Morgunblaðið - 01.11.1962, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 1. nóvember 1962
MORGVNBLAÐIÐ
23
Ný landa-
bréfabók
RÍKESÚTGÁFA námsbóka Ihefur
gefið út nýja landabréfabók,
prentaða í mörgum litum. Um
útgáfuna sáu Helgi Elíasson
íræðslumálastjóri, Einar Jdagnús
eon menntaskólakennari og
Ágúst Böðvarsson forstjóri Land-
mælinga íslands.
Tvær af flugvélum Loftleiða á Reykjavíkurflugvelli.
Einstöik kort eru m.a. þessi:
Hnattkort, sérkort um loftslag,
ihafstrauma, gróðurbelti, þjóð-
flokka og trúarbrögð, heimskauta
löndin, Reykjavík og nágrenni,
ísland: bergtegundir, landgrunn
og fiskimið, Ísland: Yfirlitskort,
ísland: fjórðungakort (4 opnur),
Norðurlönd og ýmis önnur ein-
Btök Evrópulönd, heimsálfukort,
sérkort af Reykjavík (miðbaen-
um) og Akureyri. Á kápu er
stjörnukort og kort af Palestínu
á Krists dögum. Aftast er nafna-
skrá með um 5500 nöfnum. —
Bókin á að geta nægt bæði fyrir
barnaskóla og gagnfræðaskóla.
— Prentverk annaðist Kartograf-
iska Institutet, Stokkhólmi.
Pavel L. Batov, nýr yfir-
maður Varsjárbandalagsins.
Allir hásefarnir
iðulega drukkn^r
Vandræðadstand á brezkum togurum
YFIRMENN á Hulltogurunum
hafa lýst stríði á hendur hásetum,
sem smygla áfengi um borð áður
en lagt er af stað í veiðiferð.
Ástæðan er, að hásetarnir eru
iðulega svo drukknir, þegar kom
ið er út í mynni Humberfljóts,
að þeir geta ekki framkvæmt
fyrirskipanir yfirmanna sinna.
Leiðin frá Hull og niður fljótið
er þó aðeins 25 mílur.
Sérstakur fundur verður hald-
inn í félagi togararyfirmanna í
Hull til að reyna að finna lausn
á þessum vanda, sem veldur yfir
mönnunum og togaraeigendum
mikilla áhyggna.
Um þetta má lesa í „Fishing
Ne\\A“. Þar segir ennfremur, að
í Grimbyborg einni hafi 130 mál,
vegna ölvunar háseta eða
óhlýðni, komið fýrir dómstólana,
það sem af er þessu ári.
Hefur blaðið það eftir fulltrú-
um yfirmanna og sjómanna, að
iðuleg'a séu skipstjóri, stýrimenn
og vélamenn þeir einu sem
ódrukknir séu í byrjun veiðiferð-
ar.
Telja allir aðilar, að þetta sé
Kýt herráðsforingi her*a
Warsjórbandalagsins
Moskvu, 29. okt.
AP-NTB -Reu ter.
TILKYNNT var í Moskvu í dag,
að einu frægasti hershöfðingi
Rússlands, Pavel Batov, hafi ver-
ið skipaður herráðsforingi Var-
sjárbandalagsins. Ekki er ljóst
af tilkyningunni, hvenær skipun
þessi hefur verið gerð, en fyrir-
rennari Batovs i stöðunni, Alexei
Antomov, lézt í júní í sumar.
Æðsti yfirmaður alls hers Var-
sjárbandalagsins er hins vegar
Andrei Gretsjko, hershöfðingi.
Batov er hálfsjötugur að aldri.
Hann barðist í her rússneska keis
erans árið 1915 en tveim árum
síðar gekk hann í Rauða hesrinn.
í stríði Finna og Rússa árið
Umhleypingasamt
ÞÚFUM 31. október. Tíðarfar er
hér óstöðugt og umhleypinga-
samt, miklir stormar og únkom-
ur. Snjór er kominn nokkur til
fjalla og fjallavegir ófærir orðn-
ir. í byggð er yfirleitt bílfært,
en nokíkur svell komin sumstað-
ar og seinfært Síðari fjalialeitir
eru eftir og er beðið betra veð-
urs. — P.P.
Kaupmannahöfn,
31. okt. (NTB).
KÁSTRUP flugvöllur í Kaup-
tnannahöfn er nú fjórði stærsti
flugvöllur Vestur Evrópu að því
er varðar fjölda fanþega. 960
jþúsund farþegar fóru um völl-
inn á fyrra helmingi þessa árs. Á
sama tíma fóru 3,4 milljónir far-
þega um flughöfnina í London,
2 milljónir um París og 1,3 millj.
tun Frankfurt,
1939—40 var hann skipaður her-
fylkisstjóri og hermenn undir
hans stjórn gátu sér góðan orð-
stír í orrustunni um Leningrad.
Batov hefur fengið fjölda heið-
ursmerkja fyrir hugrekki og
hörku, meðal annars hefur hann
verið sæmdur Lenin orðunni
fimm sinnum og „Rauðu stjörn-
unni“ tvisvar. Á árunum 1943—45
var hann herforingi og barðist
undir stjórn Konstantin Rkos-
ovsiky marskálks, sem nú er að-
stoðar hermálaráðherra Sovét-
ríkjanna.
stórhættulegt og hafi oftar en
einu sinni valdið slysum og miklu
fjárhaglegu tjóni fyrir togaraeig
endur vegna tafa. Hver útgerð
ardagur kosti 300 sterlingspund.
Ein höfuðástæðan fyrir ástand-
inu er talin vera sú, að mjög væg
sekt liggi við, þótt skipstjóri kæri
hásetana fyrir ölvun.
Ennfremur segir blaðið, að tog-
araskipstjórar veigri sér við að
halda aftur til hafnar með háset-
ana til að draga þá fyrir lög og
dóm, þar sem það þýði allt að 5
sólarhringa töf fyrir togarann.
— Loftleiðír
Framh. af bls. 1
þykkt, á flugleiðinni milli ís-
lands og Bandaríkjanna. Þegar
svo við þessi flugfargjöld bætist
fargjald það, sem yfirvöldin hafa
samþykkt á leiðinni milli ís-
lands og Norður-Evrópu, verður
útkoman mun lægri heildarfar-
gjöld yfir Norður Atlantshafið
en SAS hefur leyfi til að bjóða
samkvæmt reglum IATA.
ÞRÓUN LOFTLEIÐA A
KOSTNAÐ SAS
Þessi lágu fargjöld hafa gert
Loftleiðum mögulegt á undan-
förnum tíu árum að auka svo
mjög starfsemi sína, að yfir sum
arið býður félagið upp á 11 ferð-
ir í viku yfir Atlantshafið, þar
af fimm með viðkomu á Norð-
urlöndum. Þar sem meirihluti
farþeganna er frá Norðurlönd-
um, hefur SAS lengi haldið því
fram að þróunin hjá Loftleiðum
hafi verið á kostnað SAS án þess
Eimskip vill fá þrjú
ný þúsund lesta skip
EIMSKIPAFÉLAG fslands hef
ur sent Morgunblaðinu eftirfar-
andi fréttatilkynmngu:
Stjórn Eimskipafélagsins hefur
ákveðið að leita tilboða erlend-
is frá í smíði tvegigja eða þriggja
vöruflutningaskipa, sem fermi
sem næst 900 tonnum af vörum
og hafi um 70 þúsund tenings-
feta lestarými. Slík skip eru um
1000 tonn D.W.
Eimskipafélagið hefur allt frá
upphafi látið smíða skip sín af
traustustu gerð með þeim full-
komnasta útbúnaði, sem hverju
sinni hefur verið fáanlegur og
verður ekki vikið frá þeirri
stefnu.
Með því að smíða slfkt skip
telur Eimskipafélagið maguleika
Taflklúbbur Æskulýðsráðs hóf vetrarstarf sitt nýlega. I vetur
starfar klúbburinn á fimmtudagskvöldum í Tómstundaheimil-
inu að Lindargötu 50. Leiðbeinandi klúbbsins er Jóhann Þórir
Jónsson, formaður Taflfélags Reykjavíkur, og mun hann fræða
piltana um ýmsar skákrcglur og venjur og efna til kappmóta
innan klúbbsins. — Myndin er frá keppni í skák milli skák-
klúbba frá Æskulýðsráði Hafnarfjarðar og Æskulýðsráði
Reykjavíkur síðastliðinn vetur.
á að bæta verulega þjónustu
sina við hafnir úti á landi, þannig
að eitt af þessum skipum sigli
í áætlunarsiglingum umhverfis
landið og hin tvö skipanna, milli
Islands og Evrópuihafna, með það
fyrir augum fyrst og fremst, að
þau flytji vörur beint til hafna
úti á landi án umihleðslu í Reykja
vík. Með þessu móti fá vöru-
eigendur vörurnar fyrr í hend-
ur en ella, og við það sparast
einnig mikil umhleðslukostnað-
ur.
Hugmyndin er að hraða nú
sem mest nauðsynlegum undir-
búningi að fyrrgreindum fram-
kvæmdum og verður fyrst unn-
ið að öflun tilboða í nýsmiíðarn-
ar, útvegun lána og nauðsynlegra
byggingarleyfa.
að SAS hafi haft leyfi til að
bjóða sömu kjör.
SAS leggur áherzlu á að fyr-
irkomulag þetta skapi félaginu
mikla erfiðleika vegna þýðing-
ar Norður Atlantshafsleiðarinn-
ar fyrir flutninga og fjárhag fé-
lagsins. Frá því 1952 hefur SAS
hvað eftir annað og árangurs-
laust reynt að fá lausn á þessu
vandamáli hjá IATA, og einnig
hefur félagið reynt árangurs-
laust að ná samningum við Loft-
leiðir.
Þess vegna er það að SAS og
Pan American flugfélögin kröfð-
ust þess á ráðstefnunni í Chandl
er að fá heimild IATA til að
bjóða sömu kjör og Loftleiðir.
Þetta vildi ráðstefnan ekki fall-
ast á, en tók hins vegar til greina
fyrirvara frá SAS, sem felur það
í sér að verðí hann ekki dreg-
inn til baka innan 45 daga, þá
falla ákvæði IATA um fargjöld
yfir Norður Atlantshaf úr gildi
1. apríl næsta ár. Geta þá öll
IATA félögin ákveðið eigin far-
gjöld með samþykki viðkomandi
yfirvalda.
FLUGFERÐIR MEÐ DC-7C
SAS mun kanna þetta far-
gjaldamál nánar næstu dagana,
og hefur félagið tilkynnt að það
sé reiðubúið að hefja flugferðir
með vélum af gerðinni DC-7C
til og frá New York, hugsanlega
með viðkomu á Grænlandi, og
verði fargjöldin samkeppnisfær
við fargjöld Loftleiða. Þetta er
þó háð þvx skilyrði að yfirvöld-
in á Norðurlöndum samþykki
fargjöldin. Hins vegar leggur
SAS áherzlu á að félagið muni
halda áfram reglubundnum flug
ferðum milli Norðurlandanna
og New York með DC-8 þotum
og með fargjaldi því, sem IATA
hefur ákveðið.
Talsmaður SAS segir að félag-
ið hafi tekið mjög ákveðna af-
stöðu til þessa máls, en ekki
taldi hann að það leiddi til úr-
sagnar SAS úr IATA.
ÞORARINN 30NSSON
löggiltur dómtúlkur og
skjalaþýðandi ( ensku
KIRKRJHVOLI — SÍMI 12966
Dnglegir unglingnr
eðo krokkur
óskast til að bera MORGUNBl LAÐIÐ
í þessi hverfi í borginni:
Njálsgata
Grettisgata II
Freyjugata
Berþórugata
Sörlaskjól
Tómasarhagi
Bugðulækur
Sólheimar
Drápuhlíð
Óðinsgata
Laugavegur efri
Reynimelur