Morgunblaðið - 05.12.1962, Síða 12

Morgunblaðið - 05.12.1962, Síða 12
12 MiíMkudagur 5. des. 1982 MORGUTSBLAÐ1Ð 1 JMropntMðHfr Otgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavlk. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og algreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. f lausasölu kr. 4.00 eintakið. SKIPULAGT SMYGL C’in af ferðaskrifstofunum í ^ höfuðborginni hefur látið þau boð út ganga, að hún muni beita sér fyrir verzlun- arferðum til útlanda og að- stoða fólk við innkaup hvers kyns varnings þar. Þetta lít- ur ef til vill sakleysislega út við fyrstu sýn, en þegar bet- ur er að gáð, þá er hér í raun réttri um að ræða skipulagt smygl. Það er alkunna, að til skamms tíma gerðu flestir þeir, sem til útlanda fóru, meiri og minni innkaup, eink- um á fötum, skóm og ýmsum smávarningi til eigin nota og fyrir fjölskyldu sína. Þar að auki var svo þessum varningi smyglað í stórum stíl til sölu hér innanlands. Smyglið byggðist á því, að tollar á þessum varningi voru mjög háir og hann því dýr hér á landi, auk þess sem tíðum var skortur á helztu nauð- synjavörum meðan við bjugg um við haftakerfið og óstjóm „vinstri stefnunnar". í fyrra voru tollar á slíkum varningi stórlega lækkaðir, samhliða því sem innflutningsfrelsi var aukið. Afleiðingin varð sú, að þessar vörur lækkuðu í verði hér innanlands og eru nú margar hverjar á svipuðu verði og í nágrannalöndun- um. Fjölbreytni hefur líka aukizt stórum, þótt auðvitað sé úr meiru að velja í fjöl- menninu en hér í okkar fá- menna umhverfi. Á sumum vörum er verðmismunur sjálf ■ sagt einhver, en þó hverfandi lítill miðað við það sem áður var, því að álagningin erlend- is er miklu hærri en hér á landi og vegur það á móti þeim tollum, sem enn eru. Af þessu leiðir, að sérstök ferða- lög til útlanda í þeim til- gangi að gera innkaup geta alls ekki borgað sig nema um mikil innkaup sé að ræða. Auðvitað á ekki að amast við því þótt menn kaupi nokkrar flíkur, þegar þeir eru að ferðast utanlands. Við viljum frjálsræði og umburð- arlyndi yfirvalda, en þegar ferðaskrifstofa beinlínis gengst fyrir smyglferðalög- um er ekki um annað að ræða en herða stórlega tolleftirlit og rannsaka gaumgæfilega farangur hvers einasta manns sem ferðast á vegum þessarar ferðaskrifstofu til innkaupa erlendis, á meðan hún ekki lætur af þessum ósóma. Morguiiblaðið telur raunar, að það sé af hugsunarleysi, sem forstöðumenn ferðaskrif- stofunnar hafa lagt út á þessa braut og mundi fagna tilkynn ingu þeirra um, að þeir væru hættir að skipuleggja þessi ferðalög. VERZLUNAR- FRELSI jC’n í sambandi við hið skipu- ^ lagða smygl, sem tilraun er gerð til að reka, er eðlilegt að menn leiði að því hugann, hvort nægilega hafi verið rýmkað um innflutning og hvort tollar séu enn ekki of háir, þrátt fyrir hina miklu lækkun þeirra. Ef menn verzla í stórum stíl erlendis — kaupa þar vör ur á útsöluverði með mjög hárri álagningu í stað þess að kaupa þær hér á landi, — þá er ekki ólíklegt að ríkið sjálft stórskaðist á því að lækka ekki enn tollana, og auðvitað skaðast þjóðarheildin, því að verzlunarhagnaðurinn renn- ur þá til útlendinga. Tilgang- urinn með tollalækkununum í fyrra var líka aðallega sá að draga úr smyglinu og reyndin varð sú að tollatekj- ur ríkisins minnkuðu ekki, heldur jukust. Meginástæðan til þess að menn hneigjast enn til þess að verzla erlendis er sú, að vöruframboð er þar meira. Það byggist aftur á því að verzlunarstéttin er hér fé- vana og því ekki fær um að keppa nægilega vel við er- lend fyrirtæki, getur ekki legið með miklar vörubirgðir o.s.frv. Skammsýnir menn halda að það sé til hagsbóta fyrir almenning og þjóðarheildina að halda álagningu stöðugt í lágmarki. Þegar til lengdar lætur verka slíkar aðgerðir, eins og raunar flest ráð sósíal ismans, þveröfugt. Sam- keppni verður þá ekki sem skyldi, hagur verzlunarinnar verður svo þröngur að hún getur ekki veitt beztu þjón- ustu o.s.frv. Þess vegna er líklegt að ætíð verði erfitt að ráða við smygl, þangað til innflutning ur er algerlega frjáls, verð- lagsákvæði hafa verið afnum- in og tollar eru orðnir hóf- legir. GLEYMDU AFMÆLINU A ðstandendur vinstri stjórn- arinnar sálugu höfðu ekki hátt um það í gær, að þá voru fjögur ár liðin frá því að þeir gáfust upp og Hermann Jón- Dymshits Lesechko Novikov Menn á uppleið í Moskvu YNGRI kynslóð kommúnista er nú óðum að taka við mikilvæg- um stöðum í SovétríkjunuiTN. Eru það menn, sem láta sig árangur- inn af framkvæmdura í þjóð- félaginu eins miklu skipta og stefnu flokksins. Fimm slíkir menn hafa nýlega verið hækk- aðir í tign. 'A' Veniamin E. Dymshits, 52 ára gamall verkfræðingur og sérfræðingur á sviði fjárfesting- ar hefur verið skipaður yfirmað- ur hins nýja Efnaihagsráðs Sovét- ríkjanna. Hann er gyðingur, sá fyrsti, sem tekur við ábyrgðar- mikilli stöðu innan Sovétstjórn- arinnar frá því að Lazar Kagan- ovioh var látinn víkja 1957. Dymshits hefur yfirumsjón með skipulagningu afnahagsunála Sovétríkjanna og getur ráðið miklu um framfarir meðal þjóð- arinnar. Af Mikhail A. Lesechko, er 53 ára. Hann fékk nafnbótina aðstoðarforsætisráðherra og það starf, að hafa yfirumsjón með utanríkisverzlun Sovétríikjanna og aðstoð þeirra við erlend ríiki. Hann er verkfræðingur frá Úkrainu. Hann stjórnaði bygg- ingu fyrsta rafeindaheila Rússa. Stjarna Leseohkos hefur risið á sköromum tíma, því að hann gékk eikki í komroúnistaflokk- inn fyrr en 1940. asson flutti ræðu þá, sem lengi mun í minnum höfð, því að ekkert dæmi mun um það, að forsætisráðherra hafi hrökklazt frá með öðrum eins harmkvælum, eins og hann sjálfur lýsir í ræðu sinni. Varla fer á milli mála, að vinstri stjórnin sé aumasta og versta stjórn, sem hér á landi hefur setið. Ástæðulaust væri því ef til vill að rifja upp feril bennar, ef ekki vildi þannig tii að einn íslenzkur stjórnmálaflokkur, ásamt kommúnistaklíkunni, er á- kveðinn í að reyna á ný að efna til vinstri stjómar. Þótt vinstri stjómin síðasta hafi verið slæm, er þó hug- mynd þeiira ,sem boða nýja „þjóðfylkingu“, sú að næsta vinstri stjóm verði miklu hatrammlegri. Þess vegna þurfa lýðræðissinnar að vera vel á verði gegn þeim mönn- um, sem einskis svífast í valdabraskinu. Ignati T. Novikov. er einnig verkfræðingur frá Úkrainu. Hann er 56 ára og hefur verið útnefndur aðstoðar- forsætisráðherra. Á hann að hafa yfiruimsjón með byggingu fram- leiðslutækja. Novibov gekk í ikoromúnistaflokkinn 1926 og gat sér snemma frægðar fyrir stíflu- og aflstöðvabyggingar. Hann stjórnaði áætluninni, sem Rússar gerðu um byggingu Aswanstífl- unnar í Egyptalandi. + Dimitri S. Polyansky, hlaut einnig nafnbótina aðstoð- arforsætisráðherra. Hann er 45 Bonn, 3. desember. (NTB) MIÐSTJÓRN Kristilega demókrataflokksins í Vestur- Þýzkalandi samþykkti í dag að beina þeim tilmælum til Adenauers, kanzlara, að hann hæfi viðræður við Sósíaldemó krata um myndun nýrrar stjórnar í landinu. — Sú stjórn, sem nú fer frá, var samsteypustjórn Kristilegra og Frjálsra demókrata, svo sem kunnugt er. Sósíaldemó- kratar hafa ekki tekið þátt í samsteypustjórn í rúman ára- tug. í tilkynningu, sem Kristilegir demókratar gáfu út í dag, að fundi miðstjórnarinnar loknum, segir, að eftir nákvæma athugun á aðkallandi vandamálum, hafi sú ákvörðun, er að ofan greinir, verið tekin. Hins vegar er sagt, að rannsaka beri einnig mögu- leikana á því að mynda nýja stjórn með Frjálsum demókröt- um. Viðbrögð Frjálsra demókrata í dag voru þau, að þeir telja, að flokkur Adenauers sé nú að reyna að styrkja samningsað- stöðu sína, með tilliti til frekara samstarfs við Frjálsa demókrata. Sé tilkynning þeirra aðeins stjórnmálabragð. Sósíaldemókratar sögðu, er ára gamall, sérfræðingur á sviði iandbújnaðanmála. 'A' Alexander Shelepin, fyrrv. leiðtogi ungkomroúnista og yfirmaður leynilögreglunnar er sá fjórði, sem gerður var að aðstoðarforsætisráðherra. Allir þessir menn hafa frem- ur skapað sér álit fyrir dugnað í starfi en túlkun á kenning- um Marx. Annað hafa þeir sam- eiginlegt. Þeir fylgja allir stefnu Krúsjeflfs forsætisráðlherra. fréttist um tilkynninguna, að þeir vildu lýsa því yfir, að þeir hefðu enga löngun til að ræða stjórnarmyndun við Kristilega demókrata, ef óheilindi byggju að baki. Hæfist hins vegar viðræður, sem leitt ættu að geta til sam- starfs, þá yrði að leggja grund- völlinn að nýrri stefnuskrá bæði í innanríkis- og utanríkismálum. í kvöld kom sérstök yfirlýsing frá Frjálsum demókrötum, þar sem segir, að þess sé ekki að vænta, að samstarf Kristilegra demóíkrata og Sósíaldemókrata leiddi til neins góðs fyrir hvor- ugan flokkinn. Skýringin á at- ferli þeirra fyrrnefndu sé ein- göngu sú, að þeir séu að reyna að „finna eitthvert hálmstrá, til að reyna að leiða athyglina frá því, að stjórnarslitin séu einnig þeim sjálfum að kenna“. Kveikt í bíl? UM kl. 19 á laugardaig kvikn- aði í fóiliksbíl, sem stóð inni í Rauðarárportinu. Þegar slökkvi- liðinu tókst að slökkva eldinn, var hann orðinn allmikið brennd ur, einkum að innan. Allt bend- ir til þess, að kveikt hafi verið bílnum, og biður rannsóknar- lögreglan hugsanleg vitni að gefa sig fram. Viíja samstarf við Sósíaldemokraía — yfi lýsing miðstjórncu Kristilegra demokrata í V-Þýzkalandi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.