Morgunblaðið - 09.12.1962, Qupperneq 6
6
MORCVTSBLÁÐÍÐ
Stmnudag'ur 9. des. 1962
Næturheimsókn
Jökull Jakobsson: Nætur-
heimsókn. Sögur 87. bls.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs,
Reykjavík 1962.
Jökull Jakobsson, sem lönigu
er kunnur fyrir skáldisögur sínar
og leikrit, gaf nýlega út fyrsta
smásagnakver sitt í smábóka-
flokki Menningarsjóðs. Sögurnar
eru sex talsins, sú elzta frá vor-
inu 1955, ein frá haustinu 1958,
en hinar frá árinu 1960.
Er skemmst frá því að segja,
að kverið er mjög ánægjulegt og
leiðir m-eðal annars í ljós, að
Jökli lætur miklu betur að semja
smásögur en skáldisögur, og er
þó smásagan venjulega talin erf-
iðara form en skáldsagan. Mér
hefur virzt af þeim skáldisögum,
sem ég hef 1-esið eftir Jökul, að
honum hætti ti-1 hroðvirkni og
eigi erfitt með að gefa efninu
fastmótað form.
í smásögunum er þessu ekki
til að dreifa — öðru nær. Sög-
urnar eru allar mjög vandvirkn-
isl-ega gerðar og fylla vel út í
þann ramma sem höfundurinn
smíðar þeim. Jökull er hreinrækt
aður na-túralisti í skáldskap sín-
um, lýsingar hans nákvæmar og
með sterkum raunsæisblæ, en
samt er honum lagið að gefa
sumum sögunum þá aukavídd
sem lyfti þeim yfir hversdags-
leikann.
Þetta kemur kannski greini-
legast fram í fyrstu sögunni,
„Skip koma aldrei aftur“, þar
sem hróp drykkjumannsins fyrir
utan húsið verða nokkurs konar
viðl-ag við sjálft höfuðtemað eða
ranghverfan á þeim veruleik sem
er að fæðast uppi í herbergi
stúlkunnar. Þessi saga er vissu-
lega með langmestum viðva-n-
ingsblæ, einkanlega í samtali
piltsins og stúlkunnar, sem er tíð
um hátíðlegt, hástemmt og „skáld
legt“, þó það sé oft tiliþrifami-kið
og vel hugsað. En samt býr sag-
an yfir ríkri innri tilfinningu,
dramatískri spennu sem fær full
nægjandi úrlausn í sögulok. í
rauninni er þetta eftirminnileg-
asta sagan í bókinni, þrátt fyrir
a-llt ungæðisbragð. Formið er
hnitmiðað og undirstraumurinn
þungur.
„Jafnvægi í byggð landsins“ er
líka góð saga, en með köfl-um
nokkuð reyfarakennd, og svo
hefur hún þann leiða annmarka
flestra íslenzkra sagna um bónd-
ann á mölinni, að sveitalífið er
gert óeðlileg-a hjartnæmt og
borgarlífið óþarflega grátt. And-
stæðurnar í sogunni eru sem sé
einum of hvassar, þó fæstir
mundu neita því, að hin snöggu
Og djúptæku aldahvörf í íslenzk-
um hugsunarhætti og þjóðlífi,
sem sagan bregður upp svip-
mynd af, séu sa-nnleikanum sam-
kvæm. Sagan befði orðið áhrifa-
m-eiri og hugtækari, ef höfun-d-
urinn hefði gætt meiri hófsemd-
ar í lýsingunni á kjörum bónd-
ans fyrir og eftir að hann flyzt
á m-ölina. Lokaatriðið, þegar um-
slaginu er skolað niður í sa-lern-
inu, jaðrar við ofhleðslu. Það
er óþarft að ganga svona ríkt
eftir því, að lesandinn skilji hvað
fyrir höfundi vakir.
„Farið uppá Ska-ga“ er stór-
mannleg tilraun til að túlka við-
brögð hins uppburðarlausa og
magnlitla eiginmanns gagnvart
ótryggð ungrar eiginkonu. At-
burðalýsingar eru allar mjög
Ijósar og sannfærandi, rás sög-
unnar bláþráðalaus, en lesand-
inn á bágt með að þ*úa á við-
brögð og atferli ei-ginmannsins,
þó þessi manngerð sé trúlega til
og höfundurinn leggi sig allan
fram um að renna stoðum undir
geðleysi hans og aumingjaskap.
Reyfarabragðið af sögunni
sfeemmir hana, alltof einhliða
mannlýsingar og ótraustar for-
sendur þeirra atburða sem raktir
eru.
„Herberki 307“ fj-allar um svip
að efni, en hér eru tök höf-und-
ar mikl-u öruggari, og hann dreg
ur upp verulega snjalla smá-
mynd af hinum huglausa kokkáli
og eljara hans, ritstjóranum.
Báðar eru þessar síðasttöld-u
Jökull Jakobsson.
sögur vafalaust raunsannar lýs-
ingar á reykvísku dagfari sam-
tím-ans, en þær rista nokkuð
grunnt, skortir undirstrauminn
eða aukavíddina sem hefji þær
upp úr hversdagsleikanum.
„Revúar Nicolai!" er af dá-
lítið öðrum toga, lýsir viðbrögð-
um konu, sem æðrulaus hefur
borið missi fjögurra sona, við
láti tökudrengs sem hún hef-ur
alið upp. Hér leitast höfundurinn
við að kafa eftir þeim duldu
rökum sem gera missi tökubarns
ins sárari en missi eigin barna.
Þetta er að sjálfsögðu torvelt
viðfangsefni, og höfundurinn
kemst ekki nema í meðallagi vel
frá því, þó sagan sé á margan
hátt minnisstæð. Viðbrögð hinn-
ar einföldu og fórnfúsu konu við
tilfinningum, sem hún skilur
ekki sjálf, eru trúverðug framan
af, en það er eins og sagan
fletjist út um miðbikið. Samtal-
ið við soninn er hnitmiðað og
lýsingin öll mögnuð en viðskiptin
við prestinn verða einhvern
veginn slöpp, kannski mest vegna
þess að höfundurinn leggur svo
ríka áherzlu á að skrumskæla
prestinn að hann virðist missa
sjónar á sjálfu aðalvandamáli
sögunnar.
„Næturheimsókn" er mjög vel
gerð svipmynd af heimsókn
tveggja drukkinna sjómanna á
sveitabæ, þar sem barnsmóðir
annars hefur leitað athvarfs. Við
ureign bóndans við bílstjórann
er lýst af miklu raunsæi, og öll
er sagan gagnsýrð af þeim myrku
hvötum sem stjóma aeði okkar tii
góðs og ills.
Eins og ég gat um í upphafi,
er Jökull Jakobsson raunsær
smásagn-ahöfundur, og kemur
það Ijósl-ega fram í öllum sögun
um nema þeirri fyrstu, sem er á
öðru plani. Lýsingar hans eru
nákvæmar og ýtarlegar, samtöl-
in eðlil-eg og blæbrigðarík, en
ég hefði kosið að heyra oftar
þann djúpa undirtón sem fram
kemur í fyrstu sögunni. Þó natúr
alisminn sé góðra gjald-a verður
og eigi fullan rétt á sér, hættir
honum til að festa si-g um of
við yfirborð hlutanna og van-
rækja þá torræðu þætti mann
lífsins sem skáldiskapnum er
mestur slægur í.
Mér kemur á óvart, að í þessu
úrvali af sögum Jök-Uls Jakobs-
sonar skuli ekki vera smásaga
sem birtist í Árbók skálda 1956
undir nafninu „Mynd úr marm
ara“. Hún er ótvírætt veigameiri
og skáldlegri en sumar sögurnar
sem teknar eru í þessa bók.
Allt um það er fengur að bók-
inni, því Jökull er m-eðal högustu
smásagna-höfunda a-f yngri kyn-
slóð og óragur við að fara eigin
leiðir.
Frágangur bókarinnar er góð-
ur, prentvillur engar, en á tveim-
ur stöðum kemur fyrir orðtækið
,að láta aftur dyrnar" sem mundi
hafa þótt slæm vilia í skólastíl.
Mér skilst að maður láti aftur
hurð, en loki dyrum.
Sigurður A. Magnússon.
OÆT T I R
poivisrvi ai_
Laun voru lægri en
kjarasamningar
— og skaðabætur dæmdar
'KVEÐINN hef-ur verið upp í
Hæstarétti dómur í máli, er
Tómas Högnason, Hafnarfirði
höfðaði gegn Kristjáni Jónssyni,
'Sólibæ, ölfusi, Árnessýslu til
Upp á líf og dauða
SVO HANN er þá skáld ofan á
allt annað, mannskrattinn, sagði
ég hálf upphátt við sjálfan mig,
er ég greip niður í bók Poul-
Emile Victors. Ég 1-enti á kafla,
sem fjallaði um dvöl hans með
-eskimóum, og viðbrögð hans, er
hann lítur franska fánann við hún
á skútu þeirri, sem kemur honum
og félögum hans til bjargar. Síð-
an byrjaði ég á bókinni og las
han-a í einni lotu — jú, þessa
bók hlýt ég að telja til skáld-
v-erka, þótt að efni til sé hún raun
sæ lýsing eins frægasta leiðang-
ursstjóra og landkönnuðar síð-
ustu áratuga á eigin ævi og starfi.
En hann skrifar þessa sjálfs-
ævisögu sín-a eins og sá einn get-
ur, sem ekki aðeins er gæddur
góðum gáfum og skarpskyggni,
heldur hefur einnig ósvikna skáld
æð.
Margt hefur drifið á daga Poul-
Emile Victors. Hugur bans stóð
snemma til heitra landa, hann
hugðist stunda mannfræðirann-
sóknir á Suðurhafseyjum, en þau
urðu örlög hans að eyða mann-
dómsárunum að mestu á köldustu
hjörum veraldar, á meginjökli
Grænlands og nyrzt í Kanada og
Alaska. Þessi fágaði heimsmaður,
glæsilegri en nokkur kvikmynda
hetja í Hollívúdd og kunnáttu-
maður u-m heimsins lystisemdir
hefur lifað árum saman frum-
stæðu lífi fátækra eskimóa á
austurströnd Grænlands. Þessi
fullhugi, sem hvað eftir annað
hefur horfzt í.augu við dauðann
án þess að æðrast og alla ævi
virðist hafa lifað eftir einkunnar-
orðum fyrirrennara síns og fyrir-
myndar: Pourquoi pas? Hvers
vegna ekki?, hann skrifar nú bók,
sem réttilega gæti heitið Pour-
quöi? Hversvegna? Hann rifjar
upp sinn ævintýralega lífsferil,
grandskoðar viðbrögð sín á ör-
lagastundum, leitar að réttlæt-
ingu mannlegrar tilveru sinnar,
spyr og spyr: Hversvegna? Ég
ætla, ekki að endursegja svörin —
en vísa til bókarinnar. Ég hefi
ekki 1-esið hana á frummálinu, en
mál Jóns Óskars, þýðandans, virð
ist mér yfirleitt gott. Bókin er
prýdd allmörgum teikningum eft
ir höfundinn, sem hefur það einn
ig sér til ágætis að vera dágóður
teiknari.
Ég hefi lengi dáðst að leiðang-
ursstjóranum Poul-Emile Victor.
Með Grænlandsleiðöngrum hans
hefur verið brotið nýtt bl-að í
sögu jökl-arannsókna, nútíma
ferðatækni og vísindatækni nýtt
til hins ítrasta. Með þessari bók
hefur hann enn vaxið í mínum
augum. Ég hefði ekki búizt við
svona bók frá jöklamanni, og þó
— Pourquoi pas?
Sigurður Þórarinsson.
greiðsl-u skuldar að fjárhæð kr.
24.563,97 ásamt vöxtum og máls-
kostnaði. Stefndi krafðist sýknu,
en til vara, að honum yrði aðeins
gert að greiða kr. 3.164,00 auk
vaxta og orlofs. í niðurstöðum
málsins kom m. a, fram, að talið
var óhei-milt að greiða lægri laun
en kjarasamningur kvað á um,
Málavextir eru þeir, að í júlí
1-958 réði Kristján stefnanda til
vinnu og átti hann að aka bif-
reið stefnda á leiðinni Reykja-
vík—Hveragerði—Ölf-us. Var um-
samið kaup kr. 5.000,00 á mán-
uði. Stefnandi kveður stefnda
hafa sagt, að eftirvi-nna yrði
grei-dd með fríum næsta sumar.
Stefnandi kvaðst hafa álitið, að
kr. 5.000,00 væru laun lang-
ferðabifreiðastjóra, en er hann
komst að því, að þau væru
nokkru hærri kvaðst hann hafa
-farið fram á fulla-n taxta og hafi
stefndi lofað að athuga það.
-Stefndi hefur hinsveg-ar haldið
fast við, að umsamið kaup hafi
verið kr. 5.000,00.
í miðjum nóvemlbermánuði
1958 hætti stefnandi störfum hjá
-stefnda. Bar þeim ekki saman
um tildrögin, en stefndi taldi, að
sér hefði verið sagt upp fyrir-
-varalaust, en stefndi hélt þ-vi
fram, að stefnandi hefði hætt af
-sjálfs-dáðum. Fékkst ekkert sam-
ræmi um þetta atriði í fram-
burði þeirra.
Stefnandi sundurliðaði kröfur
sínar á svofelldan hátt: 1) ,ran-
greiddur launamismunur Júlí —
nóv. 4.011,50. 2) Au-kavinna
13.256,22. 3) Laun í einn mánuð
(uppsagnarfrestur) kr. 6.95,25.
4) Orlof kr. 1.202,00.
Niðurstaða málsins varð ekki
sú sam-a í héraði og fyrir Hæsta-
xétti. í héraði var stefnanda
Framhald á bls. 23.
AO DUGA EÐA DREPAST eftir Guðmund G. Ilayalín
Saga manns, sem harðnaði við hverja raun á sjó og
landi og sífellt sótti á brattann.
Að duga eða drepast er ævisaga
Björns Eiríkssonar á Sjónarhóli í
Hafnarfirði. í bókinni koma fram
margar eftirminnilegar persónur,
en hæst ber að sjálfsögðu sögu-
manninn og foreldra hans. — En
margar aðrar persónur eru eigi að
síður mjög svo minnisstæðar, eins
og Palli og Lauga í Pallakoti, Sæ-
mundur og Guðrún á Vatnsleysu,
Sveinn og Anna á Kolableikseyri og
íslenzkir og erlendir sjómenn, sem
við sögu koma.
í bókinni eru afbrigða snjallar og
áhrifaríkar lýsingar á lífi og bar-
áttu sjómanna við sjó, storma og
hafís.
Þetta er hetju- og baráttusaga harð
duglegs sævíkings, sem aldrei lét
bugast þótt á móti blési.
SKllGGSJft