Morgunblaðið - 04.01.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.01.1963, Blaðsíða 12
12 MORCVNBLAÐIÐ Föstudagur 4. janúar 1963 1 JMrogiittirlaMfr Ctgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavlk. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Krístinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og algreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakið. VINNUTÍMINN A llmikið hefur að undan-' fömu verið tun það rætt, að mikið væri unnið hér á landi og hafa sumir jafnvel talað um „vinnuþrælkun“ og annað þvílíkt. Sízt skal úr því dregið, að mikið er hér unnið, bæði til lands og sjávar, enda hafa flestir íslendingar enn — sem betur fer — ríka til- finningu fyrir því, að þeim beri eftír megni að leitast við að treysta fjárhagslega að- stöðu fjölskyldna sinna og leggja sig alla fram í þeim til- gangi. Til skarams tíma beindust árásir stjórnarandstæðinga á viðreisnina að því, að hún drægi úr framleiðslu og fram- kvæmdum og þar með at- vinnu manna. Skyndilega er blaðinu snúið við og hinu gagnstæða haldið fram, að alltof mikið vinnuálag sé sam fara því viðreisnarstarfi, sem íslenzka þjóðin nú vinnur. Sannleikurinn er sá, að hvorttveggja þessi sjónarmið eru öfgakennd, þótt sjálfsagt sé að hugleiða þau og leitast við að gera þær úrbætur, sem tiltækar kunna að vera, því að frjálst lýðræðisþjóðfélag er ekki staðnað, heldur er þar um sífelldar breytingar að ræða. Um fyrra sjónarmiðið, „samdráttinn“, þarf ekki að ræða. Sá áróður er oltinn um sjálfan sig, og stjórnarand- stæðingar þora nú naumast að nefna hann lengur. Um „vinnuþrælkunina“ er það aftur á móti að segja, að sem betur fer er ekki því til að dreifa, að menn þurfi hér á landi að bíða heilsutjón af of mikilli vinnu. Yfirleitt er það svo, að þeir sem lengst og mest vinna, gera það í þeim tilgangi að treysta verulega fjárhag sinn, koma sér upp íbúðarhúsnæði o.s.frv. Hitt er rétt, að takmörk eru fyrir því, hve mikið menn eiga að leggja á sig við störf. Þróunin á að vera sú, að eftir því sem þjóðfélögin auðg ast, þá styttist vinnutínoinn, alveg á sama hátt og sá, sem komið hefur sér örugglega fyrir fjárhagslega, getur leyft sér það að draga úr vinnu sinni og njóta meiri frístunda. íslenzka þjóðin hefur gert stórátak til að reisa við fjár- hag sinn og er nú þegar svo á vegi stödd, að kjör hennar eiga að geta batnað jafnt og þétt á næstu árum og ein kjarabótin er auðvitað sú að vinnutíminn styttist. KJARABÆTUR ÁN VÉRKFALLA ¥¥in kommúníska forysta í launþegasamtökunum hef ur eins og kunnugt er miðað baráttu sína við það að koma á harðvítugum vinnudeilum, en sniðgengið ábendingar um leiðir þær, sem hægt er að fara til að bæta kjörin með heilbrigðu samstarfi launþega og vinnuveitenda. Fyrir rúmu ári tókst þó samstaða allra þingflokka um tillögu þess efnis, að gangskör yrði gerð að því að rannsaka með hvaða hætti væri hægt að bæta kjörin. í þeim til- gangi var kjörin nefnd, sem síðan hefur unnið að þessum rannsóknum. Enn hefur nefndin ekki skýrt opinberlega frá störfum sínum, en vonandi verður þess ekki langt að bíða að hafizt verði handa um að framkvæma þær tillögur, sem margrætt hefur verið um hér í blaðinu og athuganir nefnd- arinnar hljóta að snúast um. Raunar hefur nokkuð áunn izt í því efni, þar sem er ákvæðisvinna í ýmsum fyrir- tækjum. En auk þess fer skiln ingur manna mjög vaxandi á því, hve tilgangslaust er að heyja harðvítugar vinnudeil- ur. f>ess vegna er ástæða til að ætla að meiri skynsemi fái að ráða í þessum málum fram vegis og þá er líka von um verulegar kjarabætur, þar á meðal styttan vinnutíma. VEÐRIÐ BEZT HÉR rins og rakið hefur verið hér ^ í blaðinu hefur geisað hið versta veður um meginhluta Evrópu og Norður-Ameríku, svo að með eindæmum er. En á meðan hefur verið veður- blíða hér. Við íslendingar tölum oft um það, að við séum á tak- mörkum hins byggilegaheims og fárumst mjög yfir veðrátt- unni, kuldum á vetrum og rigningum á sumrum. En þeg ar öllu er á botninn hvolft, þá valda veður ekki síður tjónum annars staðar en hér, og þau lönd eru ekki ýkja mörg, þar sem sífelld veður- blíða er og ekki þarf að ótt- ast áföll vegna breyttra veðra. Þegar við Islendingar fögn- um nýju ári þá megum við gjarnan hafa það hugfast, að UTAN UR HEIM! HinmWt-' l.N Wr- «-»ÁJ|WlJ!*- J' !'»?« Kennedy vinsælastur FARIÐ hefur fram í Banda- ríkjunum í 17. sinn Galiup- könnun á því hvaða maður sé vinsælastur meðai þjóðarinn- ar, en slík könnun fer fram fyrir hver áramót. Að þessu sinni er Bandaríkjaforseti, John F. Kennedy, vinsælast- ur og var hann það einnig árið 1961. í öðru sæti 1962 er Dwight D. Eisenhower, fyrrv. Bandaríkjaforseti, en hann hefur verið einn af 10 vinsæl- ustu mönnum Bandaríkjanna öll þau 17 ár, sem Gallupkönn un hefur farið fram, þar af 10 sinnum í efsta sæti. Tíu vinsælustu mennirnir 1962 eru þeir sömu og 1961, að því undanteknu, að Ric- hard Nixon, fyrrv. varafor- seti Bandaríkjanna, féll úr og í staðinn kom Herbert C. Hoover, fyrrv. Bandaríkja- forseti. Röðin hefur einnig breytzt. Hinir 10 vinsælustu 1962 eru: 1. John F. Kennedy, Banda- ríkjaforseti. 2. Dwight D. Eisenhower, fyrrv. Bandaríkjaforseti. 3. Sir Winston Churchill. 4. Albert Schweitzer. 5. Herbert C. Hoover, fyrrv. Bandaríkj af orseti. 6. Douglas MacArthur, hers höfðingi. 7. Harry S. Truman, fyrrv. Bandaríkj af orseti. 8. Jóhannes páfi XXIII. 9. Adlai E. Stevenson. 10. Billy Graham. Hinir 10 vinsælustu 1961 voru: 1. Kennedy. 2. Eisenhower. 3. Churchill. 4. Stevenson. 5. Schweitzer. 6. Truman. 7. Graham. 8. Nixon. 9. Jóhannes páfi. 10. MacArthur. De Gaulle segir tilboðið um Polaris krefjast íhugunar París, 2. jan. (NTB) DE GAULXiE, Frakklandsforseti ræddi í dag við fréttamenn í París Sagði hann, að tiiboð Bandaríkja manna um að afhenda Frökkum eldflaugar af gerðinni Polaris, krefðist nákvæmrar íhugunar. Sagði forsetinn, þetta mál væri líks eðlis og þau ir.ái, sem venju- lega væru rædd af stjórnarerind rekum í 10 ár. Ræddi de Gaulle ekki frekar tilboð Bandaríkjamanna, en sagð ist ætla að skýra afstöðu sína til iþess á fundi með fréttamönnum 14. jan. nk. Sendiiherra Bandaríkjanna í París Oharles E. Boihlen, kom í dag til borgarinnar frá Banda- ríkjunum, en þar ræddi hann við Kennedy forseta. Nokkrum klukkustundum eft- : komuna til Parísar ræddi Bohlen við utanríkisráðherra Frakka, Oouve de Murville. Ræddu þeir tilboð Bandaríkja- manna um að afhenda Frökkum Polaris eldflaugar. Eftir viðræðurnar við de Mur ville ,sagði Bohlen, að hann myndi ræða við de Gaulle, Frakk landsforseta á morgun, ef forset inn veitti honum áiheyrn. Bíll hvolfir Á nýjársdag var sendiferða- bfll úr Kópavogi á austurleið I ölfusi. Fernt var í bílnum á leið til að heimsækja kunningjafól’k austanfjal'ls. Vildi svo illa tid, að bíllinn rann á háikumni, fór út af veginuim og lenti þar á hvolf. Bíllinn skemmdist tals- vert, en fóikið slapp ómeitt. Æðsta manni landbúai- aðar ■ Sovét vikið frá Talið, að enn ríki mikill ágreiningur um framkvœmd þeirra mála FRÁ því hefur verið skýrt í Moskvu, að Nikolai G. Inga- tov, æðsta manni landbúnað-. armála í Sovétríkjunum, hafi verið vikið úr starfi. Þykir sennilegt, að stjórnmálaferill hans sé nú senn á enda, en Castro líkir Kennedy við ræningjaforingja hann hefur einnig orðið að segja af sér embætti varafor- sætisráðherra. Ingatov átti sæti í æðsta ráðinu þar til í fyrra. Þá mun Ingatov einnig hætta störfum í innkaupastofn un landbúnaðarins, en þar hefur hann gegnt æðsta em- bætti frá því í febrúar 1961. Sömuleiðis lætur hann nú af formennskustarfi í 7 manna landbúnaðarnefnd, sem sett var á stofn í apríl sl., til að hafa yfirumsjón með þróun landbúnaðarmála í Sovétríkj- Havana, 2. jan (NTB) FIDEL Castro, forsætisráðherra Kúbu, sagði í dag í sjónvarps- ræðu í tilefni afrr.ælis byltingar- innar, að her eyjarinnar gæti rek ið af höndum sér 50 innrásar- sveitir eins og þá, sem gert hefði innrás á Kúbu 1961. Sagði Castro í ræðunni, að Kennedy Banda- ríkjaforseti hefði hagað sér eins og ruddalegur sjóræningjafor- það hefur nú sýnt sig, að land okkar og miðin eru ekki ein- ungis gjöful, heldur getur hér líka viðrað betur en annars staðar. Einnig þessi staðreynd á að auka á bjartsýni þá, sem einkennir nú allt íslenzkt þjóðlíf. ingi, þegar hann bauð innrásar- mennina velkomna til Bandaríkj anna eftir jólin. Ennfremur minntist Castro á lausnargjaldið, sem Bandaríkin greiddu fyrir fangana og sagði að þetta væri í fyrsta skipti, sem iheimsvaldasinnar greiddu stríðs skaðaibætur. Mikið var um dýrðir í Havana í dag vegna byltingarafmælisins og meðal erlendra gesta, sem við staddir voru hátíðaríiöldin var sovézki geimfarinn Pavel Popo 'vitsj og var honum ákaft fagnað. Hersýning var í tilefni afmæl isins og þau hergögn, sem mesta athygli vöktu voru tvær eldflaugar. Auk þeirra voru sýnd ir skriðdrekar, fallfoyssur og pall ar undir gagnflaugar allt fram- leitt í Sovétríkjunum. Ingatov hefur í staðinn ver- ið skipaður í embætti, er svar- ar til embættis þingforseta. Er hér ekki um að ræða stöðu, sem mikil völd fylgja, og er það venjulega talið nokk- urs konar titilstaða. Skipun Ingatovs í landbún- aðarnefndina í fyrra vakti nokkra furðu erlendra sendi- manna, og var talið að um væri að ræða skref í átt til einingar milli þeirra hópa, er misjafnar skoðanir hafa haft á framkvæmd landbúnaðar- mála. Tilkynningin um brottvik- ingu hans nú, fylgdi í kjölfar tveggja daga umræðna æðstu manna um fjárlög fyrir árið 1963, og áætlup um efnahags- mál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.