Morgunblaðið - 21.11.1962, Side 3
Miðvikudagur 21. nóv, 1962
MORGLNBLAÐIÐ
3
>f
VIÐ erum stödid í kaffistofu
ÞjóöleikJiússins, en þar sitja
aðalleikendur og leikstjóri
Péturs Gauts, sem frumsýnd-
ur verður á annan í jólum.
Hál'ftím'a hié er á æfingum og
fréttamaður Mbl. grípur tæki-
færið til >ess að spjalla svo-
lítið við leikstjórann, Gerda
Ring, sem er mjög þekkt í
heimalandi sínu, Noregi.
„Hvernig lízt yður á £s-
land?‘<
„Alveg prýðilega, ég er
mjög þakklát, að mér skuli
veitast þetta tækifæri til að
setja hér upp leikrit, sérstak-
lega Pétur Gaut.“
„Hafið þér stjórnað Pétri
Gaut áður? “
„Nei, al’drei, en þetta er 10.
leikritið eftir Ibsen, sem ég
stjórna.“
„Er ekki Pétur Gautur
mjög oft sýndur í Noregi.“
„Jú mikil ósköp, hann er
okkar Hamlet og hefur verið
settur á svið ótal sinnum, og
STAKSTEINAR
Bull láttu o’ná þig betur. — Svo bíð ég við rúmstokkinn þinn. — Nú styttum við vöku og vet-
ur — með vísunum enn eitt sinn. (Ljósm. Mbl.: Sv. Þ.)
Hvar er mjoll, sem féll í fyrra?
þess vegna gerðar marg-
ar tilraunir með hann
oig ýmsum stefnum fylgt í
túlfcun hans, svo senri róman-
tískri stefnu eða þá færður
upp sem kristilegt „mystiskt“
leikrit. Pétur Gautur er saga
um göngu manns, gegnum líf-
ið, hann er dæmigerð mann-
eskja. Það er sjaldgæft á síð-
ustu árum að hafa tónlistina
(eftir Grieg) með leikritinu,
vegna þess hve það verður
langt. Ég ætla að reyna að
gera það dálítið einfaldara í
sniðurn. Það er ómögulegt að
láta sýninguna standa fram
yfir miðnætti — áhorfendur
verða orðnir dauðleiðir.“
„Hafið þér haft með hönd-
um leiikstjórn utan Noregis
áður?“
„Já, nokkrum sinnum. En
það er aðallega frásagnarvert,
að ég fór til Peking og setti
Rrúðuheimili Ibsens á svið.
Búningarnir og leiktjöldin
voru gerð í Peking eftir ljós-
myndum og tókust vel. Síðan
hófust æfingarnar og eftir
fyrstu vikuna var ég farin að
örvænta, því að aðeins hafði
tekizt að fara yfir 1. og 3.
þátt, en úr því fór ailt að
ganga eins og í sögu, og sýn-
ingin heppnaðist svo vel, að
• fólk úr sendiráðum Norður-
landanna sagði, að allt væri
norskt nema málið.“
★
„Hvernig lízt þér á hlut-
verkið, Gunnar?“
Frú Gerda Ring leikstjóri.
„Vel, auðvitað, en ég er
kvíðinn. Það er fyrst núna
eftir 5 daga æfingar, sem ég
fer að gera mér grein fyrir
hversu stórt hlutverk Péturs
Gauts er — það er ekki bara
stórt, það er risavaxið. Ég
hafði lesið Pétur Gaut aftur
á bak og áfram — upp til
agna, — en mér hefði aldrei
diottið í hug að verkefnið væri
svona óþrjótandi.“
„Það er alltaf svoleiðis með
Ibsen,“ segir frú Ring.
„Ég sé fjall fyrir framan
mig, sem ég þarf að klífa,“
segir Gunnar.
„En fjallið er mennskt,“
skýtur frú Ring inn.
Ég vildi hafa, að vinakrans — um vé míns gull kálfs stigi dans.
Fréttamaður snýr sér nú að
Arndísi Björnsdóttur og spyr,
hvernig henni sé innanbrjósts.
„Ég hef alltaf verið hrædd
við hlutverk Ásu.“
„Hvað er að heyra", segir
Gunnar, „þú veizt að þú pass-
ar einmitt í það.“
„Ég er hrædd um að lfkjast
einhverju af fyrri hlutverk-
um mínum.“
„Þú líktist að minnsta kosti
Ásu áðan,“ segir þá frú
Ring.“
Nú er hvíldinni lokið og
tími kominn til að hefja æf-
ingu að nýju.
,En ég verð að fá mynd af
yður, frú Ring,“ segir frétta-
maður.
„Ég er einhversstaðar með
umsl'ag fullt af myndum, en ég
er dökkhærð á þeirn öllum.
Núna er ég ljóshærð eins
og þér sjáið. Ég er náttúru-
lega búin að lita á mér hárið
í hundrað ár og um fimmtugt
fór ég að hafa það ljóst, og
aliar myndirnar eru teknar
fyrir þann tima. Ég er nú
hundrað ára. Komið þið með
upp og takið myndirnar.“
Er upp í æfingasalinn kem-
ur, leggst Arndís upp á dívan,
sem þar er, rís síðan upp við
dogg og hallar sér upp að
Gunnari sem situr við höfða-
lagið. Atriðið er dauði Ásu.
Pétur Gautur: Bull. Láttu oná
þig betur.
Ása: Ha, ha, ha.
Ása rekur upp skellihlátur
á banabeðinu og gefur þá
skýringu, að í sama mund
og hún hallaði sér í kjöltu
sonar síns hafi kveðið við í
•maga hans hið ferlegasta
garnagaul.
Næsta atriði gerist í Mar-
okkó. Við miðdegisverðar-
borðið sitja Master Cotton
(Ævar Kvaran), Monsieur
Ballon (Baldvin Halldórsson)
von Eberkopf (Rúrik Haralds
son) og Trumpeterstrále (Jó-
hann Pálsson). Pétur Gautur
ur er kominn í álnir og veitir
óspart.
Pétur Gautur:
Njóti hver, sem njóta má
— til nau'tna er skapað allt
það góða. —
Því skrifað er, allt fellur frá
og fer og kemur. Hvað má
bjóða?
Nú er myndatöku lokið og
við hverfum á braut.
Dálítið öfgafullir
Tíminn hefur verið óþreytandl
að líkja leiðtogum Sjálfstæðis-
flokksins við menn á borð við
Franco, Salazar, McCarty og jafn
vel Hitler sáluga. Lítt hafa slíkar
fullyrðingar um einræðishneigð
Sjálfstæðismanna verið rökstudd-
ar þar til í gær, að Framsóknar-
málgagninu finnst það hafa
sannanir á reiðum höndum. Það
segir, þegar rætt er um fram-
kvæmdalánið, sem fyrirhugað er
að taka í Bretlandi:
„Samt liggur svo mikið á að
fá lánsheimildina, að frumvarpið
verður að fara með afbrigðum
gegn um þingið. Þó er ekki farin
sú sjálfsagða leið að gera ráð
fyrir ráðstöfun fjárins síðar með
sérstökum lögum eða þingnefnd.
Nei, ríkisstjórnin heimtar þennan
viðtekna rétt Alþingis í sínar
hendur og krefst þess að fá að
skammta einráð e i n s o g
hver önnur einræð*
isstjórn. Og þetta skal
meira að segja lögfesta í heimild-
arlögunum. Kemur hér enn fram
ráðríki og óvirðing við Alþingi“.
Frekar á sem sagt ekki að
þurfa vitnanna við um einræðis-
tilhneigingar stjórnarvaldanna!
Hver á að
ráðstafa fénu?
Sannleikurinn um framkvæmda
lánið er sá, að stjómarandstæð-
ingar hafa óskað eftir því að
fá að hafa hönd í bagga með ráð-
stöfun þess, og hafa þá sjálfsagt
haft í huga yfirlýsingar sínar,
þegar þeir mynduðu vinstrl
stjómina um, að þá ætti gjör-
samlega að einangra stjórnarand-
stöðuna, Sjálfstæðisflokkinn. Auð
vitað hljóóa það að verða stjórn-
arflokkarnir, mcirihluti Alþingis,
sem úrslitaráð hefur um ráð-
stöfun fjárins. Það em þeir, sem
ábyrgð bera á stjórnarstefnunni.
Samt sem áður lýsti Gunnar
Thoroddsen fjármálaráðherra þvi
yfir, að hann vildi hugleiða á
hvern hátt væri hægt að koma
til móts við stjórnarandstöðuna,
andstætt því sem var stefna
vinstri stjómarinnar, sem taidi
megin atriði að einangra þáver-
andi andstöðuflokk. Kveinstafir
og geggjunaróp um einræði
koma sannarlega úr hörðustu átt,
þegar þau birtast í Timanum,
því það var einmitt þáverandi
formaður Framsóknarflokksins,
sem lýsti því yfir, að einangra
ætti Sjálfstæðisflokkinn, þegar
vinstri stjórnin tók völdin.
Hvorir eru ábyrgari?
Þegar dómurinn var fallinn f
máli Landssambands ísl. verzi-
unarmanna, lýsti forseti Alþýðu-
sambands íslands því yfir, að
hann teldi að
dóminn ætti að
engu að hafa og
sjálfsagt værl
að beita ofbeldi
og lögbrotum.
Naumast hefur
hann þó álitið að
slíkar aðfarir
væru liklegastar
til þess að
styrkja laun-
þegasamtökin í
heild, en um það varðaði hana
ekki frekar en fyrri daginn, held-
ur pólitísk völd sín og flokks
síns.
Þrátt fyrir skýlausan rétt sinn
til þingsetu þegar á fyrsta degi
Alþýðusambandsþings, ákváðu
verzlunarmenn hins vegar að
biða átekta til þess að firra vand-
ræðum. Þeir tóku ábyrga afstöðu
og vildu leggja sig alla fram um
að leysa málin af hógværð og
stillingu. Það er sannarlega mikiB
munur á afstöðu þeirra og Hanni
bals Valdemarssonar.
Ilannibal