Morgunblaðið - 04.01.1963, Blaðsíða 22
22
M ORGXJ y BL AÐIO
Fðstudagur 4. Janúar 1963
Þetta er táknræn mynd fyrir
Val. Þrír af eldri félögunum í
vinnu við hið glæsilega í-
þróttasvæði sem stöðugt verð
ur fegurra og fullkomnara.
Eldri Valsmenn hafa unnið
ómetanlegt uppbyggingar-
starf — sem unga fólkið nýt-
ur. Þessir þrrr eru í hópi
þeirra, sem mest hafa unnið:
Andreas Bergmann með vik-
urplötuna, Sigurður Ólafsson
í miðið og Úlfar Þórðarson
iæknir, sem stundum er nefnd
ur faðir Valsheimilisins.
Valur vann vel að uppbyggingu
og æskan færði Val marga sigra
Frá aðalfundi félagsins ~
Svo sem vitar er var Val skipt
AÐALFUNDUR knattspyrnufé-
lagsins Vals var haldinn fimmtu-
daginn 6. des. sl. í félagsheimil-
inu að Hlíðarenda. Formaður fé-
lagsins, Sveinn Zöéga, setti fund-
inn með stuttu ávarpi, þar sem
hann bauð félaga og fulltrúa vel
komna. Fundarstjóri var kjörinn
í einu hljóði Ægir Ferdínands-
son, formaður knattspyrnudeild-
ar, og fundarritari Matthías
Hjartarson.
Að þvi búnu var gengið til
dagskrár. Formaðurinn fylgdi
skýrslu stjórnarinnar úr hlaði,
með ræðu, og skýrði nánar ein-
staka liði hennar, en skýrslan
var lögð fram fjölrituð. Þá flutti
gjaldkeri, Páll Guðnason, yfirlit
um fjárhag félagsins og skírði
einstaka liði reikninganna. Bar
skýrsla gjaldkera með sér að
fjárhagurinn hjá Val, eins og öðr
um íþróttafélögum, er eitt erfið-
asta viðfangsefnið. Þá vorn lesn-
ir upp og skírðir reikningar ým-
issa nefnda.
★ fþróttahúsið
Margar þessarra nefnda hafa
unnið mikið og gott starf fyrir
félagið á árinu, svo sem eins og
íþróttahússnefnd, húsnefnd, vall-
arnefnd o. fl. Unnið er að við-
bótarbyggingu íþróttahússins og
miun þar fást ný búningsherbergi,
áhaldageymsla og rúmgott
stjórnarherbergi. Þá var hreins-
að allt stórgrýti umhverfis í-
þróttahúsið og svæðið sléttað og
tyrft, sömuleiðis lóðin framan
við húsið. Er íþróttahús Vals eitt
allra vandaðasta og fullkomnasta
íþróttahús landsins. í sal þess
voru á árinu settar upp körfur
fyrir körfuknattleik og gólfið
merkt með tilliti til þess leiks,
sem á æ meira fylgi að fagna
meðal ungra manna.
Örn Clausen
Guðrún Erlendsdótti;
héraðsdómslögmenn
Málflutnirigsskrifstofa
Bankastræti 12. Sími 18499.
Guðjón Eyjólfsson
löggiltur endurskoðandi
Hverfisgötu 82
Simi 19658.
í deildir fyrir nokkru, þannig
eru starfandi nú þrjár deildir í
félaginu: knattspyrnudeild, und-
ir forystu Ægis Ferdínandssonar,
handknattleiksdeild, undir for-
ýstu Þórarins Eyþórssonar, og
loks skíðadeild, sem lýtur stjórn
Sigmundar Tómassonar. Hefur
deildaskiptingin gefizt mjög vel
og starfsemi deildanna verið yf-
irleitt með ágætum.
★ 8 flokkar unnu mót
Aðalþjálfari hjá knattspyrnu
deildinni á árinu var Óli B.
Jónsson. Vann hann mjög gott
starf og skilaði aðalliði félagsins
(meistaraflokki) í úrslit um ís-
landsmeistaratitilinn. Alls urðu 8
flokkar Vals sigurvegarar á ár-
inu. 3. fl. og 5. fl. í íslandsmóti,
1. fl., 3. fl. A og 5. fl. C í Reykja-
víkurmóti, 1. fl. í Miðsumars-
móti og 2. fl. B og 4. fl. A í Haust
móti.
Auk Óla B. Jónssonar voru
þessir menn þjálfarar á árinu:
Geir Guðmundsson var með 2. fl.,
Haukur Gíslason með 3. fl., Sig-
urður Ólafsson 4. fl. (inniæfing-
ar) og 5. fl. Þórarinn Eyþórsson.
Auk þess vann Murdo hinn
skozki að þjálfun yngri flokk-
anna með aðalþjálfurum þeirra.
Þá fór 2. fl. í knattspyrnuför
til Danmerkur í boði Lyngby
Boldklub, sem var sl. ár í boði
Vals.
í landsliði og úrvalsliðum átti
Valur allmarga leikmenn. Alls
sendi Valur á árinu 10 flokka til
keppni í hinum ýmsu knatt-
spyrnmótum sumarsins.
★ Handknattleikur
f handknattleikskeppnina
sendi Valur alls 7 flokka. Á ár-
inu féll meistaraflokkur karla
niður í II. deild eftir úrslitaleik
við KR. Hinsvegar stóð meistara-
flokkur kvenna sig með ágætum
og urðu íslandsmeistarar á ár-
inu. Auk þess sigraði flokkurinn
í afmælismóti HKRR. í íslands-
móti 3. fl. bar flokkur Vals sigur
úr bítum við KR eftir snarpan og
tvísýnan leik. Þjálfarar hand
knattleiksflokkanna voru: Árni
Njálsson, kvennaflokkanna, meist
ara og annan flokk. Steián Þor-
kelsson og Þórarinn Eyþórsson
4. fl., Pétur Antonsson 3. fl. Á
árinu fór Þórarinn Eyþórsson ut-
an til Danmerkur til að taka þátt
í þjálfaranámskeiði þar.
Kvennaflokkur frá deildinni
tók þátt í keppni í sambandi við
þjóðhátíðina í Vestmannaeyjum.
Lék þar tvo leiki og tapaði hvor-
ugum. Margir skemmtifundir
voru haldnir á árinu.
Strákarnir flykktust til stökkkennslunnar
SKÓLASTRÁKARNIR létu ekki i
standa á sér til skíðastökkkennsl-
unnar við Skíðaskálann í gær.
Við vöktum athygli á kennslunni
þar og þangað komu í gær milli
20 og 30 strákar að sögn Óla
gestgjafa í skálanum.
— Þeir voru dálítið smeykir
fyrst, sagði Óli. En eftir að þeir
komust á lagið voru þeir
óhemjuspenntir.
Á laugardaginn endurlífgar
Óli gamlan sið við skálann. Það
er blysför skíðamanna. Hún
verður kl. 10 um kvöldið. Skíða-
mennirnir koma með blys af
brekkubrún fyrir ofan skála og
mynda ,,1963“ í miðri brekku.
Þetta vakti áður mikla athygli.
Á sunnudag lýkur skíðakennsl
unni og verður þá efnt til skíða-
stökksýningar. Er henni svo fyrir
komið við skálann að allir geta
á horft úr bílum sínum ef vill.
Hægt er að stökkva 15—20 metra
í brautinni. Er ekki að efa að
margir vilja sjá þessa tignarlegu
íþrótt sem því miður er alltof
lítið iðkuð hér syðra að minnsta
kosti.
★ Skíðadeild
Samkvæmt skýrslu skíða-
deildar, var skálinn mest notað-
ur um páskana, svo sem verið
hefur undanfarin ár. Efnt var til
skíðamóts og allmargra ferða
þangað upp eftir. Rædd var nokk
ur breyting á skálanum og stækk
un, ennfremur að nota hann
meira á sumrin en gert hefur
verið, m.a. að fara þangað með
yngri flokka félagsins til helgar-
dvalar og nota þá tímann til æf-
inga og gönguferða um nærliggj-
andi fjöll.
Umræður urðu miklar um
skýrslu stjórnarinnar og félags-
málin almennt. Samþykktar voru
ýmsar tillögur, sem snerta starf-
semi félagsins inn á við og munu
verða því til eflingar og styrktar
er fram í sækir.
Á fundinum afhenti Árnl
Njálsson f. h. íslandsmeistara
Vals í handknattleik, félaginu
glæsilega mynd af flokknum.
★ Stjórnarkjör
Aðalstjórn félagsins fyrir
næsta ár er þannig skipuð: For-
maður: Páll Guðnason, með-
stjórnendur: Gunnar Vagnsson,
Einar Björnsson, Geir Guðmunda
son og Ormar Skeggjason. í vara
stjórn voru kjörnir Haukur Gísla
son og Sigurbjörn Valdimarsson.
Sveinn Zoéga, sem verið hefur
formaður Vals nú um árabil, ósk-
aði eindregið eftir því að verða
leystur frá störfum að sinni. —
Voru Sveini þökkuð margþætt
störf fyrir félagið um áratugi.
Fundurinn var fjölmennur og
ríkti mikill áhugi um félagsstarf-
ið almennt og framgang málefna
Vals.
4 ára íslenzkur snáði
vekur athygli á skíðum
LITILL íslenzkur drengur
hefur vakið athygli fyrir
skíðaáhuga og skíðahæfileika
vestur í Bandaríkjunum. Enn-
þá stafar athyglin sem að hon
um beinist meira að því hve
ungur hann er, en eigi að síð-
ur hefur hann náð valdi á
skíðarennsli, sem reynast
mörgum helmingi eldri drengj
um erfið. Þessi drengur er að-
eins 4 ára og heitir Gunnar
og er sonur Dóru og Eysteins
Þórðarsonar.
Eysteinn var um langt
skeið bezti skíðamaður ís-
lands og fjölreyndur í keppni
erlendis. Var hann tvívegis á
Ólympíuleikum fyrir ísland
og gat sér auk þess góðan orð-
stír á öðrum alþjóðamótum,
auk þess sem hann var marg-
faldur íslandsmeistari.
Við rákumst á þessa mynd
af Gunnari syni hans í banda-
rísku blaði frá 13. des. sl. Þar
er haft eftir föður Gunnars
að erfiðast sé að hann geti
ekki stærðar sinnar vegna
farið í lyftu nema með öðr-
um.
En fái hann að „sitja í“,
klifrar hann upp neðstu brekk
urnar, setur á sig skíðin og
brunar niður af ótrúlegu þori
og öryggi. Hann er aldrei
Gunnar Eysteinsson
hræddur við hraðann og fer
gjarna beint af augum.
Eysteinn segir blaðamann-
inum svo frá, að þetta sé rétti
aldurinn til að nema skíða-
íþróttina. Börnin eru ekki
hrædd og virðast læra hraðar
en fullorðnir. Sjálfur segist
Eysteinn hafa byrjað álíka
snemma, en allur tími farið í
skíðastökk. Eysteinn byrjaði
ekki að þjálfa undir keppni
fyrr en 15 ára og segir það of
seint.
Blaðið endar grein sína
með því að segja að Gunnar
geti ekki næstu 1—2 árin
keppt á skíðum, en það muni
sennilega óhætt að muna
nafnið Gunnar Thordarson —
því muni aftur skjóta upp 1
heimi skíðamanna. Nokkrir
Ólympíusigrar ættu að geta
orðið honum mögulegir.
Eysteinn er nú skíðakenn-
ari í Heavenly Valley um
helgar, en hann gefur sér
tíma til að þjálfa son sinn.
„Ég vildi byrja að kenna hon-
um á skíðum samtímis því
sem hann lærði að ganga“,
sagði Eysteinn blaðamannin-
um, sem bætir því við, að það
hafi tekizt, og að það séu
ekki allir litlir synir sem hafi
Ólympíukeppanda sem kenn-
ara.
Blysför og stökk
sýning á skíðum