Morgunblaðið - 08.01.1963, Síða 6
0
MORCVISBLAÐIÐ
Þriðjudagur 8. janúar 1963
Furöuleg ritsmíöi
ÞAÐ er alltaf leiðinlegt að verða
til þess að styggja fólk með
skrifum á opinberum vettvangi.
Það tekur mig sárt að ég skuli
hafa orðið til þess að særa til-
finningar hjartagóðrar konu,
Bjarnveigar Bjarnadóttur, ná-
frænku Ásgríms Jónssonar, ein-
hvers stórbrotnasta listamanns
íslenzku þjóðarinnar. Þessi á-
gæta kona hefur staðið fyrir
safni Ásgríms Jónssonar með
nokkrum myndarbrag að því er
mér er tjáð og virðist hafa tek-
ið nærri sér grein sem ég skrif-
aði í Vísi 1. nóvember síðastlið-
inn um hina nýju listaverkabók
Ásgríms Jónssonar sem Helga-
fell gaf út fyrir jólin. Ekki verð-
ur þó hjá því komizt að skrifa
nokkurn hluta þessa tilfinninga-
sársauka á reikning konunnar
sjálfrar því hún virðist hafa lagt
hæpinn skilning í áðurnefnda
grein mína og er þess vegna rétt
að vekja athygli á eftirfarandi
atriðum:
Það er enn skoðun mín að
þessi nýja málverkabók Ásgríms
Jónssonar sé misheppnað fram-
lag íslenzkrar bókaútgáfu. Þessi
skoðun snertir á engan hátt list
Ásgríms Jónssonar. En mér
finnst bókin hvorki samboðin
Ásgrími Jónssyni né Ragnari í
Smára. Báðir eru stórhuga
menn, hvor á sínu sviði og af
þeim sökum veidur bókin von-
brigðum. Það vantar nefnilega
í hana stórhuginn.
Bókin sem Almenna bókafélag
ið gaf út árið 1956, Myndir og
minningar Ásgríms Jónssonar er
góð bók og fyllir ágætlega það
skarð sem henni var ætlað að
fylla. Hún er skemmtilega rit-
uð og gerir ævi Ásgríms Jóns-
sonar ágæt skil en hún krefur
ekki list hans til mergjar enda
ekki til þess ætlazt. Sú góða
kona Bjarnveig Bjarnadóttir,
frænka Ásgríms og safnvörður,
er að visu á annarri skoðun því
hún segir: „Er sjálfsagt meira en
vafasamt, að nokkur hefði betur
skýrt frá lífsviðhorfum Ásgríms
og list hans, en hann sjálfur."
Þetta er furðuleg yfirlýsing
konu sem væntanlega hefur
hvorugan þann galla að vera
„lítt reynd“ eða „ung“ og telur
sig sjálfkjörna til þess að segja
blaðamönnum hvernig þeir eigi
• að skrifa. Vill konan halda því
fram að listamaðurinn sjálfur
sé bezt fallinn til þess að brjóta
sína eigin list til mergjar? Á
Laxness þá að skrifa ritdóma
um sjálfan sig?
Hin nýja málverkabók Ás-
gríms missir einmitt gildi sitt
fyrir þá sök að engin tilraun er
gerð til þess að gera list hans
ýtarleg skil. Það er einkar fróð-
legt í þessu sambandi að gera
samanburð á tveimur málverka-
bókum sem Ragnar Jónsson hef-
ur gefið út. Berum saman bæk-
urnar um Mugg og síðari bók-
ina um Ásgrím. Fyrrnefnda bók-
in er rituð af Birni T. Björns-
syni listfræðingi, frumsmíð þar
sem fjallað er um listamanninn
á fræðilegan hátt og er þess
vegna merkt framlag til íslenzkr
ar listasögu, höfundi, listamanni
og útgefanda til mikils sóma. í
hinni bókinni er ekkert nýtt,
lesmál bókarinnar er einungis
2. útg. af bókinni Myndir og
minningar, og einu breytingarn-
ar eru smávægilegar úrfelling-
ar. Þess vegna á hún næsta lítið
erindi við íslenzka lesendur með
an frumútgáfa þessa lesmáls er
enn fáanleg í bókaverzlunum
fyrir sjöunda hluta af verði
seinni útgáfunnar.
Sú góða kona Bjarnveig
Bjarnasdóttir segir að vísu: „Og
að því er lesmálið varðar,
mundu hinir vísu telja ómaksins
vert að lesa snjallt verk og list-
rænt oftar en einu sinni.“ Þessi
yfirlýsing frænku Ásgríms og
safnvarðar er ámóta furðuleg og
sú sem fyrr er tekin upp í þessa
grein. Þetta kemur málinu nefni
lega ekki við. Hitt skiptir öllu
máli að maður sem kemur inn i
bókabúð sér þar stóra og glæsi-
lega bók. Á bókarkápu stendur
ÁSGRÍMUR JÓNSSON og ekk-
ert annað og því má gera ráð
fyrir að hann búist við að hér
sé á ferðinni ný bók en ekki
endurútgáfa bókar sem enn er
fáanleg. Þess er ekki getið fyrr
en í formála að lesmál bókar-
innar hafi áður komið út. Vilja
menn kaupa bók á meira en
700 krónur þó í henni sé um 40
litmyndir ef sama bók er enn
fáanleg fyrir 103 kr. án lit-
mynda? Er þetta æskileg stefna
í íslenzkri bókaútgáfu? Er ekki
hætta á því að þessa bók kaupi
menn í þeirri trú að þeir séu að
kaupa nýja bók og verði fyrir
vonbrigðum þegar þeir upp-
Þetta er ekkl
mynd frá Kat-
anga af her-
mönnum Tsjom-
bes að stæla sig
í villtum dansi,
áður en þeir
fara að berjast
við innrásarliS
U Thants á jóla-
dag, heldur era
þetta Vest-
mannaeyingar
við áramóta-
brennu. (Ljósm.
Mbl.: Sigurgeir
Jónasson)
götva hvernig í öllu liggur? Er
ekki siður að hafa óbreyttan tit-
il á bókum sem gefnar eru út í
2. útgáfu enda þótt í henni séu
nýjar myndir? Réttláta mynd-
irnar einar útgáfu þessarar bók-
ar? Því verður hver og einn að
svara fyrir sig. Ég fyrir mitt
leyti svara því hiklaust neitandi.
Og af þessum sökum vil ég
halda því fram að Bjarnveig
Bjarnadóttir hafi í engu hnekkt
mínum fyrri skrifum um bók-
ina. Mér finnst að þessi útgáfa
sé langt frá því að vera sam-
boðin jafnágætum mönnum og
Ásgrími Jónssyni og Ragnari í
Smára.
Njörður P. Njarðvík.
Eldra
fólk...
UNDANFARIN ár hefur
það farið vaxandi, að fólk,
sem ýmissa orsaka vegna,
m.a. fyrir aldurssakir, hef-
ur ekki fulla starfsorku,
hefur drýgt tekjur sínar
verulega með því að starfa
að blaðaburði fyrir Reykja
víkurblöðin. Hefur þetta
yfirleitt gefizt vel og orð-
ið mörgum að verulegu
liði.
Morgunblaðið hefur mik
inn hug á því að komast í
samhand við eldra fólk
hér í borginni, sem að at-
huguðu máli, myndi hafa
áhuga á að gefa sig að slíku
starfi. Nú þegar starfa á
vegum Mbl., bseði konur
og karlar, sem daglega
annast blaðadreifingu í í-
búðarhverfum borgarinn-
ar. —
ItlNDARCðTÚ 25 'ilMI
♦ Er járniðnaðurinn
útundan?
„Járnsmiður“ svarar nú „Út-
gerðarmanni", sem hafði aftur
svarað tilskrifi smiðsins. Virð-
ast báðir aðiljar hafa nokkuð til
síns máls, og a.m.k. er hvorugur
ófeiminn við að taka dálítið upp
í sig, eins og sagt er.
„Velvakandi góður!
„Útgerðarmaður'* ritaði þér
bréf nýlega (Mbl. 20. des.) i til-
efni þess, sem ég hafði áður
sagt í dálk þínum, um efnisskort
járniðnaðarins og viðgerðina á
m.s. Esju. „Útgerðarmaður" af
hjúpar fljótlega í bréfi sínu þá
staðreynd, að útgerðarmenn
skortir ekki aðeins þekkingu á
útgerð, heldur og ýmsum öðrum
hlutum. Járniðnaðarmenn hér á
landi þekkja útgerðarmenn af
biturri reynslu og okkur þykir
illa sæma fyrir þá menn að tala
um „amlóðana" í þjóðfélaginu.
Hinsvegar ber því ekki að neita,
að amlóðar hafa verið og eru
til innan járniðnaðarins og gæti
verið að kraftleysis þeirra gæti
nokkuð í forystu járniðnaðarins
með þeim árangri, sem við öll
um blasir í dag: járniðnaðurinn
settur til hliðar, afskiptur hin-
um frjálsa innflutningi og hon-
um óbættur skaðinn af stór-
felldu tjóni vegna þess skorts,
sem iðulega er á heppilegum
stærðum og tegundum smíða-
járns og stáls.
Fleipur „Útgerðarmanns" um
vangetu íslenzkra járniðnaðar-
manna er svo fráleitt, að það er
varla svaravert. Nægir í því
sambandi aðeins að benda á
tæknilegar framfarir íslendinga
síðustu áratugina og þann þátt,
sem íslenzkur járniðnaður á í
uppbyggingu atvinnuveganna.
Og það sem meira er: Framfar
ir járniðnaðarins hafa algjör-
lega verið fyrir eigið fé, en
ekki ríkisfé. Væri óskandi að
útgerðin gæti sagt hið sama.
í annan stað er ekki óeðli-
legt að „Útgerðarmaður" efist
um innflutningserfiðleika járn-
iðnaðarins, þegar allur annar
varningur virðist fluttur hömlu
laust inn í landið. Fagrar konur
þessa lands geta valið úr löng
um röðum af gervi brjóstum (!)
og varalitum, meðan járnsmið-
irnir verða að eyða dýrmætum
tíma í leit að heppilegu efni til
að vinna úr og fá iðulegast ekki
það, sem þá vantar í það og það
skiptið. En svona er þetta nú
samt og kostar þjóðina ekki
minna en 25—30 milljónir kr.
árlega.
♦ Innflutningshöft.
Sem betur fer hafa „amlóð-
arnir“ sjaldnast staðið lengi við
í járniðnaðinum, en mér er nær
að halda, að þar sem þeir eru
nú, — hvar svo sem það er —
þá hafi þeir hömlulausan inn-
flutning, nóg af vörum og efni.
En eins og málin standa í dag,
þá má segja, að járniðnaðurinn
sé umsetinn og einangraður af
því nátttrölli, sem annars stað-
ar og á öðrum sviðum atvinnu-
lífsins hefur dagað uppi, en það
er jnnflutningshöftunum. Þang
að til óvættur þessi dagar uppi
og verður að steini mun það
halda áfram að tefja fyrir eðli-
legri þróun járniðnaðarins og
valda honum miklu fjárhagslegu
tjóni. Þess vegna verður að gera
járniðnaðinum kleift að brjót-
ast út úr herkvínni með því að
gefa innflutninginn frjálsan. _
Síðast í bréfi sínu talar „Út-
gerðarmaður" um iðnaðarmenn
með fullar hendur fjár, full
hús af vélum og að ekki sé „lág
reist“ bankabyggingin þeirra.
Útgerðarmenn hafa oft þótt
vera með fullar hendur fjár,
þegar þeir byggja íbúðarhús sín
og fylla þau af glæsilegum heim
ilisvélum; það virðist vera
þeirra ekki „lágreista“ banka-
bygging.
Járnsmiður".
♦ Afgreiðslufólk og
útlendingar
Hér er bréf, sem hefur beðið
nokkurn tíma, eins og reyndar
mörg önnur, því miður.
„Okkur hefur borizt úrklippa
úr Morgunblaðinu. „Norsk
kona“ gagnrýnir harðlega fram
komu verzlunarfólks á íslandi.
Hún segir m.a., að sér hafi ver
ið seldur óætur fiskur og talar
um að afgreiðslufólkið sé ókurt
eist.
Við vitum að vísu ekki hvað
hefur mætt þessarri konu, en
okkur finnst einmitt tvennt, sem
hún nefnir, vera svikalaust,
fiskurinn fyrsta flokks og af-
greiðslufólkið veita frábæra
þjónustu. í jólaönnunum má
alls staðar, í Reykjavík sem
annars staðar, finna afgreiðslu-
fólk, sem er viðvaningar í starf
inu, en það er einmitt eftirtekt-
arvert, hvað afgreiðslufólk i
Reykjavík er hjálpsamt við út
lendinga og lipurt í starfi sínu.
Marear norskar konur“.