Morgunblaðið - 11.12.1962, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.12.1962, Blaðsíða 24
 HIBYLARRÝÐI HF Hallarmúla »10-11 38 177 278. tbl. — Þriðjudagur 11. desember 1962 ss li Bfenvroad ■ ■ CHEF JHg 3 Ú3 1 < Frájfeklu \Jm ÞESSI mynd er tekin laust f iroítt Irl 1A n InKflrnvdo DllXllw fyrir kl. 19 á laugardag suður á Hringbraut, rétt eftir að slysið varð þar, sem skýrt er frá í Mbl. á sunnudag. Á miðri myndinni er bifreiðin K 449, en hún lýsti bílstjór- anum á R 7098, Jóni Péturs- syni, sem var að skipta um tijólbarða. Sér á kistulokið á R 7098 yfir þakið á R 449. Bifreiðin lengst til vinstri ók aftan á K 449, sem kastaðist á R 7098, svo að báðir bílarn- ir hentust áfram og Jón á milli þeirra. Hjólbarðinn ligg ur þar sem Jón var að skipta um, og má af því marka vega- lengdina, sen. bílarnir runnu. 4 gangstéttinni eru menn að stumra yfir Jóni, meðan beðið ít eftir sjúkrabíl. Jón hlaut >læmt, opið beinbrot og var fluttur í Landakotsspítala. (Ljósm. Sv. Þ.). Síldaraflinn í haust 235 þús. tunnur Reykjavík hæsla verstöðin SfLDARAFLINN, sem fengizt hefur í haust sunnan lands og vestan, er nú orðinn 234.535 upp- mældar tunnur. Er þá miðað við timann frá 14. nóv., þegar veið arnar hófust, og til síðasta laug- ardags, 8. des. í fyrra hófust veið- Höfrung- ur II. afla hæstur UM SÍÐUSTU helgi var vit- að um 113 skip, sem fengið hafa afla á síldveiðunum í haust fyrir sunnan og vestan. 24 sfcip höfðu fengið 3.000 tunnur eða meira. Þessi tíu skip höfðu fengið 4.000 tunnur eða meira: Höfr- ungur II. frá Akranesi 7.313, Víðir II. úr Garði G.928, Hall- dór Jónsson frá Ólafsvík G.693, Haraldur frá Akranesi 6.010, Hafrún frá Bolungarvík 5.204, Sigrún frá Akranesi 4.718, Náttfari frá Húsavik 4.633, Skírnir frá Akranesi 4.395, Anna frá Siglufirði 4.333 og Skarðsvík frá Hellissandi 4.048 tunnur. Gertvið Esjuytra vegna manneklu í smiðjunum hér EINS og Mbí. skýrði frá á laug- ardag eru milli 10 og 20 botn- plötur í ms Esju meira og minna laskaðar eftir strandið norður í Eyjafirði. Nú hefur komið í Ijós, að íslenzkar vélsmiðjur geta ekki annað viðgerðinn. vegna mann- eklu. Verður því gert við skipið í Álaborg, þar sem það var smíð að. Fer ms Esja þangað um ára- mót, og er þess vænzt, að við- gerð verði lokið um mánaðamót- in janúar/febrúar. arnar 14. okt., og var veiðin þá um þetta leyti orðin 380.257 tunn- ur. Hæstu sex veiðistöðvarnar eru þessar (tölurnar tákna uppmæld- ar tunnur): Reykjavík 83.156 Akranes 55.744 Keflavík 42.487 Hafnarfjörður 20.714 Grindavík 8.890 Ólafsvík 8.840 Samkeppni SAS við Flugfélagið um Færeyjaflug MORGUNBLAÐINU barst í gær einkaskeyti frá fréttaritara sínum í Færeyjum þar sem sagði, að norska flugfélagið Björrumfly hygðist taka upp Færeyjaflug í samvinnu við SAS. Hyggðust þess ir aðilar komast að samkomulagi við færeysk yfirvöld um bygg- ingu flugvallar í nánd við Þórs- höfn. Morgunblaðið átti i gær tal við Orn O. Johnson, forstjóra Flug- félags fslands. Sagði hann, að flugfélagið myndi fagna því ef byggður yrði flugvöllur á Straum ey, en kvaðst vilja taka það fram, að það væri rangt, sem komið hefði fram í fréttum, að flugvöll- urinn á Vágöy væri of lítill fyrir Dakótaflugvélar Flugfélagsins. Einkaskeyti Mbl. frá Þórshöfn 10. des. er svohljóðandi: Halfdan Björrum, forstjóri norska flugfélagsins Björrumfly lét svo ummælt í norska útvarp- inu í kvöld, að færeysk yfirvöld hefðu farið þess á leit við Björr- umfly, að félagið athugaði mögu- leikana á byggingu lítils flug- vallar við Þórshöfn. Hvorki lögmaðurinn né lands- stjórnin hafa minnzt á þetta einu orði við Björrumfly og ekkert hef ur verið rætt um þetta við borgarstjórann í Þórshöfn. Það virðist því sem Björrumfly sé að reyna að vekja áhuga fær- eyskra yfirvalda á því, að byggð- ur verði flugvöllur á Straumey. Trúlegt er að borgarráð Þórs- hafnar sýni þessu máli áhuga, en mjög vafasamt að landsstjórn- in og þingið sýni hugmyndinni Rússor komnir í Suðurlonds- síldinu AÐFARAN ÓTT miánudags varð vart við sovézkt skip, um 400 tonna, í Faxaflóa. Var það í Jöikuldjúpinu, og í gær sást það 45 sjómílur vestur af Garðskaga. Skipið var ekki að veiðum, en talið er, að það muni ætla að stunda hér síld veiðar með reknetum. Áður hafa sovézk rannsóknarskip sézt á líkum slóðum, en þetta mun í fyrsta skipti, sem Rúss ar senda hingað skip til þess að veiða Suðurlandssíld. nægilegan áhuga til þess að hún komizt til framkvæmdar. Hér í Þórshöfn er talið, að SAS, sem ekki hefur áður sýnt þessu máli neinn áhuga, ætli nú að hefja samkeppni við Flugfélag ís- lands í samvinnu við Björrumfly. SAS hefur sótt um heimild til Færeyjaflugs, en ekki er líklegt að félagið fái einkaleyfi á því. Framh; á bls. 23. Ágæt síldveiði GÓÐ síldveiði var aðfaranótt mánudags. Fengu 49 skip alls um 42 þúsund tunnur. Síldin fékkst aðallega suður í Skerjadjúpi, um- hiverfis Eldey, en einnig veiddu nokkrir bátar á Jökulgrunni.. Síldin syðra er heldur smærri og misjafnari að gæðum en sú, sem veiðist á Jökulbankanum. í gærkvöldi vom bátarnir farn ir að tínast út, en ekiki var kunn- ugt um neinn afla, enda ekkert veiðiveður. Munu bátarnir hafa ætlað að bíða þess, að veður skánaði eitthvað, þegar liði á kvöldið og nóttina. Þrír togarar selja í Grimsby ÞRÍR ísl. togarar seldu í Grimsby á mánudag, Jón Þorláksson 153 tonn fyrir £ 8.618, Sléttbakur 175 tonn fyrir £ 10.012 og Hauk- ur hluta af afla sínum (aðallega ýsu), 83 tonn, fyrir £ 8.697. Af- ganginn selur hann í Þýzkalondi á miðvikudag. Jóhann Hafsteln Aðalfundur Fulltrúa- ráðs Sjálfstæðisfél. AÐALFUNDUR Fulltrúa- ráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík verður haldinn í kvöld í Sjálfstæðishúsinu og hefst kl. 20.30. Á fundinum fara fram venjuleg aðalfundarstörf, en að þeim loknum mun Jó- hann Hafstein alþingismað- ur flytja ræðu um STJÓRN- MÁLASAMSTARF NATO- RÍKJANNA. Fulltrúar eru beðnir um að mæta stundvíslega og sýna skírteini við inngang- inn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.