Morgunblaðið - 11.12.1962, Blaðsíða 12
12
MORGV 2V BL AÐIÐ
Þriðjudagur 11. 'desember 1962
Ctgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
SigurSur Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur KonráS Jónsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
tjtbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 4.00 eintakið.
LEYNIRÆTLUN
KOMMÚNISTA
jVTokkrir mánuðir eru liðnir
-*■’ síðan Morgunblaðið skýrði
frá áformum kommúnista og
bandamanna þeirra um stofn-
un „þjóðfylkingar". Blaðið
hafði áreiðanlegar heimildir
fyrir því, að tilgangurinn
væri að leitast við að stofna
nýja vinstri stjórn með Fram-
sóknarflokknum, að afstöðn-
um kosningum. Sú stjóm átti
að hagnýta sér reynsluna,
sem fékkst í fyrri vinstri
stjórn og beita miklu harka-
legri virmubrögðum en þá
var gert.
Þessar upplýsingar Morg-
unblaðsins hafa nú verið
staðfestar með leyniáætlun
þeirri, sem kommúnistar sam
þykktu á flokksþingi sínu og
Morgunblaðið skýrði frá sl.
sunnudag. Samþykkt komm-
únista er í nákvæmu sam-
ræmi við upplýsingar þær,
sem Morgunblaðið birti í maí-
mánuði sl.
Hin nýja „hernaðaráætlun"
kommúnista er þrauthugsuð
og útfærð í smáatriðum,
enda hafa níu hinna harð-
soðnustu kommúnista und-
irbúið hana um fjögurra ára
skeið. I stuttu máli má segja,
að áætlunin feli fyrst og
fremst í sér eftirfarandi
atriði:
Samstarfi á að ná við Fram-
sóknarflokkinn og þau saín-
tök og einstaklinga, sem fús
kynnu að vera til samvinnu
við kommúnista. Þessi „þjóð-
fylking“ á síðan að mynda
nýja vinstri stjóm, þar sem
kommúnistar hefðu úrslita-
áhrif.
Meðal fyrstu verkefna hinn
ar nýju vinstri stjómar væri
brottrekstur hersins og úr-
sögn úr Atlantshafsbandalag-
inu. Jafnframt væru stórlán
tekin í Sovétríkjunum og víð-
tækir viðskiptasamningar
gerðir við þau til að gera
okkur efnahagslega háð þeim.
Aðför væri gerð að öllum
einkarekstri og telja komm-
únistar, að Framsóknarmenn
mundu fúsir til þessara að-
gerða með hliðsjón af því, að
Samband íslenzkra samvinnu
félaga yrði styrkt og pólitísk
yfirráð yfir því gerð algjör.
Hina nýju vinstri stjórn á
síðan að styrkja á þann veg
að tengja Alþingi „miklu nán-
ar við vinnandi stéttir en
þingmannakjörið eitt segir
til um“, þ.e.a.s. að óþingleg
samtök, þar sem kommúnist-
ar hefðu völdin, fengju í
hendur úrslitaráð í ýmsum
málaflokkum.
Allt em þetta aðferðir, sem
menn þekkja frá því komm-
únistar voru að brjótast til
valda í leppríkjunum. Þjóðir
þeirra misstu freisið, vegna
þess að lýðræðissinnar þar
gerðu sér ekki fulla grein
fyrir því, hvað hljótast mundi
af samstarfi þeirra við um-
boðsmenn heimskommúnism-
ans, en þeir sem nú vinna
með kommúnistum, hafa ekki
þá afsökun, að þeim sé ekki
ljóst hvert stefnt er.
HVAÐ SEGIR
FRAMSÓKN?
lVTú þegar nákvæmar upp-
lýsingar liggja opinber-
lega fyrir um áform komm-
únista, verður fróðlegt að sjá
viðbrögð Framsóknarflokks-
ins. Lengur geta Framsókn-
armenn ekki skákað í því
skjólinu, að samtök kommún-
ista séu venjulegur stjóm-
málaflokkur, sem ekkert sé
athugavert við að starfa með.
Þeir geta ekki lengur sagt, að
„þjóðfylkingaráformin“ séu
bágbilja ein. Þeir geta ekki
lengur talað um „falsgögn“
og „lygasögur".
í rauninni á Framsóknar-
flokkúrinn ekki nema einn
leik, ef hann vill hreinsa sig
af þeirri ákæru, að hann
undirbúi „þjóðfylkingu“ með
kommúnistum. Hann er sá að
slíta þegar í stað öllu sam-
starfi við kommúnista og
taka upp heilbrigða lýðræðis-
lega stefnu.
Morgunblaðið telur hins-
vegar, að samstarf þeirra
manna, sem nú ráða Fram-
sóknarflokknum og Tíman-
um, við kommúnista, sé orðið
svo náið, að litlar vonir séu
til þess að þessi verði raunin.
Það er líka athyglisvert, að
leyniáætlun kommúnista er
samþykkt einróma á þingi
því, sem að öðru leyti logaði
í upplausn og deilum. Áætl-
unin var mjög vel undirbúin
og þrauthugsuð. Útilokað er
því annað en kommúnistar
hafi rækilega verið búnir að
þreifa fyrir sér hjá Fram-
sóknarflokknum, áður en
þeir einróma samþykkja
hvaða leið fara skuli í bar-
áttunni á næstunni.
Þess vegna er tilgangs-
laust fyrir leiðtoga Fram-
sóknarflokksins að reyna ein-
hvern kattarþvott. Ef þeir
ekki slíta öllu samstarfi við
kommúnista með hliðsjón af
þeim upplýsingum, sem nú
Sex ára göimil börn
stunda vísindanám
HIN meðborna forvitni barna
er lykillinn að því að kenna
þeim undirstöðuatriði vísinda,
þannig að þau öðlist einlhvern
skilning á undrum alheimsins,
og rétti tíminn til að byrja að
kenna börnunum þessi undir-
stöðuatriði er, þegar þau eru
sex ára gömul. Þetta er trú
fjögurra vísindamanna við
Californíuháskóla, en þeir
vinna nú að fimm ára rann-
sóknum á því, hvernig Og
hvenær eigi að kynna börn-
unum vísindi.
Með því að nota hina með-
bornu tilhneigingu barnsins í
þá átt að horfast beint í augu
við umhverfið geta vísinda-
menn og kennarar leiðbeint
börnunum Og kennt þeim að
líta á umihverfið með augum
vísindamannsins, kennt þeim
hugsanavenjur, sem reynast
þeim vel í lífinu, hvort sem
þau verða nokkurn tíma vís-
indamenn eða ekki.
Það er dr. Robert C. Stebb-
ins, sem stendur fyrir þessum
nýstárlegu rannsóknum, og er
hann nú ásamt félögum sínum
að kanna það, hvort sex ára
börn séu ekki opin fyrir vis-
indakennslu. Kennslan fer
fram á venjulegum kennslu-
tíma í nokkrum tilraunaibekkj
um, en í bekkjum þessum fá
börnin að glíma við að skapa
sér vísindalegar ályktanir um
jafnflókin efni og kjarnabygg
ingu, framþróun tegundanna,
þyngdarafl og orku. Á þessum
aldri eru börnin opin fyrir
öllu nýju, hafa mikinn áhuga
á öllu óþekktu og eru enn
ekki orðin það fastmótuð, að
þau móttaki möglunarlaust
þær staðreyndir, sem kenn-
arinn prédikar. Börn vefengja
staðreyndir og eru fús til að
rökræða; þannig má kenna
þeim að hugsa sjálfstætt og
sanna fyrir sjálfum sér
grundvallarstaðreyndir vís-
Eftir Lynn Poole
indanna, og er slíkt þeim
auðvitað til óblandinnar
ánægju.
Vísindamenn gera sér Ijósa
þá staðreynd, að á vissu ævi-
skeiði virðast börnin misifa
áhugann á náttúrunni og
umheiminum. Á þetta a.m.k.
við um allflest börn. Þau
missa áhugann á skordýrum,
fuglum, steinum, stjörnum og
náttúrufyrirbrigðum. Á vissu
æviskeiði fara þau að temja
sér hugsunarhátt fullorðna
fólksins, umbera staðreyndir
og stefna að aukinni aðlögun.
Þetta gerist líklega skömmu
áður en þau ná kynþroska.
Sum kennslukerfi stefna að
því að kenna ekki börnum
neinar vísindalegar staðreynd
ir fyrr en í gagnfræðaskóla.
Fram að því fá börnin aðeins
örlitla nasasjón af vísindalegri
náttúrfræðikennslu, án þess
að sannreyna grundvallar-
staðreyndir og stunda námið
sannvísindalega, eins og æski-
legt hlýtur að teljast.
En í barnaskólum hafa
börnin yndi af vísinda-
legum vinnubrögðum, enda
eru þau á því æviskeiði
full af athafnaiþrá Nú
vilja vísindamennirnir virkja
þessa meðbornu athafnaþrá
með því að leyfa börnunum
að sannreyna ýmsar vísinda-
legar staðreyndir á ýmsá
vegu, bæði með snertingu,
sjón, heyrn, bragði og ilman.
Til dæmis er Þriðja Lögmál
Newtons, sem segir, að „sér
hver hreyfikraftur eigi sér
jafnsterkan og gagnverkandi
hreyfikraft,“ sé þurr bókstaf-
ur, ef ekki gefst tækifæri til
að sannreyna það. En þetta
lögmál má sannreyna með því
að tvinna saman vísifingrum
og toga í; eða með því að
finna og sjá þann hreyfikraft,
sem fer í að ýta á undan sér
og toga í; eða með því að
stökkva af vagni í eina átt og
horfa á vagninn skjótast í
öfuga átt við stökkið.
Aðlögun tegundanna og áhrif
dulbúnings til að samlagast
náttúrunni öðlast dýpri mein-
ingu, þegar börnin látast vera
fuglar í leit að leikfangaskor-
dýrum, sem falin eru á skóla-
vellinum í sandhrúgum. Börn
in skrá meira að segja og
meta árangurinn af rannsókn
um sínum. Hin lifandi þátt-
taka barnanna í vísindalegum
rannsóknum fullnægir for-
vitni þeirra og fjörgar
hugmyndaflugið
Þessum sömu aðferðum
halda svo vísindamennirnir
áfram að beita, þegar barnið
stækkar og þroskast. Ef barn
ið hefur svalað forvitni sinni
með visindanámi og lært að
líta á umheiminn með augum
hins sanna vísindamanns, er
það búið að afla sér ómetan-
legrar reynslu og undirstöðu
undir framhaldsnám á sviði
vísinda.
Vísindamennirnir, sem að
þessum rannsóknum vinna,
leggja áherzlu á, að þeir búist
engan veginn við því, að hvert
einasta barn verði vísindamað
ur, heldur telja þeir, að með
slíkum vinnuaðferðum öðlist
barnið heilbrigt viðhorf til um
heimsins, sem verði því að
liði, þegar barnið vex úr
grasi, hvaða starf sem það
kann að stunda.
Nú er unnið að breytingum
og bótum á kennslukerfinu.
Verið er að skrifa og endur-
skrifa handbækur kennara í
þeirri von, að bönin fái full-
komnari vísindakennslu og
hljóti þá kennslu nægilega
fljótt til þess að hafa varan-
legt gagn af.
liggja fyrir, eru þeir sannir
að sök.
VET RARHJÁLPIN
17etrarhjálpin og Mæðra-
" styrksnefnd hafa nú tekið
til starfa eins og áður í des-
embermánuði og haga starf-
semi sinni svipað og undan-
farin ár.
Þrátt fyrir almenna vel-
megun og góðæri er alltaf
svo, að ýmsir eiga um sárt að
binda og búa við bág kjör.
Þetta fólk ber að styðja og
leitast við að hjálpa því eins
og unnt er,
Og þegar jólin nálgast
finna menn það líka betur en
endranær, að þeir eiga að
leitast við að gleðja aðra, svo
að sem allra flestir geti hald-
ið „gleðileg jól“. Þess vegna
er ekki að efa, að Reykvík-
ingar munu nú eins og áður
styðja og styrkja Vetrar-
hjálpina og jólasöfnun
Mæðras ty rksnef ndar.
Sombond við önnur sólkerfi
Moskvu, 5. des. (NTB)
S O V É Z KI vísindamaðurinn I.
Siklovsky, prófessor, lagði til í
grein, sem hann ritaði í blaðið
„Komsomolskaya Pravda", að
sendar yrðu eldflaugar út í geim-
inn með það fyrir augum, að ná
sambandi við lifandi verur í öðr-
um sólkerfum.
Tass-fréttastofan skýrði frá
efni greinarinnar í dag. í henni
segir prófessorinn, að vísindaleg
rök bendi til þess að í geimnum
séu milljarðar sjálfstæðra sól-
kerfa. A reikistjörnum í þessum
sólkerfum geti fundizt lífverur,
sem séu komnar eins langt og
jarðarbúar á sviði menningar og
vísinda. Prófessorinn segir á-
stæður til að ætla að 10 ljósár
eða meira aðskilji jörðina og
næstu plánetu, sem byggð er líf-
verum á borð við mennina. En
hann telur áð eldflaugar, sem
sendar séu frá jörðinni geti tekið
á móti radíómerkjum frá þess-
um reikistjörnum og sent þær á-
fram til jarðarinnar og þannig
verði fært að ná sambandi við
íbúa reikistjarnanna.
Prófessorinn leggur áherzlu á
þá miklu þýðingu, sem nákvæm-
ar rannsóknir á radíómerkjum,
er berast utan úr geimnum
myndi hafa í framtíðinni.
Styrkir til náms í
hagnýtri ha«;fræði
EFNAHAGS- og framfarastofn-
unin í París (OECD) hefur ákveð
ið að veita íslendingum allt að
5 styrki til framhaldsnáms í hag-
nýtri hagfræði, svo sem gerð þjóð
hagsáætlana, þjóðhagsreikninga
og hagskýrslna, búnaðarhagfræði
og stjórnskýrslu. Styrkirnir fela
í sér greiðslu á ferðakostnaði.
skólagjöldum, fæði og húsnæði.
Eru styrkirnir miðaðir við 3—24
mánaða nám er hefjist haustið
1963. Geta umsækjendur valið
á milli námskeiða við ýmsar
stofnanir í Evrópu og Bandaríkj-
unum.
Umsóknir um styrki þessa
þurfa að berast ráðuneytinu fyrir
15. desember n.k. vegna náms í
Bandaríkjunum, en fyrir 1. marz
1963 vegna náms í Evrópu.
(Frá Viðskiptamálaráðuneytinu).