Morgunblaðið - 05.12.1962, Page 17

Morgunblaðið - 05.12.1962, Page 17
Miðvilcudagur 5. des. 1962 MORGVNBLAÐIÐ 17 Árnl Kristófersson Sjötugur MARGIR karlar eru með því marki brenndir að vilja líta und- an og láta sem ekkert sé, þegar ellin er að reita af þeim hárið, setja för eftir klser sínar á and- litið á þeim og gera þeim fleiri grillur. Svo vakna þeir einhvern daginn við þann vonda draum, að þeir eru orðnir langafar, en hugga sjálfa sig með þvi, að þeir haldi sér nú í raun og veru skrambi vel. Konur eru raunsærri í þessum efnum, því að þær telja hvert grátt hár, sem bætist við í þeirra fagra hadd, en fela þá staðreynd fyrir öðrum eftir beztu föngum, og þótt þetta kunni stundum að valda þeim andvökum, þá trúa þær jafnvel ekki lækni sínum fyrir ástæðunni, þegar þær biðja bann um svefntöflur. f>ær eru ekki eins háðar sjálfsblekking- unni þótt þær telji sig stundum ekki upp yfir það hafnar að blekkja aðra svolítið, blessaðar. Því komst ég í þessar heim- spekilegu hugleiðingar, að gam- all sveitungi minn, lítið eitt eldri en ég, var að skreppa yfir á áttræðisaldurinn hér um daginn. Ég man eftir honum sem fjörug- um og dálítið galgopalegum strák og síðar sem ungum manni, sem hafði gaman að fjörugum fákum og smellnum ferskeytlum. Það er nú víst orðið nokkuð langt BÍðan hann hefur beizlað ó- taminn fjörgapa, en hann hefur enn gott taumhald á ferskeytl- unni, og bregður henni vana- lega fyrir sig á góðra vina fundi, enda mörg verið borin á hans eigin búi. Þessi maður er Árni Kristó- fersson frá Köldukinn á Ásum, en þar fæddist hann 29. nóv. 1892 og ölst upp í föðurgarði, en þann 25. júlí 1915 kvæntist hann heimasætunni á Kringlu í sömu sveit, Guðrúnu Teitsdóttur, og bjó þar við vinsældir allra ná- granna í tuttugu ár, enda jafnan fús til að gera öðrum greiða. Enginn þar í sveit mun á þeim árum hafa farið jafnmargar ferðir til að sækja læikni, er mi'kið lá á, né fara með ljós- móður, og lét þá hvorki hríðar né ófærð hamla ferð sinni og gæðinga sinna. Árið 1935 brugðu þau hjónin búi og fluttust til Höfðakaupstaðar, þar sem Guð- rún kona hans gegndi ljósmóður- störfum af mikilli prýði í aldar- fjórðung, en bæði hafa þau yndi af skepnum og hafa því allt fram að þessu stundað þar nokkurn búskap jafnhliða öðr um störfum. öll mín héraðslæknisár var ekkert heimili mér önnur eins hjálparhella og heimili þeirra Árna og Guðrúnar frænku minn ar, enda var þar aldrei spöruð nein sú aðhlynning, sem mér mætti að gagni verða. Bæði eru þau hjón frábær að gestrisni og þótt húsið þeirra sé ekki stórt, var þar alltaf rúm fyrir gesti, og allmargir barnungar hafa þar fyrst litið dagsins ljós, en húsbóndinn gengið úr rúmi til þess að svo mætti verða, meðan ekki voru tök á að koma mæðr- unum í tæka tíð á spítalann á Blönduósi, eða ekki rúm fyrir þær þar. Auk þess var Guðrún sjálfsagður milliliður, ef fólkið þar ytra þurfti að fá læknisráð eða fá mig til að koma þangað út eftir, meðan ekki var þar læknir, og verð ég að viður- kenna, að stundum var ég treg- ur í taumi, einkum á vetrarkvöld um, og ekki alltaf blíður í garð frænku minnar, þegar ég taldi, að ferðin þyldi að bíða til morguns. Ef fara þurfti þessa leið á hestum, var Árni sjálf- sagðasti fylgdarmaðurinn og 'kaus ég engan frekar til þess, því að bæði var hann ötulli og þa'ulvanur ferðamaður, en auk þess fundvís á það, sem til skemmtunar mátti verða, svo sem ýmsar sögux af gömlum sveitungum okkar, að kveðling- um ógleymdum. Veit enginn nema sá, er reynt hefur, hversu skemmtilegur fylgdarmiaður ger ir allar ferðir léttari, svo að mað ur nær áfanga óþreyttari en efni stæðu annans til. Einu sinni brást honum þó þessi bogalist, en þá fylgdi hann okkur hjón- unum frá Höfðakaupstað til Blönduóss í svo miikilli ófærð, að hestarnir gáfust upp og urð- um við að ganga síðasta spölinn, og hef ég sjaldan orðið þreyttari enda tók þessi ferð sjö klukku- tímia, þótt vegalengdin sé innan við 25 km. Ekki er heldur um að sakast við hann, að einu sinni vorum við mjög samtaka í því að villast á þessari leið í góðu veðri og olli því villiljós á skipi, sem lá inni á Laxárvík, en við huggðum vera úr bæjarglugga. >au Árni og Guðrún eiiga fimm börn, sem til fullorðins aldurs hafa komizt, og auk þess einn fóstunson. öll eru þau mann KVIKMYNDIR ★ KVIKMYNDIR ★ KVIKMYNDIR * ★ KVIKMYNDIR * SKRIFAR UM: * KVIKMYNDIR * GAMLA BÍÓ: Spyrjið kvenfólkið. >eir sem hafa þörf fyrir að hrista af sér skammdegisslenið, ættu að leggja leið sína í Gamla bíó og sjá þessa bráðskemmtilegu mynd með þeim Shirley Mac Lane, David Niven og Gig Yong í aðalhlutverkunum. Efni mynd- arinnar er eins og gerist í flestum gamanmyndum, fremur auðmelt, létt og skoplegt og vel á því hald- ið. Ung stúlka, Meg að nafni (Shirley MacLane) frá smábæ í PensyJvaniu kemur til New York í atvinnuleit. Borgin heilsar henni með því að öllu er stolið frá henni á járnbrautarstöðinni, nema fötunum sem hún stendur í. Hún fær fljótlega atvinnu, en helzt þar ekki við vegna ástleitni forstjórans. >ar kynnist Meg ung um manni, Ross Taford, sem býð vænleg og vel gefin og öll bú- sett í Höfðakaupstað, en fríður hópur barnabarna er afa sínum og ömmu til daglegs yndisauka. Skagastrandarkauptún var ekki glæsilegur staður á kreppu árunum, þegar þau Árni og Guðrún fluttu þangað með barnahóp sinn, en þau hafa átt sinn þátt í því að breyta því í Höfðakaupstað, þar sem mikil verkefni bíða duglegs fólks. Óska ég þeim þess, að ættstofn þeirra megi þar lengi blómgvast og líkjast þeim í því, að verðskulda hylli góðra manna. Árna vini mínuim óska ég þess ennfremur á þessum tímamótum, að hann, sá ótrauði ferðamaður, fái góða færð og bjart veður á leið þess áratugs, sem nú er hafinn. Páll V. G. Kolka. ur henni oft út með sér, en einn ig hann gerist nærgöngull við hana og hún slítur því öllu sam- bandi við hann. Nú fær Meg at- vinnu hjá fyrirtæki, sem annast allskonar skoðanakannanir meðal neytenda. Forstjóri þess er Miles Doughton (David Niven) en með stjórnandi bróðir hans Evan, sem er allmikið upp á kvenhöhdina. Evans verður hrifinn af Meg og hún af honum, en hann dregur sig þó brátt í hlé, því að hann er ekki á því að lenda í hnapp- eldu hjónabandsins. Kvennamál Evans eru eldri bróður hans mik ið áhyggjuefni og þegar Meg sting ur upp á því við hann að hann hjálpi henni til að krækja í Ev- ans til þess að bjarga honum út úr kvennamálunum, þá þykir Mil es það þjóðráð. Miles sér það í hendi sér að hann verður að kienna Meg ýmis brögð, sem kon ur beita til þess að heilla karl- mennina, en sú kennsla verður örlagarík og verður sú saga ekki rakin hér. Shirley MacLane er óborgan- leg í þessu skemmtilega hlutveiki sínu, leikurinn allur borinn upp af ágætri kímni og látbragð henn ar og svipbrigði með ótal „vari- ationum". David Niven er henni vissulega samboðinn mótleikari með sínu fáguðu og rólegu kímni, sem hann einnig beitti svo skemmtilega í „Umhverfis jörð ina á áttatíu dögum“. >eir Gig Young og Rod Taylor, sem leika Evan og Ross Taford, fara einnig mjög vel með hlutverk sín. Út er komin bókin „Með Valtý Stefánssyni“. Bjarni Benediktsson, ráðherra, ritar formálsorð fyrir bók- inni. Matthías Johannessen, ritstjóri, segir í sam- talsþáttum frá æsku og uppvaxtarárum Valtýs. Svo eru í bókinni fjöldi frásagnaþátta eftir Valtý og viðtöl við þjóðkunna menn. Bókin er í senn mjög fróðleg og skemmtileg aflestrar eins og fyrri bækur Valtýs, sem allar hafa verið metsölubækur. Með Valtý Stefánssyni er jólabók fyrir alla, jafnt karla, sem konur, unglinga, sem eldra fólk. Bókfellsútgáfan Með Valtý Stefánssyni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.