Morgunblaðið - 09.12.1962, Síða 13
f Sunnudagur 9. des. 1962
MORGUNBLAÐ1Ð
13
AÐEINS fárra tíma siglingu
frá austurströnd Kanada ligg-
ur rússneskur fiskiskipafloti,
sá afkastamesti, sem veröld-
in hefur séð til þessa. Hann
ógnar ekki aðeins tilveru
45.000 kanadiskra fiskimanna,
efnahaglegu jafnvægi sjávar-
sveitanna á austurströndinni,
sem veiða fisk fyrir 60 millj.
dollara á ári, og tilveru út-
vegsmanna frá sextán þjóð-
um, sem freista gæfunnar á
miðunum við New Pound-
land og Nova Seotia.
Kanadisku fiskifræðingarn-
ir segja berum orðum, að þess
muni ekki lang-t að bíða, að
Rússneskur verksmiöjutogari
Stór-útgerð Rússa
á Atlantshafl
„Tæma Rússar norður - Atlants-
hafið af fiski?“ spyr Kananda-
maðurinn John D. Harbron í
eftirfarandi grein
veiði Rússa á djúpmiðunum
verði svo mikil, að ekkert
verði eftir handa hinum, sem
veiða innan landhelgi. En
löngu áður en til þess kemur
munu Rússar láta til sín taka
á Kanadamarkaðnum. Hingað'
til hafa þeir flutt aflann heim
til Sovét-Rússlands, en þess
mun ekki langt að bíða að
Rússar geti flutt í iand hrað-
irystan fisk í umbúðum, al-
búirun til að leggja hann á
búðarborðið og síðan í pottinn
hjá milljónum húsmæðra í
enskumælandi löndum.
Aðrir, sem fróðir eru í þess
úm greinum, óttast að Rússar
þurausi blátt áfram fiskimið-
in jafn kappsamlega og þeir
auka nýtízku flota sinn.
— Við höfum aldrei séð
neitt því M'kt, segir G. N.
Gillespie í flotamálaráðuneyt-
inu í Halifax. — Ef Rússar
hægja ekki á sér bráðlega,
tæma þeir Norður-Atlantshaf-
ið að fiski!
• 25.000 manns á sjónum
Annars eru Rússar nýgræð-
ingar á miðunum. Fyrir 1960
hafði enginn sjómaður við
Norður-Atlantshaf séð full-
kominn rússneskan veiðiflota.
En einmitt þetta sumar skaut
upp 180 rússneskum fiskiskip-
um um 150 sjómílum undan
New Foundlandsströnd. Sum
þeirra voru á stærð við Mnu-
skipin á Atlantshafi, og þarna
voru margir nýsmíðaðir verk-
smiðjutogarar, um 3500 lest-
ir að stærð. Þessi skip höfðu
sigl't 4000 sjómí'lur til að kom-
ast á miðin og á flotanum
voru 25.000 manns — karl-
ar og konur. Engin furða þó
stjórnmálamanni einum yrði
að orði:
— Það eru fleiri Rússar en
New Foundlendingar þarna
úti á miðunum! (Hann var
ekiki að gera að gamni sínu.
Á New Foundlandi eru aðeins
18.000 fiskimenn).
í dag eru að minnsta kosti
230 skip þarna á miðunum.
Dr Wilfred Templeman, yfir-
MfeðMsfræðingur fiskirann-
sókna New Foundlands, líkir
landsmönnum sinum, saman-
borið við Rússa, við einmana
hjólreiðamann í umferðarþvög
unni í New York.
En það er ekki stærð rússn-
eska flotans sem veldur Kan-
adamönnum fyrst og fremst
áhyggjum. Heldur hvernig
Rússar veiða. Þeir innbyrða
allan fisk. Ekkert er skiMð
eftir — þeir hreinsa til. Engu
er fleygt fyrir borð. Bæði
smátt og stórt er nýtt upp til
agna með haus og innýflum.
Rússar veiða á sama hátt
og vel skipulagður her gerir
atlögu. Flotinn er ekiki sjálf-
stæðar einingar. Þetta er ein
heild, skipulögð neðan úr kili
og upp í siglutopp, úttoúin
l'íkt og nýtízku vöruhús í
landi. Þarna eru leitarskip,
sem leiðbeina hinum þangað
sem gangan er, og eru ekki
í vandræðum með að finna
torfurnar. Enginn fiskifloti
hefur betri elektronisk tæki.
Og togararnir geta haldið sig
á miðunum þrjá mánuði sam-
fleytt, hvort heldur er vetur
eða sumar. Oig þeir veiða dag
og nótt.
• Borg á hafinu.
Rússneski fiskiflotinn er
eins og borg á hafinu, til að
sjá. Og borgarbúarnir eru
fiskimenn, verksmiðjufól'k,
kaupmenn, vinnukonur, veit-
ingaþjónar og frammistöðu-
stúlkur, læknar og vísinda-
menn. Nokkrir útlendingar —
órússneskir — en engir New
Föundlendingar eru stundum
boðnir um borð í flotann til
þess að koma í bíó.
Birgðaskipið er vitanlega
miðstöðin — móðurskip flot-
ans — venjulega 9 til 17 þús.
lesta stórt. Hér eru mi’klar
birgðir eldsneytis og einnig
geta hin skipin fengið þar há-
seta, ef á þanf að halda. Á
móðurskipinu er miðstjórn
flotans. Á hverjum morgni
eru fundir haldnir um borð
og áætlanir gerðar um hvern
ig haga skuli atlögunni að
fiskinum. Jafnvel aukaatriði
eru ákveðin þarna um borð.
Hve langir togvírarnir skuli
vera, hvernig siglt skuli að
torfunni, hvernig haga skuU
sér gagnvart veðrinu, svo eitt-
m^fmmm^mmmmmmnmmmam
hvað sé nefnt. Það eru yfir-
leitt vísindamennirnir, sem
segja fyrir um þetta.
En prýði flotans eru hinir
nýtízkulegu skuttogarar með
fullkomna verksmiðju undir
þiljum. Þetta eru öllu fremur
verksmiður en veiðiskip. í
góðu fiskiári getur eitt svona
slkip — þau bera oft nafn
einhvers rússnesks rithöfund-
ar eða stjórnmálamanns —
veitt og fullverkað 3500 lest-
ir af fiski, eða nærri jafn-
mikið og fiskimaður á New
Foundlandi aflar á langri ævi.
í dag eru í kringum 30 svona
skip við New Foundland. Stór-
ar vörpur í dragvírum, gild-
um eins og mannslæri, skafa
botninn og eftir nokkra tíma
eru þær dregnar upp með
allt að tíu lestum af fiski í
pokanum. Fiskurinn er slægð-
ur samstundis og flattur og
búið um hann í tveimur stór-
um verksmiðjusölum. Og úr-
gangnum er breytt í olíu og
fiskimjöl og jafnvel meðul.
Ekki svo mikið sem einn haus
fer til ónýtis.
Áfoöfn á svona skuttogara
er sextiu karlmenn og þrjá-
tíu konur. Flestar konurnar
vinna við pökbun en nokkrar
ganga um beina. í hverjum
togara er stór sjúkrastofa,
setustofa með veitingum, rad-
ar og asdic, allskonar veður-
athugunartæki og elektronisk
fiskileitartæki og svo vitan-
lega vísindamenn.
• Fleiri skuttogarar.
Rússar hraða mjög smíði
skuttogaranna. Fyrir tveim
árum var byrjað á smíði 70,
sem bostuðu 270 millj. doll-
ar. A. A. Isjkov, fyrrverandi
fiskimálaráðherra Rússa, til-
kynnti fyrir skömmu, að nú
ættu Rússar 70 skuttogara á
sjónum og sex nýir væru i
smíðum. Þar á ofan hafa Aust-
ur-Þjóðverjar og Pólverjar
byrjað að smíða skuttogara,
og hinir fyrstu eru komnir á
miðin við Kanada.
Smíði þessara fiskverk-
smiðja er aðeins fyrsta skref-
ið til þess að auka matvæla-
framleiðslu Rússa og kannski
er aflinn ætlaður öðrum mark
aði líka. Fyrsta bendingin
um þessa þróun kom í 7-ára
áætluninni, sem birt var 1959.
Þar var sagt, að til stæði að
auka sjávaraflann 60% fyrir
1965. Til þess að ná þessu
marki yrðu smíðuð 14.000 ný
fiskiskip. Takmarikið var að
afla 2.600.000 lestir, eða nær
sjötta hluta heimsframleiðsl-
unnar. En árið 1958 veiddu
Rússar 2.900.000 lestir og 1960
— fyrsta árið, sem rússneski
fiskiflotinn sýndi sig við Kan-
adastrendur — veiddust
3.000.000 lestir. Rússar hafa
farið fram úr Ameríkumönn-
um. Japanar eru eina þjóðin,
sem veiðir meira en Rússar
gera í dag.
• Fiskimenn — vísindamenn
Rússar þurfa á fiski að
halda. Áform þeirra um að
gera innrás á AtlantShafsmið-
in er eflaust mun eldri en
7-ára áætlunin. Rússnesku
samyrkjubúunum hefur ek'ki
tekist að framleiða nægan
mat, hvorki handa Rúásum
né lepprikjum þeirra, með-
fram af því hve fólkinu hef-
ur fjölgað ört síðari árin. Það
er fiskur og sjávarfang, sem
er aðalefnið í hinum margs
konar rússnesku fjörefnapill-
um. Fiskur hefur ávallt ver-
ið mikils metinn á rússnesku
matborði, og hingað til hefur
fiskur komið viðstöðulaust
frá Kaspíahafi. Milljónir
manna flytjast til nýbyggð-
anna í Síberiu, og þetta fólk
þarf á proteinríkri fæðu að
halda. Var þwí ekki við öðru
að búast en Murmansfcströnd-
in alla leið til Aklavik yrði
mesta veiðimiðstöð heimsins,
með stórum höfnum og verk-
smiðjum.
Þessi snögga þensla Rússa
á hafinu verður enn eftirtekt-
arverðari, þegar litið er á
siglingasögu þeirra. Árið 1905
eyddu Japanar nær öllu rússn-
esku sem flotið gat, og árin
eftir 1930 höfðu menn aðal-
lega apurnir af rúsneskum
styrjuveiðum. Árið 1950 höfðu
Rússar lítinn flota annan en
amerísku Libertyskipin sem
þeir fengu lánuð 1944, en
skiluðu aldrei aftur. En á
síðustu tíu árum er hver ein-
stakur rússneskur fiskimaður
orðinn vísindamaður. Hann
gefur daglega skýrslu um sjáv
aifoita, á hve miklu dýpi fisfc-
gangan er o.s.frv., svo að sér-
fræðingarnir fá mikið efni til
að vinna úr. Og svo leiðbeina
þeir öðrum skipunm um hvert
þau eiga að fara.
0 Þrautnvmntaðir sér-
fræðingar.
Fiskifræðingarnir fá ræfci-
lega menntun áður en þeir
eru sendir á skipin. í Sovét-
Rússlandi eru ekki færri en
250 haffræðistofnanir og í
stofnuninni í Astrakan eru
yfir 550 nemendur og 200 eru
sendir til starfa á hverju ári.
Rússar eru eina þjóðin, sem
stundar fiskirannsóknir frá
sérbyggðum kafbáti. Og svo
hafa þeir það sem kanadisku
vísindamennirnir hafa ekki:
peninga. Fiskifræðingurinn
dr. Wilfred Templeman spyr
berum orðum hvers vegna
stjórnarvöldin vilji ekki sjá
um að fiskveiðar borgi sig.
— Lítið þið á Rússa, þeir
hirða ekki um hvað það kost-
ar, ef þeir aðeins fá svo mik-
inn afla að útgerðin borgi
sig.
Vöxtur rússneska f1 otans
foefur valdið allmifcluin á-
hyggjum á New Foundlandi.
Því hefur verið haldið fram
að Rússarnir veiði stundum
innan landhelgi. Hitt er ekki
minna alvöruefni, hve ört
flotinn vex.
Allt hefur gengið hljóða-
laust hingað til, og ekki hef-
ur einn einasti Rússx verið
tekinn fyrir lögbrot. Það hef-
ur bomið fyrir að þeir hafa
skemmt veiðafæri fyrir kána-
diskum fiskimönnum, en hing-
að til hefur ekki verið um
stórskemmdir að ræða.
Ekkert bendir til að Rúss-
ar muni reynast ófúsir á að
takmarka veiðar sínar við
Kanada. En Kanada verður
að sjá um, að sjórinn við
bæjardyrnar verði ekki þurr-
ausinn af fiski. Landið getur
vitanlaga stætekað landhelgina
í tólf milur úr þremur, sem
nú eru. Eflaust myndi þetta
leiða af sér deilur milM þjóða,
en þær verða allaf, ef land
vill stæbtea landfoelgina. Flest
lönd viðuxteenna 3 mílna land-
foelgi. Á veiðimálaþingunum
1958 og 1960 vann Kanada
árangurslaust að því að ná
samfcomulagi um 12 mílna
landhelgi. Tvö lönd börðust
einnig fyrir samskonar land-
helgi við sínar strendur, nfl.
ísland og Sovét-Rússland.
Ennþá 'hefur enginn áhyggj-
ur af þvi, í fullri alvöru, að
Rússar fari að fylla Kanada-
markaðinn fiski. Bnda er
rússneski fiskurinn svo dýr,
þegar litið er á allan tilkostn-"
að, að ‘hann mundi eiga erfitt
í samkeppninni. Og aufc þess
þurfa Rússar sjáMir allan
þann fisk, sem þeir veiða,
bæði fjær og nær. Þeir frysta
fiskinn áður en hunn hættir
að sprikla, svo að segja, —
Okkar fiskur lendir ekki í
frystiklefanum fyrr en vifcu
eftir að hann er veiddur,
segja kanadiskir fiskifræðing-
ar mér og þeir leggja áherzlu
á, að rússneskur fiskur gæti
orðið hættulegur keppinaut-
ur svo framarlega sem Kan-
adamenn taki sér ekki fram
og framleiði meiri og betri
vöru.
Undir öllum kringumstæð-
um verða Kanadamenn að
taka upp nýtt fyriiteomulag
á fiskveiðum sinum, og t.d.
senda fleiri skip þangað sem
Rússar ausa upp fiskinum.
Einn sérfræðingurinn bendir
á að jafnvel Portúgal, sem
margir Kanadamenn Mta nán-
ast á sem eftirleguþjóð, standa
Kanadamönnum framar í fisk-
veiðum.
Dr. Templeton segir svo:
— Hver einasta þjóð, sem
vill reyna að hafa við
Rússum, verður að notfæra
sér útbúnað þeirra og veiði-
aðferðir.
En hins vegar sézt ofur-
lítill vottur þess að svo muni
verða. I Kanada hefur verið
samið um smíði á nokfcrum
skuttogurum, sem geta leitað
á fjarlæg mið. Eigi aðeins í
Kanada heldur og í öðrum
löndum leita menn æ lengra
burt til þess að ná í fiskinn.
Sú tíð er liðin að fiskimaður-
inn kasti neti eða nót í sjóinn
og láti svo lukkuna ráða. Nú
leitar hann þangað, sem vís-
indarannsóknirnar benda hon-
um á að fiskurinn sé, og hef-
ur allskonar elektronisk tæfci
til að leita fyrir sér.
En Rússar hafa enn forust-
una í kapphlaupinu. Bara að
þeir tærni ekki sjóinn að fiski
áður en hinir koma á eftir.