Morgunblaðið - 09.12.1962, Qupperneq 8
MORGUNBLAÐlb
Sunnudagur 9. des. 1962 1
Nokkur orð um
Siglfirðinga
Hugleiðingar og
Sigl ufjarðarveg
NÚ AÐ undanfornu h-afa orðið
nokkrar umræður í Reykjavíkur
Iblöðunum um vegamál Siglfirð-
inga og hafa þær umræður af eðli
legum ástæðum að miklu leyti
snúizt um lagningu Siglufjarðar
vegar ytri (Strákavegar) og
hvernig þeirri vegagerð skilaði
fram.
Heima fyrir á Siglufirði hefir
um þetta mál verið fjallað af
kappi í ræðu og riti um noklkurra
ára skeið. Hafa allir heimamtnn
verið sammála um, að því er ég
bezt veit, að Siglfirðingum
væri það bein lífsnauðsyn að
lagningu vegarins yrði lokið á
næstu árum og væri það raunar
fullkomið réttlætismál, að svo
yrði gert með tilliti til allra að-
stæðna .— Um hitt hafa menn
síður verið á eitt sáttir, af bverju
það stafaði, að lagningu vegar-
ins væri enn ekki lengra komið
en raun sannar og hvaða leiðir
toæri að fara til að koma þessu
stórmáli í höfn. Hefur þar 'sitt
sýnst hverjum. Á þessum árum
hefir þess einnig gætt í vaxandi
mæli, að pólitískum áróðri og
ádeilum væri blandað í umræður
um málið, sem í sjálfu sér á þó
heldur lítið skylt við stjórnmál
og deilur um þau efni. Skal ég
þó fúslega játa, að ég hefi sjálf-
ur stundum minnzt nokkuð á
stjórnmál í sambandi við vega-
málið, þegar um það hefir verið
upprifjanir um
ytri (Strákaveg)
að ræða að bera af mér sakir
persónulega og þeim stjórnmála
flokki, sem ég fylgi að málum.
Grein Björns Pá.lssonar
f>að síðasta, sem ég hefi séð
skrifað í Reykjavíkurblöðin um
samgöngumál Siglfirðinga er
grein, sem Björn Pálsson, alþing
ismaður, ritar í „Tímann“ 1. des.
sl. Virðist mér greinin skrifur
af allmikilli þekkingu á þessum
málum og er þar margt vel og
réttilega sagt. Er ég mörgu, og
kannske flestu, sem í greininni
segir, efnislega sammála. Ein-
staka atriði, sem höfundur hreif
ir, tel ég þó þurfa leiðréttinga
og frekari skýringa við og er
það af þeim sökum aðallega, sem
ég skrifa þessar hugleiðingar.
Upphaf Strákavegar
Greinarhöfundur lýsir því rétti
lega, að sá vegur, sem á sínum
tíma var lagður um Siglufjarðar
skarð hafi aldrei frá upphafi upp
fyllt þær vonir, sem við hnn
voru bundnar. Skarðsvegurinn
var að mestu lagður áður en hin
stórvirku tæki til vegagerðar,
sem nú þykja sjálfsögð, voru tek
in í notkun hér á landi. Þeir, sem
vit hafa á vegavinnu og vega-
gerð telja, að ef lagning þess
vegar, sem síðar var lagður um
Siglufjarðarskarð, heifði verið
ákveðin 6—8 árum síðar, hefði
vegamál
Einar Ingimundarson
aldrei verið horfið að því ráði
að leggja veginn um Skarðið,
heldur ákveðið í byrjun að brjót
ast gegnum fjöllin, svo sem nú
á að gera með jarðgöngum gegn
um Strákafjall. Skarðsvegurinn
var opnaður til umferðar 1947.
Löngu fyrir þann tíma sáu Sigl-
firðingar og aðrir þeir, sem næst
búa Siglufjarðaskarði, fyrir að
notin af veginum hlytu að verða
harla takmörkuð, enda varð sú
raunin á eins og fyrir löngu er
orðið alþjóð kunnugt. Má þó
ekki vanþakka þau not, sem
Siglfirðingar og aðrir hafa haft
af Skarðsveginum, svo langt sem
þau ná, og á meðan elkki er völ
á öðru betra, en óhætt mun að
fullyrða, að umhugsun og um-
ræður um annan og betri veg
munu a.m.k. vara jafngamliar
Skarðsveginum meðal þeirra, sfem
fyrst og fremst áttu að njóta
hans, þ.e. Siglfirðinga og Aust-
ur-Skagfirðinga.
Á Alþingi 1953-1954 fluttum
við Gunnar Jóhannsson, lands-
kjörinn þingmaður, og þingmenn
Skagfirðinga, sem þá voru Stein
grímur Steinþórsson og Jón Sig
urðsson tillögu til þingsályktun
ar um afhugun á nýju vegarstæði
milli Siglufjarðar og Skagafjarð
ar ,með það fyrir augum að var-
anlegar samgöngur mil'li þessara
nágrannabyggða yrðu tryggðar.
Var tillaga þessi samþykkt á því
sama þingi. Ekki mun þó sú at-
hugun á vegastæðinu, sem tillag
an sagði fyrir um, hafa verið
framkvæmd fyrr en sumarið
1955, vegna deilu, sem Vegamála
skrifstofan og verkfræðingar
áttu í sumarið 1954. Hljóðaði
álit verkfræðinga um að leiðin
frá Hraunum í Fljótum út Al-
menninga um Úlfsdali og Stráka
inn til Siglufjarðar væri fær
sem vegastæði og 'hnigju ýms
rök að því, að hagkvæmara
væri að sprengja veginn gegn-
um Strákafjall en að leggja
hann þar utan í bergið. í áliti
verkfræðinga um hina fyrirhug-
uðu vegargerð var engin til-
raun gerð til að gera lítið úr
þeim kostnaði, sem myndi leiða
af þessari vegargerð. — Að frum
kvæði þeirra sömu þingmanna
sem áður voru nefndir, var
Sigluíjarðarvegi ytra (Stráka-
vegi) 'komið inn í vegalög 1955
og byrjunarframlag til hans
(100 þús. kr.) var tekið inn í
fjárlög ársins 1956. Var þar með
Siglufjarðartvegur ytri kominn
inn á vegalög og fjárlög og lagn
ing hans þar með endanlega á-
kveðin.
í grein sinni lætur Björn Páls-
son liggja að þvi, að núverandi
ríkisstjórn virðist ekki hafa mik
inn áhuga fyrir öflun fjár til
Sigluifjarðarvegar ytri og hafi
stjórnarliðið á Alþingi hindrað,
að frumvörp til fjáröflunar í
þessu skyni næðu fram að ganga
— Mun ég víkj a nokkuð að þessu
atriði síðar, en taka fram nú þeg
ar, að þótt svo sé, að flokksbræð
ur greinarhöfundar á Alþingi
hafi nú áhuga fyrir, að lagningu
Strákavegar verði sem fyrst lok
ið og helzt á næstu 2 árum, var
því alveg öfugt farið með af-
stöðu þeirra til málsins á Al-
þingi fyrir 6—7 árum. Mun ég
svo ek'ki fara nánar út í þá sálma
að svo stöddu.
Hvað miðar vegargerðinni og
hvers er að vænta?
Á árunum 1957-1962, að bóð-
um árum meðtöldum, hafa á fjár
lögum verið veittar til Siglu-
fjarðarvegar ytri (Strákavegar)
500—700 þús. kr. árlega eða sam
tals frá 1966 upp undir 4 millj-
ónir króna. Brot af þessari upp-
hæð mun þó hafa verið tekið að
láni til að ljú'ka vegagerð i
Fljótum og Sléttuhlíð, en sú veg-
argerð kemur að sjálfsögðu þeim
til góða, sem mestra hagsmuna
hafa að gæta við lagningu Stráka
vegar. Játa verður það, að lagn
ingu vegarins hefur miðað skem
ur en vonir stóðu til, miðað við
þá fjárhæð, sem þegar hefir ver-
ið varið til hennar, og hefir fram
að þessu aðeins verið undirbyggð
ur vegurinn frá Siglufjarðar-
kaupstað út að Strákafjalli, eða
um 2 km. leið, og með sjó að
vestanverðu frá Heljartröð utan
Hrauna í áttina að Strákfajalli
3—4 km., en leiðin öll fiá Siglu
firði að Heljartröð mun vera
15—16 km, þar af um 900 m. löng
jarðgöng gegnum Stráka. Land-
ið, sem vegurinn hefir verið lagð
ur um, og á að liggja um, er ó-
greiðfært og seinunnið, en sá
hluti, sem þegar hefir verið lagð
ur virðist vera hinn traustasti
vegur og mikið mannvirki. —■
En sérstæðast er það við lagningu
þessa vegar, að sá hluti hans, sem
erfiðast er að gera og dýrast, þ.e.
jarðgöngin sjálf gegnum Stráka,
verða naumast unhin öðruvísi en
samfellt og í einum áfanga. Leið
ir vitanlega af því, að nægilegt
fé til gerðar jarðganganna þarf
að liggja fyrir eða vera a.m.k,
tryggt, þegar bygging þess mikla
mannvirkis er hafin. í þessu
felst sá meginmunur, sem er á
þeirri vegalagningu, sem héi
ræðir um og flestra annarra vega
gerða á landi hér, sem yfirleitl
eru unnar í áföngum á sumr-
um, fyrir árlegar fjárveitingai
á fjárlögum. — Á undanförnum
árum hafa nokkrar tilraunir vei
ið gerðar til að afla fjár til jarð
gangnagerðar í Strákavegi. M.a
hafa verið flutt frumvörp á AI
Framhald á bls. 23.
NÝTT AB-STÓRVERK
Um 100 sérfræðíngar viðsvegar um heim háfa unnfð
að samningu texta þessarar fróðlegu bókar.
Dr. theol. Sigurbjörn Einarsson biskup
hefur séð um hina íslenzku útgáfu.
HELZTU TRÚARBRÖGÐ HEIMS lýsir í máli og
undurfögrum myndum sex höfuðtrúarbrögöum
mannkyns:
KRISTIN TRU
GYÐINGDÓMUR
MÚHAMMEÐSTRÚ
BÚDDATRÚ
KlNVERZK HEIMSPEKI
HINDÚASIÐUR
Pessum helztu trúarbrögðum heims eru gerð glögg
skil, rakin saga þeirra og kenningar, lý$t guðs-
húsum þeirra, mismunandi trúarsiðum og
margvíslegustu sértrúarflokkum.
Stærsta og fegursta safn erlendra listaverka,
sem sézt hefur í íslenzkri bók.
208 myndir þar af 774 litmyndir.
öll framsögn er sérstaklega skýr og auðveld, svo
að efni, sem í sjálfu sér er torskilið, verður
hverjum og einum auðskiljnn lestur.
Þessi bók á erindi til allra - einnig til yðar.
ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ