Morgunblaðið - 11.12.1962, Blaðsíða 23
Þrlðjudagur 11. desember 1962
MORGTJNBLAÐ1Ð
23
Brunei, annað mesta olíu-
framieiðsluland Samveldisins
ÁSTANDIÐ í Brunei á
Borneo er mjög óljóst, e£t-
ir að uppreisn var gerð í
landinu nú um helgina. —
Allt samband við umheim-
inn er í molum, enda hafa
uppreisnarmenn skorið á
flestar símalínur. Auk þess
eru vegir fáir og fregnir
frá einstökum héruðum
berast því seint.
Brunei hefur verið brezíkt
verndarríki, en frá árinu 1959
hefur það notið sjálfsstjórnar.
Soldáninn, Sir Omar Ali Sai-
fudden, nýtur ráðgjafar full-
trúa brezku stjórnarinnar,
baeði í untanríkis- og varnar-
málum.
Brunei er lítið ríki, aðeins
5770 ferkílómetrar, og íbú-
arnir eru 84.000. Af þeim eru
12.000 taldir innfaeddir, hinir
eru Malajar (47.000), Kínverj-
ar (22.000). Auk þess eru um
3000 aðrir íbúar, en af þeim
eru aðeins 1000 hvítir menn.
Lítið er vitað um sögu
Brunei, fyrr en kemur fram
á síðustu öld. 1846 fengu Eng-
lemdingar að setja upp herstöð
í landinu, og 1888 varð Burnei
brezkt verndarríki.
Áhugi manna á landinu
tók þó fyrst að vakna 1929, er
olía fannst þar. Undanfarin
ár hefur henni verið dselt til
nágrannaríkisins Sarawak, til
hreinsunar og útflutnings. Ár-
olfu en Burnei.
í>ótt olían sé aðaltekjulind-
in, þá eru henni takmörk sett,
því að gert er ráð fyrir, að
olían verði gengin til þurrðar
eftir 15—20 ár. Flestir vinna
við landlbúnað, en þó getur
landið ekki brauðfaett sig, og
er mikið flutt inn af hrísgrjón
uim. Á seinni árum hefur
gúmimiírækt farið mjög í vöxt,
en fátt liggur fyrir um tekjur
af þeirri grein, enn sem kom-
ið er. ,
legar tekjur Brunei af olíu-
vinnslu nema nú um 100 millj
dala. Það er Brunei Shell
Company, sem stendur að
olíuvinnslunni. Aðeins eitt
ríki, í brezka samveldinu,
Kanada framleiðir nú meiri
Þeir, sem að uppreisninni
standa, kalla sig „þjóðfrelsis-
her,“ og munu hlynntir Indó-
nesum, en andvígir áhrifum
Breta í landinu.
Brunei er eitt af þeim
fimm ríkjum, sem ætlunin er,
Myndin sýnir afstöðu Brunei. Þau ríki, sem taka munu þátt
í stofnun Malaysia á næsta ári, eru teiknuð með svörtu á
kortinu.
að myndi ríkjasamibandið
MALAYSIA á næsta ári. Hin
ríkin eru Malaya, Singapore,
Sarawak og Norður Borneo.
Nehru segir engan
viðræðugrundvöll
Nýju Delhi 10. des.
(NTB-AP).
NEHRU, forsætisráðherra Ind-
lands, sagði í bingræðu í dag, að
Kínverjar hefðu krafið Indverja
um svar við vopnahléstillögun-
um. Hann sagðist ekki getað svar
að öðru en því, að Indverjar
stæðu fast við kröfur sínar um
að Kínverjar hörfuðu til stöðva
þeirra, sem þeir hefðu ráðið yfir
8. sept. s.l. Kínverjar hefðu neit-
að þessu og þar af leiðandi væri
ekki grundvöllur fyrir samn-
ingaviðræðum. Sagði Nehru, að
Indverska þjóðin myndi berjast
- SAS
Framhald af bls. 24.
Borizt hafa tilmæli til bæjar-
félags Þórshafnar um að það
vinni að áætlun um sléttun svæð-
is fyrir norðan Þórshöfn og í
næsta mánuði er tæknilegur ráðu
nautur frá Osló væntanlegur til
Þórshafnar ásamt fulltrúa SAS,
sem leggja mun áætlun um bygg-
ingu lítils flugvallar fyrir bæjar-
stjórnina í Þórshöfn. — Arge.
Morgunblaðið snérl sér i gær
til Arnar O. Johnson forstjóra
Flugfélags tslands og spurði hann
hvað hann vildi segja um Fær-
eyjaflug Flugfélagsins. Hann
komst svo að orði:
— Flugfélagið heldur áfram að
gera nauðsynlegar athuganir á
möguleikanum á flugi til Fær-
eyja og geri ég ráð fyrir að niður
stöður liggi fyrir innan mánaðar.
Á Várgöy, sem er næsta eyja
fyrir vestan eða norðvestan
Straumey gerðu Bretar á sínum
tíma flugvöll. Er þar ein malbik-
uð braut 1100 metra löng. Braut
þessi er eftir atvikum í ágætu
ásigkomulagi og er það rangt, sem
sagt hefur verið í fréttum, að hún
eé ekki nægileg fyrir Dakotavél-
ar okkar.
— Hins vegar vil ég taka fram,
eagði forstjórinn að lokum, að
við myndum fagna því ef við hæf
um flug til Færeyja, að gerður
yrði flugvöllur á Straumey því
að þar kæmi hann að betra gagni,
þar sem hann yrði staðsettur ná-
lægt Þórshöfn.
þar til allir Kínverjar hefðu ver
ið hraktir á brott frá indversku
landssvæði og sú barátta gæti
tekið finun ár eða jafnvel lengri
tíma.
Nehru sagðist vera reiðubúinn
að leggja landamæradeiluna fyr-
ir alþjóðadómstólinn í Haag, en
þó ekki fyrr en Kínverjar hefðu
orðið við kröfum Indverja um
að láta af hendi allar stöðvar,
sem þeir hefðu tekið eftir 8.
sept. s.l.
Nehru sagði, að það væri trú I
sín, að bezt væri fyrir Indverja
að halda hlutleysisstefnu sinni
framvegis sem hingað til, en
slíkt hindraði ekki að þeir gætu
þegið aðstoð vinveittra ríkja.
Um kröfu Kínverja um svar
við vopnahléstillögunum sagði
Nehru, að hún væri augljós hót-
un, sem fæli það í sér, að Kín-
verjar vildu ekki hefja samn-
ingaviðræður nema því aðeins
að þeirra eigin skilmálum væri
framfylgt afdráttarlaust, en þeir
væru ekki reiðubúnir til þess að
sýna neina tilslökun. Kínverjar
krefðust þess, að Indverjar tæku
afstöðu til tillagna þeirra, en
þeir vildu ekki taka '.il greina
neinar tillögur nema sínar eigin.
Kínverjar tilkynntu Indlands-
stjórn í gær að þeir myndu loka
ræðismannsskrifstofum sínum í
Bombay og Kalkútta, en Indverj
ar fóru fram á það eftir að Kín-
verjar höfðu krafizt þéss, að
ræðismannsskrifstofum Indlands
í Lhasa og Shanghai yrði lokað.
— Svartir kassar
Framhald af bls. 1.
vétríkjunum. Zarapkin lagði til
að þremur „svörtum kössum“ yrði
komið upp í löndunum, sem ráða
yfir kjarnorkuvopnum. Vestur-
veldin telja, að „svartir kassar"
komi ekki að gagni nema að
minnsta kosti 100 slíkir séu í
Sovétríkjunum einum og auk
þess verði heimilt að senda al-
þjóðlegar eftirlitsnefndir á staði
þar sem grunsamlegra jarðhrær- ’
iniga verður vart. *
Fram vann Viking naumlega
en mdtið með yfirburðum
IJrsBit Reykjavikurmötsiiis
FRAM var verulega ógnað á
sunnudaginn er þeir í lokaleik
Reykjavíkurmótsins í handknatt
leik mættu Víking. Víkingar
höfðu Iengst af forystu í leikn-
um og tvívegis undir lokin kom-
ust þeir 2 mörk yfir. En stjörn-
ur Fram, Guðjón, og Ingólfur
björguðu liði sínu á síðustu
stundu og með 1 marks sigri
varð Fram yfirburðasigurvegari
í mótinu — eftir allt. í kvenna-
flokki bar lið Ármanns öruggan
— Steinbeck
Framhald af bls. 1.
Max Peru tz og John Kendrew,
sem hlutu efnafræðiverðlaunin.
Eftir að verðlaunaafhendingin
hafði farið fram héldu allir verð-
launahafarnir ræður í veizlu,
sem haldin var þeim til heiðurs.
John Steinbeck sagði við frétta-
menn áður en verðlaunafhend-
ingin fór fram, að það yrði fyrsta
ræðan, sem hann héldi í lífi sínu.
Hann sagðist hata ræður, hon-
um fyndist þær hlægilegar og
lagði áherzlu á það, að sú, sem
hann flytti yrði stutt.
Gjdavörur
Króm, stál, plast og
keramik gjafavörur
í miklu úrvali.
ÞORSTEINN BERGMANN
Gjafavörubúðin
Laufásvegi 14, sími 17-7-71.
sigur úr býtum eftir lélegan úr
slitaleik við Val.
Kvennaflokkur
Síðustu fjórir leikir Rvik-
urmótsins fóru fram á sunnu-
dagskvöldið. Fyrst léku Valur
og Ármann í m.fl. kvenna. Leik-
urinn var vægast sagt lélegur
og aldrei sáust falleg tilþrif.
Sigur Ármanns var öruggur all-
an tímann. Mikið var um óná-
kVæmar sendingar, slæm grip og
allgrófan leik. Sem sagt leiðin-
legur úrslitaleikur.
A Keppni Valsara.
Valur—Ármann mættust síð-
an í m.fl. karla. Það var leikur
mikilla sviptinga. Ármann náði
6—1 forskoti en í hálfleik stóð
10—9 fyrir Ármann. í síðari hálf
leik náði Ármann aftur góðu
forskoti en Valsmenn settu 4
síðustu mörkin og leik lauk með
18—16.
Þá mættust ÍR og KR og gat
sá leikur haft þýðingu fyrir ÍR
en svo var þó ekki að sjá á
leik liðsins. Var þetta einn lak-
asti leikur liðsins í mótinu og
virðist liðið í einhverju milli-
bilsástandi í leit að nýjum leik-
aðferðum. Var mikið reynt af
línuspili sem aldrei tókst, en
ekkert af gömlu langskotunum
sáust. Karl Jóhannsson og Reyn
ir Ólafsson voru stjörnur KR-
liðsins, skoruðu án afláts bæði
dýr og ódýr mörk og KR vann
örugglega 18—14.
Fram hafði því hlotið Reykja-
vikurmeistaratign er liðið gekk
til leiks við Víking. En Víkingar
voru ekki á því að gefast upp.
Þeim tókst að jafr.a upp byrj-
unarforskot Fram og ná forystu
um miðjan fyrri hálfleik sem
þeir héldu fram til síðustu mín-
útu. Brá oft fyrir hjá Víking
fallegu spili og öruggu og Fram
mátti taka á öllu sínu til að ná
sigri — og það tókst um 10 sek.
fyrir leikslok.
Andreas Bergmann afhenti
verðlaun í leikslok bikara, verð-
launapeninga og skjöl. Sigurveg
arar í einstökum flokkum urðu
þessir:
M. fl. kvenna Ármann. .
2. fl. kv. A, Ármann.
2. fl. kv. B, Fram.
M. fl. karla, Fram.
1. fl. karla, Ármann.
2. fl. karla A, Valur.
2. fl. karla B, Óútkljáð 04 ife-
lög jöfn).
3. fl. karla A, Valur.
3. fl. karla B, Fram.
Fram vann fagran bikar sem
um er keppt tii eignar eftir 3
sigra í röð.
Lokastaðan í m.fl. karla varð
þessi eftir 6 leikumferðir:
U J T Mörk
Fram 5 1 0 101—77
ÍR 3 1 2 85—92
Víkingur 3 0 3 73—69
Ármann . 3 0 3 71—68
Þróttur .. 2 2 2 69—73
KR .... 2 0 4 75—80
Valur 0 2 4 69—8(8
6
4
2
tr
Armann
vann yfir-
ÁRMENNINGAR sigruðu á
sundknattleiksmótinu í
Sundhöllinni í gær. í úr-
slitaleik unnu þeir KR með
11 gegn 0. Ármenningar
unnu mótið með miklum
yfirburðum, unnu alla keppi
nauta sína og skoruðu 34
mörk gegn 5. KR varð í 2.
sæti, ÍR í þriðja og B-lið
Ármanns rak lestina.