Morgunblaðið - 11.12.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.12.1962, Blaðsíða 6
e MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 11. desember 1962 Sr. Bfarni Jónsson skrifar um bókina Með Valtý Stefánssyni Bókfellsútgáfan h.f. Rvík 1963. Prentsmiðjan Oddi h.f., 228 bls. Menn vita það af fyrri kynn- um, að það er gott að vera með Valtý Stefánssyni. Hann hefir verið afkastamikill rithöfundur, og í bókum sínum lýst mönnum þannig, að af þeim geymast skýr- ar myndir. Af bókum hans má nefna Minningar Thors Jensen. Þau gerðu garðinn frægan, Mynd ir úr þjóðlífinu, Menn og minn- ingar, Séra Friðrik segir frá. Eru bækur þessar frá síðustu 7 ár- um, og hafa náð miklum vinsæld um. Þessi nýjasta bók er á allan hátt vel úr garði gerð, öllum hlut aðeigendum til mikils sóma. Á uppvaxtarárum mínum var áherzla á það lögð, að menn lærðu margt frá liðnum öldum. Þá var það sjálfsagt að vita tals vert um feðurna frægu og frjáls- ræðishetjurnar góðu. Sjálfsagt var að kunna þessi orð: „Þar stóð hann Þorgeir á þingi, er við trúnni var tekið af lýði; þar komu Gizur og Geir, Gunnar, Héðinn og Njáll“. Þetta gleymist ekki og íslendingasögurnar fyrnast ekki. En nú bætast við nýjar ís- lendingasögur. Ég las í gamla daga um Egil, Gretti og marga fleiri. En nú mæti ég góðum vinum og kunningjum, býð þeim góðan dag og segi: „Ég var að lesa um þig í gærkvöldi“. Oft segi ég, er ég hefi verið í hópi góðra vina: „Hvað segir Valtýr?“ Frásagnarlist Valýs er með ágæt- um, hann hefir næmt auga fyrir hinu sérkennilega í fari þeirra, er hann á tal við. Bjarni Benediktsson, ráðherra, hefir ritað formálsorð að bók þessari. Þar segir svo: „Valtý tókst þá fyrst upp, þegar hann fór að skrifa samtöl að staðaldri. Mannþekking hans og samúð með þeim, sem við er rætt, veldur þar miklu um“. Hér er Valtý rétti- lega lýst. Hann þekkir mennina um leið og hann talar við þá. Oft var það svo, að Valtýr þurfti ekki að spyrja. Hann horfði á þann er gegnt honum sat. Spurningarnar voru stuttar. Hann horfði með rannsakandi augna- ráði. Þetta nægði. Sá, sem horft var á, fór nú að leysa úr skjóð- unni. Valtýr horfði á hann. Það var eins og hann segði: „Haltu bara áfram“. rifjast margt af því upp, er ég les það, sem Valtýr segir um liðna daga og hina mætu menn, er hann dáði svo mjög og lýsir svo vel. Gamla kynslóðin á Möðru- völlum var ekki vön að flíka til- finningum sínum og bera þær á torg út. Er lærdámsríkt að lesa, hvernig síra Davíð tekur á móti Olafi syni sínum, sem eftir 15 ára útivist kemur próflaus heim. Ummæli Valtýs um foreldra, afa og ömmu, eru þakklátar minn- ingar, dýr fjársjóður, sem týnist ekki. Man ég vel ýmsa þá, er hann talar um, átti ég oft tal við föður hans, er ég var þingsveinn og síðar þingskrifari. Rósemi og karlmennska Stefáns í kosninga- ósigri varð Valtý syni hans ó- metanleg hjálp síðar á lífsleið- inni. Ríka samúð hefir Valtýr með öðrum. Þetta er sterkur þáttur í fari hans. Af þessu stjórn ast orð hans og ummæli um Ól- öfu á Hlöðum. Hann sá svo margt í huga sínum _ og þetta er rétt sjálfslýsing: „Ég „sé“ frásagnirn- ar um leið og ég heyri þær. Er ekki ólíklegt að það hafi hjálpað mér í blaðamannsstarfinu síðar“. Blaðamennskan varð hið heill- andi starf, enda segir hann svo: „Góður blaðamaður er í senn skrá setjari og túlkandi síns tíma, og ekkert mannlegt er honum óvið- komandi". Valtýr gekk menntaveginn. Var í Menntaskólanum, varð búfræði kandidat, ráðunautur Búnaðar- félagsins. En um fram allt var hann ritstjóri. í því sambandi nem ég staðar við þessi orð hans: „Samtalsformið er mjög heppi- legt fyrir dagblöð. Það gefur góð- um blaðamanni tækifæri til að Alllangur kafli þessarar bókar er ritaður af Matthíasi Johannes- sen, sem í viðtali við Valtý dreg- ur upp myndir frá æskuárunum á Möðruvöllum. Þessar 50 bls. bera heitið: „Með Valtý Stefánssyni á Möðruvöllum". Ég hugsaði, er ég las þessa skemmtilegu frásögn: „Valtýr hef ir átt tal við svo marga og spurt þá spjörunum úr, það er jafngott, þó að hann segi eitthvað af sjálf- um sér“. Margan fróðleik er hér að finna. Snemma veitir Valtýr mönnum nána eftirtekt, segir t.d. vel frá föður sínum, félögum hans og vinum, og hefir fest sér margt í minni um Ólaf Davíðsson, Jón Hjaltalín o.fl. Oft heyrði ég síra Fr. Friðriks- son tala um Stefán á Heiði í Gönguskörðum, afa Valtýs, og skyggnast bak við mennina eins og við þekkjum þá, kynnast sálar- lífi þeirra og lofa lesendum að upplifa reynslu annarra, eins og þeir væru sjálfir þátttakendur". Ég er Matthíasi þakklátur, að hann hefir hlustað vel, er Valtýr talaði og leit um öxl. —II— En nú tekur Valtýr sjálfur til óspilltra málanna, er hann ritar hina fróðlegu þætti, er nefnast „Menn og málefni". Þar geymast margar dýrar perl Valtýr Steíánsson. ur. Falleg er sagan, og viðkvæm er bernskuminningin, er Guðrún á Björgum dó. Fróðleg er frásögn- in, er Valtýr hlustar á Sigurð Magnússon, hinn þaulreynda lækni, er talar við ritstjórann um sigurinn í baráttu við berkla- veikina. Mig hálfsundlar, er gerður er samanburður á kjörum manna fyrr og nú. Ég þekkti Gísla Björnsson, hinn þrautgóða at- hafnamann, og minnist gömlu dag anna, er hann segir: „Vinnan í Reykjavík var erfið og tekjurýr, 25 aurar á tímann í úttekt, þegar eitthvað var að gera. Þá þótti gott að hafa upp úr sér 15 aura á tímann, við að aka barlestar- grjóti innan úr Rauðarárholti og niður að höfn á sleða“. Vel man ég eftir þessum dögum. Þá var vinnutími í verzlunum frá kl. 6 að morgni til kl. 10 að kvöldi, og 50 krónur á mánuði. Vel er sagt frá hinum ýmsu breytingum og framförum, og ekki gleymir Valtýr því að skýra vel frá því, er vonir Emil Nielsen tóku að rætast, íslandi til mik- illa heilla. Líklega hefir Valtý ekki dreymt um það, er hann var drengur á Möðruvöllum, að hann mundi skrifa um viðburðaríka bílferð um Norðurland. í viðtölum Valtýs geymast margar ógleymanlegar setningar og mannlýsingar. Þar er um auð- ugan garð að gresja. Hver er sá, sem segir: „Oft skældi ég á nóttunni á þeim árum yfir því að mega ekki ganga menntaveginn“. Það er hinn sami, sem svarar spurningunni: „Hvenær varst þú fyrst kosinn í bæjarstjórn?“ Það er sá hinn sami, sem var forseti bæjarstjórn ar um fjöldamörg ár. Þá er viðtal við þann mann, er í æsku vann 14 klukkustundir á dag og fékk 10 kr. á mánuði, er eftir 2 ár hækkaði upp í 25 kr. Sá hinn sami talaði frönsku og stjórnaði hótelrekstri. Sú til- laga var borin fram til þess að bæta fjárhag fyrirtækisins, að kaffibollinn skyldi hækka úr 25 aura í 30 aura. Sú tillaga var felld. Hvað kostar kaffibollinn nú? Vaknar ekki forvitnin við sam- anburðinn? Rætt er við og ritað • Aðgát skal höfð....... Um daginn kom ég sem snöggvast með kunningja min um inn á heimili eitt hér í borg inni. Að siðaðra manna hætti gerði ég grein fyrir mér, án þess þó að taka það fram, að mætt- ur væri galvaskur fulltrúi hins árvaka stríðsmanns: Velvak- anda Morgunblaðsins. Konan á heimili þessu, beindi orðum sínum til mín, er hún sagði: þið í Morgunblaðinu, skrifið svo mikið um framkomu fól'ks í strætisvögnum, í bíóum, leiklhúsum og í verzlunum, svo og framkomu vagnstjóranna, afgreiðslufóllksins o.s.frv. Jú jú sagði ég. — Ekkert mannlegt er blöðunum óvið- komandi var einu sinni sagt. Það stendur enn held ég, svar- aði ég. Þá langar mig til þess að biðja yður, sagði. frúin að koma þeirri orðsendingu á fram færi við fólk, sem fær dag- blöðin borin heim til sín, að það sýni blaðabörnunum nær- gætni og fulla kurteisi. Frænd- ur mínir duglegir og samvisku- samir drengir sem ég hitti stundum, hafa lengi borið Morg unblaðið út. Þeir bera fólkinu mjög misjafna söguna. Á einum stað voru þeir skammaðir upp úr skónum fyrir að láta vita um blaðið með dyrabjöllu- hringingu. Á öðrum stað urðu þeir að fara 10 ferðir áður en hægt var að fá kaupanda blaðs ins til þess að greiða mánaðar gjaldið, og loks þegar það fékkst greitt, fylgdu gjaldinu skammir. Á enn öðru heimilinu var strákunum sagt að rukka blaðið á vinnustað húsbóndans, en hann vann í a.m.k. 10 km. fjarlægð. Mér finnst að þið blaðamenn irnir ættuð að taka upp hansk ann fyrir þessa duglegu sam- starfsmenn ykkar. Vekja þá fullorðnu til umhugsunar um það, að þetta unga fólk, sem er að reka litlu tána inn á vinnu mailkaðinn, dregur eðlilega sýnar ályktanir af fyrstu sam- skiptum sínum við okkur full- orðna fólkið og vinnunni í vín- garðinum. Mér er það ljúft, að verða við ósk húsmóðurinnar, sem kaffið bauð. Veit ég að fólk tekur þessi orð hennar til gaum gæfilegrar yfirvegunar. í þeim felst ákveðin ábending og þau minna á það sem Einar Benediktsson kvað: „Aðgát skal höfð í nærveru sálar." • Þegar slökkviliðið er gabbað. „Eg legg til að í sambandi við brunaboðana verði koimið fyrir háværri bjöllu eða sirenu, sem vel heyrðist til um næsta umihverfi, þegar brunaboði er brotinn, og spái því, að þá muni margur strákurinn hugsa sig um tvisvar áður en hann reynir að gabba slökkviliðið. J- H.“ • Norræn samvinna. Aldamótamaður sendir Velvakanda þetta bréf: Þú ert í hópi þeirra, sem um hugumstóra, kjarkmikla at- orkumenn, sem fengust við margt og skoruðust ekki undan erfiðinu. Þeir voru ekki hálfvolg ir í áhuganum og hræddust ekki baráttuna. Dreng nokkurn á Akranesi dreymdi um það að eignast mót- orbát, og um það leyti átti hann 400 kr. í peningum. Upp frá þvi gekk allt eins og í sögu. Það er hressandi að lesa þá ævisögu. Sú kom stund, að eitt árið greiddi þessi maður 650 körlum og kon- um vinnulaun kr. 4.250,000. Um þetta má lesa á bls. 123. Án þess að spyrja ritar Valtýr um Sigurð Sigurðsson, hinn hug- myndaríka og vakandi mann, sem af alefli vann að búnaðarmálum og gekk að störfum með dirfsku, ættjarðarást og framfaraþrá. Hið sama vakir fyrir Valtý, er hann ritar um sandgræðslustarf Gunn- laugs Kristmundssonar. Valtýr hefir alltaf opið auga fyrir vaxandi gróðri, og fagnar því, er auðnin breytist í aldin- garð. Af áhuga berst hann fyrir skógræktinni. Honum er það á- hugamál ,að landið sé friðað, svo að þar megi vaxa upp birkiskóg- ur. Honum er um það hugað, að „menningin vaxi í lundum nýrra skóga“. Minnist hann með þakk- læti og virðingu þeirra hugsjóna- manna, er á þennan hátt prýða landið. Þegar ég les viðtalið við Þórð á Tannastöðum, rifjast upp fyrir mér minningin um jarðskjálft- ana 1896, en þá var ég í ölfus- inu. Þeim dögum og nóttum mun ég aldrei gleyma. í bók þessari kennir margra grasa. Skemmtilegt er viðtalið við frú Ellingsen. Þar er hræsnis- laust hrós um íslendinga, og fylg- ir hlýhugur hverri setningu. Þá vill Valtýr, að menn kynnist leiklistinni. Allir kannast við rödd hins þekkta leikara, og því er það góð tilbreytni að lesa orð hans á prenti, enda er hér góð lýsing á elju hans og list. Orka Framh. á bls. 15. beztir eru og víðsýnastir og læt ur þér ekkert mannlegt óvið- komandi. Því vænti ég, að ég, sem hlustaði á þáttinn „Spurt og spallað í útvarpssal“ síðast, fái að njóta gestrisni þinnar. Á dagskrá var samvinna Norðurlanda, og koma þar fram tvö sjónarmið, sem engan skal undra. En eitt atriði, sem fram kom hjá öðrum andstæðingi samvinnunnar, hnaut ég um. Það mátti skilja, að hann efaði rétt mæti þeirra áhrifa, er Grundt- vig-stefnan, lýðskólarnir og ungmennafélagsstarfið hafði á aldamótakynslóðina. Þar sem sú andlega vakning náði tökum á æskunni, gjörði hún kraftaverk andlegt stórvirki, og hóf einn- ig algerlega nýjar, stórvirk- ar verklegar framkvæmdir. — Eg minnist þess, að einhver menntamaður lét þau orð falla, að slík eldleg vakning hefði ekki hrifið þjóðlíf vort í '1000 ár, eða síðan kristni var lög- tekin. Þetta voru hollir og nauðsyn legir vekjandi straumar yfir þjóðlífið og nauðsynlegur und- irbúningur þess, er skeð hefur nú undanfarin ár í verklegum og andlegum framförum og breytingum. Við nánari atíhugun eiga Norðurlandaþjóðirnar margt sameiginlegt, ræður þar m.a. þjóðarstofninn, aldargömul trú og lífsskoðun, og að ýmsu leyti efnaleg lífsbarátta, sem vegna hnattstöðu landanna verður svipuð. — Þessu verður lítt breytt, þótt ýmsir straumar tækni og hugsjóna, sem eiga upptök sín í austri, vestri eða suðri, berist hingað. Þeir verða að falla um farveg hins þjóð- lega og sérstæða hverrar þjóð- ar. Þessu verður ekki breytt 'bnáðlega, og er heldur ekki æskilegt, -að Norðurlandaþjóð- irnar hætti að vinna og starfa saman að sameiginlegum mál- efnum sínum. — Aldamótamaður'*.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.