Morgunblaðið - 08.01.1963, Síða 16

Morgunblaðið - 08.01.1963, Síða 16
16^ jyoRCuiynLA.Ðip Þriðjudagur 8. janúar 1963 • f r, Til SÖlu gott atvinnufyrirtæki sem rekið er r eigin húsnæði við eina af fjöl— förnustu götu borgarinnar og hefur mikla möguleika. (Upplýsingar ekki veittar í síma). FASTEIGNASALA Aka Jakobssonar og Kristjáns Eiríkssonar. Sölumaður: Ólafur Ásgeirsson. Laugavegi 27. Sendisveinn óskast strax hálfan eða allan daginn. Þarf að hafa hjól. Gott kaup. Félagsprentsmiðjan hf. Sími 11640. Útboð Tilboð óskast í að leggja aðfærsluæð frá Eskitorgi, um Öskjuhlíð, vestur með Hringbraut, eftir Sturlu- götu og Fjallhaga að fyrirhugaðri dælustöð við Forn- haga. Útboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri, — Tjarnargötu 12, III. hæð gegn 3000,00 kr. skila- tryggingu. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar. Vörubíll Ford ’59 Ðiesel vörubíll með föstum palli. Ekinn 23 þús. km og lítur út, sem nýr, til sölu á tækifærisverði. VERZLUNAR- OG SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI helzt í Miðbænum eða nærri honum óskast keypt. BÍLASAUNN Við VITATORG. Símar 12500 og 24088 KULDASKOR Tilboð sendist afgr. Mbl., merkt: „3189“. Bifreiðastjóri Viljum ráða bifreiðastjóra nú þegar. Umsóknar- eyðublöð fást á skrifstofu vorri Strandgötu 28. Kaupfélag Hafnfirðinga. Skrifstofustulka óskast til vélritunar og bókhaldsstarfa (aðeins ís- lenzk vélritun) — Gott kaup í boði ef um vanan og góðan starfskraft er að ræða. — Upplýsingar í síma 1-03-92 kl. 4—5 e.h. LOÐFÓÐRAÐIR FRAM f TÁ BRÚNIR — SVARTIR STÆRÐIR 35—40. VERÐ KR. 398,00. Skóhúsið Hverfisgata 82. Sími 11-7-88. Geymsluhúsnæði óskast nú þegar Landssmiðjan 2 LESBÓK BARNANNA LESBÓK BARNANNA 3 FLUGDREKI ÞENNAN sterka flug- dreka er fremur auðvelt að búa til. Efnið, sem til þarf, er sterkur pappír, lím, segl garn og þrír listar, sem eru ca. tveir sm á breidd og hálfur á þykkt. Lengd þeirra er 160 sm, 120 sm og 50 sm. Fyrst er gerð skora næstum yzt við endana á öllum lis tunum (mynd 2) Svo er krossinn sett- ur saman, þannig: Taktu 160 sm listann og skerðu gróp í hann 30 sm. frá öðrum endanum. Grópið á að vera 2 sm. á breidd og dýptin sem svarar tæp lega hálfri þykkt listans. Gerðu sams konar gróp 20 sm. frá hinum endan- um (mynd 3). Eftir að þú hefur skor ið nákvæomlega eins gróp í hina listana miðja, berðu trélkn í öll grópin. Felldu þá svo saman (mynd nr. 4) o>g vefðu segl yfir samskeytin, eins og sýnt er og berðu lím yfir. Fáðu þér nú sterkt en grannt seglgarn eða næ- lonlínu. Bittu endann fastan um hakið neðst á krossinum, síðan bindur þú um hakið á neðri, lá- rétta arminum, svo þeim efri, síðan efst á lóðrétta listanum og þannig á- fram unz hringurinn er kominn. Seglgarnið verð ur að vera vel strekkt og millibilin rétt, svo krossinn verði ekki skakkur. Nú er grind drekans tilbúin. Leggðu hana nú á sterkan pappír og klipptu ca. 6 sm. fyrir utan brúnirnar. Beygðu svo inn, það sem út af stend- ur, og límdiu það yfir seglgarnið, eins og sýnt er á mynd 6. Boraðu gat (a) gegn- um lista og pappír, ca. 15 sm. mælt ofanfrá á lóð- rétta listanum og annað (b) ca. 50 sm mælt neð- an frá. — Á lengri lá- rétta listann eru boruð eins göt (c og d) 15 sm frá hvorum enda (mynd 5). Taktu nú tvo seglgarns David Severn; Við hurfum inn í framtíðina í gegnum götin, þanniig að þeir myndi tvær lyk'kjur á framhlið drek- ans. Bittu nægilega stóra hnúta á endana hinum megin. Þar sem lykkjurn ar skerast er snúran bund in þannig að hún renni ekki til sjá 7. mynd. Þið verðið að þreifa ykkur áfram með, hvað lykkjurnar eiga að vera strekktar, ýmist verður að stekkja á þeim eða slaka, þangað til bezti árangur næst. Halinn á að vera 3-4 sinnurn lengd drekans Á halann bindur þú bréf, sem brotið er saman í harmonikufellingar, sting ur þeim í lykkjur á snúr unni sem myndar halann og reynir að hafa milli- bilin sem jöfnust. Og þá er flugdrekinn tiibúinn og aðeins eftir að reyna hann. Vonandi fer að hvessa! Við vorum sem staddir á mörkum tveggja heima. Að baki var- sú frum- stæða veröld, sem við höfðum vanið okkur við, en fram undan undur hinnar fullkomnustu tækni. Þetta virtist allt vera svo óraunverulegt, að við fundum frekar til undrunar en ótta. Við höfðum numið staðar innan við þrösk- uldinn á auðu og hús- gagnalausu herbergi, um það bil 30 fet á hvern veg. Gólfið skiptist í stóra hvita og svarta tígla. Á meðan við stóðum þarna sáum við allt í einu blá- leita birtu, sem myndaði eins og kross á gólfinu, er breikkaði smám saman. Jafnframt jókst gnýrinn frá vélunum tl mikilla muna. Mér skildist nú, hvað var að gerast. Gólfið sem virst hafði heilt, gliðnaði í sundur og opið tók brátt yfir sem svaraði heim- ingi af flatarmáli herberg isins. Bláleita ljósið hvarf um leið og pallur með grindverki um kring, kom upp og fyll'ti upp bilið. Við gengum út á pallinn ásamt hvítklædda munkinum og tveimur af svartkuflungum. Járnslá lokaðist að baki okkar og við fundum, hvernig pallurinn ruggaði lítitls- háttar undir fótum okk- ar. Á næsta andartakl þutum við af stað, ská- hallt niður á við eftir löngum jarðgöngum. Diok greip í handlegg- inn á mér. „Pétur þetta er ótrúlegt!" Við hljótum að hafa far ið tvö eða þrjú hundruð fet niður í jörðina, þeg- ar farkostur okkar tóik að hægja ferðina. Brátt námum við staðar og verðir okkar fóru með okkur út á ganig, sem lá inn í gríðarstóran saL Góifið var svo gljáandi, að við hefðum eins getað gengið á gleri. Hvergi sást ljós í salnum, en samt streymdi um hann jöfn og þægileg birta. Dyr voru til beggja hliða og okkur duldist ekki, að við vorum nú í aðalsal þessarar neðanjarðar bý kúbu. Hér og þar voru smáhópar krúnurakaðra manna eitthvað að sýsla og um einar dyr kom hópur háværra, ungra manna í ljósrauðum kyrtl um. Þeir báru útskrifað- ar arkir undir handleggn um og voru í áköfum samiræðum. Sennilega voru þeir stúdentar. Einn þeirra stjakaði nú við öðrum svo að pilturinn datt og missti blöðin sín út um gólfið. Þá komu þeir auga á okkur, þögn- uðu skyndilega og störðu á okkur af miklum á- huga og forvitni. Framhald næst.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.