Morgunblaðið - 21.11.1962, Síða 10

Morgunblaðið - 21.11.1962, Síða 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Miðviku'dagur 21. nóv. 1962 Tónleikar Sinfóníu- hljómsveitarinnar „Wenn es etwas gibt, das ebenso schlimm ist, als wie den Fortsc- hritt hemmen zu wollen, so ist es dieses: ihn kopflos zu forcier- en . . .“ (Ef eitthvað er til jafn- iUt og það að vilja hamla fram- förum, þá er það þetta: að hrinda þeim fram með hugsunarlausu of- forsi . . 0 — Ferruccio Busoni. NÝJUNGAGIRNIN er mikil drif- fjöður í allri framvindu mann- legs lífs og undirrót flestra fram- fara. En því miður er það ekki öllum gefið að brjóta nýjar brautir, og flestir verða að láta eér lynda að feta að mestu troðna stigu, ef til vill í von um að kom- ast feti lengra en fyrirrennarar þeirra. Til þess að sú von geti rætzt, verða þeir að þekkja til hlítar þá leið, sem farin hefir verið á undan þeim. Að öðrum kosti verður viðleitnin hugsunar- laust brölt af því tagi, sem braut ryðjandinn Busoni varar við í þeim orðum, sem vitnað var til að ofan. Magnús Þorkell Þetta og fleira kemur í hugann, þegar hugsað er til síðustu tón- leika Sinfóníuhljómsveitar ís- lands, sem haldnir voru í sam- komuhúsi Háskólans fimmtudag- inn 8. þ. m. J>ar kvöddu sér hljóðs í fyrsta skipti á sinfóníu- tónleikum tveir ungir íslenzkir höfundar, Magnús Blöndal Jó- hannsson og Þorkell Sigurbjörns son, og er slíkt ekki lítill við- burður á þröngum vettvangi ís- lenzkrar tónlistar. Verk Magnúsar Blöndals Jó- hannssonar, „Punktar“, mun vera hið nýtízkulegasta, sem hér hefir heyrzt til þessa. Þar með er ekki sagt, að það sé hið frumlegasta, því að í rauninni er ekki frum- legra að stæla nýjan stíl og ný verk en gamlan stíl og gömul verk, og ætti það að liggja í aug- um uppi, þótt ýmsir sýnist villast á þessu. Ég sé ekki ástæðu til að reyna að lýsa verkinu, en gef höfundinum orðið (sjá efnisskrá tónleikanna): „Verkið er samið í ársbyrjun 1962. Eins og nafnið bendir til þá er verkið byggt á ákveðinni afstöðu tólf punkta: Frummynd þessara punkta er eins og að ofan greinir, en síðan breyta þessir punktar af- stöðu hver tii annars innbyrðis, sem orsakast af vissri úr- vinnslu þeirra, í þessu tiifelli snúningi þeirra um ákveðinn möndul“. Þessar „skýringar" minna mjög á þær uppskriftir, sem sum ungu tónskáldin erlendis láta fylgja verkum sínum síðustu árin, og á henni er álíka mikið að græða. Hinir fremstu þeirra gæta þess þó jafnan, að „skýringarnar“ geti staðizt út af fyrir sig, hvað sem öðni líður. En Magnúsi verð- ur fótaskortur á svelli geóme- tríunnar: snúningur punktanna um ákveðinn möndul breytir <ekki afstöðu þeirra innbyrðis (nema gert sé ráð fyrir, að þeir snúist mismunandi hratt; en hefði þá ekki verið rétt að geta þess í svo fræðilegri og nákvæmri út- listun?) Nóg um það. Hitt er aðalatrið- ið, að punktamyndin verður ekki yfirfærð á svið tónanna, svo að skiljanlegt verði, einfaldlega vegna þess, að allt önnur lögmál gilda í geómetríu en tónlist, — „dimensionirnar" eru allt aðrar. Það er auðvelt að flytja myndina á nótnapappír, ef það er það, sem fyrir höfundinum vakir, en nótna pappír og músík er sitt hvað. Skýring höfundarins nær því skammt til skilningsauka á „Punktum“. En hvað þá um verk ið sjálft? Það er að nokkru flutt af segulbandi en að nokkru af hljómsveit, og vaknar af því sú spurning, hversvegna segulband- inu sé ekki trúað fyrir öllu sam- an. Sá, sem þessar línur ritar, heyrði verkið þannig, áður en tónleikarnir voru haldnir, og virt ist það stórum áheyrilegra í þeim búningi. Skiptin fram og til baka milli hátalara og hljómsveitar eru ákaflega afkáraleg og valda því, að verkið — af þeim sökum ein- um — fær sama yfirbragð og illa bætt flík. Ef þau eiga að teljast til listbragða, hljóta þau að lenda í flokki hinna misheppnuðu. Hið „nýja“ í þessu verki er eingöngu neikvæðs eðlis. Það er rúið flestum þeim eiginleikum, sem að almennu mati — og ekki endilega íhaldssömu — gera mun- inn á músík og venjulegum hávaða. Eftir verður samsafn grófra „effekta", sem sumir hverj ir eru ekki óforvitnilegir út af fyrir sig en nægja þó engan veg- inn til þess að sætta áheyrandann við að láta gera á sér svo hæpna tilraun sem flutningur verksins er á opinberum tónleikum. Verk Þorkels Sigurbjörnssonar, „Flökt“, er mjög ólíkt fyrr- nefnda verkinu, þótt einnig það beri nýtízkulegan blæ. En líka hér hnýtur lesandinn um skýr- ingar tónskáldsins: . . Heildar- formið og smáformið allt að ein- um einstökum tóni er reik- andi. . .“ Hvað sem um það er, hvílir yfir verkinu hugþekkur blær, hér virðist vera alvara á ferðum, — alvarlegur listamaður í leit að tjáningarhætti. Þar með er fullnægt því siðferðisboðorði, sem æðst er í listum: boðorði hinnar heiðarlegu viðleitni, án sýndarmennsku og brellibragða. Það eitt vekur virðingu fyrir vinnubrögðum höfundarins, eins fyrir því, þótt þetta verk rísi ekki hátt eða marki djúp spor við fyrstu heyrn. Þriðja samtímaverkið — þó um 30 ára gamalt — á efnisskrá þess- ara tónleika var Konsertmúsík fyrir píanó, málmblásturshljóð- færi og (2) hörpur) eftir Paul Hindemith. Hafi þetta verk ein- hvemtíma sært eyru viðkvæmra hlustenda, þá er sá tími nú löngu liðinn. Við hliðina á „þessa árs framleiðslu“ sýnist það slétt og fellt, lagauðugt og ómþýtt, næst- um „klassískt“ að yfirbragði. í þessu verki lék Gísli Magnússon erfitt einleikshlutverk með tækni legu öryggi og af næmum skiln- ingi, og verkið í heild naut sín vel, þrátt fyrir það að jafnvægi milli einleiks og hljómsveitar og milli hljómsveitarhljóðfæranna innbyrðis var ekki alltaf ákjósan- legt. Nýráðinn hörpuleikari hljómsveitarinnar, Jude Mollen- hauer, skilaði með mikilli prýði sínu vandasama hlutverki, og málmblásarar hljómsveitarinnar, sem nú stigu fram í sviðsljósið óstuddir af tréblásturs og strok- hljóðfærum, létu í engu sinn hlut. Önnur viðfangsefni voru for- leikurinn „Le Carnaval Romain" eftir Berlioz, sem ef til vill hefir átt að vera einskonar hressingar- lyf eða stríðsöl fyrir hljómsveit og áheyrendur, áður en lagt væri John Nathan, F. W. Carver og Birgir Ólafsson, forstöðumaður skrifstofu F.I. við Lækjargötu. Gestkvæmt hjá Flugfélaginu AÐ UNDANFÖRNU hefur ver ið æði gestkvæmt hjá Flug- félaginu. Þegar um hægist á haustin ferðast framámenn flugfélaganna gjarnan og heim sækja hverjir aðra til þess að skapa ný kynni eða hressa upp á gamla vináttu, endur- nýja samböndin og ræða nýjar leiðir. í haust hafa komið hingað fulltrúar margra erlendra flug félaga til skrafs og ráðagerða við hérlenda — og m.a. var hér yfirmaður þeirrar deildar brezka flugfélagsins BEA, sem annast þjálfun starfsfólks í farmiðasölu og bókun í flug- vélarnar. Hann heitir Peter Allen, hefur um margra ára skeið starfað hjá BEA, og ferð ast að staðaldri milli stöðva j félagsins, sem eru í 25—30 löndum. Starfslið félagsins er nú um 15.000 manns og þar af 1.800 í söludeildinni. Fréttamaður Mbl. hitti Mr. Allen að máli í skrifstofu Hilm ars Stefánssonar, yfirmanns innanlandsflugs F.Í., en Mr. Allen kom hingað aðallega til að gefa góð ráð og halda smá námskeið fyrir starfslið Flug- félagsins. Hann sagði, að með hinum mikla flughraða og æ stærri flugvélum hefði það orðið mik ið vandamál hjá stóru flug- félögunum — að skipa farþeg- unum í véíarnar. Mörg banda rísk flugfélög hefðu þegar komið sér upp fullkomnu bók- unarkerfi, þar hefðu rafeinda heilarnir verið teknir í notkun með góðum árangri. Sagði Mr. Allen, að BEA og fleiri evrópsk flugfélög væru nú að koma sér upp slíku kerfi, sem yrði starfseminni til mikils léttisauka. Hér ræddi fulltrúi hins brezka flugfélags við sölufólk Flugfélagsins um útgáfu og samsetningu far.aiða, en nú á dögum getur það orðið æði flókið verkefni — að gefa út farmiða þar sem gert er ráð fyrir viðkomu á mörgum stöð um. Um svipað leyti voru hér aðrir fulltrúar BEA, þeir John Nathan, yfirmaour söludeildar félagsins í Norður-Evrópu, og F. W. Carver, yfirmaður sölu deildarinnar í Kaupmanna- höfn, en hans umdæmi nær einnig til íslands. Þeirra för miðaðist að mestu leyti við að ræða leiðir til að auka farþegastrauminn að vetrinum, eða öllu heldur að jafna strauminn milli stmuis og veturs John Nathan sagði, að til skamms tíma hefðu flest ar vélar verið fullsetnar á helztu. leiðunum yfir sr-iar- mánuðina, en flutningar hins vegar sáralitlir að vetrarlagi. Sem betur fer væri þetta að breytast til mikilla bóta, bæði fyrir flugfélögin og farþeg- ana. Sætanýting yfir vetrar- mánuðina færi ört batnandi, fleiri og fleiri geymdu nú sum arfríið til vetrar og fengju sér þá sumarauka og færu suður að Miðjarðarhafi. Þeir félagar sö=3u ennfrem- ur, að BEA notaði nú orðið þotur á í sstum leiðum utan Bretlands. Undantekningar væru sárafáár, enda þýddi lit ið að bjóða fólki að fara með eldri gerðum á þeim flugleið um þar sem samkeppnin væri hörð. Nú vilja allir fljúga með þotum. Mr. Allen og Hilmar Sigurðsson. tímabils (Niðurlandaskólans) eru | hafi ekki orðið í þessari merk- knésett á hátindi mannlegrar ingu í hinni miklu spjaldskrá sköpunar. . .“ (sama bók, bls. 38). sinni. Þeir verða að taka fram Mér er tjóð, að hinir margfróðu nýtt spjald. orðabókarhöfundar háskólans | Jón Þórarinsson. 9 bækur Setbergs — komnar á jólamarkaðinn til atlögu við samtímaverkin þrjú, og tónaljóðið „Moldá“ eftir Smetana, sem lagt var við sárin að viðureigninni lokinni. For- leikurinn var fluttur með glæsi- brag, en hið síðarnefnda „eilífðar blóm“ var óvenju litdauft og drúpandi að þessu sinni og mun þó hafa átt sinn þátt í að sætta áheyrendur við þá reynslu, sem þessir tónleikar voru þeim. Annars tókust tónleikamir vel, eftir því sem um verður dæmt, og áræði og þolgæði hljómsveit- arstjórans, Williams Stricklands, hljóta að vekja óskipta aðdáun og virðingu. Það hefir oftar en einu sinni verið vitnað í efnisskrá tónleik- anna hér að framan. Hér er að lokum ein tilvitnun enn: „Paul Hindemith (f. 1895) er fyrir löngu knésettur (leturbr. mín) sem einn helzti leiðtogi nútíma- tónlistar". Ég hefði vafalaust tek ið upp þykkjuna fyrir minn gamla meistara, hefði ég ekki þekkt annarsstaðar frá þá sér- stöku merkingu, sem höfundur greinarinnar í efnisskránni, dr. Hallgrímur Helgason, leggur í orð ið „knésetja": „í heila öld hefir Hartmann verið knésettur sem vinsælasta tónskáld Danmerk- ur. . .“ (S. Rasmussen: Saga tón- listarinnar, þýðing dr. H. H., bls. 125) og „Nokkur tónverk þessa BÓKAÚTGÁFAN Setberg hefur nýlega sent frá sér 9 bækur. — Fyrst skal nefna „Hvíta stríðið“ eftir Hendrik Ottósson. í bók- inni eru skráðir atburðir, sem gerðust á haustmánuðum 1921, þegar „herútboð" var gert í Reykjavík. I bókinni eru nokkr- ar myndir frá þessum atburðum. Þá eru það tvær þýddar bæk- ur. Hin fyrri er „Sjö menn við sólarupprás" eftir brezka blaða- manninn Alan Burgess. Þetta er sönn hetjusaga um sjö tékkneska hermenn, sem sendir voru til heimalandsins í síðustu heims- styrjöld í hættulegum erindum. Hin er „örlagaleikur við Amazón“ eftir Leonard Clark. Ferðasaga um mannraunir í myrkviði S-Ameríku. „Edison“, sem er önnur bókin f bókaflokknum „Frægir menn“ undir ritstjórn Freysteins Gunn- arssonar. Hún er ætluð ungling- um á aldrinum 12 til 16 ára. „Gunnar gerizt Marzbúi“ er framhald bókarinnar „Gunnar geimfari“. sem kom út í fyrra. „Jóladansleikurinn", sem er skáldsaga fyrir stúlkur 12 til 15 ára, eftir þekktasta barna Og unglingabókahöfund Norðmanna Evi Bögenæs. „Heiða kann ráð við öllu“ er framhald bókarinnar „Heiða og börnin hennar". „Grímur og útilegumennirnir“ er önnur bókin um „Grím grall- ara“ sem kom út í fyrra. Þá er það að síðustu bókin „Dísa Dóra tekur í taumana“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.