynd af henni — eina
þessara, sem hún lét taka forð-
um í Bond Street, þegar hún var
svo heppin að vera með háa
kambinn í hárinu — sem hafði
'borið við sigur sinn í Markhams
Og svo heppilega vildi til, að hún
hafði haft í töskunni sinni.
Þetta var nú allt gott og bless-
að. Hún fann ekki til neins æs-
ings, aðeins innilegrar eftirvænt-
ingar. Hún var komin yfir það
helzta, eins og það að sjá nafnið
sitt á hurðinni að búningsher-
berginu, og að sjá rafvirkjana að
vinnu framan á leikhúsinu, þang-
að til nafnið hennar blossaði upp
í Ijósstöfum. Nei, hún fann til
einskis annars en vongleði, sem
altók hana alla, og svo ofurlítill-
ar eftirvæntingar, að þessi dagur
yrði fljótt að kvöldi.
Marilyn Monroe
eftir Maurice Zolotov ESÍ
Hún er hrifnust af grönnum
mönnum svipuðum Abraham
Lincoln í vaxtarlagi. Nunally
Johnson var svo sem nógu grann-
ur, en hvorugt þeirra skildi það,
sem hitt sagði, en samt var hún
hrifin af honum. Hann var mein-
yrtur, eins og tízka var eftir
1920, og Johnson gaf lítið fyrir
siðareglurnar í Hollywood og
og gaf fjandann í ýms
ar erfðakenningar og venjur.
Ef Marilyn hefði skilið hin mein-
legu orðatiltæki hans og athuga
semdir, hefði hún líklega orðið
honum sammála. En hún var
alltaf á verði gagnvart talsmát-
anum í Hollywood, af hræðslu
við að gera sig hlægilega. Þess
vegna þorði hún illa að svara,
því að þá yrði ef til vill snúið
út úr orðum hennar — og það
gæti komizt alla leið i blöðin.
En nú kom Negulesco til hjálp-
ar og umvafði hana sinni rúm-
ensku kurteisi og nærgætni. Ég
spurði hana, hvérnig honum
hefði tekizt að telja henni hug-
hvarf.
„Ja, ég veit ekki“, svaraði
hann. „Ég hafði mikla samúð
með henni og hún finnur það“.
Víst var um það, að hann gat
talið henni hughvarf og hún sam-
þykkti að taka að sér hlutverk
Polu. í hálfan mánuð, áður en
upptökurnar hófust, hitti Negul-
esco hana oft og þau átu þá
stundum saman, en aldrei spag-
hetti. Stundum töluðu þau um
kvikmyndir og sundum um list-
ir.
„Þessa stúlku þyrstir í þekk-
ingu“ sagði Negulesco. „Hún er
sein að læra en lærir samt. Það
er erfitt að komast nærri henni.
Hún verður þoku'kennd og reisir
einhvern varnarmúr milli sín og
umheimsins“. Hann málaði olíu-
mynd af henni og útskýrði fyrir
henni vinnuaðferð sína. Fræddi
hana um po-st-impressjónistana.
Hún varð hrifin . Hann segir, að
spurningar hennar hafi verið
skynsamlegar.
Einu sinni andvarpaði hún
þreytulega og sagði: „Ég held
ekki, að ég skilji þessi nútíma-
málverk, og Negulesco svaraði:
„Listin er eins og kynþokkinn.
Hún er ekki til að skilja hana
•heldur til þess að finna hana“.
Og þau töluðu um bókmennt-
ir, og hún bað hann lána sér
bækur, sem hann hafði talað um
en hún ekki lesið, og hann lán-
aði henni bækur eftir Heming-
way og fleiri. Svo töluðu þau um
bækurnar, eftir að hún
hafði Jesið þær. Hann var fyrsti
leikstjórinn — eftir Huston —
sem hafði „komizt í samband"
við hana.
Negulesco heldur þvi fram, að
kynþokkinn stafi af einhverjum
efnum í henni, en ekki frá aug-
unum eða líkamanum.
„Hún er í augum okkar karl-
manna eitthvað, sem við þráum
allir í draumum okkar, sem ekki
rætast“, sagði hann. „Hún er
stúlka, sem mann langar til að
taka með fram hjá konunni
sinni. Það hlýtur að vera dauður
maður, sem henni tekst ekki að
koma í æsing. En hún á við
hræðileg vandamál að stríða.
Hugsaðu þér bara sjálfur. Hvern-
ig getur nokkur verið eðlileg
manneskja og hagað sér eðlilega
— til dæmis étið kartöflustöppu
— vitandi það, að 150 þúsund
manns um allan heim þráir það
heitast að sofa hjá manni.
Fyrsta upptökudaginn kom hún
í tæka tíð og hann varð hrfinn
af því, að hún kærði sig kollótt-
an um reglurnar viðvíkjandi bún
ingsherbergjunum. Venjulega er
það svo, að þegar fleiri stjörnur
eru saman í mynd er þetta sál-
rænt vandamál. Marilyn var al-
veg sama'þó að hún kæmi fyrst
fram. En það leið nú samt ekki
á löngu áður en hún fór að láta
bíða eftir sér. Fyrstu vikurnar
atyrti Negulesco hana fyrir ó-
stundvísi. Hann sagði henni, að
hún hefði átt að koma klukkan
níu, en komið tíu mínútur yfir
ellefu.
„Ég var hjá þér í huganum
klukkan níu“, sagði hún.
Hann sagði henni víst ekki, að
ljósmyndarinn gæti ekki . náð
huganum á myndina, heldur
brosti eins og hetja og stillti sig.
Svo setti hann henni tíma kluikk-
an 7, til þess að gera ráð fyrir van
höldum, og vonaðist eftir, að þá
mundi hún koma klukkan hálf-
níu og vera tilbúin til vinnu
klukkan tíu.
En svo gekk hinsvegar vinnu-
ákafi hennar alveg fram af hon-
um. Þegar hún var byrjuð á ann-
að borð, gat hún þrælað í tíu—
tólf klukkustundir í einni lotu,
og meðan hún var við vinnuna,
var hugur hennar allur við leik-
handritið. „Ef maður segir góðan
daginn við hana, eða gott veður
í dag, þá svarar hun með setn-
ingu úr handritinu", segir Negul-
esco. Hún gleymir öllu nema
verkinu, sem hún er að vinna“.
Einhverntíma var það, að leik-
stjórinn, sem stjórnaði tal-upp-
tökunni, las setninguna, sem
Betty Grable átti að segja, á æf-
ingu með Marilyn. Marilyn leit
upp úr handritinu og sagði:
Betty, nú held ég, að ég hafi
það“. Þá sá hún, að þetta var
karlmaður, sem hún var að tala
við og heimtaði endurtekningu.
„Nú, þú ert þá ekki Betty
Grable“, sagði hún.
„Það hélt ég aldrei, að ég
væri“, svaraði hann.
Hún hafði gaman af æfingum.
„Hún var alltaf að æfa“ segir
Negulesco. „En það er ástæða til
þess. Hún er sein að hugsa og
gerir það vandlega. Hún er ekki
eins bráðskörp og Backall. Miklu
seinni á sér. Maður þarf að hafa
stjórn á hraðanum hjá henni, og
hafa márgar æfingar með henni.
En þegar hún loksins er búin að
læra atriði og kann allt utanbók-
ar og svo verður að gera ein-
hverja breytingu — það er hrein
asta morð. Henni er meinilla við
allar slíkar breytingar. En ef
leikstjórinn vill leggja það á sig
að fá hraðann hennar á tilfinn-
inguna og fara eftir honum, getur
hún sýnt frábæran leik.
Fyrsta mót Betty Grable við
stúlkuna, sem átti eftir að setjast
í sæti hennar sem fremsta ljós-
hærða leikkonan hjá 20th, varð
ekki eins spennt og búizt hafði
verið við. Marilyn var hin auð-
mjúkasta, og ungfrú Grablé tók
því, sem koma vildi með hæ-
versku. Þegar þær heilsuðust,
hvíslaði ungfrú Grable: „Góða
mín..ég er búin að fá það, sem
mér ber. . taktu nú við“.
• Marilyn var það mikið áhuga-
mál að hafa ungfrú Grable góða.
Einu sinni, þegar hún átti í einu
atriðinu að hrinda henni ofur-
lítið, gerði hún það svo rösklega,
að hin hrasaði og datt. Marilyn
hjálpaði henni á fætur. ,,Æ, fyrir
gefðu“, sagði Marilyn. En hvað
ég skammast mín. Meiddirðu þig
ekki?“
Betty brosti. „Þetta var ekki
þér að kenna. Ég stóð á öðrum
fæti“.
Seinna steig Marilyn ofan á
hana Og Betty kveinkaði sér, en
Marilyn baðst afsökunar. „Ég
veit, að þetta var mér að kenna.
Fyrirgefðu. En ég gerði það ekki
viljandi"
„Það var ekki neitt“.
„Æ, ég óhreinkaði skóinn þinn".
„O, það gerir akkert til. Skór-
inn kernur ekki á myndinni. Auk
þess á fyrirtækið hann, en ekki
ég. Þetta er allt í lagi“.
Við Laureen Backall áttl
Marilyn ekki nema lauslega
kynningu. Ungfrú Backall, sem
var veraldarvön heimsmann-
eskja, var ekkert hrifin af svona
uppgerðri duttlungadrós. Þær
voru kaldar og kurteisar hvor
við aðra.
Nunnally Johnson var að þvi
leyti frábrugðinn Negulesco, a8
Marilyn vakti óróa hjá honum.
„Ég hafði áður samúð með leik-
konum og vandamálum þeirra“,
sagði hann einu sinni við mig,
„en Marilyn setti þá samúð al-
gjörlega út um þúfur. Hún legg-
ur það ekki á sig að rækja heima
vinnuna sína. Oftast var hún ann
aðhvort óðagotsleg eða köld.