Morgunblaðið - 08.01.1963, Page 24
5. tbl. — Þriðjudagur 8. janúar 1963
'★BOKPNÁRVÖRTm
Dauðaslys í Skriðum i Fagradal:
Jeppi út af veginum
hrapaöi 35
Egilsstöðum, Eskifiröi, Neskaupstað og Reyöarfirði, 7. janúar.
DAUÐASLYS varð seint á sunnudagskvöld þegar Austin-
Gypsy jeppi fór út af veginum í Skriðum í Fagradal og
hrapaði 35—40 metra niður í gil. í bifreiðinni voru 3 syst-
kin, Einar Einarsson, Vigfús Einarsson og Halldóra Einars-
dóttir. Halldóra beið bana, en bræðurnir liggja nú á sjúkra-
húsinu í Neskaupstað.
Tildrög slyssins eru þau, að
Einar Einarsson, pípulagningar-
maður, Egilsstöðum, og systir
hans, Halldóra Einarsdóttir, fóru
um hádegið sl. sunnudag til Nes-
kaupstaðar. Þau héldu aftur til
Egilsstaða um kvöldið og þá
hafði Vigfús bróðir þeirra, sem
er verkamaður í Neskaupstað,
slegizt í för með þeim.
Um kl. 23.30 var jeppinn
kominn nokkuð upp svo-
nefndar Skriður í Fagradal
og virðist hann þá hafa snú-
izt skyndilega til á veginum.
Þar var nokkur hálka, en
vegkanturinn auður. Fór
jeppinn út af og rann á hjól-
unum niður brattan mel, um
90 metra langan, og steyptist
niður í gilið.
Einar, sem ók jeppanum, hefur
einhvern veginn komizt út á með
an jeppinn rann niður melinn.
Sjálfstæðis-
fundur
að Hellu
SJÁLFSTÆÐISFÉEÖGIN í Rang
árvallasýslu halda almennan
fund að Hellu laugardaginn 12.
þ.m. kl. 1,30 e.h.
1. Rætt verður um framboð
Sjálfstæðisflokksins í Suður-
landskjördæmi í hönd farandi Al-
þingiskosninga.
2. Ingólfur Jónsson ráðherra
ræðir um stjómmálaviðhorfið.
Jeppinn steyptist síðan fram
af og féll um 35—40 metra nið-
ur í gilið. Á leiðinni rakst hann
í klettanibbu og ir.un þakið þá
hafa rifnað af. Lenti jeppinn á
isi lagðri Fagradalsá, sem renn-
ur þarna um urð og stórgrýti.
Einar Einarsson lagði af stað
illa haldinn, gangandi til Reyðar-
fjarðar til að sækja hjálp. Hann
hafði gengið 2—3 kílómetra, þeg-
ar hann mætti bifreið, sem flutti
hann til Reyðarfjarðar.
Þar var fólk ræst út um kl.
12,30 eftir miðnætti. Héldu menn
þegar að slysstað. — Einnig
var hringt til Egilsstaða og Eski-
fjarðar og beðið um aðstoð. Fóru
læknar frá báðum stöðunum,
svo og sýslumaður og lögregla
frá Eskifirði.
Þegar á slysstaðinn var komið
var farið með sjúkrakörfu nið-
ur í gilið. Mikið frost var, um
12 stig, en logn og heiðskírt.
Vigfús og Halldóra höfðu
ikastast út úr jeppanum, sem
bafði sundrast. Halldóra var með
lífsmarki, en andaðist nokkru
síðar. Vigfús Var meðvitundar-
laus.
Þeir bræður voru fluttir í
sjúkrahúsið í Neskaupstað, en
Halldóra var flutt til Egilsstaða.
Seint í gærkvöldi var Vigfús
ekki kominn til meðvitundar.
Hann er mjög illa slasaður, en
meiðsli hans voru þá ekki full-
rannsökuð. Meiðsli Einars eru
ekki talin alvarlegs eðlis, en
hann hafði fengið mjög slæmt
taugaáfall. Líðan bræðranna var
sæmileg eftir atvikum í gær-
kvöldi, að sögn sjúkrahúáslæknis
ins.
metra
Halldóra heitin var 60 ára að
aldri og var ráðskona hjá Einari
bróður sínum, sem er 66 ára.
Vigfús er 62 ára gamall.
Austin-Gypsy jeppinn, U-650,
var nýr, skrásettur sL haust.
Hann er gjörónýtur.
Síldarháfur
féll á háseta
Maðurinn slasaðist mjög illa
Akranesi, 7. janúar.
Á SUNNUDAGINN kl. 3.30 e.h.
varð það slys er Skipaskagi var
að landa, að háfur fullur af síld
féll ofan á einn hásetann, sem
stóð við lestarkarminn.
Vindan, sem hífði háfinn, bil-
áði. Hafði loft komizt í pípur og
vökvinn hætt að verka, svo spilið
sleppti vírnum lausum.
Hásetinn, sem heitir Ingi
Bjarnason, 19 ára gamall, til
heimilis hér í bæ, féll niður í
lestina og háfurinn fullur af síld
á hann ofan. Slasaðist Ingi mikið.
Læknar sjúkrahússins, Páll og
Bragi, komu í skyndi á vettvang
og lögreglubíllinn ók hinum slas-
aða og læknum á sjúkrahúsið.
Var gerður uppskurður á Inga
seint á sunnudag. Páll Gíslason,
yfirlæknir sjúkrahússins, sagði
um meiðsli Inga í dag, að hann
hefði hlotið áverka á brjóstkassa
og vinstra lunga marizt. Auk
þess hefði rifnað gat á magann,
þindina og lifrina.
Líðan Inga er eftir atkvikum
sagði Páll yfirlæknir.
Tvær ungar
skautadísir
LITLU stúlkurnar eru systur'
og sl. laugardag brugðu þær
sér á skauta á Tjörninni, eins |
og hundruð annarra barna.
Skautadísirnar heita Guð-
rún Steingrímsdóttir (t.v.),
7 ára, og Svava Ásdís Stein-
grímsdóttir, 9 ára.
Telpurnar sögðu ljósmynd-
aranum, Sv. Þ., að þær hefðu
stundað skautahlaup frá því
þær máttu fyrst fara einar
niður á Tjörn.
«
Júní seldi fyrir 1.8 milljón
99
Sildarslatti66 Alþýðublaðsins
seldist fyrir 1.3 milljón
TOGARINN Júní seldi í
Cuxhaven í gær fyrir alls
169.102 mörk eða um 1
milljón og 800 þús. krónur.
Bv. Júní var með 232 tonn
af síld, sem seldust fyrir
116.845 mörk, og má það telj-
ast mjög góð sala, ekki sízt
þegar tekið er tillit til þess,
að síldin var talsvert misjöfn
að stærð, en að því eru daga-
skipti eins og kunnugt er. Þá
seldi bv. Júní 53 tonn af öðr-
um fiski, sem hann veiddi á
leiðinni út, fyrir 52.257 mörk
og er það mjög góð sala.
Bv. Júní hafði leyfi til að
lesta 250 tonn af síld, og var
hætt að lesta, þegar 252 tonn
voru komin í skipið, þar eð
gert var ráð fyrir eðlilegri
rýrnun í flutningi, 8—10%,
eins og kom líka á daginn.
Þetta er söluferðin, sem A1
þýðublaðið fjallaði um í
frægri fimm dálka grein á for
síðu sl. laugardag, þegar það
hugðist fara að kenna Bæjar-
útgerð Hafnarfjarðar, hvern-
ig ætti að haga rekstri og út-
gerð togara. Tókst það með
þeim endemum, að greinin
var öll rangsnúin frá upphafi
til enda, eins og rakið var í
Mbl. á sunnudag. Var engu
líkara, en greinarhöfundur
hefði aldrei komið nálægt
málinu á nokkurn hátt, sem
þó mun ekki vera, heldur var
hér skrifað gegn betri vit-
und. Hefur greinin orðið að
athlægi í Háfnarfirði og Al-
þýðublaðinu til skammar.
Alþbl. talaði t. d. um, að bv.
Júní hefði verið „með slatta
af síld í lestinni“ og síðar um
„síldarslatta“. Nú kemur í
ljós, að „slattinn" nam eftir
rýrnun hvorki meira né
minna en 232 tonnum. —
„Slattinn" seldist svo á tæp-
ar 1.3 milljónir króna!
Rætt v/ð vitavörðinn á Hornbjargi:
Hefur séð einn
stóran ísjaka
MIKLAR frosthörkur hafa
verið að undanförnu, eink-
um á Norðurlandi. Margir
hafa búizt við hafís og átti
Morgunblaðið því símtal í
gær við Jóhann Pétursson vita
vörð á Hornbjargi.
— Hefur þú orðið var við
hafís Jóhann?
— Onei, en í fyrradag kom
ég auga á stóran jaka. Hann
var að brotna, en hefur lík-
lega færzt vestur á bóginn.
— Sástu hann frá vitanum?
— Nei, ég heyrði tilkynn-
ingu frá skipi um jakann og
fór því upp á bjargið. Jakinn
var langt úti. Þeir stóru brotna
langt frá landi.
— Hvað um hvítabirni?
— Það kann vel að vera að
þeir séu hér í víkunum í
kring að eltast við minka.
Ekki hef ég samt séð þá.
— Hvernig hafið þið það í
vitanum?
— O, bærilegt. Það hefur
verið risjótt veður hér á Hom
ströndum. Einn plús er þó,
sem ekki hefur verið áður.
Túrbínan hefur gengið prýði-
lega, en það hefur hún ekki
gert fyrr.
— Hvað búa margir í vit-
anum?
— Við hjónin meV tvö
böra. Svo eru páfagaukar,
hundar og kettir. Allir hafa
það gott, nema hvað við fá-
um ekki Morgunbiaðið. Blöð
hafa ekki komið frá því í
nóvemberbyrjun.
— Hvað gerðuð þið um
áramótin?
— Héldum feikna mikla
brennu. Það þýðir ekki ann-
að. Hér verður allt að gera
sem tilbreyting er í. Svo er
mikið spilað af marías. Allaf
marías og hörkuslagur er við
konuna hvort okkar vinnur.
— Hvar er næsta byggð?
—■ Það mun vera í Reyðar-
firði. Þar býr Magnús bóndi
Jakobsson með konu og ein-
um krakka. Hann hefur verið
að tala um að flytjast burtu.
Við erum nú einir i Grunna-
víkurhreppi, sem áður var.
Enginn býr á svæðinu frá
ísafjarðardjúpi til Reykjar-
fjarðar. Kannski leynast hvita
birnir á þessu svæði, sagði
Jóhann að lokum.