Morgunblaðið - 04.01.1963, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.01.1963, Blaðsíða 11
Fðstuðagur 4. janúar 1963 MORGUNBLAÐIÐ n Pétur Ólafsson Ji vihmyndcióciÉ VÍÐÁTTAN MIKLA (The Biig Country), bandarísk, TÓNABÍÓ. Leikstjóri: William Wyler. í FLESTUM tilfellum hafa risa- myndir lítið til brunns að bera utan fyrirferðina og lengdina, ef það telst þá til kosta. En í Víð- áttan mikla hefur tekizt að sam- eina velhugsað efni og viðamik- inn umbúnað, án þess að inni- haid t>g persónur myndarinnar drukkni í hol skeflum þríviddar- hljóons eða- týnist á breiðvöllum risatjaidsins. Víðáttan mikla er yfirleitt fyrir ofan meðallag og með betri risa-skemmtimyndum sém hafa verið sýndar hér lengi ©g sýnir Hollywood á sviði þar •em fáir eða engir slá hana út. Wyler málar alltaf persónur sínar sterkari litum en í raun- veruileikanum en þó ekki svo þær verði of ósennilegar. Gott dsemi um þá litameðferð er t.d. Bette Davis (sem ágætlega hæfir stíl Wylers) í Refirnir (The Little Foxes), sem ásamt Beztu ár æfinnar er bezta mynd hans sem ég hefi séð. Auk þess að vera góð skemmti mynd, er Víðáttan mikla á breið ari grundvalli nokkurs konar samlíking. Á sinn hátt er hún einnig mynd af heiminum og þeirn öcflum sem eigast ætið við í honum: Friðsemi og umiburð- arlyndi gegn stríðlyndi oig um- burðarleysi. Terrili majór (Charles Bick- ford) og Ftufus Hannassey (Burl Ives) eru svarnir féndur. Hinn fyrri ríkur stórbokki, sá síðari stórlátur hokrari. Bitbein þeirra er landskiki, sem vegna vatns- bóla er báðum dýrmætur. Terrill hrekur Lurt nautgripi Hannass- eys í hv rt sinn, sem hann ætlar að bryn a þeim og hafa þeir í heitingur.i hvor við annan og vill hvc rugur vægja. Báðir stjórna veldi sínu af algjöru ein- ræði. Þannig standa málin þegar friðsemdarmaðurinn McKay (Gregory Peck), sem heitbund- inn er Patriciu (Corroll Baker), dóttur Terrills og lítur friðsöm um augum á tilveruna og sam- borgarana, kemur á stórbýli hins mikilláta tilvonandi tengdaföð- ur. En siðalögmál þessa tveggja ó- líku manna samrýmast ekki. Annars vegar er hinn hógværi' og friðsami aðkomumaður, sem ekki vílkur frá afstc sinni þrátt fyrir ögranir og háð og kýs held ur að bíða ósigur í augum ann- arra, en ganga í berhögg við eigin siðalögmál. Hins vegar er Terrill majór, stærilátur og ó- væginn og notar hvert tæikifæri til að fara með ófriði gegn ná- grannanum þegar honum finnst stolti sínu misboðið og svifst einskis í yfirráðagirni sinni. Mc- Kay metur meira að geta horfst í augu við sjálfan sig með hreina samvizáku, en að hreykja sér í augum annarra. Þegar hann hafn ar ás’korun Steve Leeh (Charlt- on Heston), hins afbrýðissama bústjóra Terrills, um hnefaupp- gjör og lætur móðganir hans ekki á sig fá, þykir heitmey hans hann hafa flekkað heiður og stolt ættarinnar um of í augsýn allra, með því að skorast undan þegar heiður hans býður honum að slást og sýnir hún honum fálæti. En um nóttina fer McKéy til fundar við Leech og þeir berjast þar ti'l báðir eru örmatgna og McKay spyr um leið og hann gengur burt að slagsmálunum loknum, fullur viðbjóðs: „Hvað hefur Okkur tekizt að sanna?“ Þegar heiftin milli Terrills og Hannasseys er að því komin að breytast í blóðbað, tekst McKay að hafa þau áhrif á óróasegigina, að hjá fjöldavígum verður kom- izt, en hinir stoltu einræðisherr- ar ganga út á vígvöllinn og tala tungum eldivopna, þar til báðir falla. Hinn hógværi og friðsami hefur sigrað, en ofbeldis og yfir- ráðaöflin tortímt hvoru öðru. Leikstjórn Wylers er ágæt og k/vikmyndun Franz Flaners á hinni miklu víðáttu er lofsverð og margar sviðsmynddr fagrar, t.d. endalokín á milli marmara- hvítra klettanna. Leikur er yfir- leitt allur góður, ristir þó ekki mjög djúpt, nema hjá Burl Ives, því mikla mannfjalli, sem skap- ar minnisstæðustu persónu mynd arinnar og er beztur í óvæntri heknsókn sinni í veizlu Terrills majórs. Þar sópar af honum. Tón listin fellur vel að mynddnni og skaðar ekki hlustirnar, eins og vill oft verða í stórmyndum, þegar sjónarmiðið „meiri há- vaði — meiri snilld“ ræður. Myndin er í litum og með ís- lenzikum texta, sem víðast hvar er rétt þýddur. Það er ágætt ef kvikmyndahúsin fara inn á þá braut að setja texta við myndir á öðrum tungumálum en ensku, sem flestir munu skilja. í raun- inni eru það Danir og danskur kvikmyndasmekkur sem ræður hvaða evrópskar myndir við sjá um, aðrar en enskar. Þær mynd ir sem Danir kaupa ekki og ekki er settur danskur texti á, koma ekki hingað. Það eru þessar mynddr sem kvikmyndahúsin ættu að beina textum sínum að. Sérstaklega væri þarft að setja .texta á myndir Antonionis, sem kalla á meira en yfirborðseftir- tekt og hver setning hefur marg þætt gildi. Þar myndi nátovæm- ur íslenzikur texti auðvelda skiilning á merkustu kvi'kmynda- verkum nútímans. Þorbjörg Friðjónsdóttir F. 14. jan. 1902. D. 21. des. 1962. ÞORBJÖRG Friðjónsdóttir er fædd að Hólum í Hvammssveit 14. jan. 1902. Þar ólst hún upp hjá foreldrum sínum, Friðjóni Sæmundssyni og Sigurbjörgu Jónsdóttur. Heimili hennar var þar einnig eftir að hún var orðin fulltíða, utan þess, að hún var eitt eða tvö ár vinnukona á Hof-Akri í Hvammssveit. Þorbjörg giftist 14. júlí 1923 eftirlifandi manni sínum, Jó- hannesi Ásgeirssyni. Þá næsta haust munu þau hafa flutt til Reykjavíkur og voru þau þá fyrstu árin þar oft á hrakhólum með húsnæði, eins og margir fá- tæklingar voru á þeim árum, þar til Jóhannes festi kaup í húsinu Nönnugötu 10 í Reykjavík. Þau eignuðust þrjár dætur, Unni, Guðrúnu og Sóley. Þær eru nú allar giftar og búsettar hér í bænum. Auk þess ólu þau upp dótturson sinn, Trausta Valsson að nafni. Fleiri börn voru þar oft til dvalar, því Þorbjörg var með afbrigðum barngóð kona. í DAG er niræður Ólafur Einarsson Thoroddsen, og eft- ir honum spyrjum við, þegar við komum inn á stofu 4 á hjúkrunardeild Hrafnistu. — Herbergisfélagar Ólafs benda okkur að einu rúminu, þar sé Ólafur, en okkur kemur það á óvart, því þessi maður flett- ir í þessu blaði í bókinni um Jón Kristofer, sem eitt sinn var kadet í hernum. Hann flettir ekki blaðinu, eins og við áttum von á hjá níræðum manni, sem um nærri vana- legan mannsaldur hefur stund að erfiða sjósókn. Við göngum til Ólafs og byrjum að spyrja hann, hvern ig honum líki lesturinn. „Þetta er ógurlegur stráks- skapur, en hann er skemmti- legur“. Við kynnum oxkur og segj- um erindið. „Blessaðir hafið það þá ekki langt. Hann gerði það fyrir mig hann Valtýr, þegar hann talaði við mig fyrir ein- um fimmtán árum að hafa það ósköp stutt. En hann Gils er alveg voðalegur, hann tog- aði og togaði". — Megum við þá ekki taka | af þér mynd snöggvast svo ljósmyndarinn geti farið. Svo getum við spjallað saman á eftir. „Ég verð þá líklega að setja upp bindi og fara í jakka." ★ Þegar Ijósmyndarinn er far inn tek ég Ólaf tali. Hann er Ólafur Thoroddsen Formaður í hálfa öld Ræff við Ólaf Thoroddsen niræðan seztur fram á, rær og nýr ró- lega saman höndum. — Þú varst lengi á sjónum, Ólafur? „Ég var látinn fara fyrst, þegar ég var tíu ára, til hálf- drættis, eins og þá var siður. Síðan var ég við þetta þangað til ég var T1 árs. Formaður var ég í 50 ár, 25 á skútum og 25 á opnum mótorbátum og árabátum. Skúturnar voru flestar seldar í og fyrst eftir fyrra stríðið. Þá komu mótor- bátarnir“. — Þú hefur stundað búskap jafnhliða sjósókninni, eins og þá var siður fyrir vestan. „Ég er fæddur í Vatnsdal í Patreksfirði 1873 og þar bjó ég þangað til ég hætti búskap og sjósókn 71 árs. Búið var ekki stórt hjá mér. Ég hafði alltaf þrjár til fjórar kýr Og innan við- hundrað fjár. Ann- ars hafði ég minnst af bú- skapnum að segja, því konan varð að sjá um hann. Ég var alltaf á sjónum vor og haust, og hinn tímann reyndi maður að skreppa og fá sér í soðið, þó ekki væri meira. Eini tím- inn sem maður var heima eitthvað að ráði var um há- sláttinn, og hann stóð ekki of lengi.“ — Það hafa orðið miklar breytingar á veiðunum fyrir vestan á þeim árum, sem þú rerir? „Það er held ég óhætt að segja. Þar sem ekki þurfti nema rétt að renna færi fyrst sást ekki fiskur seinustu árin. Þarna voru togarar upp undir landsteinum, en það var ekki svo voðalegt, þótt þeir tækju eina og eina sköfu. Dragnóta- bátarnir eyðilögðu fiskimiðin okkar alveg, að minnsta kosti grunnmiðin. Það var ekkert óalgengt að þeir toguðu þang- að til þeir stóðu í fjörunni, svo taumlaus var ágengnin hjá þeim Það var alveg áreið anlega skammgóður vermir, þeirra veiðar.“ — Þetta hefur gert lífs- björgina erfiðari hjá ykkur. „Þetta varð til þess að marg ir flosnuðu upp, því allir treystu raunverulega á sjóinn sem undirstöðu. En það varð okkur hinum, sem eftir vor- um, til bjargar, að mótorbát- arnir voru komnir. Við urð- um að sækja dýpra og alveg út á reginhaf. Þeir sóttu þetta jafnvel á bátum, sem ekki voru stórir, og reyndu þá að láta veðrið ráða. Annars hef- ur Látraröstin alltaf verið fiskisæl. Búskapurinn varð vissulega erfiðari eftir þetta, en það var ekki um annað að gera en að duga“. — Það var alltaf mann- margt í heimili hjá þér? „Það má líklega segja það. Við hjónin áttum nú 14 börn, og þau slógu nú á töluna eftir að þau voru öll fædd. Það var vanalega 16 til 18 manns. Auk þess var ég svo vanalega með að minnsta kosti einn eða tvo kennslupilta sem lærðu hjá mér sjómannafræði. Ég var sá fyrsti þar um slóðir, sem lærði hana og ég var þá feng- inn til að segja öðrum til. Það var vaninn í gamla daga að reyna heldur að hjálpast að með það, sem menn bæði áttu og kunnu. Meðan gervistýri- mannaprófið var og hét var mér svo falið að útskrifa í það, en annars var þetta bara kennsla undir sjómannaskól- ann hjá mér.“ — Það þarf víst ekki að spyrja um það hvort ekki hafi verið erfitt að koma öllum barnahópnum upp. „Sjórinn hjálpaði mér og það víst óhætt að segja konan líka. Hún hafði allan veg og vanda af heimilinu, því ég var alltaf að þvælast á sjónum. Ég var svo heppinn að við fengum að búa saman í 53 ár. Ég var annars 32 ára, þegar við giftum okkur, og 11 árum eldri en hún. Menn hafa ekki tíma til að vera alltaf í kvennaragi, þegar þeir eru allan tímann á sjónum. Svo var það líka hitt, að ég vildi ekki bindast öðrum en þeim, sem mér þótti vænt um. Þegar úr þessu várð hjá okkur var líka eins og allt blessaðist hjá okkur. Börnin lifa öll fjórtán og hafa held ég reynzt mann- vænleg.“ ★ Það er nú liðið að matmáls- tíma og ekki vil ég hafa mat- inn af Ólafi, svo ég óska hon- um til hamingju með daginn. Á leiðinni út heyri ég her- bergisfélaga Ólafs tala um, hvort eitthvað stórafmæli sé framundan hjá honum, að hann skuli fá svona heimsókn. Ekki hafa þeir verið taldir gestirnir sem hafa komið á Nönnugötu 10, síðan Þorbjörg varð þar húsfreyja, en þeir hafa áreiðanlega verið margir. Oft var svo gestkvæmt þar, að minnsta kosti um helgar, að lítið var þar gangrúm á gólfi. En hversu sem þröngt var þar á þingi, var alltaf nóg rúm í huga Þorbjarg- ar, að taka á móti hverjum ein- um með hlýjum huga og bros á vör. Að kvöldi slíkra daga gekk Þorbjörg oft síðla til sængur og varð svefntíminn þá á stundum stuttur. Marga daga ævinnar mun Þorbjörg ekki hafa gengið heil til skógar að heilsu, þótt hún sinnti störfum, þar til heils- an bilaði að lokum, og hún and- aðist í Landakotsspítala eftir fáa daga. Ef svo er, að líf sé að þessu loknu á öðru sveiflustigi tilver- unnar, fá þeir sem þar húsum ráða áreiðanlega góðan liðsmann, þar sem Þorbjörg er, því margan gest mun þar að garði bera, með misjafnt veganesti frá þessu jarðlífi, sem hefur þörf fyrir huggun og leiðbeiningar á þeim ókunnu stigum nýrrar tilveru. Þótt Þorbjörg væri alla ævi fátæk á veraldarvísu, virtist það hafa verið hennar mesta ánægja og áhugi að gefa og .niðla öðr- um, og sérstaklega og ekki síður þeim sem kallaðir eru minnstir meðbræðra. — Ekki munu þeir fáir vera, sem sakna Þorbjargar Friðjónsdóttur, sem þekktu hana að nokkru, fyrir utan skyldmenni, vini og kunningja, en allir þeir skyldu minnast þess, bæði hér og þar: Að þar sem góðir menr ganga eru guðsvegir. S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.