Morgunblaðið - 21.11.1962, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 21. nóv. 1962
MORCUNBIAÐIÐ
5
Bandarískir háskólar gegna líku
hlutverki og furstarnir áður fyrr
Stutt spjall við bandaríska tónskáldið
Ingolf
FYRIR nokkru hitti frétta-
maður Morgunblaðsins að
máli bandaríska tónskáldið
Ingolf Dahl, er hér kom við
á heimleið til Bandaríkjanna
eftir ársdvöl í Evrópu, — en
systir tónskáldsins er gift ís-
lenzkum manni og búsett í
Reykjavík.
Ingolf DaM er af sænsku
bergi brotinn og fæddiur í
Svíþjóð. I>ar býr móðir hans
og fjölskylda, en sjálfur ílent-
ist hann í Bandaríkjunum
eftir margra ára námisdvöl
þar og kveðst nú telja sjálf-
an sig Bandaríkjamann. Áður
hafði Inolf Dahl stundað nám
í píanóleifc í Sviss, en er til
Bandaríkjanna kom varð hann
nemandi Nathaliu Boulanger
og fór þá fyrst að snúa sér að
tónsmíðum. Hann er nú bú-
I settur í Hollywood, en starfar
aðallega í Los Angeles sem
píanólei'kari, hljómsveitar
stjóri, tónlistarkennari og tón-
skáld. Er hann kunnur í
Bandaríkjunum fyrir að
stuðla verulega að viðgangi
og eflingu nútíma tónlistar.
Er heim kom nú í haust beið
I hans starf hljómsveitarstjóra
, Sinfóníuhljómsveitar S-Kali-
forníúháskóla í Los Angeles,
þar sem hann er kennari.
' Er við höfurn raett stundar
korn við Ingolf Dahl, kom í
( ljós, að hann vinnur nú að
samningi tónsmíðar fyrir
hljómsveit og kór og hefur í
hyggju að nota íslenzkan
texta við einn þátt verksins.
— Ég er að vona, að mér
1 takist að fella islenzka text-
ann þannig að músifcinni, að
ekki verði allt of erfitt til
söngs fyrir Bandaríkjamenn.
— Hvaða texta hafið þér í
hyggju?
— Væntanlega verður hann
úr einhverri af íslendingasög-
unum. Mágur minn, Glúmur
Björnsson, hefur verið mér
mjög hjálplegur og einnig Bo
Almquist, sem hér var fyrir
nokkrum árum, en hann vinn
ur nú að rannsóknum á ís-
Í' lenzku efni við háskólann í
Uppsölum. En við erum enn
að leita og höldum því áfram,
þar ti'l rétti textinn finnst.
Dohl
Það mun eflaust taka mig
mörg ár að ljúka þessu verki.
Hvaðan eru textar hinna
þátta verksins teknir?
— í fyrsta þætti verksins,
sem ég mun kalla „Incantat-
ions“, er textinn úr babýlon-
ísku, en í enskri þýðingu og
í öðrum þætti úr miðalda
ensku, — ljóð, sem notað hef
ur verið til þess að særa
brott sjúkdóma.
★ ★ ★
Ingolf Dahl hefur um ára-
bil starfað við kvikmynda-
ver og útvarpsstöðvar í Holly
wood, en segir kvikmynda-
lífið þar lítt líflegt orðið og
beri margt til, m.a. sjón-
varpið, sem aftur notar minni
tónlist en kvikmyndir og
útvarp.
Sem fyrr segir, hefur Inolf
Dahl dvalist s.l. ár í Evrópu.
Hafði hann ársfrí frá störf-
um við háskólann, svokallað
„Sabbatical leave“, sem há-
skólakennarar fá sjöunda
hvert ár á hálfum launum. Á
ferðalagi sínu dvaldist DaM
lengst í afskekktum smábæ í
Austurríki og vann að tón-
smíðum. En hann ferðaðist
einnig víða, hélt tónleika í
Þýzkalandi og flutti fyrir-
lestra og í íebrúar s.l. lék hann
í Stokkhólmi á hljómleikum,
sem nefndust „Nutidens Mus-
ik“. Þar var frumflutt verk
eftir hann, tríó, og í sænska
útvarpinu voru flutt nokkur
fleiri verka hans. Tónsmíðar
Ingólfs Dahl eru fjölbreyttar
að formi, mun hann hafa feng
izt við flest tónlistarform
nema óperuna.
Það kom ennfremur í ljós,
að Dahl er vel kunnuigur meist
aranum Stravinsky. Hann hef
ur flutt mikið af verkum
hans og haft með höndum fyr-
irlestra við háskólann um tón-
list hans. Þó vildi Dahl lítt
um hin persónulegu kynni
þeirra segja —
— Það hefur verið mér mik-
il blessun, að hafa þekkt
Stravinsky svo vel, segir
Dahl, — hann er gæddur ó-
trúlegu þreki, andilegu og lík-
amlegu, af áttræðum manni
að vera. Hann heldur áfram
að semja tónsmíðar, heldur
áfram að koma heiminum á
óvart. Stravinsky hefur yndi
af að ferðast og stjórna Mjóm
sveitum sem gestur og gerir
mifcið af því.
— Er það honum ekki erfitt
toítleiðir h.f. Leifur Eiríksson er
væntanlegur frá NY kl. 6. Fer til
I.uxemborgar kl. 7.30. Kemur til baka
frá Luxemborg kl. 24. Fer til NY
kJ. 01.30. Eríkur rauði kemur frá NY
kl. 10. Fer tii Osló, Kaupmannahafnar
©g Helsingfors kl. 20.30.
Pan American flugvél kom tll Kefla
vikur í morgun frá NY og hélt á-
leiðis til G-lasgow og London. Flug-
véiin er væntanleg í kvöld og fer
þá til NY.
Flugfélag fslands h.f. Millilandaflug:
Hrímfaxi fer til Glasgow og Kaup-
mannahnfnar kl. 08:10 I dag. Væntan
leg aftur til Rvíkur kl. 15:15 á morg-
un. Innanlandsflug: í dag er áætlað
að ffljúga tU Akureyrar (2 ferðir),
Húsavíkur, ísafjarðar, og Vestmanna-
eyja. Á morgun er áætlað að fljúga
til Akureyrar (2 ferðir), Egilsstaða,
Kópaskers, Vestmannaeyja og Þórs-
bafnar.
Hafskip h.f.: Laxá losar sement I
Skotlandi. Rangá kom til Bilbo 19.
þjn. Hans Boye fór frá Stettin 16.
þ.m. til Akraness.
Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.:
Katla er á leið til Stettin. Askja er
á leið til Rotterdam.
H.f. jöklar: birangjökull er væntan
lega l Gdynia, fer þaðan tU Ham-
borgar Fleklkefjord og Rvikur. Lang-
jökull er á leið tU Camden U.S.A.
Vatnajökull fór í morgun frá Rotter
dam áleiðis til Rvíkur.
SkipadeUd S.Í.S.: Hvassafell fer í
dag frá Honfleur áleiðis tU Antwerp-
en, Rotterdam Hamborgar og Rvíkur.
Arnarfell fór væntanlega í gær frá
Leningrad áleiðis tU Gdynia, Stettin,
Hamborgar, Grimsby og íslands.
Jökulfell er í Glouchester, fer það-
an á morgun tU NY. Disarfell losar
á Norðurlandshöfnum. I.itlafell fór
18. þ.m. frá Eskifirði áleiðis tU Ham
borgar. Helgafell lestar á Austfjarða-
höfnum. Hamrafell fór 17. þ.m. frá
Reykjavík áleiðls til Batumi, Stapa-
fell er á leið til Rvikur frá Húna-
flóahöfnum.
Áheit og gjafir
Áheit og gjafir á Strandarkirkju afh
Mbl. G.H.; 200; K.N. 50; G.G. 50;
B.S. 65; V.S. 500; Á.Ó. 450; Halidór
Jónsson 200; M.H. 300; ónefndur 50;
ómerkt 100; þakklát 100; J.M. 50;
Dísa og Magga 100; Ó.H. 500; þakklát
móðir 25; ónefndur 35; S.F. 200;
gamalt áheit 100; Ásta 50; S.K. 20;
Gunnar 50; Ó.G. 100; Kona 500; + 50;
+ 50; .S. 100; áheit frá M.G.M. og
Benna 150; Ágústa 35; Þ.L. 500; G.F.
100; A.B. 100; Ómerkt í bréfi 50;
Oddhildur 100; T.K.Í. 200; S.K. 250;
Ingigerður 25; Gamalt áheit; S.J. 500
G.S. 100; E.E. 100.
Söfnin
Minjasafn Reykjavíkurbæjar, Skúia
túnl 2. opið dag’ega frá kl. 2—4 gl*.
nema mánudaga.
Bæjarbókasafn Reykjavíkur, siml
Ing'olf Dahl
svo fullorðnum manni?
— Jú, víst mun það vera,
en hann hefur sérstakan að-
stoðanmann, sem getur annazt
æfingar fyrir hann og létt af
honum ýmsu erfiðL
— Að lokum, Ingolf DaM,
hvað viljið þér segja okkur
uim tónlistarlíf í Bandiaríkjun-
um.
— Um það er ekki margt
hægt að segja í stuttu máli.
Það er líflogt og fjölþœtt í
stórborgunum, en í minni borg
úm skortir þar mikið á. Há-
skólar Bandaríkjanna hafa af-
ar mikilvægu hlutvenki að
gegna í þessu sambandi, eink-
um að því er varðar flutning
sérstæðrar eldri tónlistar og
nútímatónlistar. Þar sem í
Evrópu eru sénstakir tónlist-
arháskólar eru í Bandaríkj-
unuim tónlistardeildir við
stóru hiáskóilana, svo sem er
um aðrar listgreinar. HJljóm-
leikialhald á . v-egum háskól-
anna byggist ekki á sölu að-
göngumiða — en það a-triði
vill oft ráða mildu um efnis-
val tónleika — og tónleikarn-
ir ná til mikils fjödda stúd-
enta, ekki aðeins þeirra, sem
tóMistarnám stunda. Þannig
gegna bandarísiku háskóilarnir
að vissu leyti sama hiutverki
og furstar og konungar fyrri
alda. Áhugi unga fólfcsins í
Bandaríkjunum á músík er
mikill og fer vaxandi og marg
ir ungir tónlistarmenn eru
gæddir mjög miklum hæfileik
um. Það í sjálfu sér veldur
manni bæði gleði og áhyggj-
um, því að ennþá eru hvengi
nægileg tækifæri til þess að
nýta til fullnustu þessa ágætu
hæfileika og láta þá blómstra.
Góðar hljómsveitir eru ttl-
tölulega fáar miðað við þann
hinn mikla fjölda Mjómlistar-
manna. Það liggiur við maður
öfundi þjóðir eins og Svía,
þar sem skortur hljóðfæra-
ieikara háir eflingu tónlistar-
lífsins.
1-23-08 — Aðalsafnið Þinghoitsstræti
29A: Útlánsdeild: 2-10 alla virka daga
nema laugardaga 2-7 og sunnudaga
5-7. — Lesstof an: 10-10 alla virka
daga 2-7. — Útibúið Hólmgarði 34:
Opið 5-7 alla virka daga nema laug-
ardaga og sunnudaga. — Útibúið Hofs
vallagötu 16: Opið 5.30-7.30 alla daga
daga nema laugardaga 10-7 og sunnu-
nema laugardaga og sunnudaga.
Þjóðminjasafnið er opið þriðjudaga,
fimmtudaga, laugardaga og sunnu-
daga frá kl. 1.30 til 4 e.h.
Tæknibókasafn IMSl. Opið alla
virka daag frá 13-19 nema laugardaga
frá 13-15.
Listasafn fslands er opið þriðju-
daga, fimmtudaga, iaugardaga og
sunnudaga frá kl. 1.30 til 4 e.h.
Listasafn Einars Jónssonar er opið
á sunnudögum og miðvikurdögum
frá kl. 1.30 til 3.30 e.h.
Asgrimssafn, Bergstaðastræti 74 er
opið priðjud., flmmtud. og sunnudaga
frá kl. 1.30—4 e.h.
Ameríska bókasafnið, Hagatorgi 1,
er opið mánudaga, miðvikudaga og
föstudaga, kl. 10—21, þriðjudaga og
fimmtudaga kl. 10—18. Strætisvagna-
ferðir: 24,1,16,17.
FRÉTTASÍMAR MBL.
— eftir íokun —
Erlendar fréttir: 2-24-85
Innlendar fréttir: 2-24-84
Myndavél 35 mm Voigtlander, með 2 aukalinsum til sýnis og sölu mjög ódýrt, í Hrað- myndum Laugavegi 68, eða uppl. í síma 50146 eftir kl. 7. Síldarsaltendur Vanur síldiarverkunarmað- ur vill taka að sér að sjá um sildarsöltun á góðri síldarsöltunarstöð. Tilboð sendist Mbl. fyirir 23. þ. m., merkt: „Síldarverkun 3319“
SÁ, SEM FANN rautt pennaveski á 5 sýn- ingu í Austurbæjarbíói a föstudag, er beðinn að skila því að Bárugötu 16 eða hringja i 15139. Atvinna Kona milli tvítugs og fertugs óskast til afgreiðslu starfa í sælgætis- og tóbaksverzlun. Vinnutími eftir samkomuiagi. Uppl. í síma 20915.
Verðtilboð óskast í Guðbrandarbiblíu, tölu- sett eintak af útgáfu Lithoprents. Tilboð, merkt: „Strax — 3316“, sendist afgir. blaðsins. Vanur afgreiðslumaður óskar eftir atvinnu við verzlunarstörf. Tilboð send ist Mbl. fyrir nk. föstu- dagskvöld merkt: „Atvinna — 3082“.
Til sölu sem nýr tveggja manna svefnsófi, einnig 2 stólar. Uppl. í síma 16954 Einnig tvær saumavélar. Uppl. í síma 15153. Góð smjörbrauðsdama óskast. Aðallega morgun- vaktir. Björnin, Njálsgötu 49.
Údýrt! Ódýrt!
Karlmannajakkar
svampfóðraðir.
Seldir fyrir aðeins kr. 495.00
Smásala — Laugavegi 81.
Tónleikar í Háskólabíói
SINFÓNÍUHLJÓMSVEET ÍSLANDS
RlKISÚTVARPH)
Fimmtudaginn 22. nóv. kl. 21.00.
Stjórnandi- WILLIAM STRICKLAND.
Einsöngvari: KRISTINN HALLSSON.
Efnisskrá:
Girolamo Frescobaldi: Tokkata
Johannes Brahms: Fjögur andleg ljóð
Claude Debussy: Tvær Noktúrnur
Igor Strawinsky: Suite nr. 1
Igor Strawinsky: Scherzo á la Russe.
Aðgöngumiðar í bókaverzlun Sigfúsar Eymundsson-
ar, Bókaverzlun Lárusar Blöndal á Skólavörðustíg og
í Vesturveri.
Hjúkrunarkonu
vantar nú þegar á sjúkrahúsið á Hvammstanga og
aðra um miðjan desember. Laun samkvæmt launa-
lögum eða samkomulagi. Sér íbúð. Upplýsingar hjá
formanni sjúkrahússtjórnar, Ingólfi Guðnasyni,
hreppstjóra, Hvammstanga.
Sjúkrahússtjórnin.
Rösk stúlka
óskast til afgreiðslustarfa í nýlenduvöruverzlun.
Upplýsingar í síma 12555 eftir kl. 8 í síma 35396.
Afgreiöslustúlka
Fataverzlun í Miðbænum óskar eftir stúlku sem allra
fyrst: Hálfan daginn kemur til greina. Tilboð send-
ist afgr. Mbl merkt: „Aukastarf — 3352“.