Morgunblaðið - 21.11.1962, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.11.1962, Blaðsíða 13
Miðviku'dagur 21. nóv. 1962 MORGI/NBL.4Ð1Ð 13 New YorTc, laugardag, 17. nóvember. „I»ESSIR tímar eru, eins og síðustu viðburðir hafa sann- að, háskalegir tímar, e.t.v. háskalegri en nokkru sinni síðan á dögum Svarta dauða miðaldanna.“ Þannig komst New York Times, eitt áreiðanlegasta og vandaðasta dagblað heims- ins m. a. að orði í forystu- grein sinni fyrir nokkrum dögum þegar það ræddi um ástandið í alþjóðamálum. — Það hélt áfram á þessa leið: „Vér þurfum aðeins að horfa til baka um æviskeið tveggja kynslóða til þess að minnast tíma þegar styrjöld var ævintýr, eða a.m.k. nærri því velkomin tilbreyting frá fábreytni friðartímanna. Her menn beggja styrjaldaraðila Sigurður Bjarnason: tyrjaldaröttinn í blöð- um og bókmenntum þessarar flugsveitar tekið á móti fyrirskipunum um það á vélrænu dulmáli að setja stefnuna á Moskvu. Ókleift reynist að ná radíósambandi við hann og flugsveitin held- ur hiklaust áfram með hinn voðalega farm sinn. Samtal forsetans og forsætis- ráðherrans. Þegar þannig er komið setur yfirmaður öryggisstöðvanna sig reynzt óframkvæmanleg ákveð- ur forsetinn að nota einka-síma línu, sem hann og forsætisráð- herra Sovétríkjanna hafa komið sér saman um að nota á ýtrustu hættustund. Það, sem síðan gerist er að forsetinn nær símtali við for- sætisráðherra Sovétríkj anna og skýrir honum frá hinum skelfi- legu mistökum og yfirvofandi ár ás á Moskvu. Skal efni bókar- innar ekki rakið hér mikið nán- ar. En hinir tveir stórveldaleið- togar eiga löng samtöl sín á milli. Niðurstaða þeirra verður sú, að til þess að sannfæra for sætisráðherra Sovétríkjanna um að hér sé ekki um að ræða árás á Moskvu að yfirlögðu ráði tekur hann ákvörðun um, að fyrir- skipa amerískum sprengjuflug- vélum að varpa jafn miklu magni kjarnorkusprenigja á New York samtímis því sem sprengj- urnar falla á hina rússnesku höfuðborg. Það er sú fórn, sem færa verður til þess að koma í veg fyrir gagnráðstafanir af háílfu Rússa og að algert kjarn orkustríð hefjist milli Bandaríkj anna og Sovétríikjanna. Ógnþrungin aðvörun. Vitanlega er þessi bólk Skrifuð í æsifregnastíl og verður ekki í sjálfri sér talin merkilegar bók- menntir. En bak við hugmynda- flug höfunda hennar hilldr und- ir ógnþrungna aðvörun um skelfi legan veruleika. Hver treystir sér til þess að fullyrða, að þeir ajfcurðir geti ekki gerzt, sem „Fail—Safe“ snýst um? Það hef- ur hent stundum áður að byss- urnar hafa byrjað sjálfar að skjóta, þegar vígbúnaðarkapp hlaupið hefur verið orðið nægi- lega tryllt og óviðráðanlegt, svo að leiðtogar þjóðanna hafa miisst tökin á atburðarásinni og ógæfan hefur dunið yfir. Hættan, sem vofir yfir mann kyninu í dag sprettur fyrst og fremst af þeirri staðreynd, að leiðtogar tveggja stórþjóða, Kín verja og Rússar, aðhyllast þjóð- skipulag, sem fyrirlítur einstak- linginn sem frjálsa, sjálfstæða og skyni gædda veru. Það er þessi fyrirlitning hins alþjóðlega komimúnisma á manninum, sem felur í sér mestu hættuna á því að heilar þjóðir og jafnvel megin hluti mannkynsins glatist í styrjöld, sem öllu eyðir. Af henni sprettur vígbúnaðarkapp- hlaupið, sem í dag gleypir ó- hemju verðmæti og sóar kröft- um milljóna manna í framleiðslu tortímingartækja, meðan meira en helmingur mannkynsins býr við sult og seyru. Höfundar skáldsögunnar „Fail—Safe“, þeir Eugene Burdick (t.v.) og Harvey Wheeler við hús Burdicks í Kaliforniu. muna að 1914 sungu þelr ^ít óperulög og kímnisöngva á göngunni til Marne. Það var lítið um slíkt við uppbaf síðari heimsstyrjald- arinnar — og það mun aldrei henda aftur í nokkurri styrj- öld. Menn syngja ekki um yfirvofandi endalok hcims- ins.“ Þannig mælti hið merka blað. Það bætir við, að hin algera eyðilegging nútíma styrjaldar snúi hljómi her- lúðranna upp í jarðarfar- arlag. Styrjaldaróttlnn í bókmenntum. En óttinn við styrjödd og af- leiðingar hennar kemur ekki að- eins fram í fréttuim og forystu- greinum dagblaðanna. Hans verð ur í stöðuigt vaxandi mæli vart í bókmenntum þjóðanna. Hver skáldsagan á fætur annari kem- ur út um aðdraganda og gang hugsanlegrar kjarnorkustyrjald- ar á næstu árum. íslenzkum les- endum er vafalaust í fersku minni bók Newille Shute. „Á 6tröndinni,“ sem Almenna bóka félagið gaf út 1 fyrra í íslenzkri þýðingu. Þar var því lýst, bvernig höfundurinn hugsaði sér að kjamorkustyrjöld hæfist og síðan bvernig lyki mieð tortím- ingu mannkynsins. ’ Fyrir nokkrum viikum er kom •tn út hér í New York ný bók um þessi efni, eftir þá Eugene Burdiok og Harvey Wheeler. Hinn fyrrnefndi er m.a. þekktur fyrir bókina „The Ugly Ameri- can“, sem kom út fyrir nokkrum árum og vakti mikla athygli víða um heim. Þessi nýja bók Burdicks og félaga hans er skáldsaga, sem ber titilinn „Fail-Safe." í laius- legri þýðingu mætti kaila hana „öryggi, sem brást.“ Þessi bók hefur vakið hér gíf- urlegt umtai og athygli, ekki sízt vegna þess að hún kemur út á tímum óvenjulegrar spennu og hættuástands í alþjóðamái- um. Bókmenntagagnrýnendur hafa kallað hana „mest spenn- andi skáldsögu", sem þeir hafi lesið í áratugi. Gerist á nokkrum klukku- stundum. Þessi skáldsaga gerist á nokkr um klukkustundum og aðalsögu slóðirnar eru Washington og Moskva. Aðalsöguihetjurnar eru forseti Bandaríkjanna og forsæt- isráðherra Sovétríkjanna. Upp- haf hinnar hröðu atburðarásar er það, að yfirstjórn öryggis- og varnarstöðva Norður-Amerlku verður vör við óþekkt flugtæki á ratsjárskermum sínum, Þetta fluigtæki er statt á miiii Græn- lands og austurstrandar Kanada. öryggisstöðvarnar framkvæma venjulegar ráðstafanir tii þess að komast að eðli fyrirbrigðisins og til að mæta hugsanlegri hættu af því. Hið óþekkta flugtæki 'heddur áfram áð nálgast og hin- ar amerísku öryggisstöðvar gera stöðugt víðtækari varnaðarráð- stafanir. Innan nðkkurs tíma verður það Ijóst, að hið tortryggilega flugtæki er farþegaflugvél, sem bilað hefur og hrakizt af venju legri fllugleið. Að þessari vitneskju fenginni eru örygigisráðstafanir afturkall aðar, orrustuflugvélum og sprenigjuflugvélum, sem sendar hafa verið á loft upp og beint að fyrirfram ákveðnum punkt- um er fyrirskipað að snúa við til stöðva sinna, hættuástandinu er aflýst og öllum í aðalstöðvun- um léttir. En eitthvað óvenjulegt hef ur gerzt. Ein sveit sprengju- flugvéla snýr ekki við en held ur áfram og stefnir í áttina til Moskvu. I þessari sveit eru 6 flugvélar af stærstu og hrað- fleygustu gerð. Þær eru vopn aðar kjarnorkusprengjum. Af einhverjum óskiljanlegum á- stæðum hefur stjórnandi í samband við forseta Banda- ríkjanna og tilkynnir honum hvað hafi gerzt. Forsetinn fyrir- skipar þegar að láta hraðfleyg- ustu orrustufluigvélar f'lughers- ins elta sprengjuflugvélarnar uppi og reyna að snúa þeim við. Ef það takist ekki þá að skjóta þær niður. Þegar þessi ráðstöfun hefur Enginn árangur í afvopnunar- málunum. Stjórnmálanefnd 17. allsherjar þingis Sameinuðu þjóðanna hefur undanfarið rætt afvopnunarm'ál- in. En eins og kunnugt er sam- þykkti síðasta þing tillögu um stofnun 18 manna milliþinga- nefndar til þess að vinna að samningum um afvopnun. í I nefnd þessari eiga sæti 1<0 full- trúar frá stórveldunum og 8 full trúar svokalfaðra hlutlausra þjóða. Á þessu ári hefur nefndin set- ið samtals að störfum í 6 mán- uði. En árangurinn hefur svo til enginn orðið. Fulltrúar stór- veldanna hafa skipzt þar á skoð- unum og oft orðið all harð- orðir í ræðum sínum í garð hver annarra. Einnig hafa Bandarítkin og Sovétríkin lagt fram drög að samningum um afvopnun. . . Skýrslur um fundi 18 manna nefndarinnar í Genf liggja nú fyrir allsherjarþinginu. I sam- _ bandi við þær hafa 31 þjóð lagt fram tillögu, þar sem m.a. er lýst yfir ánægju með að Kennedy, Krúsjeff og Maomillan hafa nýlega lýst sig reiðubúna til þess að halda samningum um afvopnun áfram mieð auknum áhuga og festu. Ennfremur er lagt til að 18 ríkja nefndin hefji störf að nýju um „almenna og algera afvopnun, ásamt raun- hæfu eftirliti í anda jákvœðrar málamiðlunar þar til samkomiu- laigi hafi verið náð.“ í tillö'gu þessari er einnig lagt til að allsherjarþingið lýsi því yfir að það sé þess alráðið að bægja hinum geigvænlegu hætt- um á kjarnorkustríði frá mann- kyninu. Meðal flutningsríkja tiillögunn ar eru Svíþjóð, Danmörk og Júgó slavía, auk fjölda þjóða frá Asfu Afríku og Suður-Ameríku. Má gtera ráð fyrir að hún verði sam- þykkt næstu daga og að fundir 18 manna nefndarinnar hefjist í Genf innan skamms. Mun hin mikla spenna í alþjóðamálum vegna atburðanna á Kúlbu og 1 Indlandi eiga verulegan þátt I nýrri viðleitni til þess að koma skriði á samning um afvopnun. En sú sorglega staðreynd verS ur ekki sniðgengin, að allt frá þvi að Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar fyrir 17 árum hafa afvopnunarmálin verið aðal umræðuefni þinga þeirra. Eng- inn raunverulegur árangur hef- ur orðið af þessum löngu um- ræðum, annar en sá, að til vopna viðskipta befur dregið í stórum stíl. í gær lét Zorin aðalfulltrúi Rússa í það skína í ræðu í stjórn málanefndinni, að Sovétrfkin kynnu að vera til viðræðu um útrýmingu eldflauga, sem nota má til að skjóta með kjarnorku- sprengjum. Vöknuðu við það einhverjar vonir um aukinn ár- angur af starfi 18 manna nefnd- arinnar. Árásin á Indland vekur andúð Afríku þjóða. Þess verður nú vart í vaxandi mæli, að árás kínverskra komm únista á Indland vekur andiúð hjá fulltrúum Afríku þjóða á allisherjarþinginu. Þegar greidd voru atkvæði um aðild Kína að samtökunuim um daginn greiddu 8 fyrrverandi nýlendur Fraikka í Afríiku atkvæði gegn tillögu Rússa. Almennt er álitið, að hernað- araðgierðir Pekingstjórnarinnar gagnvart Indverjum muni rýra fyl'gi hlutleysisstefnunnar meðal þjóða Afríku. Margir af leiðtogum hinna nýju sjálflstæðu ríkja þessarar heimsálfu hafa lýst fyrirlitningu sinni á ofbeldisaðgerðum kín- versku komimúnistastjórnarinn- ar gaignvart Indverjum. Vaxandi hættuástand á Kúbu. Kúibuvandamálið er að kom- ast á nýtt hættustig. Þrátt fyrir rúmlega hálfsmánaðar dvöl Mik oyans varaforsætisráðherra So- vétríkjanna á Kúbu hefur hon- um ekki tekizt, þegar þetta er ritað að fá Fidel Castro til þess að standa við samikomulag Kennedys og Krjúseffs, um brott flutning allra árásarvopna frá eynni og eftirlit Sameinuðu þjóð anna á staðnum. Rússar hafa að vísu flutt burtu 42 eldflaugar á skipum sínum og Bandaríkja- menn hafa fylgzt með þeim flutn ingum, bæði frá flugvélum sín- um og herskipum. En hinar rússnesku sprengju- flugvélar. sem flutt geta kjarn- Frahald á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.