Morgunblaðið - 08.01.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.01.1963, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 8. janúar 1963 MORGVIS BL AÐIÐ 3 9 NA 15 hnúiar I SV 50 hnútar Snjó/coma » ÚSi V Sktirir K Þrumur 'Ws, KuUosh/ ‘Zs' Hi/ttk* H Hml SMSTEINAR Framsóln Engin hsetta á ferðum Framsóknarmenn eru nú farn- ir aS segja, að engin hætta sé á ferðum af þjóðfylkingunni, ein faldlega vegna þess að útilokað sé að Framsóknarflokkurinn og kommúnistaflokkurinn fái hrein an meirihluta á Alþingi og geti þannig myndað einir stjórn sam- an. Með þessu hyggjast Fram- sóknarmenn draga úr ótta lands manna við þjóðfylkinguna. En allur almenningur gerir sér það Ijóst, að ef svo færi að núv. stjórn arflokkar misstu meiri hluta í Efri deild Alþingis, þá hlyti af því að leiða nýja braskaðstöðu fyrir hina gömlu Framsóknar- maddömu og bandamenn hennar í kommúnistaflokknum. Fram- sókn væri þá á ný komin á torg til þess að verzla, eins og jafn- an hefur verið Iíf og yndi hinn- ar gömlu maddömu. Þrettándanum fagnaö í Keflavík o<r kommú nistahættan Alþýðublaðið birtir sl. sunnu- dag forystugrein um afstöðu Framsóknarmanna til kommún- ista og kemst þar m. a. að orði á þessa leið: „Ef Framsóknarleiðtogarnir ættu um það að velja, að mynda stjórn með kommum eða Sjálf- stæðismönnum, mundu þeir vafa laust velja kommúnista. Þeir mundu þá hafa forsæti, eiga fleiri ráðherra og vera sterki flokkur stjórnarinnar. Með Sjálf- stæðisflokknum mundi Fram- sókn hins vegar vera minni stjómarflokkurinn. Við þetta bætist sú freisting að klekkja á núverandi stjómarflokkum, sem mundi enn hvetja Framsókn tii að hlaupa í faðm kommúnista. Af þeim vangaveltum, sem Morgunblaðið og Tíminn hafa leyft sér, og Þjóðviljinn er sýni- lega hræddur við, geta óbreyttir kjósendur lært þetta: Það er stórhættulegt fyrir framtíð þjóðarinnar að veitá Framsóknarforingjunum stöðv- unarvald á Alþingi. Eina hugs- anlega leiðin til að koma komm- únistum aftur í stjórn á íslandi er að kjósa Framsókn. Öll von kommúnista um þjóðfylkingu byggist á vexti Framsóknar. — Hins vegar skilja Framsóknar- foringjarnir ekki hættuna af kommúnistum og hafa aldrei gert. Þeir hafa svarið komma af sér áður, en tekið síðan upp samstarf við þá. Þeir mundu gera það aftur, ef þeir fengju tækifæri til þess.“ Skrítnir svardagar Tíminn og Framsóknarleiðtog- arnir hafa undanfarið átt mjög annríkt. Þeir hafa staðið kóf- sveittir við að sverja kommún- ista af sér. Eysteinn Jónsson, hinn nýi formaður Framsóknar- flokksins, er greinilega orðinn lafhræddur við þjóðfylkingar- bramboltið. Þá rýkur hann upp til handa og fóta og lætur Tím- ann birta hverja yfirlýsinguna á fætur annarri um það, að Framsóknarmenn hafi engan á- huga á stjórnarsamstarfi við kommúnista og séu raunar von- lausir um að fá meirihluta með þeim á Alþingi. Það er ómaksins vert að bera þessa svardaga saman við þær staðreyndir, sem við blasa. Fram sóknarflokkurinn hefur allt frá því hann myndaði vinstri stjórn- ina stutt kommúnista af alefli innan verkalýðsssamtakanna. — Framsóknarmenn hafa tryggt völd kommúnista innan Alþýðu- sambands íslands á hverju Al- þýðusambandsþinginu á fætur öðru. Þeir hafa jafnframt staðið með kommúnistum á Alþingi og hjálpað þeim til þess að fá menn kjörna í nefndir og trún- aðarstöður. Á ÞRETTÁNDANUM gengust álíadansi og brennu, sem Lúðrasveit Kefíavíkur og Karlakór Keflavíkur fyrir fram fór á íþróttavellinum í Keflavík. Veður var eins og bezt verður á foosið og stóð reykur af brennunni beint til Ílofts og máninn skein hátt á bimni. í>að eina sem segja má að verið hafi til óþæginda, var að reykur frá flugeldum lagðist yfir svæðið, því eng- in gola var til að bera hann frá. Frost var og snjór á jörðu. Álfadansinn hófst klukkan | 20, með blysför frá stöðvar- húsi áætlunarbílanna og lék Lúðrasveitin fyrir göngunni. Á eftir komu svo konungur og drottning, sem leikin voru af Böðvari Fálssyni og Dag- mar Pálsdóttur, á eftir þeim fylgdi svo hirð þeirra, Ljúfl- ingar og dansálfar. í göngunni mátti sjá marga aðra, svo sem böfuðpaurinn sjálfan með púkahirð sína, Skugga-Svein og Ketil, karla og kerlingár og ýmis konar ókennileg fyr- irbæri. Þegar á íþróttavöllinn kom var fylkingunni fagnað með margvíslegum Skrautljósum og tunglskotum — Álfakóngur ávarpaði hinn mennska lýð, og síðan hófst söngur og leik- ur Lúðrasveitar, sem Herbert Hriberschek stjórnaði — og ENN er stilla og háþrýstisvæði yfir íslandi og Grænlandi, en lægð suður undir Azoreyjum. Er ekki útlit fyrir verulega breytingu á þessu veðurlagi næsta sólarhring. >ó mun heldur draga úr frosti eink- um vestanlands. Um áramótin var ísrek um 30 sjómílur norður og vestur af Straumnesi og síðan hafa sézt einstakir jakar á reki á siglingaleið norðaustur af Horni. Fylkingin kemur inn á íþróttavöllinn og gengur hring í kringum brennuna. í fararbroddi eru álfadrottning og álfakóngur dansinn dunaði á svelli, en dönsum stjórnaði Kristín I>órð ardóttir leikfimikennari. Áhorfendur munu hafa ver- ið um 3000 og brugðust allir glaðir við og þótti mikið koma til hinna dýrðlegu skrautljósa og flugelda, og annars sem fram fór á þessu lokakvöldi jólanna. Keflavíkurbær veitti mjög mikilsverða aðstoð við allan undirbúning þessarar þjóð- legu skemmtunar og var öll vinna bæjarstarfsmanna með miklum ágætum. Skátar önnuðust blysförina og alla vörzlu ásamt lögregl- unni. Engin slys, skemmdir eða óhöpp komu fyrir og var þessi Áifadans til mifoils sóma bæði fyrir þá sem hann undir- bjuggu og að honum stóðu, og þá sem komu til að horfa á og njóta þessa forna siðar að kveðja jólin með álfadans og brennum. Að morgni hins 7. janúar verða jólatrén tekin niður og skrautljósin siökkt, svo Kefla- vík fær aftur sinn fyrri svip, með síldar- og fiskilykt og ið- andi af starfi hins nýja árs. — Helgi S. Liðinu fylkt fyrir framan stöðvarhúsið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.