Morgunblaðið - 21.11.1962, Page 17
?,;MÍ .víiít ,?S
Miðvikudagur 21. nóv. 1962
1 r,<n t\ J: F $
MORGVTSBL AÐIÐ
17
dlína Þorsteinsdóttir
— Mlnningarorð
Jónas Árnason og Jón Kristófer
Minningor Jóns Krístóíers
10. 6. 1880 — 14. 11. 1962
NORÐANGJÓSTUR gnauðaði á
glugga og þaki, og gegnum veð-
urdyninn heyrði ég þungan og
svarrandi öldugný. En svo varð
allt svo undur hljótt, alger
þögn og þagnarkyrrð, þar sem
ég sat með blað í höndum og.
las dánarfregn ólínu Þorsteins-
dóttur .... Hún dáin, og þegar
við hjónin hittum hana og dæt-
ur hennar fyrir um það bil
tveimur árum, þá virtist hún svo
hress og bjarteyg — og ung. .. .
Ég hristi höfuðið: Ung? Hvaða
vitleysa var nú þetta. Það voru
liðin fjörutíu og fimm ár síðan
ég sá hana fyrst, — síðan hún
kom til dyra og tók á móti mér
í fyrsta sinn sem gesti, hikandi,
en fullum eftirvæntingar, og að
vori fjörutíu og fjögur ár, síðan
ég kom að kveðja hana og dæt-
urnar litlu, en þá höfðu þær
mæðgur misst svo mikið, að ég
kveið fyrir í hvert sinn, sem ég
hafði mig upp í að líta inn ....
Og samt heilsuðu þau mér alltaf
brosandi, þessi skæru, glöðu og
þó alvöruþrungnu augu, sem
mér höfðu enn virzt ung, þegar
þau höfðu í áttatíu ár svipazt
um í þessari veröld.
Ólína Þorsteinsdóttir var fædd
10. júní árið 1880 í Hvolsseli í
Saurbæ í Dalasýslu. Faðir henn-
ar var Þorsteinn bóndi og barna-
kennari Stefánsson, Jónssonar
prests á Svalbarði, en síðast á
Hrafnseyri, Benediktssonar
Gabríels frá Auðkúlu í Arnar-
firði, en móðir hennar var Anna
Guðmundsdóttir úr Hegranesi í
Skagafirði. Sjö ára gömul flutt-
ist Ólína með foreldrum sínum
vestur að Djúpi og svo til ísa-
fjarðar. Þar var hún síðan bú-
sett allt til ársins 1913.
Hún varð strax sem barn ó-
venjuvinsæl af öllum, sem
þekktu hann, eldri sem yngri, og
þegar hún þroskaðist, varð hún
mjög mikils metin.. Allir, sem
hittu hana eða unnu með henni
höfðu mætur á henni og þótti
mikið til hennar koma. Hún
hafði snemma verið bókhneigð
og skyldurækin við nám, og fað-
ir hennar, sem unni henni mjög,
lagði mikla rækt við að kenna
henni. Hún var líka jafriverkfús
og áhugasöm við allt, sem hún
tók að sér, og hún var lagin og
smekkvís. Og framkoman: öll-
um var hún ljúf, öllum mætti
hún með hýru og glöðu brosi —
og þá ekki sízt vinum og sam-
starfsmönnum og þeim, sem að
einhverju leyti áttu við áber-
andi erfiðleika að stríða, og þó
fundu allir djúpa alvöru í fari
hennar og þunga skaps og sjálf-
virðingar. Hún var félagslynd og
glöð í góðum hóp, en þó öllu í
hóf stillt, kunni vel að meta
græskulaust gaman og hló hjart-
anlega, var listelsk og draum-
gjörn og samt vökul og gagn-
rýnin — og þá fyrst og fremst
gagnvart sjálfri sér. Félagsmála-
þörf sinni fullnægði hún innan
vébanda Góðtemplarareglunnar,
Sem þá var í mikilli sókn og
geysisterk a fsafirði, og löngun
hennar til listrænnar túlkunar
fékk útrás í allumfangsmikilli
leikstarfsemi, og var hún einna
mest metin allra þeirra, sem
léku kvenhlutverk í leikritum
þeim, sem i þennan tíma voru
sett á svið á ísafírði. Annars
heyrði ég síðar til þess tekið,
hve vel og þó látlaust hún hefði
lesið ljóð í heyranda hljóði, og
víst var um það, að hún var
Ijóðfróð og ljóðelsk með af-
brigðum.
Þegar hún var rúmlega hálf-
þrítug, fluttist til fsafjarðar
Guðmundur skáld Guðmunds-
Sþn. Hann var þá kominn yfir
þhítugt, hafði strax í skóla orðið
þjóðkunnur af ljóðum sínum í
blöðum og tímaritum og hafði
nú gefið út þrjár ljóðabækur,
sem hlotið höfðu mjög almenn-
ar vinsældir — og mörg kvæða
hans höfðu þegar flogið á vængj-
um tónanna um land allt. ólína
þekkti ljóð hans og kunni þau
mörg — ekki sízt þau, sem birt-
ust í ljóðaflokknum Strengleik-
um, en þeim fylgdu slikir per-
sónutöfrar, að þorri manna gekk
að því vísu, að þær ástir og
harmar, sem þar er lýst, væru
í nákvæmu samræmi við það,
sem örlögin hefðu lagt á hið við-
kvæma skáld. Guðmundur skóla-
skáld var sannarlega mikið um-
talaður maður á þessum árum,
maður ljúfrar listar, heitra ásta
og sorglegra og rómantískra
harma. Svo gekk hann þá allt
í einu um götur ísafjarðar, sér-
kennilegur, prúðmannlegur og
heimsmannslegur — og í raun-
inni í meira samræmi við anda
ljóða sinna en við sumt það, sem
fleygt var manna á milli um
hann og líf hans.
Það mun hafa verið á vett-
vangi leiklistarinnar, sem þau
kynntust, Ólína og Guðmundur
skáld, og svo leið þá ekki á
löngu, unz ástin á fögrum ljóð-
um kynnti þau nánar. Hinn 8.
nóvember árið 1908 gengu þau í
hjónaband, og upp frá því lágu
leiðir þeirra saman um öll á-
hugamál. Guðmundur skáld tók
að starfa í Góðtemplararegl-
unni, hugur beggja hneigðist að
dulspekilegum efnum, saman
nutu þau listrænnar fegurðar í
bundnu máli og óbundnu og
saman bjuggu þau sér heimili,
sem var einstakt að látlausri
ytri prýði og yfirlætis- og veilu-
lausum ynnileik. Þau fluttust til
Reykjavíkur árið 1913, og þar
vann hann út á við að áhuga-
málum þeirra, en hún helgaði
sig heimilinu og fann sér full-
nægju í störfum sínum þar og í
að fylgjast með honum á þeim
vegum fegurðar og. tilbeiðslu,
sem veittu honum hvort tveggja
í senn, djúpa innri nautn og
þann frið, sem hann mun löng-
um hafa þráð.
Ég hef lýst því í bókinni
Hrævareldar og himinljómi,
hvernig Guðmundur Guðmunds-
son tók mér, þegar ég leitaði til
hans og sýndi honum ljóð mín,
og ég hygg, að hver sá, er les
þá lýsingu, geti gert sér í hugar-
lund, hve mikils virði mér voru
leiðbeiningar hans og vinátta.
En ég lýsi þar ekki heimili
hans. Því kynntist ég þó mjög
náið, því að í meira en ár kom
ég þar aldrei sjaldnar en tvisvar
þrisvar í mánuði. Ég sat þá
lengstum á tali við skáldið sjálft,
en ég kynntist einnig konu hans,
dætrunum litlu og heimilis-
bragnum. Guðmundur sagði mér
ekki margt um það, hvað kona
hans væri honum, þó að hann
raunar viki að því, en ég sá til-
litin, ljómann, sem brá yfir svip
hans, þegar hún kom inn í stof-
una, birtuna í augum hennar,
bjarmann í svipnum, fann ylinn,
sem lagði frá henni og svo sem
umvafði allt, sem honum var
kært og henni varð þá einnig
kært. Æg sat með þeim hjónum
og dætrunum í stofunni þeirra,
fann hve gleðin var hrein og
hljóðlát, birtan skær, ástúðin
djúp og ljúf, sá þetta ekki sízt
speglast í framkomu og yfir-
bragði barnanna. Ég var hjá
honum snemma kvölds, þegar
andlit hennar birtist í dyrunum,
sá hana kinka kolli, hann standa
á fætur og fara hljóðlega með
henni inn. Hún var að láta hann
vita það orðlaust, að nú væri
hans vænzt. Systurnar litlu biðu
þess að hann kæmi, læsi með
þeim fallega bæn og byði góða
nótt. Hann var kominn aftur
eftir stutta stund. Þá sat hann
kyrr — hljóður — nokkur augna-
blik, og það var sem hann dveldi
í einhverri undraveröld friðar og
sælu. Svo hvarf hann að um-
ræðuefninu, gat jafnvel brugðið
á leik í glettinni frásögn frá
liðnum árum — eða skotið að
kíminni athugasemd um ævin-
týrin, lifuð og dreymd, sem ég
var að s^gja honum frá.........
Það er engin uppgerð, sem fram
kemur í hinu fagra kvæði hans
Heima:
„Ég uni mér bezt við arin minn,
er elskan mín situr með bros á
kinn
og rauiar á vökunni sönginn
sinn
við sofandi glókolla mína.
Ég sit við borðið og les þar ljóð,
er loginn snarkar á aringlóð
og brosandi geislar af gömlum óð
sem góðvina bráleiftur skína.
Og hvar sem ég lít er ljósbrot
eitt,
í litlu stofunni er bjart og heitt,
frá dagstriti hvílist þar höfuð
þreytt
í heimilisfriðarins ríki.
Sem barnsaugun horfi inn í
hjarta mér
með himneskan unað í för með
sér,
hvert smávægið ylríki og birtu
ber
í brjósti mér — í engilslíki....“
Enginn, sem ekki þekkti þetta
heimili náið og var gæddur næm
leik til að skynja hið ósagða,
sem þar var alls staðar og í öllu,
getur gert sér fyllilega í hugar-
lund, hvert reiðarslag það hefur
verið ólínu Þorsteinsdóttur, þeg-
ar lát heimilisföðursins bar að
höndum hinn 19. marz 1919 —
eftir að hún og allir aðrir, sem
unnu honum, höfðu séð hann
sleppa úr helgreipum spönsku
drepsóttarinnar, þrátt fyrir
gamla og alvarlega brjóstveilu.
En aldrei hef ég séð tárvot augu
brosa við mér svo hreint, svo
skírð af þjáningu og minning-
um eilífrar Sælu sem sjónir
Ólínu, þegar hún leit á mig, þá
er ég dirfðist að vitja hennar
eftir að Guðmundur skáld var
liðið lík. En blessuð börnin,
hugsaði ég, glókollarnir hans,
sem hann getur um í kvæðinu
Heima, — mundi ekki söknuður
þeirra verða henni örðugur. Ég
sá þær, systurnar, og þær brostu
við mér líka, hnípni í brosinu,
en þó eitthvað sem lýsti. Hafði
hún megnað nú þegar að milda
á einhvern hátt söknuð þeirra?
.... Mér datt í hug kvæði
skáldsins Gesturinn .... Hann
kemur neðan Djúpdal .... með
síðhött, í síðúlpu, á bleikum.
Hamrarnir titra við jódyninn,
fuglarnir leggja á flótta, lyngið
og grasið er sviðið, þar sem
leið hans hefur legið, og skáldið
veit, hvern hann vill finna....
En svo birtir allt í einu yfir
dalnum:
„f sama vetfangi sólin brauzt
á svifleið úr skýja dróma, —
í eldmóði úr ísarndróma.
Þá var sem úr álögum allt væri
laust
í eilífðar dýrðarljóma“.
Nú fyrst skildi ég til nokkurr-
ar hlítar þetta kvæði, — og um
leið hvers virði hún var, trúin
á annað líf eftir þetta. Jafnvel
fjársjóður minninganna og
framtíð barnanna fannst mér
I ekki að mundu hafa getað nægt
„SYNDIN er lævís og lipur“,
(heitir nýútkiomin bók, „stríðs-
minningar" Jóns Kristófers, sem
Jónas Arnason hefur skráð. Jón
Kristófer er þekktur, fyrst og
fremst vegna kvæðisins, sem
Steinn Steinarr orti um hann um
árið. Jón hefur reynt margt á
Mfsleiðinni, var í Hjálpræðishern
um á yngri árum, fór þaðan í
til að þessi kona gæti staðið
jafnsterk og hún stóð þarna.
Og sterk reyndist hún — í
fjörutíu og tvö ár og misseri
betur — og svo trú öllu því
bezta, sem hún og ástvinur
hennaí höfðu átt saman, hlúð að
og notið, að mér sýndist hún
ennþá ung, þegar ég sá hana
áttræða.
Það var þó lengi vel ekki ein-
ungis við hið innra að stríða.
Þarna var el^Jd veraldarauður í
garði, þegar hún allt í einu stóð
alein uppi með telpurnar sínar
þrjár, allar á barnsaldri — og í
þann tíð, það herrans ár 1919!
En það hvarflaði ekki að ólínu
Þorsteinsdóttur að sundra heim-
ilinu, ekki einu sinni að fara að
vinna utan heimilis. Nóg var að
gert, þegar þær voru sviptar
föðurnum, dætur hennar Hjör-
dís, Steingerður og Droplaug,
þó að þær yrðu ekki að sjá á
bak þeirri umönnun og ástúð,
sem móðir þeirra var fær um að
veita þeim.
Ég hef áður getið þess, hve
hagvirk og smekkvís hún var.
Hún hafði lært að baldýra, var
allt í senn: hraðhent, kappsöm
og velvirk, og ef hún lofaði, að
eitthvað skyldi vera búið fyrir
ákveðinn tíma, þá var óhætt að
treysta því loforði. Og það voru
margir klukkutímar í sólar-
hringnum, var miklu hægt að
ljúka, meðan heilsan gafst og
sjónin var góð. Því var það, að
henni tókst það ómögulega....
Meira að segja: Hún hafði tíma
til að sinna þeim hugsjónum,
sem þau Guðmundur skáld
höfðu átt sameiginlegar og stuðla
að viðgangi þeirra utan heimil-
isins. En á heimilinu ríkti slík
eindrægni, slíkur trúnaður, slíkt
samstarf til þjónustu við fegurð
og tilbeiðslu þess, sem gott er og
göfgandi, að hinum gáfuðu og
glæsilegu dætrum hennar gat
ekkert, sem þær kynntust, orðið
svo mikils virði, að þær vildu
fórna fyrir það því, sem þær
áttu heima. Mæðurnar bjuggu
saman allt til þess að gestinn
bar á ný að garði.
Eitt mun hafa orðið Ólínu Þor-
steinsdóttur mest þrekraun síð-
ustu árin, sem hún lifði. Það var
að mega ekki losna, mega ekki
flytja, heldur þurfa enn að bíða,
þegar sjónin var tekin að dvína,
þegar kraftarnir voru teknir að
heimta hvíld, teknir að lýsa yfir
getuleysi til að verða að gagni
— og henni mun hafa fundizt,
að nú þyrftu dætur hennar ekki
lengur á henni að halda. En
þetta fannst henni hún helzt
ekki mega láta í ljós. Meðan
henni var líf léð, varð hún að
Hafnarstræti, eins og segir 1
bókinni, síðan í siglingar —- og
loks í brezka herinn. Bókinni er
skipt í 23 kafla og lýsir ævi Jóns
allt frá æskudögum fram til þessa
dags.
Ægisútgáfan hefur gefið bók-
ina út, en Atli Már hefur gert
káputeikningu. Bókin er 236 bls.
og sjöunda bók hötfundar.
vera sterk og glöð, varð að miðla
birtu og yl, Og þetta lánaðist
henni. Svo mikillar gerðar var
hún.
Hún var sárþjáð seinustu vik-
urnar, sem hún lifði, og nú vissi
hún, að hverju fór. Og sannar-
lega var létt að bera þjáning-
arnar, þegar hún mátti láta í
ljós, að hún heilsaði gestinum
með gleði, þegar hún nú gat jafn-
vel glatt dætur sínar og vini
með því að láta þau öll finna,
að hún gengi í glaðri vissu til
þeirra samfunda, sem hún hafði
þráð í næstum hálfa öld. Þrátt
fyrir þrautirnar var henni birta
í augum til hinztu stundar, enda
missti hún aldrei ráð og rænu.
Þegar ég gekk að fundi henn-
ar, eftir lát Guðmundar skálds,
var ég undrandi og á vissan hátt
glaður og gat leyft mér að hafa
yfir þetta erindi, sem skáldið
orti, þá er hann frétti lát Thors
Lange — og njóta þess:
„Norræna langspilsins blíð-
hreimur blíðasti
blundar í grafþöglum kór, —
kliðmjúku ljóðanna svanurinn
síðasti
syngjandi á blávegu fór.“
Og mér datt í hug, þegar ég
tók að minnast ólínu Þorsteins-
dóttur að henni látinni, að þessi
hetja ástarinnar, trúnaðarins,
hins eilífa lífs hér á jörðu og í
öðrum heimum, hún hefði sann-
arlega getað tileinkað sér, þar
sem hún hvíldi, laus úr fjötrum
vilja og þjáninga, síðasta erindið
í ljóðinu Óskasteinninn og sagt:
„Og sæg af hvítum steinum ég
sótti dýpst í mar, —
ég sef með einn við brjóstið í
mánaljósi þar,
og það er ást mín, óskasteinninn
góði.“
Guðmundur Gislason Hagalín.
— Bækur
Framhald af bls. 8.
Bókina hefur Halldór Pétuis-
son skreytt með teikningum.
Hin barnabókin nefnist „Strák
ar og heljarmenni“ eftir Gest
Hanson. Gestur Hanson er höf-
fundarnafn á ungum íslenzkum
rithöfundi, sem þekktur er orð-
inn fyrir strákabækur sínar. —
Hefur hann gefið út þrjár slíkar
áður er nefnast „Strákar á
kúskinnsskóm", „Strákar í stríði“
og „Vort strákablóð". Þessa
strákabók, sem og fyrri bækur
höfundar hefur bróðir Gests
Hansonar skreytt með teikning-
um. —