Morgunblaðið - 08.01.1963, Qupperneq 20
20
MOfíGVTSBLÁÐlÐ
Þriðjudagur 8. janúar 1963
PATRICIA WENTWORTH: ^
MAIID SILVER |
KEMUR \ HEIMSÓKN
„Ég verð að láta hana Katrínu
hafa þetta....eða hitt“, eða þá
að Katrín sagði: ,,Frú Lessiter
segir, að ég megi fá þetta eða
hitt“, og svo var það óðar komið
niður í Hliðarhúsið — og ekkert
til að sýna, hvort það var gjöf
eða að láni. Og ég.tel, að mamma
hefði aldrei farið að gefa frá
sér sumt af því, sem nú er þarna
niður frá.
— Það gæti nú samt hafa ver-
ið. En eina manneskjan, sem get-
ur sagt ákveðið um þetta, er
Katrín sjálf.
Hann hló. — Góða Rietta mín!
Bæði orðin og hláturinn voru
svo kuldaleg, að þar þurfti engu
við að bæta.
Þau voru nú komin út að hlið-
inu aftur og sneru þar við. Aftan
úr fortíðinni kom endurminning-
in um öll þau skipti, sem þau
höfðu gengið þennan spöl sam-
an, í stjörnubirtunni, of ástfang-
in til þess að geta skilið og farið
hvórt til sins heima. En ástin
hafði horfið með þessum æsku-
árum. Það sem eftir var, hvað
Riettu snerti, var einhver áleitin
tilfinning um gömul kynni.
Þarna inni hjá Katrínu var
James Lessiter eins og hver
annar aðkomumaður, en hérna
úti í myrkrinu kom aftur —
ekki gamla ástin og yfirleitt eng-
in tilfinningasemi, heldur aðeins
endurminningin um gömul
kynni. Hún varð til þess, að
Rietta flýtti sér að segja:
— Heldurðu ekki, að þú gætir
alveg sleppt þessu, James?
Hann hló aftur. — Og láta
hana sleppa með það?
— Já, því ekki það? Þú ert nú
búinn að komast af án þess arna
öll þessi ár. Þú ert orðinn stór-
ríkur, er það ekki? Og enginn
getur fullyrt neitt um, hvað
móðir þín ætlaði sér með þetta.
Það kemur afskaplega illa við
Katrínu ef þetta fer í hart!
— Það kæmi mér ekki á óvart.
Það var eins og honum væri
skemmt. — En, þú skilur, að
þetta er ekki eins einfalt mál og
þú virðist halda. Ég hef fengið
rojög gott boð í Melling-h. sið,
og verð að afhenda það laust til
íbúðar. Sama gildir Hliðhúsið.
Ef það væri leigt Katrínu sem
íbúð með húsgögnum, þá væri
allt í lagi: ekkert annað en segja
henni upp, og þá verður hún að
fara. En ef íbúðin er leigð tóm,
er allt öðru máli að gegna. Jæja,
hér erum við aftur komin að
hliðinu hjá þér. Ég verð að fara
aftur og sjá til, hvað ég get haft
upp úr Katrínu, en ef hún hefur
ekki breytzt því meira frá því,
sem ég þekkti hana, verður það
ekki allt of nærri sannleikanum.
— James!
Hann hló aftur.
-— Þú hefur heldur ekki
breytzt ýkja mikið. Þú ert enn
góður vinur og ég er enn vondur
óvinur. Annars á Katrín ekkert
inni hjá þér. Hún gerði sitt bezta
til að bola þér frá.
— Það er nú allt gléymt og
grafið.
— Og þú vildir ekki láta
ganga hart að henni núna. Jæja,
Jæja! Það borgar sig ekki að
vera að innræti eins og þú ert,
Rietta, en ég veit, að þú getur
ekki að því gert. Þú ert ekkert
— fremur en ég — að reyna að
breyta þínu sanna innræti. Mitt
hefur dugað mér vel, eins og þú
veizt. Ef ég á svo mikið sem
fimmeyring útistandandi, heimti
ég hann inn.
— Ég skil ekki, hvað þú ert
að fara.
7
— Ekki það? Jæja, ég er nú
bara að brjóta heilann um, hvort
ágirndin hennar Katrínar hefur
látið staðar numið við þessi hús-
gögn. Ég hef grun um, að hún
hafi farið með hana spölkorn út
fyrir lög og rétt.
—■ James!
— Ég hef nokkuð gott minni,
og ég fæ ekki betur séð en ég
sakni ýmissa verðmætra smá-
hluta, sem hafa þann kost að
vera fljótseljanlegir. Lofðu mér
að opna hliðið íyrir þig.
— James!
— Góða nótt, væna mín. Eins
og ég sagði, hefurðu alls ekki
breytzt neitt. Og það er leiðin-
legt.
VII.
Daginn eftir að Maud Silver
kom, fór frú Voycey, vinkona
hennar út í búðir. Þarna í þorp-
inu var bæði kjötbúð, bakarí Og
matvörubúð, sem jafnframt seldi
flest milli himins og jarðar;
ennfremur var þar einnig af-
greiðsla pósts og síma.
Það leiddi af sjálfu sér, að
svona fjölbreyttur staður hlaut
að verða helzti mótsstaður þorps-
búa. Maud Silver var kynnt
ungfrú Ainger, systur prestsins
— ægilegri konu með járngrátt
hár, rómverkst nef og í vað-
málsfötum, sem voru líkust her-
klæðum. Ef til vill hefur þetta
verið vegna þess, hve stórköfl-
ótt þau voru, með svörtum og
hvítum köflum á gráum grunni.
Þarna var hún að rífast við frú
Grover út af fleski, Og ætlaði
aldrei að geta hætt.
— Já, alltof þykkt Og alltof
mikil fita — Sögðuð þér skóla-
systir? Gleður mig að sjá yður
.... Látið þér þetta ekki koma
fyrir aftur, annars klaga ég fyrir
prestinum.
Roðinn steig upp I kinnarnar
á frú Grover. Hún beit á jaxlinn
og stillti sig. Frú Voycey færði
sig skrefi nær þangað sem póst-
kortin voru og greip í handlegg-
inn á ungfrú Cray.
— Rietta, mig langar til að
kynna þig vinkonu minni, ungfrú
Silver. Við erum gamlar skóla-
systur.
— Ó. sagði Rietta. Hún þurfti
að flýta sér, en af gamalli reynslu
vissi hún, að það var engin af-
sökun þegar frú Voycey var ann-
arsvegar. Þessi stóra, sterka
hönd yrði á öxlinni á henni þang
að til hún hefði gert kurteisis-
skyldu sína. Hún heilsaði því
ungfrú Silver og var boðin í te
sama dag síðdegis.
— Og þér þýðir ekkert að
segja, að þú sért upptekin, Rietta,
því að ég veit, að Carr og unga
stúlkan eru farin til borgarinn-
ar. Bakarinn sá þau fara. Hann
minntist á það, þegar hann kom
til mín af því að þá dró upp svo
svart ský, og ungfrú Bell hafði
enga regnhlíf, ög hann var að
vöna, að hún yrði ekki gagn-
drepa. Hann sagðist hafa ráðlagt
henni að taka meö sér regnhlíf,
en hún hafði bara hlegið. Hvað
lengi verða þau hjá þér?
— Ég veit það ekki fyrir víst.
Carr kom með talsvert af hand-
ritum með sér, sem hann þarf að
lesa.
— Hann leit nú út eins og
hann hefði gott af almennilegu
fríi. Þú kemur í te síðdegis?
Ég ætla að hringja í Katrínu og
biðja hana að koma líka. Ég vil
láta Maud Silver hitta ykkur
báðar. Hún hallaði sér nær, og
•hvíslaði með rámri rödd: ,.Hún
er frægur spæjari“.
Maud Silver var að virða fyrir
sér póstkortin. Hún var eins ólík
spæjara og hugsazt gat, svo að
Rietta gat ekki að sér gert að
spyrja:
— Hvernig spæjari?
— Hún rannsakar glæpamál,
hvíslaði frú Voycey í eyra henni.
Svo sleppti hún handleggnum,
sem hún hafði haldið í allan tím-
ann, og veik til hliðar. Ég býst
þá við þér klukkan hálffimm. Ég
verð að tala eitt orð við hana frú
Mayhew.
Frú Mayhew var þarna að
kaupa lauk og kartöflur.
— Mér hefði nú seint dottið í
hug, að ég þyrfti að kaupa svona
nokkuð í búðum, en hr. Andrews
á fullt í fangi með að halda hús-
inu í standi. og það er ekki nema
sannleikur, hr. Grover — nei,
hann getur engu við sig bætt, og
víst er um það. Svo að, ef Sam
getur komið með þetta eftir
skólatíma.... Hún sneri sér svo
frá kaupmanninum en lenti sam-
stundis í klónum á frú Voycey.
— Æ, frú Mayhew, þér hafið
víst nóg að gera þegar húsbónd-
inin er kominn heim. Það var svo
óvænt, var það ekki? Það er ekki
lengra síðan en í vikunni, sem
leið, að ég sagði við prestinn:
„Það er víst ekkert útlit fyrir, að
Melling-húsið verði opnað aftur“,
og ég lét þess getið, að það væri
leiðinlegt. Jæja, en úr því að
hann er nú kominn, fer hann
vonandi ekki að þjóta burt aftur.
— Það veit ég svei mér ekki.
Frú Voycey hló hjartanlega.
— Við verðum aljar að reyna
að vera góðar við hann, svo að
hann tolli hérna. Hún gekk nær
og lækkaði röddina. — Þér hafið
vonandi fengið góðar fréttir af
syni yðar.
Frú Mayhew leit óttaslegnum
augum til beggja handa, en
þarna var ekkert undanfæri. Hún
var klemmd milli búðarborðsins
og veggjarins, og komst ekki
fram hjá frú Voyeey. Hún svar-
aði svo lágt, að það heyrðist
varla: — Það er allt í lagi með
hann.
Frú Voycey klappaði henni
vingjarnlega á öxlina.
— Það var ég líka alveg viss
um; þér getið haft það eftir mér
við hann. Það var allt öðruvísi
fyrir þrjátíu eða fjörutíu árum.
Þá höfðu menn ekkert tækifæri,
hvort sem um pilt eða stúlku var
að ræða, en það er orðið allt ann
að nú. Hann kemur að heim-
sækja yður bráðum, er það ekki?
Frú Mayhew var orðin náföl.
Frú Voycey meinti ekkert illt
með þessu — allir vissu, hve
góðgjörn hún var — en hún gat
ekki fengið sig til að fara að tala
um Cyril — ekki þarna í búð-
inni, í allra áheyrn. Henni fannst
'eins og hún væri í gildru og
kæmist ekki burt. En þá var það,
að litla konan, sem leit út eins og
kennslukona, tók í handlegginn
á frú Voycey og sagði: —
Heyrðu, Cecilia, ráðleggðu mér
eitthvað um þessi póstkort. Ég
ætla að senda henni Ethel Buck-
ett, frænku minni, eitt. Og sam-
stundis slapp frú Mayhew. Hún
hafði svo ákafan hjartslátt, að
hún var hálfringluð og mundi
ekki eftir því fyrr en hún var
komin langt áleiðis, að hún hafði
ætlað að kaupa fleira.
Þegar konurnar tvær komu út
úr búðinni Og voru að ganga yfir
grasvöllinn, sagði frú Voycey.
Þetta var frú Mayhew. Hún er
eldabuska Og maðurinn hennar
•bryti í Melling-húsinu. Sonur
iþeirra hefur verið þeim erfiður.
Maud Silver svaraði: — Henni
var ekki um það, þegar þú fórst
að tala um hann, Cecilia.
Frú Voycey svaraði, hressilega
að vanda:
SHUtvarpiö
Þriðjudagur 8. janúar
8.00 Morgunútvarp.
12.00 Hádegisútvarp.
13.00 „Við vinnuna": Tónleikar.
14.40 „Við sem heima sitjum" (Sig«
ríður Thorlácíus).
15.00 Síðdegisútvarp.
18.00 Tónlistartími barnanna (Jón
G. Þórarinsson).
18.20 Veðurfregnir.
18.30 Þjóðlög frá ýmsum löndum.
19.00 Tilkynningar — 19.30 Fréttir.
20.00 Einsöngur í útvarpssal: Sig-
urður Björnsson syngur. Við
píanóið: Fritz Weisshappel.
20.20 Erindi: Elzta síldveiðiskipið,
Súlan (Jónas Guðmundsson
stýrimaður).
2055 Tónleikar: Fiðlukonsert í E-
dúr eftir Bach.
21.15 „Að horfa á sólina", smásaga
eftir Friðjón Stefánsson
(Knútur Reynir Magnússon).
21.40 Fjörugur vals eftir Otto
Klemperer.
21.50 Inngangur að fimmtudags-
tónleikum Sinfóníuhljómsv.
ísl. (Dr. Hallgr. Helgason).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Lög unga fólksins (Anna Sig-
tryggsdóttir og Guðný Aðal-
steinsdóttir).
23.00 Dagskrárlok
Miðvikudagur 9. janúar
8.00 Morgunútvarp.
12.00 Hádegisútvarp.
13.00 „Við vinnuna": Tónleikar.
14.40 „Við sem heima sitjum": Jó«
hanna Norðfjörð les úr ævi«
sögu Grétu Garbo (3).
15.00 Síðdegisútvarp.
17.40 Framburðarkennsla í dönsku
og ensku.
18.00 Útvarpssaga barnanna „Todda
frá Blágarði" eftir Margréti
Jónsdóttur; III. lestur (Höf«
undur les).
18.20 Veðurfregnir.
18.30 Óperulög.
19.00 Tilkynningar.
19.30 Fréttir.
20.00 Varnaðarorð: Guðmundur G.
Pétursson erindreki talar um
umferðarmál.
20.05 Einsöngur: Sænski vísnasöngv
arinn Evert Taube syngur,
20.20 Kvöldvaka a) Lestur forn-
rita, b) íslenzk tónlist, c)
frásöguþáttur, d) ætt ívars
Hólms hirðstjóra Vigfússonar
og niðja hans (síðari hluti).
21.45 íslenzkt mál.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Úr ævisögu Leós Tolstojs, rit«
aðri af syni hans, Sergej; III,
(Gylfi Gröndal ritstjóri).
22.30 Næturhljómleikar: Sinf. nr.
2 í D-dúr op. 73 eftir Bráhms.
23.10 Dagskrárlok.
KALLI KUREKI
*
-j< -
Teiknari: Fred Harman
f M3U JU5T AIN’T HUMAN/ HOLD/N’HIM
?0R J2AMSCM, HUH? AN’ YOU’D’VE
(j<ILLED HIM, MOMEY OR NOT!
V.
ffETOM YOUEHORSEL
YOÚEE LEADIM’ M£
TOTHATHIDE-OUT.'
YOU’LL WEVEI? MAkEME,-
’CAUSE YOU AIW’T TH’ KlWD
T’SHOOTAW UNAEMED
MAW' I’LL JUSTSITTIéHT'
I YOU'EE EieHT.I WOW’TSHOOTYOU'
BUT YOURE SONNA WISH I WOULD'
NOBODY EVER TOOK A BEATIW’ \
LIKE YOU’RE SONWA SET/ )
í>ú ert ékki með sjálfum þér að
halda honum þannig fyrir lausnar-
gjaldið, og þú hefðir drepið hann,
hvort sem þú hefðir fengið peninga
fyrir það eða ekki.
Ég skipa þér að stíga á bak hestin-
um og sýna mér felustaðinn.
Nei, þú færð mig aldrei til þess,-og
þú ert heldur ekki sú manntegund að
skjóta óvopnaðan mann. Ég ætla því
að vera kyrr.
í>ú hefur á réttu að standa, ég ætla
ekki að skjóta þig. En þú átt eftir að
óska þess, að ég hefði gert það, af
því að ég mun greiða þér fastari högg,
en nokkur hefur áður hlotið.
Nei, nei, ég skal sýna þér felu-
staðinn.